Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 52

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MINNININGAR MORGUNBLAÐIÐ HILDIG UNNUR MAGNÚSDÓTTIR + Hildigunnur Magnúsdóttir fæddist á Torfastöðum í Hrafnagilshreppi, nú Eyjafjarð- arsvéit, 28. mars 1915. Hún andaðist á heimili sínu á Akur- eyri 21. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 28. febrúar. „í KVÖLD fór ég og heimsótti ömmu í blokk. Mér fínnst nú alltaf gaman að fara til hennar, en í kvöld var það alveg sérstaklega skemmtilegt, því að amma var svo hress og kát. Við horfðum fyrst á sjónvarpið, en svo töluðum við heillengi saman um svo margt. Við skrifuðum niður öll langömmubörnin (voru tíu alls) sem eru komin og foreldra þeirra. Amma getur verið svo glettin og jákvæð og mér finnst það bara sýna það hve yndisleg hún er, að ég fór frá henni mun ánægðari en þegar ég kom. Á leiðinni heim gat ég ekki annað en brosað, bara yfir því hvað ég var hamingjusöm að hafa átt ein- mitt þessa kvöldstund með henni ömmu minni í blokk.“ Þetta skrifaði ég í dagbók mína hinn 8. febrúar 1993. Nú er svo komið að amma „í blokk“ hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Heimsókn- ir mínar verða því ekki fleiri til elsku ömmu sem mér þótti svo vænt um. Nú get ég bara heimsótt minningar mínar um hana. Minningar eru ann- ars hverjum manni mikilvægar, án þeirra væri lítið gaman að lifa. Þessi kvöldstund sem ég 'átti með ömmu er aðeins ein af svo mörgum góðum minningum mínum um hana. Þeir sem ekki þekkja til hafa oft furðað sig á því af hveiju við barna- börnin kölluðum ömmu oft ömmu „í blokk“. Það er þó einföld skýring á því. Alla mína tíð hefur amma búið í blokk. í Skarðshlíðinni bjó hún frá 1966-1989, þangað til hún flutti upp í Víðilund. Það var í Skarðshlíð- inni sem amma fékk þetta viður- nefni af okkur barnabörnunum, þeg- ar við á barnsárunum notuðum það til aðgreiningar frá ömmunum í hin- um ættunum. Það er þó ekki þar með sagt að amma hafi búið í blokk alla sína ævi. Nei, síður en svo. Fram til 1948 bjó hún í sveit, þar af nokkur ár í torfbæ. Amma hóf ung búskap á Kolgrímastöðum í Eyjafirði með Garðari afa mínum, sem ég kynntist því miður aldrei, því að hann dó ungur að árum (1957) úr berklum. Arið 1948 fluttu þau svo í bæinn, þ.e.a.s. til Akureyrar í Hríseyjargötu 1. Þar bjó amma með bömum sínum, þar til þau fluttu í Skarðshlíðina árið 1966. Þá var amma gift í annað sinn, honum Helga Hálfdánarsyni. Honum man ég vel eftir og var hann okkur barnabörnum ömmu sem góð- ur afi þar til hann lést árið 1980. Það var alltaf glatt á hjalla hjá ömmu í Skarðshlíðinni. Frá því að ég man eftir mér vorum við barna- börnin mikið hjá henni ömmu okkar. Hún var dugleg við að taka okkur í pössun þegar við vorum yngri og eftir að við urðum það gömul að við gátum passað okkur sjálf vorum við alltaf velkomin, það fann maður svo vel. Amma var íslendingur í húð og hár og þó að hún væri opin fyrir flestum nýjungum þá fannst henni líka sjálfsagt að halda í eitthvað af því gamla. Hún átti nefnilega fullan kassa af kindavölum og leggjum, sem höfðu verið leikföng íslenskra barna svo lengi hér áður fyrr. Þessi ieikföng hafa alltaf verið vinsæl hjá barnabörnum ömmu og nú síðustu árin hjá langömmubörnunum. Bakkar Glerárinnar voru líka vin- sæll leikvöllur hjá okkur krökkunum. Oft kom amma með okkur niður að ánni, fræddi okkur um hitt og þetta, talaði m.a. um það hvað áin gæti verið „skapill" á vorin í leysingunum og þá vildi hún helst ekki að við værum nálægt ánni. Á árbakkanum óx líka mikið af eyrarrós, en það voru blóm sem ömmu þótti rnjög vænt um. Það var því ósjaldan að við tíndum handa henni vönd þegar t Við viljum þakka öllum þeim, sem auð- sýndu okkur vináttu og samúð með ein- um eða öðrum hætti við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, INGVELDAR EYJÓLFSDÓTTUR frá Hvoli, Hátúni 10, Vik i Mýrdal. Hulda Danfelsdóttir, Elín A. Daníeisdóttir, Ingveldur Bjarnarson, Jóhanna Bjarnarson, Inga Dagmar Karlsdóttir, Hafdís Ósk Karlsdóttir, Daníel Karlsson, Karl Kristófer Sigmarsson. St. St. 5994120819 X I.O.O.F. 11 = 17612088’/2 = M.A. Hvítasunnukirkjan Völvufeiii Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. \r—nl KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Aðventufundur í kvöld kl. 20.30 við Holtaveg. Söngur: Halldór Vilhelmsson. Undirleik annast Gústaf Jóhannesson. Hugleið- ingu hefur sr. Sigurbjörn Einars- son, biskup. Allir karlmenn velkomnir. I.O.O.F. 5 = 1761288'/2 = M.A. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! §Hjálpræðis- herinn J4°r KÍrkÍU#'ræ,Í 2 Tónlistarvaka Kaffihús með lifandi tónlist. Miriam Óskarsdóttir syngur. Húsið opnað kl. 20.00. Útgáfutónleikar nýs geisladisks Miriam Óskarsdóttur verða haldnir í Bústaðakirkju föstudag kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 500, kr. 250 fyrir skólafólk. Allir velkomnir. við höfðum verið úti að leika okkur. Amma átti eitthvað svo auðvelt með að ná góðu sambandi við börn. Hún var alltaf svo þolinmóð og góð og aldrei man ég eftir að hún hafi reiðst við okkur, þó að við hljótum ein- hvern tímann að hafa reynt á þolin- mæði hennar. Það var mjög vinsælt að fá að gista hjá ömmu. Heimili hennar var t.d. mér og frænku minni, Sif Jó- hannesdóttur, lengi vel góður móts- staður. Við mæltum okkur oft mót hjá ömmu og var okkur alltaf vel- komið að gista hjá henni ef við ósk- uðum eftir því, sem var ekki svo sjaldan. Heimili ömmu var að sjálfsögðu ekki bara mótsstaður okkar Sifjar, því að amma var dugleg að halda fjölskylduboð svo lengi sem hún gat, auk þess senv fjölskyldurnar hittust oft, stundum af tilviljun, hjá ömmu óboðnar. Hvort heldur sem var, var glatt á hjalla, bæði hjá þeim yngri og eldri. Arið 1989 flutti amma svo í Víði- lundinn í nýja íbúð fyrir aldraða. Fyrstu árin þar held ég að henni hafi liðið nokkuð vel. Hún var ánægð með íbúðina og staðsetninguna. Þó var maður farinn að merkja það að ellin og kannski líka mikil vinna á yngri árum var farin að segja meira til sín, allavega hvað varðar líkam- ann. Þó vildi hún sem minnst um það tala framan af og gerði lítið úr öllum líkamsverkjum. Ef hún missti út úr sér við mig eitthvað á þá leið að hún hefði nú reyndar verið nokk- uð slæm í bakinu þann daginn, þá bætti hún alltaf við: „Já, en vertu ekkert að tala um það.“ Þótt líkam- inn væri orðinn lélegur fannst mér amma vera ung í anda. Hún átti að minnsta kosti auðvelt með að setja sig inn í hugarheim okkar sem yngri erum. Amma var bjartsýn á framtíð okkar unga fólksins. Henni fannst við hafa um svo mikið að velja. Svo sannarlega höfum við það í hinu ís- lenska nútímaþjóðfélagi borið saman við gamla bændaþjóðfélagið. Rætur hvers mann tel ég að sé að finna í átthögum hans og meðal nánasta skyldfólks. Stundum er hægt að taka plöntur upp með rótum og planta þeim annars staðar, með misgóðum árangri þó. Ég veit hvar mínar rætur eru og það er margt gott fólk sem hlúð hefur að þeim. Rótin sem amma hlúði að er orðin stór og sterk. Hún verður ekki auð- veldlega rifín upp, en héðan í frá verður hún að svala þorsta sínum með minningunum. Auðvitað mun ég sakna ömmu. Ég sakna hennar nú þegar. En ég veit að hún var búin að vera mjög veik síðustu mánuðina og það væri því bara eigingirni af mér að óska þess að hún væri enn á lífi. Hún var búin að lifa sínu lífi. Eignaðist mörg börn, barnabörn, og barnabarna- börnunum er fjölgar óðum. Mest af öllu langar mig til að geta þakkað henni fyrir allt. Og mig langar til þess að geta kvatt hana. Þar sem ég er stödd erlendis og get því ekki verið viðstödd jarðarförina, er þessi grein kveðja mín til hennar. Ömmu minni í blokk mun ég aldrei gleyma og nú lifir hún í minningum okkar allra sem nutum návistar og elsku hennar. Ragnhildur Magnúsdóttir. Okkur langar að minnast ömmu okkar Hildigunnar Magnúsdóttur sem lést aðfaranótt mánudagsins 21. nóvember síðastliðinn. Það er erfitt að sjá á bak svo góðri konu sem hefur sýnt okkur mikla umhyggju og gefið okkur inn- sýn og skilning á því lífi sem hennar kynslóð lifði. 1 lífi hennar skiptust á skin og skúrir en með hugrekki og jákvæðu hugarfari sigraðist hún á hverri þraut. Báðar urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í nálægð ömmu. Ég, Kristín, minnist þess sérstaklega að hafa átt hjá henni skjól þegar ég var lítil og gekk hún mér í móðurstað einn vetur sem ég bjó hjá henni. Alla tíð síðan hafa verið sterk bönd á milli okkar. Síðan eftir að ég átti drengina mína þrjá hafa þeir notið sömu ástúðar frá henni og ég. Það er mér sérstaklega minnisstætt að hversu órólegir sem þeir voru, voru þeir ævinlega rólegir og góðir hjá henni. Þeir sakna henn- ar eins og við hin. Árin sem við bjuggum í Skarðs- hiíðinni, hún uppi og við niðri, var mikill samgangur milii heimilanna og nutum við systurnar góðs af. Hún var ávallt boðin og búin að gæta okkar sem og annarra barna. Hún var mjög barngóð og hændi öll börn að sér fyrirhafnarlaust. Bæði vönd- um við þarnabörnin komur okkar til ömmu, en einnig krakkar sem bjuggu í nágrenninu og voru henni alls óskyldir. Allir voru velkomnir. Því var oft glatt á hjalla og mikið um dýrðir hjá ömmu. Mig, Hildi- gunni, langar sérstaklega að minn- ast þeirra ófáu stunda sem við frænkurnar, ég og Adda, áttum hjá ömmu. Þegar foreldrum okkar varð nóg um uppátektarsemi stelpnana stóðu dyr hennar ávallt opnar. Það sem aðrir hneigðust til að kalla óþekkt varð að lífsgleði og uppá- fyndingarsemi hjá ömmu. I Skarðs- hlíðinni hjá henni eru margar okkar bestu sameiginlegu bernskuminn- ingar. Kynni okkar systra sem og annarra barna af henni hafa mótað okkur og vonandi gert okkur að betri manneskjum'. Við minnumst þín amma með söknuði og þökkum þér allt sem þú hefur gefið okkur. Það er erfitt að sjá á bak þér en við vitum að þú sem varst orðin þreytt af langri lífsgöngu ert komin á bjartan stað. Við vitum að systir okkar Re- HERMANN JÓNASSON + Hermann Jónas- son fæddist á Æsustöðum í Saur- bæjarhreppi, Eyja- firði, hinn 8. des- ember 1914. Hann lést hinn 29. júlí síð- astliðinn á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Mar- grét Valdimarsdótt- ir og Jónas Tóm- asson. Eftirlifandi eru tveir bræður Hermanns, Siguri- iði og Hörður, en sex systkini hans eru látin, þau Árni, Valdimar, Fanney, Þór- hallur, Jónína og Lilja. Her- mann ólst upp í fremstu sveitum Eyjafjarðar og þar lengst af á Syðri-Villingadal í Saurbæjar- hreppi. Hann starfaði lengstum sem bifreiðastjóri hjá vöruflutn- ingastöðinni Stefni á Akureyri, en síðar sem byggingaverka- maður hjá Híbýli hf. Hermann var ógiftur og barnlaus. í DAG eru liðin áttatíu ár frá fæðingu fæðingu Hermanns Jónassonar en hann lést sl. sumar eftir erfið veikindi. Þar sem dagurinn í dag helgast minningu hans hjá skyldmennum sem hann elskaði og sem elskuðu hann, langar mig til að minnast hans hér í nokkrum fátæk- legum orðum. Hermann var hjarta- hlýr maður og einstak- lega góð sál. Hann hlúði að frændgarði sínum og þá sérstaklega að smáfólk- inu. Fyrst systkjnabörnum og síðan þeirra börnum og barnabörnum. Fyrir vikið þótti þessu sama smá- fólki einstaklega vænt um hann og ekki síður seinna þegar það var ekki smátt lengur. Fyrir okkur systkinin til að mynda sem aldrei kynntumst Hirti afa okkar var Hermann sem okkar annar afi. Hann kom reglu- lega og oftast daglega í heimsókn, stundum á leiðinni upp í hesthús, bekka sem er á ferðalagi um Asíu minnist þín með sama hlýhug. Ó minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Hildigunnur Þráinsdóttir og Kristín Konráðsdóttir. Mig langar í fáeinum orðum til að minnast hennar ömmu minnar sem lést hinn 21. nóvember síðastlið- inn. Ég geri mér nú kannski ekki alveg grein fyrir því hve gamall ég er þegar ég man eftir henni fyrst en minningarnar um hana eru hver annarri yndislegri. Best man ég þó eftir því þegar amma var að gefa mér að borða því hjá henni var allt- af veisla, sama hvaða dagur var. Hún stjanaði alltaf við mann, því hún hlóð borðin kræsingum hvort sem það voru kleinur, soðið brauð, pönnukökur eða bara eitthvað góms- ætt. Það sóttu líka til ehnnar krakk- ar úr öllu hverfinu og flest allir krakkar þekktu Hildigunni í Skarðs- hlíðinni og öllum þótti jafn vænt um hana því ég þekkti fáar manneskjur sem bjuggu yfir jafn miklu jafnaðar- geði og hún amma mín blessuð. Við vorum oft dálítið margir krakkar hjá henni og það voru oft svolítið læti en hún amma kippti sér ekki upp við það. Þó vissum við krakkarnir nokkurn veginn hve langt við máttum ganga, því hún var ákveðin þótt hún leyfði okkur að hamast svolítið. Ég gæti lengi gripið niður í minn- ingar sem tengjast henni en eftir að ég fluttist tólf ára gamall suður til Hafnarfjarðar urðu samskipti okkar ekki eins mikil og áður eins og gefur að skilja en í hvert skipti sem leiðir mínar lágu norður yfir heiðar fór ég yfirleitt alltaf til ömmu, sem dekkaði alltaf upp borð handa mér og það var alltaf jafn gaman að jcoma til hennar. Ég minnist þess líka alltaf hvað konunni minni varð tíðrætt um það hve Ijúft það væri að koma til henn- ar og hve andrúmsloftið væri gott hjá henni. Eins var strákurinn minn eldri ekki gamall þegar hann fór fyrst til hennar, en hann virtist allt- af muna eftir henni og spurði marg- sinnis um hana og er það nú ekki oft sem lítil börn muna svo vel eftir fólki sem það umgengst ekki mikið. En nú er hún amma komin til afa míns sem ég er skírður í höfuðið á. Ég þakka þér fyrir allt, amma mín. Blessuð sé minning þín. Garðar Smárason. stundum á leiðinni þaðan eða stund- um bara á leiðinni til okkar. Ávallt lumaði hann á einhverju góðu, oft- ast bijóstsykri eða einhveiju öðru hnossgæti. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir litlu vinina sína og það er fátt sem börn kunna betur við en full- orðna sem gefa þeim sinn tíma, at- hygli og vináttu. Hermann var ekki stór eða sterk- lega vaxinn maður en engu að síður var hann hraustur og innra með sér hafði hann mikinn styrk. Hann var alltaf hjálparhella þeirra sem áttu um sárt að binda og mátti hvergi aumt sjá. Sjálfur bað hann hins veg- ar sjaldan um aðstoð. Var það stund- um til vandræða þegar hann lá fár- sjúkur en sá ekki ástæðu til að láta neinn vita og kosta eitthvert ómak. En þetta var Hermann, maður sem aðstoðaði sína eins og best hann gat en vildi um leið láta sem minnst fyrir sér fara. Hermann var að mörgu leyti fálát- ur maður en gagnvart börnunum var hann skrafhreifinn, eftirtektarsamur og skemmtilegur. Frændgarður Her- manns var og er stór og börnin sem muna góðan mann orðin mörg. Við þökkum honum ástúð hans og vænt- umþykju og við vitum að hann gerði okkur meiri og betri með því sem hann kenndi okkur um vináttu og kærleik. Þórhallur Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.