Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 22

Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 22
22 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Námsefni fyrir fiskverkafólk endurnýjað Um 10.000 maims hafa sótt námskeið fyrir fiskverkafólk Morgunblaðið/Rax NÁMSEFNIÐ kynnt. Elínbjörg Magnúsdóttir, Arnar Sigurmunds- son og Gissur Pétursson, kynna nýtt og endurnýjað námsefni fyrir fiskverkafólk. Um 250 manns verða á námskeiðum um jólin. STARFSFRÆÐSLUNEFND físk- vinnslunnar hefur nú endumýjað námefni fyrir fiskverkafólk að hluta til og gefið út nýtt. Nefndin hefur starfað í 9 ár og haldið 100 fundi, en þátttakendur á námskeiðum nefndarinnar eru alls um 10.000. Undirstaða námskeiðanna er svo- kallað grunnnámskeið, þar sem far- ið er yfír alla helztu þætti fisk- vinnslunnar og íslenzks sjávarút- vegs, en auk þess gefst fiskverka- fólki kostur á mörgum öðrum nám- skeiðum. Nú hefur verið samið námsefni um innra eftirlit og er það talið fyrsta námsefni af því tagi í veröldinni fyrir fískverkafólk, en innra eftirlit og gæðamál skipta mjög miklu hvað varðar samninginn um Evrópska efnahagssvæði og reyndar allan útflutning fiskafurða. Aðdragandi stofnunar Starfs- fræðslunefndar fiskvinnslunnar var nokkuð langur. Forvígismenn bæði vinnuveitenda og verkalýsðhreyf- ingarinnar höfðu lengi haft áhuga á að skipuleggja fræðslu fyrir fisk- verkafólk, sem hefði það að mark- miði að bæta vinnubrögðin við vinnsluna svo þau skiluðu af sér auknu verðmæti og bættum kjörum fiskverkafólks. Til þess að svo gæti orðið, þyrfti að taka á öllum þáttum vinnslunnar í fræðsluefninu, gefa fólkinu heild- aryfirsýn yfír gæðamál, líkamsbeit- ingu við vinnu, kjaramál, markaðs- mál, öryggi á vinnustöðum og fleira. Árið 1984 skipaði þáverandi sjávar- útvegsráðherra starfshóp til að und- irbúa og koma á námskeiðahaldi fyrir fiskverkafólk og árið eftir voru fyrstu tilraunanámskeiðin haldin. Upp úr því mótaðist námsefnið og skipuð var sérstök nefnd, Starfs- fræðslunefnd fískvinnslunnar til að annast fræðsluna. Kauptryggingarsamningur skilyrði {kjarasamningum í febrúar 1986 varð um það samkomulag mikki vinnuveitenda og verkalýðshreyf- ingarinnar námskeiðahald físk- verkafólks og meðal annars að starfsfólki yrðu greidd laun úr at- vinnuleysistryggingasjóði meðan á námskeiðum stæði, enda væru námskeiðin haldin meðan vinnu- stöðvun væri. Sjávarútvegsráðu- neytið stæði straum af kennslu- kostnaði og námsgagnagerð og skilyrði fyrir setu á námsskeiðunum væri’, að starfsfólkið hefði kaup- tryggingarsamning og unnið við fískvinnslu í að minnsta kosti tvo mánuði. Að loknu námskeiði fengi starfsfólk svo launahækkun og starfsheitið sérhæfður fískvinnslu- maður. Mikil aðsókn Mikil aðsókn hefur verið að nám- skeiðunum og fyrstu þijú árin lá við að allt starfandi fiskvinnslufólk sækti þau. Nú sækja grunnnám- skeiðin fyrst og fremst nýtt starfs- fólk, 700 til 800 á ári, en fjöidi þeirra, sem sækja sérnámskeiðin fer vaxandi ár frá ári. Á þessu ári hafa rúmlega 700 manns sótt grunnn- ámskeið á 24 stöðum á landinu. Sú hefð hefur skapazt að mörg fyrirtæki nota tímann um jól og áramót til námskeiðahalds og nú um jólin verða námskeið í Reykja- vík, Akranesi, Ólafsvík, Siglufírðí, Dalvík, Hrísey, Akureyri og Eyrar- bakka. Áætlað er að um 250 manns sitji þessi námskeið. 30 mismunandi nám- skeið í boði Nú býðir Starfsfræðslunefndin upp á um 30 mismunandi nám- skeið. Um eitthundrað leiðbeinend- ur vítt og breitt um landið kenna á þessum námskeiðum, en kennslu- efni er endumýja og aukið eftir þörfum. Auk námskeiðahaldsins stendur nefndin einnig fyrir margs konar kynningu á sjávarútvegi. Þá stóð nefndin fyrir íslandsmóti í handflökun í vor og þátttöku á heimsmeistaramóti í handflökun í kjölfar þess. Fyrirhugað er að halda íslandsmót í flökuninni á ný í apríl á næsta ári. Nokkrar umræður eiga sér nú stað um skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðunum. Eins og er eiga atvinnulausir þess ekki kost að sækja námskeiðin, þótt þeir hafi mikla reynslu af fískvinnslu. At- vinnurekendur hafa hreyft þeirri hugmynd að skilyrði um kauptrygg- ingarsamning verði fellt niður, en fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lagzt gegn því, en vilja opna atvinnulausum leið inn á námskeið- in. Báðir aðilar em þó sammála því að fræðslan komi bæði verkafólki og vinnuveitendum til góða. Launa- hækkun í dag er um 3.000 krónur á mánuði til þeirra, sem námskeið- unum ljúka og atvinnurekendur fá betra starfsfólk. Formaður Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar er Arnar Sigur- mundsson, en aðrir í nefndinni eru Gylfi Gautur Pétursson, Elínbjög Magnúsdóttir, Óðinn Baldursson, Svavar Svavarsson og Ágúst H. Elíasson. Starfsmaður nefndarinn- ar frá upphafi er Gissur Pétursson. Hjá okkur er alll á góðu verði Gráðusög Samlokugrill Verð kr. 2.790 Verð kr. 2.490 Verkfærasett -135 hlutir. Verð kr. 6.980 Stalhilla Hæð 150 cm. Breidd 75 cm. Dypt 30 cm. Kaffikanna Verð kr. 1.890 Utvarpsvekjaraklukka Verð kr. 1.980 Verð kr. 1.890 fhlenska Póstveiylunin Smiðjuvegi 30 Opið laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 13-17. I|ú L L S Llk L! /«. L^ J G L /A r I L B (J 0 HEITI Ltr. H. B. Dýpt Verð ME 140 85 50 60 25.000.- MC 225BEU 225 123 55 55 35.000,- TMP280 280 147 60 55 37.000,- DF285IT 285 150 60 60 41.900,- RF370BEU 370 180 60 60 62.300,- Pil TILBOÐ „ A bökunarofnumD OG HELLUBORÐUM H KJOLUR hf. Suöurlandsbraut 22, SfMI 888890 § BÖKUNAROFNAR FRÁ KR. 29.670,- slgr. OG HELLUBORÐ - - 15.700,-stgr. W ARISTON 'p'tá&e&e 'KZCftuiCet, € /S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.