Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 6

Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 6
6 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður FFSÍ um kjaraviðræður Best að klára nú málið „ÞAÐ væri öllum fyrir bestu að setjast núna niður af heilindum og reyna að klára þetta mál, ef menn vilja ekki fá nýtt verkfall,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Samtökin ítrek- uðu í gær við Landsamband ís- lenskra útvegsmanna að þau væru reiðubúin að setjast að samninga- borði til að reyna að ljúka samn- ingsgerð. „Þegar þeim tókst að kljúfa samstöðu sjómanna í september hættu þeir að tala við okkur, vegna þess að þeir töldu að þeir væru búnir að leysa málið með Sjó- mannasambandinu," segir Guðjón. í ályktun sambandsstjórnar Sjó- mannasambandsins á fimmtudag segir að í ljósi þess að önnur sam- tök sjómanna hafi rekið áróður gegn kjarasamningi, sem sjó- mannasambandið og LÍÚ gerðu í haust, sé rétt að þessi samtök sýni getu sína til að ljúka samn- ingsgerð en Sjómannasambandið ætli ekki að svo stöddu að leita eftir samningum. Var skora á að- ildarfélögin að afla sér verkfalls- heimildar. Rætt um verkfallsheimild milii jóla og nýárs Guðjón sagði að sú vinna sem fram fór í sumar þegar viðræður stóðu yfir í um þijá mánuði hefði orðið til lítils. Hann sagði að þeirri áskorun hefði verið beint til aðild- arfélaga FFSÍ sl. vor að afla sér verkfallsheimildar en lítið verið um fundarhöld síðustu mánuði mörg félög myndu hins vegar halda að- alfundi milli jóla og nýárs og þar yrði eflaust tekin afstaða til þess hvort veitt verði heimild til boðun- ar verkfalls. Viðræður við Evrópusambandið vegna inngöngu EFTA-ríkja Forgangslisti í tollamál- um til athugunar hjá ES6 LISTI íslendinga yfír forgangsmál í viðræðum við Evrópusambandið vegna tollabreytinga, sem verða þegar Svíþjóð, Finnland og Austurríki ganga í sambandið, er nú til athugunar hjá framkvæmda- stjórn ESB. Beðið var um slíkan lista eftir fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra með Leon Brittan, varaforseta fram- kvæmdastjórnarinnar, og var hann sendur til Brussel fyrir nokkrum dögum. Ýmis atriði vegna fækkunar í EFTA eru til umræðu milli ís- lands, Noregs og hinna EFTA-ríkj- anna. Hvað varðar stofnanir EFTA, eftirlitsstofnunina, dóm- stólinn og fastanefndina, er gert ráð fyrir að starfsemi þeirra verði efnislega óbreytt, þótt fulltrúum og starfsmönnum verði fækkað. Óformlegt samkomulag um þingmannanefnd Hvað varðar sameiginlega þing- mannanefnd EFTA og ESB er fjöldi þingmanna í henni bundinn í EES-samningnum sjálfum, 33 frá hvorum samtökum. Ekki verð- ur hróflað við því ákvæði, en sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er sennilegt að gert verði óformlegt samkomulag um að færri þingmenn sitji fundi nefnd- arinnar. EES standi Ýmis þau mál, sem óafgreidd eru varðandi samskipti EFTA og ESB verða rædd á fundi EES- ráðsins í Brussel næstkomandi þriðjudag. í EES-ráðinu sitja ráð- herrar allra ríkja EFTA og ESB. Líklegt er að skriður komist á frá- gang ýmissa mála eftir fundinn og gengið verði frá þeim fyrir ára- mót eða á fyrstu vikunum í janúar. Ráðherrafundur EFTA sam- þykkti á fundi sínum í Genf í vik- unni að EES-samningurinn yrði efnislega óbreyttur með öllu, þótt fækkaði í hópi EFTA-ríkjanna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er undirbúningur ráð- herrafundarins í Brussel á þriðju- dag langt kominn og ekkert hefur komið fram, sem bendir til að ríki ESB muni þar setja sig upp á móti því að samningurinn standi. Morgunblaðið/RAX Stálþil fyrir bryggju í Helguvík BUIÐ er að reka niður 61 metra af 150 m stálþili fyrir væntanlega loðnulöndunarbryggju í Helguvík að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra. Er áætlað að þilið verði komið á sinn stað í byrjun febrúar en það sem komið er dug- ar fyrir loðnulöndun að sögn hafn- arstjórans. Fullnaðarfrágangi lýk- ur í vor og verður þilið sjálft og fylling látið duga fram að því. Kostnaður við bryggjuna fullfrá- gengna er 150 miHjónir og er framkvæmdin m.a. fjármögnuð með lántöku fyrir væntanlegri fjárveitfngu. Einnig er búið að steypa sökkul að flokkunarhúsi og ráðgert er að ljúka við hráefn- istanka um mánaðamótin jan- úar/febrúar svo hægt sé að taka á móti loðnu segir hafnarsljórinn. Stálgrindarhúsið verður reist milli jóla og nýárs. AIls munu um 30 manns starfa við framkvæmdina þegar mest lætur að Péturs sögn. SPRON hafnaði viðskiptum við Grimaldi Hoffmann & Co. GRIMALDI Hoffmann & Co. í Belgíu, sem notaði banka- reikninga í íslandsbanka og Landsbanka til peninga- þvættis nú í haust, sótti um að komast í viðskipti við Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis um miðjan september en var hafnað. Ólafur Haraldsson, aðstoð- arsparisjóðsstjóri SPRON, segir að íslenskur aðili hafi MÁLFLUTNINGSSTOFA Skúla Th. Fjeldsted er sá innlendi aðili sem hafði milligöngu fyrir Grim- aldi Hoffman & Co. um stofnun bankareikninga fyrir fyrirtækið við íslenskar fjármálastofnanir. Vegna fréttaflutnings af því máli hefur Skúli Th. Fjeldsted sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: „I 85 ár hefur málflutnings- skrifstofa mín haft það að aðal- starfi að sinnaýmsum erindum fyrir erlenda aðila á íslandi. Eru viðskiptavinir skrifstofunnar jafnaðarlega ekki um það spurðir hvort þeir séu óheiðarlegir og öllum verkum, sem um er beðið oglöglegeru, sinnt. í vor barst skrifstofunni fyrir- spurn frá Grimaldi Hoffmann et bréflega sótt um að opna tvo gjaldeyrisreikninga fyrir hönd Grimaldi Hoffmann & Co. 15. september sl. Umsókn- inni var fylgt eftir með sam- tali og kom þá fram að fyrir- tækið væri í verðbréfavið- skiptum milli landa. Reikn- ingarnir yrðu notaðir til að leggja inn á þá fjárhæðir sem myndu síðan fara út aftur, m.ö.o. þá átti að nota reikn- Yfirlýsing frá Skúla Th. Fjeldsted Cie S.A. um það hvort erlendur aðili mætti eiga hér á landi gjald- eyrisreikning. Var þetta athugað m.a. með viðtölum við reynda bankamenn og leiddi sú könnun í ljós að ísland hefur verið alger- lega opnað fyrir fjárstreymi til o g frá útlöndum og öllum aðilum frjálst að eiga hér gjaldeyris- reikninga. Með því nú firmað Grimaldi Hoffmann et Cie S.A. óskaði þess að stofna hér bankareikninga og ingana til gegnumstreymis fjármuna. Ólafur segir að starfsmönn- um hafi strax þótt þessi lýsing orka tvímælis sérstaklega með tilliti til laganna um aðgerðir gegn peningaþvætti. Haft var samband við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og að höfðu samráði við starfsmenn banka- eftirlits hafi verið ákveðið að hafna þessum viðskiptum. það var fullheimilt og löglegt hlaut beiðni firmans hér að lút- andi að verða sinnt, sem og var gert, án þess sérstaklega væri spurt um hvort til stæði að stunda peningaþvott, enda er það hlut- verk bankanna og ríkissaksókn- ara að fylgjast með því. Nafn mitt hefur dregist inn í umræðuna um meinta ólöglega starfsemi Grimaldi Hoffmann et Cie S.A. fyrir það fullkomlega eðlilega lögmannsverk, sem ég innti af hendi, með stofnun gjald- eyrisreikninga fyrir félagið hér á landi. . Er fréttatilkynning þessi því út gefm til að eyða nú þegar hugsanlegum ranghugmyndum um að Fjeldsted stundi peninga- þvott.“ Tillaga til þingsályktunar Lög um tjáningar- frelsi endurskoðuð FIMM þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um endurskoðun laga um tján- ingarfrelsi. Þar er því beint til ríkis- stjórnarinnar að hraða endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um meið- yrði. Þá kemur einnig fram að ríkis- stjórninni verði falið að semja sér- stakt frumvarp um prentfrelsi og um framkvæmd á þeim ákvæðum stjórn- arskrárinnar sem eiga að tryggja það. Höfð verði hliðsjón af hliðstæð- um lögum í nágrannalöndunum um prent- og tjáningarfrelsi og verði þess einnig gætt að taka mið af nýrri tækni í fjölmiðlun þannig að ný lög verði í samræmi við þá tækniþróun sem orðið hafi á sviði fjölmiðlunar. í greinargerð segir meðal annars að ákvæði hegningarlaga í þessum efnum séu löngu úrelt og um það sé samstaða meðal flestra þeirra sem að þessum málum hafí komið. Flutn- ingsmenn eru Svavar Gestsson, Ingi Björn Albertsson, Jón Helgason, Kristinn H. Gunnarsson og Kristín Einarsdóttir. Ásta Ragriheiður Jóhannesdóttir Ekki í Alþýðubandalag „ÉG HEF aldrei rætt við Alþýðu- bandalagið um möguleika á fram- boði mínu fyrir flokkinn og sá þetta fyrst í Morgunblaðinu," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, vara- þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Skýrt var frá því í Morgunblaðinu í gær að á fundi kjörnefndar fulltrúa- ráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík á fimmtudagskvöld hefði Árni Þór Sigurðsson, formaður kjör- nefndar, lýst því yfir að ein af þeim sem kjörnefnd hefði rætt um að stilla upp í efstu sæti Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefði verið Ásta Ragn- heiður. „Það var aldrei haft samband við mig og ég er enn í Framsóknar- flokknum," sagði Ásta Ragnheiður. „Alþýðubandalagsmenn hafa leitað út fyrir sinn hóp að þessu sinni og þá er ekki óeðlilegt að mitt nafn komi upp, þar sem ég hef lýst óánægju minni með stefnu og for- ystu Framsóknarflokksins í Reykja- vík.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.