Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 23
FRÉTTIR: EVRÓPA
Verðandi forseti framkvæmdastjórnar
Vill sameigin-
legan gjaldmiðil
fyrir aldamót
Brussel, Madrid. Reuter, The Daily Telegraph.
JACQUES Santer, verðandi forseti
framkvæmdastjórnar ESB, segir í
viðtali við spænska dagblaðið El
Pais í gær að koma verði á efna-
hagslegum og peningalegum sam-
runa fyrir 1999. Ella hafi ESB mis-
tekist ætlunarverk sitt.
Þegar Santer var spurður hvort
að hann óttaðist að fjölgun aðildar-
ríkja í allt að 21 myndi ekki ógna
samrunaferlinu sagði hann endur-
skoðun Maastricht-sáttmálans á
ríkjaráðstefnunni 1996 skipta öllu
máli.
„Þar verður að koma skýrt fram
að þróun og stækkun [Evrópusam-
bandsins] kaliar á sterkar stofnanir
til að koma í veg fyrir upplausn ...
Ég er og verð áfram andvígur
stækkun til austurs í þeim tilgangi
að grafa undan stofnunun sam-
bandsins og breyta ESB í fríversl-
unarsvæði. Slíkt væri í andstöðu
við anda sambandsins," sagði Sant-
er.
{ skýrslu frá framkvæmdastjórn-
inni um efnahagsmál á þessu ári
er þeirri skoðun haldið fram að
raunhæft sé að stefna að þriðja og
lokastigi hins efnahagslega sam-
runa árið 1997. Samkvæmt Maas-
tricht felst í þriðja stiginu að verð-
ítali fær
sjávarút-
vegsmálin
• EMMA Bonino, fulltrúi ítala í
nýrri framkvæmdastjórn, mun
fara með sjávarútvegsmál frá og
með áramótum. Upphaflega
hafði verið ákveðið að Norðmað-
urinn Thorvald Stoltenberg
hefði sjávarútvegsmálin á sinni
könnu en af því gat ekki orðið
eftir að Norðmenn höfnuðu ESB-
aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bonino er féjagi í Róttæka
flokknum á Italíu og fer einnig
með neytenda- og mannúðarmál
í framkvæmdastjórninni.
• TALIÐ er útilokað að ESB
takist að gera samning um tolla-
bandalag við Tyrki í næstu viku
líkt og stefnt var að. Er ekki
búist við neinni niðurstöðu af
fundi embættismanna á mánu-
dag. Ástæðurnar eru óánægja
með frammistöðu Tyrlqa í mann-
réttindamálum og andstaða
Grikkja. „Ef Tyrkirnir mæta [á
fundinn á mánudag] munu þeir
fara heim tómhentir eftir að les-
ið hefur verið yfir þeim um
mannréttindamál," sagði emb-
ættismaður í Brussel.
• FRANSKI nýgaullistaflokk-
urinn RPR hefur ákveðið hvaða
stefnumál hann hyggst leggja
áherslu á er Frakkar taka við
forystunni í ráðherraráðinu í
byijun næsta árs. RPR vill auka
lýðræðislega ábyrgð innan ESB
og auka hlut ríkisstjórna aðildar-
ríkjanna. Þá ætlar flokkurinn að
beijast fyrir því að Þjóðveijar
verði fastafulltrúar í öryggisráði
SÞ og að stofnuð verði efri deild
Evrópuþingsins. Er talið að
frambjóðendur hægrimanna í
forsetakosningunum, þeir Edou-
ard Balladur og Jacques Chirac,
muni milda Evrópuandstöðu sína
fyrir kosningarnar, í kjölfar þess
að Jacques Delors féll frá fram-
boði.
bólga, vaxtastig, opinber skuldsetn-
ing og fjárlagahalli sé innan ákveð-
inna marka í þeim ríkjum sem ætla
að eiga aðild að hinum sameiginlega
gjaldmiðli. Þar með væri hægt að
koma slíkum gjaldmiðli á árið 1999.
Þau tvö ríki sem mesta áherslu
hafa lagt á samrunann, Frakkar
og Belgar, eru hins vegar í hópi
þeirra sem síst eru líkleg til að
standast þær kröfur sem Maastricht
gerir.
Um síðustu helgi staðhæfði Ken-
neth Clarke, fjármálaráðherra Bret-
lands, að einungis Bretar, Þjóðvetj-
ar og Lúxemborgarar myndu upp-
fylla skilyrðin árið 1997 og John
Major forsætisráðherra sagði „úti-
lokað“ að hægt yrði að koma á
sameiginlegum gjaldmiðli 1999.
Breskir embættismenn segja lítið
mark takandi á skýrslu fram-
kvæmdastjórnarinnar og segja
hana einkennast af „óskhyggju".
Henning Christophersen, sem fer
með efnahagsmál innan fram-
kvæmdastjórnarinnar, hafi ávallt
trúað á að hægt væri að standa við
tímamörkin og því kæmi ekki á
óvart að hann héldi enn fast í þau.
„Það er hans starf að stappa stálinu
í menn,“ sagði einn embættismaður.
Reuter
Nasrin á
Evrópuþingi
TASLIMU Nasrín voru á fimmtu-
dag afhent Sakharov-verðlaun
Evrópuþingsins sem veitt eru
baráttumönnum fyrir tjáningar-
frelsi. Hún hefur verið dæmd til
dauða af islömskum heittrúar-
mönnum í heimalandi sínu
Bangladesh vegna ritverka
sinna.
• HIN nýja Evrópustefna
norsku stjórnarinnar hefur beðið
skipbrot, segir blaðið Aftenpost-
en. ESB-ríkin greindu á fimmtu-
dag norskum stjórnvöldum frá
því að ekki sé hægt að verða við
flestum kröfum þeirra um nánari
samskipti með vísan til þess að
ekki sé réttlætanlegt að Norð-
menn fái aðra meðferð en aðrar
þjóðir utan sambandsins. Evr-
ópusambandsríkin eru öll af vilja
gerð að hafa góð samskipti við
Norðmenn en af því leiðir hins
vegar ekki að Norðmenn geti
tekið virkan þátt í innra starfi
ESB líkt og stjórnin hafði farið
fram á. „Við verðum einnig að
leggja áherslu á samskiptin við
ísland, Kýpur, Möltu, Tyrkland,
Liechtenstein og Sviss,“ sagði
fulltrúi ESB í Brussel.
GJOF TIL HEIMILISIIMS
H AGKVÆMT
KRÓNUR
Notaöu vatn úr krananum
heima og njóttu þess aö
dnekka eigiö sódavatn eöa
gosdrykk. Sodastream er
umhverfisvænt því sömu
umbúöir eru notaöar aftur
og aftur.
Geföu heimilinu nýja
Sodastream tækið, gjöf
sem gefur arö.