Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR 10 nellik- ur á 400 krónur NELLIKUR verða seldar saman 10 í búnti á 400 krónur í verslun- inni Biómavali á næstu dögum. „Á þessum árstíma er innflutningur á nokkrum tegundum afskorinna blóma fijáls og er án tolla,“ segir Bjarni Finnsson, framkvæmda- stjóri Blómavals. Nellikur eru til í nokkrum gæða- flokkum og í 400 króna búntum eru ijölblóma nellikur, sem allar hafa marga knúppa. Nellikur í hærri gæðaflokkum verða seldar á 90-125 krónur stykkið. Bjarni seg- ir að markaðsverð erlendis á blóm- um breytist dag frá degi, það sé í hærri kantinum nú fyrir jól, en gera megi ráð fyrir lægra verði eftii; áramót. Tollalaus innflutning- ur a fímm afskornum blómateg- undum gildir til apríl á næsta ári. Jólastjörnur, sem framleiddar voru hér á landi, eru nú nánast uppseldar, að sögn Bjarna. „Ég held að aldrei hafi jafn margar jólastörnur verið seldar og enn er spurt eftir þeim. Þess vegna ætlum við að flytja inn 500-1.000 jóla- stjörnur frá Belgíu." Landsliðs- búningar LANDSLIÐSBÚNINGAR Brasilíu og Ítalíu, liðanna sem léku til úr- slita á H.M. í knattspymu s.l. sum- ar, fást í stærðunum 4 - 16 í Sport- vöruversluninni Spörtu. Búningarnir em íslensk fram- leiðsla, saumaðir af Henson hf. Þeir eru seldir í settum; treyja, buxur og sokkar. Treyjur Brasilíu era merktar að aftan með númeri og nafni Romario, en treyjur Ítalíu merktar að aftan með númeri og nafni Baggio. Morgunblaðið/Árr.i Sæberg EINU sinni hélt Margrét Hauksdóttir að ísgerð væri aðeins á færi „snillinga“, en nú hefur hún komist að raun um annað. Feðgarnir á heimilinu, þeir Frið- rik og Elvar Arnar, sjá um pistasíurnar, sem vilja „rýrna“ töluvert á meðan verið er að hreinsa þær. UPPSKRIFT VIKUNNAR Hátíðarís ájólunum HEIMATILBÚINN ís er í huga margra nokkuð sem tilheyrir á stór- hátíðum og á mörgum heimilum er ísgerð hluti af undirbúningi jólanna. Svo hefur verið um nokkurra ára skeið á heimili Margrétar Hauks- dóttur, upplýsingafulltrúa hjá Flug- leiðum, og var hún ekkert að liggja á „leyndarmálinu" þegar Neytenda- síðan falaðist eftir uppskriftinni. Margrét sagði þó að uppskriftin væri ekki hennar eigin hugarsmíð. Hún hafi fengið hana hjá ágætri samstarfskonu, en sósan hafi tekið örlitlum breytingum með árunum. „Ég hélt hér í eina tíð að ísgerð væri mikið og flókið mál og bar því ósvikna virðingu fyrir þeim, sem buðu upp á heimatilbúinn ís á stór- hátíðum. Síðan hef ég komist að raun um að það er mjög einfalt og fljótlegt að búa til sinn eigin ís. Eftir að ég komst yfir þessa upp- skrift hefur ísinn verið á borðum á mínu heimili á aðfangadagskvöld enda nýtur hann mikilla vinsælda," segir Margrét. I þessari uppskrift tekur mestan tíma að gera pistasíuhneturnar til- búnar, það er að bijóta utan af þeim skelina, mylja af lausa húð og taka úr þær hnetur, sem eru dökkar og skemmdar og geta því sett óbragð í ísinn, segir Margrét, sem gjarnan nýtur aðstoðar feðg- anna á heimilinu við þetta, þeirra Friðriks Þ. Stefánssonar og Élvars Arnar Friðrikssonar, „en pistas- íurnar eru svo góðar að það getur tekið ótrúlega langan tíma að ná saman 50 grömmum í skál“.’ Pistasíu- og Tobleroneís 'h lítri rjómi 6 eggjarauður 100 g sykur 1 tsk. vanillusykur 50 g pistasiukjarnar 1-2 stykki Toblerone-súkkulaði (næstminnsta stærð) Rjóminn léttþeyttur og settur til hliðar á meðan að eggjarauðurnar eru þeyttar ásamt sykri og vanillu- sykri. Rjómanum síðan blandað saman við. Pistasíuhnetukjarnarnir eru muldir eða skornir niður, súkku- laðið skorið í smábita, hrært vel saman við ísblönduna en þó var- lega. Allt sett í form, t.d. í hring- laga form með gati í miðjunni. Fryst í a.m.k. sólarhring áðuren ísinn er borinn fram, en auðvitað má geyma hann lengur. Heit súkkulnðisésa 1 stk Toblerone súkkulaði _______1 stk Mars súkkulaði____ 30 g smjör 1 dl rjómi. 1-2 msk Ijóstsíróp Rjóminn og smjörið hitað saman í potti ásamt sírópinu. Súkkulaðinu bætt út í, niðurbútað. Þessu leyft að malla svolitla stund við lágan hita. Laga má tvöfaldan skammt af sósunni. Hluta hennar er hellt yfir ísinn rétt áður en hann er borinn fram og afgangurinn af sósunni er settur í skál og borinn fram með. Það má líka setja litlar marenskökur á ísinn og hella sósunni síðan yfir, en persónulega finnst Margréti þá rétturinn of sætur. KyíRLEIKSÍ (v/iu ég rnW'n 'do®j&9'eði 44 KORT með kærleikskorn- um eru í hverjum pakka. Kærleikskorn LEIÐARLJÓS hefur gefið út Kær- leikskorn, kort með ábendingum til þeirra sem vinna að breytingum á lífi sínu. Guðrún Bergmann tók kærleikskornin saman og segir: „Kortin eru 44 talsins, en talan 4 táknar stöðugleika og framþróun og samtalan 8 táknar innri kraft og velgengni, sem ég treysti að fylgi þeim sem notar kortin á þroskabraut sinni. Kærleikskornin eru ætluð til hjálpar til að staðfesta breytingar sem fólk vill að verði á eigin lífi.“ Pakki með 44 kærleikskornum kostar 790 krónur og er seldur í versluninni Betra líf í Borgarkringlu og í Pýramídanum í Dugguvogi. Hægt er að draga eitt kort á dag, eða fleiri. Notkun kortanna er eig- anda í sjálfs vald sett. Dæmi um kærleikskorn eru „Allar mínar tak- markanir eru í eigin huga“ og „Innri leit er auðgandi og fyllir líf mitt gleði, kærieik og ljósi.“ Svona skreyta Bretar enskujólakökuna í JÓLAMATAR- BLAÐI Morgun- blaðsins sem kom • út 1. desember sl. voru birtar nokkr- ar mismunandi uppskriftir af enskum jólakök- um. Ein uppskrift- in kom frá Christ- ine McGrundy og Margaret Whelp- ton í Bretlandi. Skömmu eftir að blaðið kom út barst okkur þessi kaka frá þeim. Svona skreyta þær ensku jólakökuna sína. Morgunblaðið/Rax Sófasett og hornsófar í lebri - margir litir Sendingin kemur þriðjudaginn 20. desember. Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275,685375. Söng- og barnaleikrit um Gljúfrabúa RAUÐI dregillinn sendi nýlega frá sér geisladiskinn Ævintýri Gljúfrabúanna, sem er söng- og barnaleikrit. Handrit og söng- texta gerðu Lúfa og Benóní Jóns- son, en einnig samdi Ásmundur Örnólfsson söngtexta. Við enda norðurljósanna er ævintýraheimur, þar sem eru tvö lönd, Bjartland og Myrkland. í Bjartlandi eru bleikir akrar, grös- ugir klettar og sígrænir skógar. Þar búa margar góðar og glaðar verur, meðal annars Gljúfrar. í Myrklandi búa vondar verur sem hata sólarljósið. Einn góðan veðurdág komu Myrklendingar í Bjartland og rændu geislasteini, mestu ger- semi Bjartlendinga. Þá fór leikur- inn að æsast, því Bjartlendingar vildu að sjálfsögðu endurheimta geislasteininn sinn. Meðal þeirra sem leika eru Flosi Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Sigrún Hannesdóttir, Erlendur Eiríksson og Benedikt. Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.