Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS (pú Efzr He&MUZ, EtíaSATT? ) —-p>——:-------- C^s\ I Mes& j I Grettir Smáfólk Þetta er bókin sem ég verð að Áttu við að ég eigi að lesa hana Hlustar? lesa fyrir skólann, ég vil að þú á meðan þú situr bara hérna lesir hana fyrir mig. og hlustar Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Sönn saga Frá Margréti Hjálmtýsdóttur: ÞAÐ VAR á Þorláksmessu, ég var á leið heim til íslands frá suðurríkj- um Ameríku. Lestin silaðist áfram með hávaða miklum og þurfti oft að stoppa. Ætlar hún aldrei að komast á leiðarenda hugsaði ég óþolinmóð. Loks rann þetta ormum líkast fer- líki inn á járnbrautarstöðina á Manhattan, New York, eftir marga ótalda klukkutíma. Þá var eftir að ná í taxa og fá sér nætur- gistingu, ekki var það auðvelt í örtröðinni. „Gættu vel að farangri þínum, því til eru sumir fingralangir í mannmergðinni," hafði góðvinur sagt við mig. Heppnin er með mér, ég fæ gistingu á hóteli rétt við fimmtu götu. Það var komið kvöld og gatan ljómaði og skein í jólaskrautbúningi sínum en þar bar Lincoln Place af því þar svifu stórir forkunnarfagrir englar um loftið. Þeir snertu aðeins „synd- uga“ jörðina með blátánum og blökuðu vængjunum. Auðvitað stjórnuðu ósýnilegir þræðir þessu undri. Urmull af fólki á götunni og aldrei hef ég séð annan eins fjölda af hettum, enda kaldi, og svo allir treflarnir. Sums staðar voru hópar að syngja jólalög og aðrir að spila á hljóðfæri. Ég settist á bekk, hlustaði og starði á dýrðina. Ég var utanveltu íslendingur. Mín jól voru jólatréð á Austurvelli sem svignaði til og frá í norðangjóstinum og sjö álna girðingaljósin í gluggum húsanna. Jólabarnið var nú einu sinni gyð- ingur. Næsta morgun vakna ég snemma í svo stóru rúmi að íjórir gætu sofið þar. Þegar ég afhenti lyklana í afgreiðslunni spyr af- greiðslustrákurinn hvaðan ég sé. „íslandi,“ svara ég. „Þar er voða- legt kalt,“ og strákur lætur sem hrollur fari um sig. „Viltu koma út í kvöld að dansa, ég er laus klukkan sex?“ Þessu ansa ég ekki en flýti mér út á götuna til að ná í taxa því flugvallarrútumar fara stundvíslega á völlinn. Mér verðiir litið á gangstéttina við hótelið. Ég kalla í afgreiðslustrákinn. „Það liggja þrír menn á gangstéttinni og eru líklega dauðir,“ segi éjg. Pilturinn horfir á mennina. „Eg þekki þessa náunga,“ segir hann, „þeir sofa hérna á gangstéttar- röstinni því þar er smá hlýja frá niðurföllunum." „Kemur ekki lög- reglan?“ „Nei, þeir eru alveg mein- lausir.“ Heimþrá Á flugvellinum finnst mér tíminn oftast lengi að líða en þeg- ar tilkynnt var um klukkustundar seinkun var þolinmæðin að springa. „Þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði ég við sessunaut minn, ís- lenskan eldri mann. „Já,“ sagði maðurinn. „Alveg ófært.“ „Já,“ og það á sjálfan aðfangadag.“ „Já,“ og maðurinn hallaði sér á bekkinn með lokuð augu. Ég sá að þarna var engrar sam- úðar að vænta og tók að rápa í búðirnar. Ég keypti kexpakka og „after eight“-súkkulaði. Og loks- ins, loksins var kallað út í íslensku flugvélina. Ég sit í góðu sæti í íslenskum flugfáki sem skeiðar hratt eftir útmældum loftleiðum til einnar sögu eyjunnar norður í hafi, sem við elskum. Kökkurinn hvimleiði sem sækir inn í brjóst mitt í útlönd- um, greiðist sundur og hverfur, því ég er á leiðinni heim. Óblíð veðrátta á Fróni Þegar til Keflavíkur kemur er snjór yfir landi, hávaðarok og skafbylur. Rútan til Reykjavíkur full af fólki. í útvarpinu er fólk að óska vinum sínum gleðilegra jóla. Lögreglan biður fólk að gæta sín í óveðrinu. „Tveir bílar fuku út af veginum undir Akrafjalli." í flugrútuafgreiðslunni reyni ég að fá bíl en illa gengur. Menn hættir að keyra vegna veðurs. En ég fæ samt sendan bíl. Þegar ég sé bílstjórann bregður mér því það er kona. „Heldurðu að þú getir keyrt mig í Garðabæinn í þessu veðri?“ spyr ég. „Þeir eru að rýma veg- inn,“ segir hún. Og brátt keyrir hún inn í Garðabæinn og heim að húsinu mínu en tröppurnar eru á kafi í snjó, kvarta ég. Konan tekur töskuna mína, veður snjóinn upp í hné og gerir braut á tröppurnar, tekur mig og ber upp að dyrunum, hún skellihlær. „Hvernig get ég þakkað þér,“ segi ég. „Gleðileg jól,“ segir hún. Heima er best Og þegar ég lít út um dyrnar sé ég hvar hún brunar á bíl sínum fyrir hornið á ísbúðinni. Ég geng inn í húsið mitt og kveiki ljós. „Blessað rafmagnið,“ svo hækka ég hitann. „Blessuð hitaveitan“. Ég tek bolla og fæ mér vatn úr eldhúskrananum. Svo gott vatn hef ég ekki bragðað í marga mán- uði. Ég opna sjónvarpið, kirkju- klukkur eru að hringja inn hátíð- ina. Ég lít í eldhússkápana, þar er ekkert matarkyns nema te- pakki. Ég hita te í hraðsuðukatlin- um og sest fyrir framan sjónvarp- ið með tebolla og kexpakkann, sem ég keypti á flugvellinum. Það er jólamessa í sjónvarpinu, mikið talar presturinn fallegt mál. Þegar kórinn syngur Heims um ból stend ég upp, legg hönd á hjartastað og syng öll versin full- um hálsi. Kinnar mínar verða vot- ar, ég þurrka þær með handarbak- inu. Svo sest ég í stól og styn aftur og aftur, „ég er sæl. Nú eru jól og ég er heima.“ „Þakka þér góði Jesú jólabarn.“ Gleðileg jól! MARGRÉT HJÁLMTÝSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.