Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 4

Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 4
4 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTA-dómstóllinn gefur álit varðandi ríkiseinkaleyfi á áfengisinnflutningi í Finnlandi Afnema átti einka- réttinn um áramót Skapar ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, segir lögfræðingur Verzlunarráðs EFTA-DÓMSTÓLLINN í Genf gaf í gær ráðgefandi álit í máli finnsks fyrirtækis, þess efnis að einkaleyfi ríkisins á innflutn- ingi á áfengi frá öðrum EES-ríkjum sé óheimilt. Afnema hafí átt einkaleyfi áfengi- seinkasölufyrirtækja EFTA-ríkjanna á inn- flutningi frá og með síðustu áramótum. Dómstóllinn segir að ákvæði samningsins um Evrópskt efnahagssvæði um þetta efni séu skýr og eigi því landslög að víkja, þar sem þau fari í bága við ákvæði samnings- ins. Lögfræðingur Verzlunarráðs segir að þessi úrskurður geti þýtt það að þeir, sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna dráttar á að einkaréttur ríkisins á áfengisinnflutn- ingi væri afnuminn, kunni að geta gert skaðabótakröfur á hendur ríkissjóði. Málsatvik eru þau að fyrirtækið Resta- mark flutti til Finnlands vín frá Ítalíu og viskí frá Þýzkalandi og kom fyrir í tollvöru- geymslu. Samkvæmt ábendingu frá tollyfír- völdum óskaði stefnandi eftir samþykki Finnsku áfengisverzlunarinnar fyrir inn- flutningnum og eftir leyfí til að dreifa veigun- um án kvaða. Tollyfírvöld í Helsingfors synjuðu um af- hendingu varanna. Restamark áfrýjaði þeirri ákvörðun til áfrýjunarnefndar tollyfirvalda í Finnlandi. Nefndin óskaði síðan eftir ráðgef- andi áliti EFTA-dómstólsins varðandi tvær spumingar. Dómstólum og úrskurðaraðilum í EFTA-ríkjunum er heimilt að leita eftir slíkum túlkunum á EES-samningnum til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn telur að EES-samningurinn banni aðildarríki ráðstafanir, sem feli í sér að ríkiseinkasölur hafí einkaleyfí á innflutn- ingi á áfengi, að svo miklu leyti sem EES- samningurinn tekur til þess og það er uppr- unnið í aðildarríkjum samningsins. Dómstóll- inn álítur einnig að samningurinn banni beit- ingu ákvæða landsréttar, sem mæli fyrir um samþykki ríkiseinkasölu fyrir innflutningi og frjálsri dreifingu slíkrar vöru, jafnvel þótt það sé veitt sjálfkrafa. Ekki réttlætanlegt á grundvelli heilsuverndar Dómstóllinn segir í áliti sínu að ráðstafan- ir af þessu tagi verði ekki réttlættar á grund- velli 13. greinar EES-samningsins, en þar segir að leggja megi á innflutning höft, „sem réttlætast af almennu siðferði, allsheijar- reglu, almannaöryggis, vemd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd, vernd þjóð- arverðmæta, er hafa listrænt, sögulegt eða fomfræðilegt gildi, eða vend eignarréttinda á sviði iðnaðar eða viðskipta.“ Dómstóllinn segir að ekki hægt að leyfa innflutningshöft á þeim forsendum einum að þau miði að því að draga úr skaðsemi áfengisneyzlu fyrir heilsu neytenda, því að því markmiði megi ná með öðrum ráðstöfunum, sem feli í minna mæli í sér hindmn á vöruflutningum. Dómstóllinn segist í áliti sínu telja að skýra beri EES-samninginn svo að frá og með 1. janúar 1994 hafí átt að breyta ríkis- einkasölum, sem ekki séu háðar sérstakri undanþágu í bókun 8 við samninginn (t.d. áburðareinkasala á íslandi) þannig að af- numið sé einkaleyfi á innflutningi til eins samningsríkis frá öðru á þeim vömm, sem einkaleyfið taki til. Dráttur kann að skapa skaðabótaskyldu Núverandi fyrirkomulag innflutnings áfengis á íslandi brýtur í bága við EES- samninginn, samkvæmt þessari túlkun og samkvæmt þeim ábendingum, sem Eftirlits- stofnun EFTA hefur beint til íslenzkra yfir- valda. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt fram á Alþingi frum- varp, þar sem gert er ráð fyrir afnámi einka- réttar Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins á innflutningi áfengis. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verzlun- arráðs íslands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að EFTA-dómstóllinn, æðsti úrskurða- raðilinn um gildi EES-reglna, hefði nú kom- izt að þeirri niðurstöðu að afnema hefði átt einkarétt ríkisins á áfengisinnflutningi í árs- byijun. „Það er því ljóst að fjármálaráðherra og Alþingi hafa verið að slugsa í nærri því heilt ár í þessu máli,“ sagði Jónas. Hann benti aukinheldur á að dómstóllinn teldi að þar sem ákvæði EES-samningsins væru skýr, hefðu þau bein réttaráhrif. Um þetta segir meðal annars í útdrætti úr áliti dómstólsins: „Það er talið felast í slíku ákvæði, að einstaklingar og lögaðilar geti, þegar reglur landsréttar og EES-reglur rekast á, borið fyrir sig og krafízt réttinda, sem leiða af EES-samningnum, ef ákvæði hans eru þannig orðuð að unnt er að beita þeim beint, þ.e. ef þau eru nægilega skýr og óskilyrt.“ „Þetta segir okkur að ef menn geta sýnt fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni af völd- um þess að fjármálaráðherra breytti ekki reglunum 1. janúar 1994, þá verður ekki annað séð en að ríkið sé bótaskylt á grund- velli þessarar vanrækslu," sagði Jónas Fr. Jónsson. Flugleiðir heiðra milljónasta flugfarþegann á þessu ári Oskað skýringa á nýjum sjávarútvegs styrkjum í Noregi Tæplega 20 milljón farþegar frá upphafi FLUGLEIÐIR hafa flutt eina milljón farþega í innanlands- og millilandaflugi á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem félag- ið nær milljón farþega markinu. Milljónasti farþeginn, Áslaug Ármannsdóttir, kennari af Kjal- arnesi, var á leið til Kaup- mannahafnar með Flugleiðum í gær til að halda jól ytra með fjölskyldu sinni, segir í frétt. Flugleiðir heiðruðu milljón- asta farþegann og flaug Áslaug utan til Kaupmannahafnar með borðsmiða frá Flugleiðum fyrir tvo til Evrópu, Ameríku og á einhvern áfangastað félagsins innanlands á næsta ári. Flugleiðir og forverar félags- ins, Flugfélag Islands og Loft- HRAFNKELL A. Jónsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Árvakurs og fulltrúi í miðstjórn Alþýðusambands íslands, er ósammála mati forystu ASI á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um skattamál og fleiri atriði og segir margt vanhugsað í viðbrögð- um hennar. Hrafnkell segist vera sammála því að aðgerðirnar sem slíkar jöfn- uðu ekki nema að litlu leyti kjörin. Hins vegar gagnrýnir hann harð- lega viðbrögð ASÍ við ákvörðun um afnám tvísköttunar lífeyris- greiðslna sem hann segir að séu ekki í samræmi við þá umræðu sem átt hafi sér stað innan hreyfíngar- innar. Hrafnkell segist hafa setið í eitt ár í nefnd á vegum ASÍ þar sem ljallað hafí verið um þessi mál leiðir, hafa samtals flutt um nítján milljónir og fjögur hundr- uð þúsund farþega frá því að Flugfélagið var stofnað árið 1937 og Loftleiðir árið 1944. íslensku flugfélögin fluttu í og að aldrei hafí verið rætt um það innan hreyfingarinnar að afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna ætti að vera tekjujöfnunaraðgerð. Þeirri stefnu hafi ekki verið fylgt að lífeyr- isiðgjöldin ættu að vera frádráttar- bær frá skatti heldur hefði verka- lýðshreyfíngin gagnrýnt harðlega að með skattlagning greiðslna líf- eyris væri verið að mismuna á milli sparnaðarforma á sama tíma og vextir af bankainnistæðum væru skattfijálsir. Ávísun á kosningabaráttu í stað kjarabaráttu? „Mér fínnst mjög alvarlegt að forseti Alþýðusambandsins, sem hefur verið okkar helsti talsmaður í lífeyrismálum um árabil, skuli fyrsta sinn 100 þúsund farþega á einu ári 1960. Árið 1972 fór farþegafjöldinn yfir 500 þúsund á ári og árið 1994 flutti félagið í fyrsta sinn eina miUjón far- þega á einu ári. hlaupa frá þessari gagnrýni á mis- munandi meðferð sparifjár," segir Hrafnkell. Þá kveðst Hrafnkell einnig vera ósammála gagnrýni ASÍ á hækkun viðmiðunarmarka hátekjuskattsins og gagnrýnir dræm viðbrögð ASÍ við hækkun skattleysismarkanna. „Ég tel að á þessi stigi málsins hefði legið beinast við að Alþýðu- sambandið hefði tekið því samstarfí sem boðið er af hálfu ríkistjórnar- innar og óskað eftir viðræðum um önnur atriði í stað þess að setja sig að mér finnst í þær stellinjgar að þetta sé tæpast svara vert. Eg velti því fyrir mér hvort þetta sé ávísun á það að menn ætli sér í kosninga- baráttu en ekki kjarabaráttu eftir áramótin," sagði Hrafnkell. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra telur að ákvörðun norskra stjómvalda, að veita sérstaka styrki til sjávarútvegsfyrirtækja í Noregi vegna tæknivæðingar og til þess að hjálpa þeim að laga sig að nýjum kröfum um gæðaeftirlit og hollustu- vemd sé í andstöðu við skuldbind- ingar Norðmanna innan EFTA. Þorsteinn lagði til í ríkisstjórninni í gær að utanríkisráðherra tæki málið upp við Norðmenn og óskaði eftir skýringum þeirra. Þessar styrkveitingar Norð- manna til sjávarútvegsfyrirtækj- anna nema 145 milljónum norskra ur dæmt 33 ára gamlan mann í 6 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur 14 ára piltum í lok síðasta árs og fyrir áð hafa leigt út klámmyndir í söluturni þar sem brot mannsins gegn piltunum voru fram- in. Þá var hann dæmdur til að greiða piltunum tveimur samtals 250 þús- und krónur í miskabætur. Brot mannsins voru talin varða við 2. mgr. 202. greinar hegningar- laga þar sem allt að 4 ára fangelsi er lagt við því að tæla 14-16 ára ungmenni með blekkingum, gjöfum eða öðru móti til. kynferðismaka. Við húsleit RLR á heimili og í söluturni mannsins var lagt hald á 65 myndbönd með klámefni. Klæmdist og sýndi klámmyndir Piltamir höfðu vanið komu sína í söluturn mannsins og hafði hann fengið þá og nokkra aðra unglinga til að afgreiða fyrir sig stund og stund og, að því er fram kemur í dóminum, hafði maðurinn þá gert í að klæmast við þá, ræða við þá um kynlíf auk þess sem hann sýndi þeim klámmyndir. Maðurinn viðurkenndi í dóminum að fyrir honm hefði vakað í nokkurn tíma að fá drengina tvo til kynferðis- athafna með sér og í október sl. ár króna eða tæplega 1,5 milljarði ís- lenskra króna. Samþykkt ríkisstjórnarinnar fel- ur í sér að íslensk stjómvöld muna móta afstöðu í málinu þegar skýr- ingar Norðmanna á styrkveitingun- um liggja fýrir. „Okkur sýnist að þetta stangist á við þeirra skuldbindingar innan EFTA. Þetta skekkir samkeppnis- stöðuna og það er mjög illa við það unandi ekki síst í ljósi þess að EFTA-þjóðirnar gerðu samninga sem áttu að fela í sér að þrepa styrkjagreiðslumar niður,“ sagði Þorsteinn. fékk hann annan piltanna með sér í kjallara söluturnsins í þeim tilgangi. Hann káfaði á honum, beitti fortölum og gaf fyrirheit um greiðslu fengi hann að eiga við hann mök. Pilturinn neitaði og fór af staðnum en mannin- um tókst með sömu aðferðum að koma fram vilja sínum við félaga piltsins í það skipti og alls í þijú skipti næstu mánuði. Maðurinn játaði að hafa látið pilt- inn hafa 1.000 krónur eftir fyrstu mök þeirra en neitaði að hafa látið hann hafa peninga oftar eins og pilt- urinn hélt fram. Pilturinn sagðist hafa fylgt mann- inum þar sem hann hefði talað sig til og eins hefði verið um forvitni að ræða. I málinu voru lagðar fram kröfur um 1 milljón króna bætur fyrir hönd hvors piltanna tveggja og voru þær rökstuddar með þeim hætti að dreng- irnir hefðu orðið fyrir verulegum andlegum miska, námsárangri þeirra háfi stórlega hrakað og atburðirnir truflað daglegt líf þeirra að öðru leyti. Annar piltanna hefði fundið fyrir miklum kviða og auk þess kom frama samskipti þeirra við manninn hefðu á tímabili valdið þeim óþægind- um í skóla. Dómurinn taldi hæfilegt að dæma öðrum piltinum 200 þús. kr. í bætur bætur en hinum 50 þús- und. Hrafnkell A. Jónsson um yfirlýsingu ríkissljórnar Margt er vanhugsað í við- brög'ðum forystu ASI 6 mán. fangelsi fyr- ir mök við drengi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.