Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 2
2 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
I-
í
»
FRETTIR
Lán Fiskveiðasjóðs íslands vegna samdráttar í þorskveiðum
1,8 milljarðar lánaðir
til um 470 bátaútgerða
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
kynnti í ríkisstjóm í gærmorgun að Fiskveiða-
sjóður íslands myndi að hans beiðni veita sér-
stök lán til útgerða báta til að komast yfir það
erfíðleikatímabil sem nú stendur yfir vegna
minnkandi þorskveiðiheimilda, að upphæð 1,8
milljarðar króna.
Fiskveiðasjóður sendi í fyrradag út bréf til
472 útgerðarmanna báta, með tilboði upp á lán
upp á 1,8 milljarða króna. Ætlunin er að hjálpa
bátaflotanum um þriggja ára skeið, vegna
skerðingar á þorskveiðiheimildum.
„Þessi lán eru hugsuð til þess að auðvelda
Tilgangurinn að bregð-
ast við tímabundnum
erfiðleikum
bátaflotanum að komast í gegnum þessa skerð-
ingu, sem við vonum að sé tímabundin,“ sagði
Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að lánin yrðu afborgunarlaus í
þrjú ár.
„Bátaflotinn á miklu örðugara um vik að
laga sig að breyttum aðstæðum en togaraflot-
inn,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Hann sagði
togarana geta sótt á fjarlægari og dýpri mið.
Yfírleitt væru þeir í eigu fyrirtækja, sem væru
með fjölbreyttari rekstur og gætu því frekar
jafnað út sveifluna. Bátarnir á hinn bóginn
væru oftar í eigu einstaklinga. Þess vegna
hafi verið farið í þessa aðgerð.
Við mat á lánsfjárhæð verður lögð til grund-
vallar skerðing aflaheimilda miðað við fiskveið-
iárið, er hófst 1. september 1991 og upphaf
yfírstandandi fískveiðiárs. Þorsteinn sagði að
ennfremur yrði tekið mið af greiðslugetu og
stöðu lána útgerðanna hjá sjóðnum.
Hagfræðingur ASÍ rengir útreikning VSÍ
Ráðstöfunartekjur
meðallauna 20%
rýrari en 1988
KAUPMÁTTUR ráðstöfunartekna
landverkafólks með meðallaun ASÍ
hefur rýmað um 20% frá 1988, eins
og fram kom í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar sem út kom í október
sl. segir Gylfí Arnbjömsson, hag-
fræðingur ASÍ, í tilefni af útreikn-
ingum hagfræðings VSÍ á breyting-
um ráðstöfunartekna, sem Morgun-
blaðið skýrði frá í gær.
Borga 316 þúsund krónum
meira en 1988
„Þetta þýðir í krónum talið að
hjón með meðaltekjur, þar sem
annar makinn er í hálfu starfí, fá
í sameiginlegar tekjur um 150-160
þúsund krónur á mánuði. Þau þurfa
í dag að borga 316 þúsund krónum
meira í skatta en þau hefðu gert
samkvæmt þeim lögum sem í gildi
vom árið 1988. Þess vegna skýtur
það mjög skökku við ef Vinnuveit-
endasambandið telur sig hafa ein-
hver gögn um að ráðstöfunartekjur
þessa fólks hafí aukist," sagði Gylfí.
Gylfi segir að samstaða hafi ríkt
um það milli samningsaðila á vinnu-
markaði á undanförnum árum, að
eitt meginmarkmið kjarasamninga
hafi verið að bæta kjör þeirra lægst
launuðu.
Gylfi segist því ekki geta jitið á
útreikninga hagfræðings VSÍ, sem
greint var frá í Morgunblaðinu í
gær, á breytingum ráðstöfunar-
tekna lágtekjufóks og hærra lau-
naðra á árunum 1988-1994, sem
innlegg í þessa umræðu, nema
Vinnuveitendasambandið sé að
boða þá stefnubreytingu að hug-
takið kjarajöfnun eigi að ná til
hinna hæst launuðu en ekki þeirra
sem lægst eru launaðir. Gylfi seg-
ist efast um að sátt geti orðið um
það við lausn kjarasamninga.
Morgunblaðið/Kristinn
Síðustu forvöð
VERSLUNAREIGENDUR við
Laugaveginn eru í góðu jóla-
skapi um þessar mundir. Hið
LESBÚK
LESBÓK fylgir ekki Morgun-
blaðinu í dag. Hins vegar verð-
ur vegleg Jólalesbók borin til
kaupenda miðvikudaginn 21.
desember.
sama gildir um starfsmenn ís-
landsbanka en í gær lagði Ge-
org sparibaukur bankans í ferð
í hestvagni niður Laugaveginn
ásamt 13 fylgdarmönnum af
ættkvísl jólasveinsins. Væntan-
lega hafa margir notað tæki-
færið og ítrekað óskalistann
sinn og er engu líkara en að
þessi drengur sé að ganga úr
skugga um að engar gjafapant-
anir hafi farið milli mála hjá
þeim kumpánum í Bankastræt-
inu í gær.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
HOFSBOLI var hífður úr sjónum við bryggjuna á Blönduósi
eftir mikla feigðarför daginn áður.
400 kílóa naut
drukknar í Blöndu
Blönduósi. Morgunblaðið.
Fjögur hundruð kílóa
Galloway-naut slapp frá
gæslumönnum sínum við slát-
urhúsdyrnar á Blönduósi í
fyrradag og endaði líf sitt í
Blöndu.
Jón Gíslason, bóndi á Hofi í
Vatnsdal, eigandi nautsins,
sagði, að þegar hefði átt að
taka það úr kerru við slátur-
húsdymar á Blönduósi hefði
það sloppið og horfið niður í
fjöm. Hófst þá þegar eltinga-
leikur og dreif að fjölda manns
til aðstoðar. Nautið stefndi að
ós Blöndu og í ánni endaði það
líf sitt. í gærmorgun fundu
menn svo bola rekinn við
Blönduósbryggju og var hon-
um komið fyrir í viðeigandi
grafreit. Jón Gíslason á Hofi
sagði það lán í óláni að nautið
hefði tekið þessa stefnu því
ómögulegt væri að segja hvað
gerst hefði ef nautið hefði
stefnt inn í bæinn og blandað
sér í hóp fólks í jólainnkaup-
um.
Sendiráðið í Brussel
Fjórir
nýir full-
trúar
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær að fjölga
fulltrúum ráðuneyta við sendi-
ráðið í Brussel um fjóra. Þar
voru fjórir fulltrúar fyrir. Þessi
ákvörðun er að sögn Ölafs Dav-
íðssonar, ráðuneytisstjóra í for-
sætisráðuneytinu, tekin vegna
breyttra aðstæðna á Evrópska
efnahagssvæðinu.
Verða átta
Fjögur ráðuneyti hafa nú
þegar fulltrúa við sendiráðið í
Brussel. Það eru sjávarútvegs-
ráðuneytið, fjármálaráðuneytið,
menntamálaráðuneytið og iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytið.
Ríkisstjórnin ákvað í gær að
menntamálaráðuneytið fengi
viðbótarfulltrúa í Brussel, iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytið og
umhverfisráðuneytið myndu
sameinast um annan, sá þriðji
ynni fyrir félagsmála- og heil-
brigðis- og tryggingaráðuneyt-
ið og sá fjórði myndi sinna verk-
efnum fyrir landbúnaðarráðu-
neytið og samgönguráðuneytið.
Ragnar Hall
fjallar um
mál Sævars
Ciesielskis
DÓMSMÁLARÁÐHERRA setti
í gær Ragnar Hail hrl. ríkissak-
sóknara til að fjalla um beiðni
Sævars Ciesielskis um endur-
upptöku á máli hans.
Ragnar var settur ríkissak-
sóknari til að fjalla um beiðni
Sævars vegna þess að Hallvarð-
ur Einarsson ríkissaksóknari
vék sæti í málinu. Hallvarður
var vararíkissaksóknari á þeim
tíma sem mál Sævars var til
rannsóknar og hafði því bein
afskipti af því.
Grunaðir
um saltfisk-
þjófnað
ÞRÍR menn eru í haldi RLR
grunaðir um að hafa stolið 2,5
tonnum af fullunnum saltfiski
úr gámi fyrir utan fískverkun-
arfyrirtækið Kaldalón í Hafnar-
firði í fyrrinótt.
Lögreglan í Hafnarfírði og
Keflavík handtók mennina þeg-
ar þeir voru á leið úr Vogum í
átt að Hafnarfirði á tveimur
sendibílum.
Stolni fiskurinn var í bílunum
og er kominn til réttra eigenda.
Mennirnir hafa áður komið
við sögu lögreglu.
í VIÐRÆÐUM fulltrúa Zink Corp-
oration of America við fulltrúa
Landsvirkjunar, um hugsanlegt
orkuverð, sem sinkverksmiðja kæmi
til með að greiða. kom samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins fram,
að hinir erlendu aðilar gerðu sér í
hugarlund, að þeir gætu keypt raf-
orku á 8 til 12 mills fyrir kílóvatt-
stundina, sem er um eða innan við
helmingur þess raforkuverðs, sem
Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld
munu setja upp.
Arðsemi varla nægileg
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er talið ólíklegt að arð-
semi fjárfestingar sem þessarar
nægi til þess að fjársterkir aðilar
verði reiðubúnir til þess að leggja
fram þá miklu fjármuni sem til þarf,
eða í kringum 10 milljarða króna.
I
i
I
\
i
i
i
Sinkframleiðendurnir með óraunhæfar orkuverðshugmyndir
Voru tilbúnir að greiða
8til 12millsfyrirkWh i
Morgunblaðið hefur jafnframt
upplýsingar um að hugmyndir
hinna erlendu viðmælenda um raf-
orkuverð til hugsanlegrar sinkverk-
smiðju hafí verið afar óraunhæfar,
því þeir hafi miðað útreikninga við
að verð raforkunnar yrði á bilinu
8 til 12 mills fyrir kíklóvattstundina
(kWh) en ekki um 20 mills, eins
og Landsvirkjun og íslensk stjórn-
völd telja vera lágmarksverð.