Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
LISTASKÓLANEMAR fylgdust með framsöguræðu Ólafs G. Ein-
arssonar menntamálaráðherra af þingpöllum.
Sjálfseigiiarstofn-
un um listmennt-
un á háskólastigi
MENNTAMÁLARÁÐHERRA mælti
fyrir frumvarpi til laga um listmennt-
un á háskólastigi á Alþingi í gær.
Með frumvarpinu er ráðherra heimil-
að að gera samning við lögaðila, fé-
lög eða stofnanir um listmenntun á
háskólastigi. Menntunin fari fram á
vegum sérstakrar stofnunar að full-
nægðum þeim kröfum sem gerðar
eru til slíkrar menntunar af hálfu
menntamálaráðuneytisins.
Ólafur G. Einarsson, menntamála-
ráðherra, rakti forsögu málsins og
helstu rök fyrir því að færa list-
menntun á háskólastig. Meginá-
stæða þess að ekki hefðu verið sett
lög um listmenntun á háskólastigi
væri að það hefði haft umtalsverð
útgjöld í för með sér. Því hefði hann
ákveðið haustið 1992 að skipa nefnd
til að kanna kosti og galla þess að
stofna sjálfseignarstofnun um list-
menntun á háskólastigi. Árangur
nefndarstarfsins liti dagsins ljós með
flutningi frumvarpsins.
Framlög á fjárlögum
í frumvarpinu segir að sá sem
taki að sér menntunina samkvæmt
samningnum ákveði inntökuskilyrði
enda svari þau og námskröfur til
þess sem tíðkist í listháskólum er-
lendis. Kveða skal á um á hvaða
sviðum lista á að veita menntun og
námskröfur. Ennfremur um framlög
úr ríkissjóði, en þau skulu háð fram-
lögum á fjárlögum. Fyrsta samning-
inn skal gera til 5 ára en fyrir lok
samningstímabils verði gerð úttekt á
starfsemi stofnunarinnar og niður-
stöður lagðar fyrir Alþingi.
Valgerður Sverrisdóttir, Fram-
sóknaflokki, fagnaði frumvarpinu og
sagði að eins og gullmola innan um
ýmislegt annað sem lagt væri fram
í þinginu um þessar mundir. Mikil-
vægt væri að breyta menntun í list-
um og fagnaði hún því sérstaklega
að málið hefði verið unnið í samvinnu
við listamenn og samtök þeirra.
Björninn væri hins vegar ekki unnin
þó frumvarpið yrði samþykkt, þar
sem fjárveitingar væru háðar fjárlög-
um hveiju sinni og ætti eftir að Ijúka
framkvæmdum við húsnæði skólans.
Guðrún Helgadóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði að þetta frumvarp
væri merkur áfangi í listalífi lands-
ins, en tók undir það með mennta-
málaráðherra að enn væru ýmsir
endar lausir varðandi þessi mál. Hún
nefndi sérstaklega framlag Reykja-
víkur til listmenntunar og sagði fleiri
sveitarfélög geta komið að málinu.
Það er sko
þess virði að
líta inn til
okkar!
Opið í dag
frá kl. 10-22.
og á morgun
/sunnudag
frá kl. 12“ 12
NYBYLAVEGUR
E
Toyota
DALBREKKA
Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin)
Kópavogi, sími 45800.
FRÉTTIR
Fundið að flutningi listmuna frá Laugarvatni í geymslu á Selfossi
Ráðuneytið vill munina
aftur til Laugarvatns
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur gert athugasemdir við að mun-
ir, sem eru í eigu Hússtjórnarskólans
á Laugarvatni, hafa verið fluttir ti!
geymslu í Listasafni Árnessýslu.
Ráðuneytið ritaði Héraðsnefnd Ár-
nesinga bréf vegna þessa og þar fór
Orlygur Geirsson fram á að munirn-
ir yrðu fluttir aftur til Laugarvatns.
Um er að ræða þijú málverk eftir
Jóhann Briem, skólamyndir af nem-
endum og kennurum og styttur sem
gefnar voru skólanum á sínum tíma.
Munirnir hafa í átta ár verið geymd-
ir í einu herbergi húsmæðraskóla-
hússins. Þar voru þeir settir á sínum
tíma og áttu að geymast í átta daga.
Mikilvægt að geyma
tryggilega
íþróttaskóiinn þurfti á þessu her-
bergi að halda en hann nýtir hús-
næði Hússtjórnarskólans. Af þeim
sökum og að ekki var vitað hvaða
umgangur yrði um herbergið var
tekin ákvörðun um það af formanni
Sambands sunnlenskra kvenna,
safnverði Listasafns Árnessýslu og
forseta héraðsnefndar að flytja flesta
munina til geymslu hjá Listasafni
Árnesinga á Selfossi.
„Við töldum mikilvægt að lista-
verkin og gjafimar væru í tryggri
geymslu. Eg tel að heppilegasta
lausnin á þessu sé að setja upp safn
á Laugarvatni með hlutum, tengdum
gamla Húsmæðraskólanum," sagði
Lýður Pálsson safnvörður
í svarbréfi héraðsnefndar Árnes-
inga til ráðuneytis sem stíiað er á
Örlyg Geirsson er bent á að frá því
Húsmæðraskólinn var lagður niður
hafi SSK haft verulegar áhyggjur
af munum skólans og hafi ítrekað
farið fram á að munirnir væru í
tryggri geymslu innan skólans.
ítök kvenfélaga
í bréfinu segir Sigríður Jensdóttir
forseti héraðsnefndar að konur úr
SSK hafi drifið í því að koma munun-
um á skrá og í trygga geymslu í
samráði við Lýð Pálsson.
Bréf Örlygs Geirssonar kom til
umræðu á_ fundi héraðsnefndar 3.
desember. I ályktun nefndarinnar er
vísað til svars menntmamálaráðherra
við fyrirspurn Kristínar Ástgeirsdótt-
ur um húsmæðraskóla. Þar sagði
ráðherra um Laugarvatn: „Kvenfélög
héraðsins hafa þar einnig nokkur ítök
og hafa umsjón með varðveislu gripa
sem voru í eigu skólans." í ályktun-
inni er síðan bent á að SSK hafi
farið þess á leit við héraðsnefnd
Árnesinga að munum hússtjórnar-
skólans sem Iægju undir skemmdum
yrði komið í örugga geymslu. Við
þessari beiðni hefði verið orðið og
héraðsnefndin teldi rétt að munirnir
yrðu varðveittir á Listasafni Árnes-
inga þar til eigendur kæmu sér sam-
an um framtíðarlausn.
„Það er von mín og okkar heima-
aðila að sem fyrst verði fundin varan-
leg lausn á þessu máli þar sem sú
lausn sem nú hefur verið fundin er
ekki til frambúðar," sagði Sigríður.
Morgunblaðið/Júlíus
UNGIR gestir á sögusýningunni Leið til lýðveldis, sem nú stendur í Aðalstræti 6,
Andlát
SIGURÐUR H.
PÉTURSSON
SIGURÐUR Helgi
Pétursson, gerlafræð-
ingur, lést á áttugasta
og áttunda aldursári
að morgni 15. desem-
ber sl. Hann var heim-
ilismaður á Hrafnistu-
heimilinu í Hafnarfirði
seinustu æviárin. Sig-
urður var fæddur 19.
maí 1907 á Skamm-
beinsstöðum í Holtum,
Rangársýslu, sonur
Péturs Jónssonar
bónda og Guðnýjar
Kristjánsdóttur, hús-
móður.
Sigurður lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1929
og stundaði síðan nám við háskóla
í Kiel, Leipzig og Kaupmannahöfn.
Hann lauk dr. phil. prófí í tækni-
legri gerlafræði frá háskólanum í
Kiel árið 1935 og hóf sama ár störf
sem eftirlitsmaður með mjólk hjá
Mjólkursamsölunni í Reykjavík, en
þar starfaði hann í tíu ár. Hann
starfaði einnig sem sérfræðingur í
iðnaðardeild Atvinnudeildar HÍ
1937-1960 þegar hann varð deild-
arstjóri gerladeildar Rannsóknar-
stofu Fiskifélags íslands. Sigurður
kenndi við framhaldsdeild Verslun-
arskóla íslands frá 1943 til 1955.
Hann varð félagi í Vís-
indafélags íslendinga
1949 og sat f stjóm
þess 1951-1953 og í
stjóm Hins íslenska
náttúrufræðifélags
1946-1950 og formað-
ur þess 1950-1955. Á
árunum 1956-1965
ritstýrði hann Nátt-
úrufræðingnum og
Tímariti VFÍ 1946-
1949. Hann sat í Fisk-
matsráði frá stofnun
þess 1960. Sigurður
stofnaði Niðursuðu-
verksmiðju Borgar-
fjarðar h.f. í Borgamesi og veitti
henni forstöðu um margra ára
skeið. Sigurður ritaði mikinn fjölda
greina og ritgerða sem birtust
bæði í fræðitímaritum og dagblöð-
um, hérlendis og erlendis.
Sigurður kvæntist Þorsteinu
Hannesdóttur árið 1932, en þau
slitu samvistir. Hann kvæntist
Mörthu Guðrúnu Eiríksdóttur árið
1947 en þau slitu samvistir. Þriðja
eiginkona hans var dr. Selma Jóns-
dóttir, fyrrum forstöðumaður
Listasafns íslands, sem nú er látin,
en þau gengu í hjónaband árið
1955.
Lýðveldis-
sýningunni
að ljúka
SÖGUSÝNINGU Þjóðminja-
safns |slands og Þjóðskjala-
safns íslands, Leiðin til lýð-
veldis, sem nú stendur yfir í
gamla Morgunblaðshúsinu,
Aðalstræti 6, lýkur á Þorláks-
messu. Að sögn Þóru Krist-
jánsdóttur, umsjónarmanns
sýningarinnar, hafa margir
lagt leið sína á sýninguna frá
því hún var opnuð síðastliðið
vor. Sýningin verður opin
daglega kl. 12-17 fram á Þor-
láksmessu.
Saga sjálfstæðisbaráttunnar
Á sýningunni er rakin saga
sjálfstæðisbaráttunnar frá
hugsjónastarfi Baldvins Ein-
arssonar og Fjölnismanna
um 1830 fram til stofnunar
lýðveldis á Þingvöllum 17.
júní 1944. Sýningarefnið, þ.e.
skjöl, munir, myndir og fatn-
aður, er sett fram í af-
mörkuðum efnisþáttum, sem
komið er fyrir í 17 básum á
tveimur hæðum í gamla
Morgunblaðshúsinu Aðal-
stræti 6.