Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
289. TBL. 82. ARG.
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bossi
boru-
brattur
Róm. Reuter.
UMBERTO Bossi, leiðtogi
Norðursambandsins á Ítalíu,
sagðist í gær njóta stuðnings
meirihluta neðri deildar ítalska
þingsins til þess að mynda nýja
ríkisstjórn í stað samsteypu-
stjórnar Silvios Berlusconis.
Berlusconi og Bossi höfðuðu
í gær ákaft til lítils miðflokks,
Þjóðarflokksins, um stuðning.
Uppistaða flokksins eru liðs-
menn fyrrverandi flokks kristi-
legra demókrata. Gæti afstaða
þeirra ráðið nokkru um hvernig
traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn
Berlusconis næstkomandi mið-
vikudag reiðir af.
Bossi sagði í gær, að dagar
Berlusconis væru taldir. Aðeins
tvær leiðir væru út úr stjómar-
kreppunni; að Berlusconi færi
frá og ný samsteypustjórn
mynduð eða boðað yrði nýrra
til þingkosninga.
Bossi kvað 325 þingmenn
neðri deildarinnar af 630 styðja
myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Gleðja börn
í Sarajevo
með gjöfum
TIL þess að gleðja stríðshrjáð
börn í Sarajevo um jólin söfn-
uðu grunnskólabörn í Frakk-
landi leikföngnm og sendu til
Bosniu. Söfnuðust nokkrir bíl-
farmar af gjöfum sem franskir
liðsmenn friðargæslusveita
Sameinuðu þjóðanna í Bosníu
hafa afhent í Sarajevo siðustu
daga. Var myndin tekin í einum
barnaskóla borgarinnar í gær
þar sem gjafirnar voru vel
þegnar.
*
Aætlar
ekki langt
fram á við
FRANSKUR heimspekingur, Jean
Guitton, sagði í gær, að læknar
Francois Mitterrands Frakklands-
forseta teldu að forsetinn ætti
aðeins sex mánuði eftir ólifaða.
Guitton sagði að Mitterrand
hefði tjáð sér þetta er forsetinn
kom til fundar við sig til þess að
ræða hvað tæki við eftir dauðann.
Mitterrand vildi þó ekki kann-
ast við að andlát væri í nánd eftir
fund með Silvio Berlusconi forsæt-
isráðherra Italíu í gær. „Læknarn-
ir mínir hafa ekki sagt að ég ætti
í mesta lagi sex mánuði eftir ólif-
aða. Og ég býst ekki við svo skjót-
um endalokum. Þegar maður er
hins vegar kominn á efri árin og
þjáður af ákveðnum sjúkdómi í
þokkabót þá duga engar lang-
tímaáætlanir," svaraði forsetinn.
■ Hvað bíður fyrir handan?/24
Novo-Shúrvoj, Moskvu, Grosní. Reuter.
YFIRMAÐUR einnar af þremur rússneskum
herdeildum, sem hafa sótt að Grosní, höfuðstað
uppreisnarhéraðsins Tsjetsjniu, lýsti þvi yfir í
gær að hún myndi ekki sækja lengra fram þar
sem hernaðaraðgerðirnar gengju í berhögg við
stjórnarskrá Rússlands. Viktor Tsjernomyrdín,
forsætisráðherra Rússlands, hótaði árásum á
borgina en léði máls á viðræðum við Dzhokhar
Dúdajev, leiðtoga Tsjetsjníu, sem fyrirskipaði
liðsmönnum sínum í gær að hörfa um kílómetra
frá víglínunni í grennd við Grosní.
ívan Babítsjov hershöfðingi, sem stjórnar her-
deildinni, hélt tilfinningaþrungna ræðu í bænum
Novo-Shúrvoj, um 35 km vestan við Grosní, þar
sem hann stöðvaði herdeildina. „Þeir [ráðamenn-
irnir í Moskvu] geta fordæmt okkur, en við skjót-
um samt ekki. Við beitum ekki skriðdrekum
gegn fólkinu. Við förum ekki lengra,“ sagði
Babítsjov við um 1.000 bæjarbúa sem hlýddu á
hann.
Oánægja innan hersins
Yfirlýsingin endurspeglar mikla óánægju með-
al rússneskra hermanna með þá ákvörðun rúss-
nesku stjórnarinnar að gera innrás í Tsjetsjníu
Tsjetsjenar tóku nokkra hermenn til fanga. Hún
hefur nú sameinast herdeildinni norðan við höf-
uðstaðinn.
Hópur kvenna og aldraðra gerði aðsúg að
Babítsjov eftir ræðuna. „Það er ekki okkur að
kenna að við erum hér,“ sagði hann við fólkið.
„Við viljum þetta ekki. Þessar hernaðaraðgerðir
eru brot á stjórnarskránni. Það er bannað að
beita hernum gegn friðsömum borgurum. Það
er bannað að skjóta á fólkið," sagði hann.
Hóta að „fara alla leið“
Dúdajev fyrirskipaði liðsmönnum sínum að
hörfa um kílómetra frá víglínunni en sagði að
fyrirmælin yrðu endurskoðuð ef rússnesku her-
sveitimar sæktu lengra fram.
Tsjernomyrdín setti það skilyrði fyrir viðræð-
unum við Dúdajev að liðsmenn hans legðu niður
vopn fyrir miðnætti í kvöld, annars myndu rúss-
nesku hersveitirnar halda áfram að beijast og
„fara alla leið“.
Forsætisráðherrann kvaðst efins um að
Dúdajev vildi semja um frið. Áður hafði Borís
Jeltsín Rússlandsforseti boðist til að hefja friðar-
viðræður við Dúdajev.
Reuter
RÚSSNESKI ofurstinn Gennadíj Kondal-
ín, yfirmaður rússneska heraflans við
vesturlandamæri Tsjetsjníu, með konum
úr friðarsamtökum tsjetsjnískra kvenna.
Hann sagðist myndu neita fyrirskipunum
um að halda með sveitir sínár til Grosní.
til að hindra aðskilnað héraðsins frá Rússlandi.
Önnur herdeild var í gær komin um sjö km
frá norðuijaðri Grosní og framrásin stöðvaðist
á fjalli við borgina. Þriðja herdeildin lenti fljót-
lega í vandræðum austan við Grosní þegar
Reuter
Létta und-
ir með fá-
tækum
ÁTJÁN vestræn ríki sem
mynda svonefndan Parísar-
klúbb lánardrottna hafa
ákveðið að rétta fátækum
þjóðum hjálparhönd og boðist
til að aðstoða þau við að kom-
ast úr klóm örbirgðar.
Christian Noyer, seðla-
bankastjóri Frakklands og for-
maður samtakanna, sagði að
ákvörðunin þýddi að nokkur
ríki gætu fengið allt að 67%
erlendra skulda felld niður.
Til þessa hafa ríki mest
geta fengið 50% skulda niður-
felld.
Ekki er einvörðungu um að
ræða eftirgjöf á afborgunum
og vöxtum sem gjaldfalla á
næstu þremur árum, heldur
eiga nokkur ríki þess kost að
fá eftirgjöf af öllum lánum.
Helmut Kohl kanslari Þýskalands um stækkun NATO
Vill samráð við Rússa
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, lýsti því yfir í gær að Rúss-
ar yrðu að gegna lykilhlutverki við
uppbyggingu nýs evrópsks
öryggiskerfis þó að Atlantshafs-
bandalagið (NATO) yrði enn um
ókomna tíð helsta trygging álfunn-
ar fyrir friði og stöðugleika.
Samskipti Rússa og Vesturlanda
hafa verið mjög stirð undanfarna
mánuði, ekki síst vegna áforma
um að veita ríkjum í Austur-Evr-
ópu aðild að NATO. Kohl sagði á
fundi með erlendum stjórnarerind-
rekum að mikilvægt væri að tengja
þessi ríki betur við Vesturlönd og
hvatti hann til nánara samstarfs
NATO og ESB til að ná því mark-
miði.
Kanslarinn tók fram að stækkun
NATO yrði að tengjast fjölgun
aðildarríkja Evrópusambandsins
og Vestur-Evrópusambandsins og
vera hluti af heildaráætlun um
öryggi í Evrópu. Slíka áætlun yrði
að vinna í nánu samrádi við Rússa.
„Rússar búast réttilega við að
gegna hlutverki, sem er í samræmi
við stöðu þeirra og virðingu. Fjölg-
un NATO-ríkja verður því að eiga
sér stað í samvinnu við fyrst og
fremst Rússa og Úkraínumenn,"
sagði Kohl.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
hefur mótmælt harðlega áformum
um stækkun NATO til austurs og
lýst því yfir að slíkt muni leiða til
„kalds friðar“ eftir fjögurra ára-
tuga kalt stríð.
Hershöfðingi neitar að
að ráðast inn í Grosní