Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 18
18 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Gullkúnst
Gullsmiðja Helgu
LAUGAVEGUR 40 SÍMI 616660
HANDSMÍÐAÐ HERRASKART
Bindishengjur, hringarog
lyklar með íslenskum
steinum og steinalausum
Verð frá kr. 3.900
Borðlampar
Loftljós
Fatahengi
- með trúðum,
brúðum og honum
Verð frá kr. 3.950
GOSA,
KRISTALL
KRINGLUNNI og
FAXAFENI - bláu húsin
SEIKO KINETIC
- TÆKNI NÝRRAR ALDAR
SEIKO KlNETIC ÚRIN VEITA INNSÝN í TÆKNI
NÝRRAR aldar. í Seikd Kinetic úrunum er
ÖRSMÁ AFLSTÖ-Ð SEM NEMUR JAFNVEL
MINNSTU hreyfingu og umbreytir henni í
RAFBPÐ . Q SKEIKU L QUARTZ NÁKVÆMNI FIYGGÐ
Á HREYFIORKU í STAÐ RAFHLAÐNA. KlNETIC
TÆKNIN ER BYLTING í FRAMLEIÐSLU Á ÚRUM
SEM EYKUR ENN Á TÆKNIFORSKDT SEIKO.
FORTÍOIN VAR í RAFHLÖÐUM.
Framtíehn liggur í Kinetic.
TÍMAMÓTAÚR
VIÐSKIPTI
Softis selur hlutabréf á sexföldu gengi til hluthafa
Sala bréfanna íathug-
un hjá bankaeftirlitinu
BANKAEFTIRLIT Seðlabanka ís-
lands hefur nú til athugunar hvort
hlutabréfasala hugbúnaðarfyrirtæk-
isins Softis hf. sem nú stendur yfir
meðal hluthafa samiýmist reglum
um almenn útboð verðbréfa. Fyrir-
tækið annast sjálft sölu hlutabréf-
anna og kynnir bréfin fyrir hluthöf-
um í nýju fréttabréfi án þess að
greina ítarlega frá fjárhagstöðu og
rekstrarstöðu félagsins.
Stjórn Softis hefur heimild aðal-
fundar til að auka hlutafé um 5
milljónir að nafnverði. Hlutabréfin
eru boðin á genginu 6,0 og er stefnt
að því að afla 25 milljóna í rekstur-
inn með þessum hætti. Samkvæmt
upplýsingum félagsins lítur stjórnin
svo á að ekki þurfi að hlíta reglum
um almennt útboð því einungis sé
verið að bjóða bréfin til hluthafa.
í fréttabréfinu eru hluthafar ein-
dregið hvattir til að kaupa bréf.
Boðið er upp á greiðslukjör með
Visa eða Eurocard raðgreiðslum til
24 eða 36 mánaða.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur bankaeftirlitið ósk-
að eftir upplýsingum frá Softis um
hlutabréfasöluna, m.a. til að ganga
úr skugga um hvort það falli undir
reglugerð um almennt útboð. Reglu-
gerðin gildir m.a. um hlutabréf sem
boðin eru forkaupsréttarhöfum í fé-
lagi þar sem félagsmenn eru 200
eða fleiri. Sömuleiðis gildir hún þeg-
VERÐ á kopar snarhækkaði í vik-
unni, en gullverð breyttist lítið og
verð á kaffi hrundi. Hráolíuverð
lækkaði um 1 dollara tunnan.
Koparverð fór yfir 3,000 dollara
tonnið í vikulok og hefur ekki ver-
ið hærra síðan í apríl 1989, áður
en samdrátturinn hófst. Fréttir
hermdu að næstum því 14,000
tonn af koparbirgðum í London
færu til Kína. Verð á öðrum málm-
um var stöðugt vegna mikillar
eftirspurnar og spákaupmennsku.
Ýmsir telja að framhald verði á
þessari þróun.
Nánar um stöðuna á hrávöru-
markaðnum í vikulokin:
KOPAR: Heldur áfram að hækka
og hefur hækkað um rúmlega 70%
síðan 1993. Verðið komst í 3,002
dollara tonnið á föstudag og hefur
ekki verið hærra í fjögur ár.
ÁL: Hefur hækkað um 75% í ár,
en verðið hefur ekki farið í yfir
2,000 dollara tonnið á ný síðan í
nóvember. Um 28.000 tonn seldust
af birgðum í London og eftirspurn
virðist stöðug.
NIKKEL: Enn hefur dregið úr
áhyggjum af birgðum frá rússnesku
Norilsk-risabræðslunni vegna frétta
um orkuskort sem nýlega leiddu til
mestu hækkunar síðan í júlí 1991
— 9,575 dollara tonnið. Nú virðist
verðið óstöðugt, um 8,800 dollarar
í vikulokin.
GULL: Verðið hefur orðið stöðugra
síðan það komst í mestu lægð í sjö
mánuði 5. desember — 375.75 doll-
ara únsan. Veikari staða dollars
leiddi til hækkunar í 378-379 doll-
ara og líklegt er að það verð haldist
í bili.
SILFUR: Verðið einnig heldur stöð-
ar heildarsöluverð er hærra en 5
milljónir.
Verður ekki annað séð en útboð
Softis falli undir skilgreiningu um
almennt útboð þar sem bæði fjöldi
hluthafa og útboðsfjárhæðin er yfir
tilgreindum mörkum. Slík útboð
þurfa að fara fram fyrir milligöngu
verðbréfafyrirtækis og uppfylla þarf
reglur stjórnar Verðbréfaþings um
gerð útboðsgagna og aðdraganda
útboðs.
Fullyrt að bréfin séu góð
fjárfesting
Stjórn Softis fullyrðir í fréttabréf-
inu að hlutafé Softis sé mjög góð
fjárfesting. Þá segir ennfremur:
„Náist aðeins sæmilegur söluárang-
ur mun arður af hlutafé standa und-
ir tvöfalt hærra gengi en hlutirnir
eru nú seldir á og náist góður árang-
ur getur hlutaféð margfaldast að
verðgildi. Augljóst er að til þess
þarf ekki margar sölur af svipaðri
stærð og hugsanleg sala á Ítalíu....“
Þarna er vísað til umfjöllunar
fréttabréfsins um ferð fulltrúa Softis
á ráðstefnu Acucobol-hugbúnað-
arfyrirtækja á Ítalíu. Kemur fram
að dreifingaraðili Acucobol Italia
leggi áherslu á að kynna Louis-hug-
búnaðinn stórum þarlendum hug-
búnaðarfyrirtækjum. Byrjað verður
á einu stóru hugbúnaðarfyrirtæki
sem leggur til hugbúnað á u.þ.b. 10
ugra, um 4.80 dollarar únsan, viku
eftir mestu lægð í 12 mánuði, 4.64
dollara. Engin merki um vaxandsi
hylli. ,
HRAOLIA: Lækkaði í 15.25 doll-
ara tunnan miðað við skjóta afhend-
ingu. Bent á ugg um miklar benzín-
birgðir í Bandaríkjunum, gott veður
á norðurhveli og aukið magn af
Norðursjávarolíu.
KAFFI: Lækkaði um 10% í um
2,500 dollara tonnið um miðja vik-
una. Það var 40% lægra verð en
hæsta verð í níu ár, 4,140 dollarar,
sem fékkst í september sökum uggs
út af frosti og þurrkum í Brasilíu.
Verðið hefur lækkað síðan vegna
spákaupmennsku. Samkvæmt
bandarískri spá verður uppskeran í
Brasilíu 1995/96 15.7-17.7 milljón-
ir (60 kg) pokar og hún styrkir
ekki stöðuna.
KÓKÓ: Verðið hærra en þegar það
komst í mestu lægð í sex mánuði
þar sem sendingar frá Vestur-Afr-
íku hófust seint.
SYKUR: Lítil breyting frá því í
nóvember þegar sykur seldist á
hæsta verði í fjögur og hálft ár,
414.50 dollara tonnið. Sumir sér-
fræðingar spá nýrri verðhækkun
eftir áramót. Búizt við að birgðir
minnki vegna vísbendinga um lé-
lega uppskeru í Rússlandi og Úkra-
ínu.
HVEITI: Verðið stöðugt eftir 50%
hækkun í ár, en lítið eitt lægra síð-
an það komst mest í 150 dollara
tonnið. FAO segir að uppskeran í
heiminum 1994 muni minnka um
30 milljónir tonna í 535 milljónir
vegna þurrka í Astralíu og lélegrar
uppskeru í Rússlandi.
JURTAOLÍA: Lítil breyting.
þúsund Unix-tölvur sem hver um sig
hefur 3-4 notendur. Gert er ráð fyr-
ir að hvert fyrirtæki greiði 400 doll-
ara fyrir Louis á hverja tölvu og 100
dollara fyrir hvern notanda. „Með
einföldum reikningum má sjá að eitt
slíkt hugbúnaðarhús getur auðveld-
lega gefið Softis tekjur upp á meira
en eitt hundrað milljónir króna ...“
Sömuleiðis bindur Sofis vonir við
að samningar takist við danskt hug-
búnaðarfyrirtæki sem þýði 25 til 40
milljónir í tekjur.
Fjármagn á þrotum
Um ástæður hlutafjárútboðsins
segir stjórn Softis, að fjármagn fé-
lagsins sé þrotið en tekist hafi að
halda rekstrinum áfram með því að
stjórnarmenn og nánustu aðstand-
endur hafi gengist í ábyrgðir fyrir
félagið og staðið undir rekstrinum.
Þá segir: „Nú erum við á lokasprett-
inum og stuðningur hluthafa hefur
aldrei verið mikilvægari og aldrei
hefur verið ljósara að sá stuðningur
leiði til árangurs. Einnig er verið að
vinna að því að fá íslenska og er-
lenda aðila til að leggja til fjármagn
í rekstur félagsins, ýmist sem lánsfé
eða hlutafé. Félagið þarf ekki mikið
fé til að komast í arðbæran rekstur
en samt sem áður tekur það mikinn
tíma að afla fjármagnsins og erfítt
er að þreyja þorrann þegar nánustu
aðstandendur eru nánast þurrausnir."
Deutsche Bank
Verðtryggð
íslensk bréf
álitleg
DÓTTURFYRIRTÆKI Deutsche
Bank er alvarlega að íhuga að fjár-
festaa íslenskum skuldabréfum, að
sögn Ernst-Ludwig Drayss, for-
stöðumanns hjá fyrirtækinu. Hann
sagði að þar vægi þungt að bréfin
væru verðtryggð, sem væri trygg-
ing fyrir góðri ávöxtun, en á hinn
bóginn væri smæð íslenska verð-
bréfamarkaðarins áhyggjuefni.
Fulltrúar frá Deutsche Asset
Management voru hér á landi ný-
lega að kynna þjónustu sína jífeyris-
sjóðum o.fl. fjárfestum. Á sama
tíma voru þeim kynntir fjárfesting-
armöguleikar hér.
Drayss sagði að fyrirtækið hefði
beðið um meiri upplýsingar, en ef
íslensk skuldabréf gætu gefið t.d.
5,6% raunávöxtun væri um mjög
álitlegt tilboð að ræða. Það væri
þó ljóst að góðan hagvöxt þyrfti til
að standa undir þeim vöxtum.
Fjárfestar sem Deutsche Asset
hefur á sinni könnu kaupa sjaldan
fyrir lægri upphæðir en 5 milljónir
dollara, eða um 350 milljónir ís-
lenskra króna, í einu og þeir vilja
tryggja „hreyfanleika“ fjárfesting-
ar sinnar, þ.e. að þeir geti selt bréf-
in með litlum fyrirvara, að sögn
Drayss. Smæð íslenska markaðar-
ins gerði það hins vegar að verkum
að erfitt gæti reynst að finna kaup-
endur með nægilegt bolmagn þegar
mikið af bréfum kæmi á markað.
Vantar öflugan viðskiptavaka
Guðmundur Hauksson, forstjóri
Kaupþings, sem hafði milligöngu
um heimsókn Deutsche Asset
Management, sagði að það vantaði
öflugan viðskiptavaka á íslenska
markaðinn til að hann gæti orðið
álitlegur kostur fyrir erlenda fjár-
festa. Til að bæta úr því þyrfti
Seðlabankinn að sýna að hann væri
virkur á markaðnum, sem hann
hefði gert á tímabili, en bankinn
hefði síðan skorið niður kauptilboð.
Hrávörumarkaður
Koparverð
hækkar en olía
og kaffi lækka
London. Rcuter.