Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 61

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 61 FÓLK í FRÉTTUM Bameignir í Hollywood ►LEIKKONAN gíruga Rose- anne og Ben Thomas eiga von á barni í ágúst eftir vel heppnaða glasafrjóvgun. Það kemur vel á vondan því í sjón- varpsþáttum sínum í vetur verður Roseanne ólétt eftir mótleikara sinn, John Good- man. Og það eru fleiri í Holly- wood sem geta glaðst þessa dagana. Leikstjórinn vinsæli Spike Lee og eiginkona hans Tonya Lewis eignuðust stúlkubarn 2. desember og verður það skírt Satchel Lew- is Lee. MICHAEL Douglas Engirni kynlífsfíkiU MICHAEL Douglas segist hafa ráðið bót á áfengisfíkn sinni og bjargað hjónabandi sínu. Þá neitar hann öllum fregnum um að hafa farið í meðferð við kynlífsfíkn. „Ég vissi að ég drykki of mikið,“ segir Douglas. „Ég vann sleitulaust í 25 ár undir stöðugu álagi og átti auk þess við drykkjuvanda- mál að stríða. Þetta var gengið svo langt að ég varð að taka ábyrgð á gerðum mínum.“ Douglas neitar aftur á móti öllum fregnum um að hafa farið í meðferð við kynlífsfíkn sinni. „Slúð- urblöðin fjölluðu mikið um málið, en allt var það kjaftæði. Sagan var góð, en átti bara ekki við um mig. í alvöru, ég hef aldrei þóst vera dýrlingur, en þetta gengur of langt. Ég neita að trúi því að fólk sé með þennan uppspuna á heilanum." Douglas hefur ekki komið nálægt kvikmyndaleik í tvö ár og segir samband sitt við fjölskyldu slna og föður, Kirk Douglas, hafa batnað til muna. Michael er nú farinn að hugsa sér til hreyfíngs og fer með aðahlutverk væntanlegr- ar myndar sem nefnist Forseti Bandaríkjanna. Af því til- efni var honum nýlega boðið í sérstaka skoðunarferð um Hvíta húsið, þar sem tökur á myndinni munu fara fram. Það er Oliver Stone sem mun leikstýra myndinni. LEIKSTJORINN Spike Lee í hópi barna, en sjálfur eignað- ist hann barn með eiginkonu sinni fyrir skömmu. Fulltrúi Reuters í rúm 40 ár ►Þorsteinn Thorarensen hefur íátið af störfum sem fulltrúi Reuters-fréttastofunnar hér á landi. Þorsteinn hóf störf fyrir Reuter árið 1951 og hefur því verið fulltrúi bresku fréttastof- unnar á íslandi í rúma fjóra áratugi. Fjölmargir yfirmenn Reuters á Norðurlöndum komu hingað til lands til að kveðja Þorstein og þakka honum fyrir vel unnin störf. Myndin var tek- in í síðdegishófi sem fréttastof- an efndi til á Hótel Sögu síðast- ROSE- ANNE, sem ætlar að giftast Ben Thom- as á næst- unni, á von á barni. liðinn föstudag. Frá vinstri: Simon Haydon, fréttastjóri Reuters á Norðurlöndum, Ivan Mulcahy, yfirmaður Reuters á Norðurlöndum og í Eystrasalts- Morgunblaðið/Árni Sæberg ríkjum, Þorsteinn Thorarensen, og Bo Geitel, tækniyfirmað- ur Reuters á Norð- urlöndum. FOLK Lange og Baldwin leika saman ALEC Baldwin og Jessica Lange munu fara með hlutverk Stanleys Kowalski og Blanche DuBois í þriggja klukku- tíma sjónvarps- mynd sem gerð verður eftir leik- riti Tennessee Williams „A Streetcar Named Desire". Þau léku einmitt saman í upp- færslu leikritsins á Broadway árið 1992 við mjög góðar undirtekt- ir. Fyrsta kvik- mynd sem gerð var eftir leikrit- inu er frá árinu 1951 og er sígild í kvikmyndasög- unni. Henni var leikstýrt af Elia Kazan og í aðal- hlutverkum voru Vivien Leigh, Marlon Brando, Kim Hunter og Karl Malden. Önnur útgáfa af leikritinu var gerð árið 1984 og þá voru Treat Williams og Ann-Margaret í aðalhlutverkum. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir Alec Baldwin, sem ekki hefur geng- ið sérstaklega vel upp á síðkastið. Það er sagt að hann hafi líka átt það inni, en hann hafnaði hlutverki Jacks Ryan í „Patriot Games“ á sínum tíma vegna uppfærslunnar á „A Streetcar Named Desire“ á Broadway. W Jessica Lange a m Inri Wr m TT hjá vir okkur Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. B Einhneppt jakkaföt frá kr. I 5.800,- & Föt m/vesti frá kr. 21.800,- 9 Tweed föt með eða án vestis frá kr. I 7.500,- 9 Stakar dömu- og herrabuxur frá kr. 4.900,- 9 Stakir ullarjakkar dömu og herra frá kr. 10.900,- N Ý K O M I Ð 9 Herraskyrtur í miklu úrvali 9 Dömublússur. 9 Bindi - hálsklútar - treflar. 9 Dömupeysur. Opið virka daga frá kl. 9-18. Opið laugardaga frá kl. 10-18 DALBREKKA AUÐBREKKA Kuldaúlpur - Fleecepeysur - Mittisúlpur - Sleðagallar Sokkar - Köflóttar skyrtur - Bakpokar - Húfur - Svefnpokar -Vettlingar - O.m.fl. GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.