Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 24

Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 24
24 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Boðið í landspildu GUO Maosheng, frá dagblaðinu Economic Daily býður í land- spildu á fyrsta uppboði á land- areignum, sem haldið er í Kína. Guo hætti við á síðustu stundu og var eignin seld á um 130 miiyón yuan, sem svarar um einum milljarði kr. Mánaðarlangri stj órnarkr eppu á Irlandi lokið Olíkir flokkar í sam- steypusljórn Brutons Dublin. The Daily Telegraph, Reuter. RÚMLEGA mánaðarlangri stjórn- arkreppu á írlandi lauk á fimmtu- dag er John Bruton, leiðtogi Fine Gael, myndaði stjórn með Verka- mannaflokknum og Lýðræðislega vinstriflokknum. Þar sem flokk- amir eru mjög ólíkir hefur verið talað um „regnboga^tjóm", marg- ir telja að Bruton geti reynst erf- itt að halda stjóminni saman til lengdar. Sambandssinnar á Norð- ur-Irlandi fagna umskiptunum en Bmton hefur lýst vilja sínum til að írland afnemi stjórnarskrárá- kvæði um tilkall til norðurhérað- anna. Albert Reynolds, forveri Brut- ons í embætti og leiðtogi stærsta flokks landsins, Fianna Fail, gerði út af við ríkisstjóm flokks síns og Verkamannaflokk*s Dicks Springs fyrir nokkmm vikum er hann skip- aði umdeildan saksóknara í emb- ætti forseta hæstaréttar. Allt skárra en Reynolds Reynolds átti gott samstarf við John Major, forsætisráðherra Bretlands, um að koma á friðar- samningum á N-írlandi en mót- mælendur í héraðinu treysta þó ekki Reynolds og líst betur á Bru- Reuter JOHN Bruton, forsætisráð- herra írlands, heilsar Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein. ton. „Það mun koma í ljós hvort fyrri yfirlýsingar hans verða leið- arljósið þegar til kastanna kemur - en hins vegar er allt skárra en Albert Reynolds“, sagði David Trimble, einn af þingmönnum n- írskra sambandssinna í London í gær. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, og Braton áttu fund í gær en vitað er að Adams og menn hans í írska lýðveldishernum, IRA, hryðjuverkasamtökum kaþólikka, eru nokkuð á varðbergi gagnvart Braton sem er hægrisinnaður mjög. „Ruddinn Bruton“ Spring verður varaforsætisráð- herra en milli hans og Brutons hefur andað köldu svo að stjórnar- myndunin kom mörgum á óvart. Bruton mistókst tvisvar á ferli sín- um sem ljármálaráðherra á níunda áratugnum að fá fjárlög samþykkt vegna andstöðu vinstriflokka. Hann hlaut auknefnið „Bruton ruddi“ 1982 er hann vildi leggja virðisaukaskatt á barnaskó. Á þingi sitja 165 fulltrúar, Fine Gael hefur 4 sæti, Verkamanna- flokkurinn 32 og Lýðræðislegi vinstriflokkurinn 6 sæti. Hinn síð- astnefndi hefur ekki áður átt sæti í ríkisstjóm. Flokkurinn á rætur að rekja til þess er marxistahluti írska lýðveldishersins, IRA, gekk á braut á sjötta áratugnum. Stjórnmálaflokknum IRA, sem er lýðræðislegur, má ekki rugla sam- an við hryðjuverkasamtökin á N- írlandi er klufu sig út úr upphaf- legu hreyfingunni skömmu eftir 1970. JÓLAGLAÐNINGUR HJÁ McDonald's Tilboðið gílrtír dagana 16., 17., 18. og 19. desember eða á meðan birgöir endast. Á PLANINU HJÁ McDonald’s AÐ SUÐUR- LANDSBRAUT 86 GETUR ÞÚ PENGIÐ KEYPT ÍSLENSKT RAUÐGRENI OG FYRSTA FLOKKS NORÐMANNSÞIN. SÖLUMENN KENNA ÞÉR AÐ MEÐHÖNDLA RAUÐGRENIÐ ÞANNIG AÐ ÞAÐ ENDIST OG FELLI SÍÐUR BARR OG EF ÞÚ KAUPIR McSTJÖRNUMÁLTÍÐ, SEM ER AFSLÁTTARMÁLTÍÐ, FÆRÐ ÞÚ STÓRAN AFSLÁTT TIL VIÐBÓTAR Á NORÐMANNSÞIN. VERÐDÆMI: 1,90 M FYRSTA FLOKKS NORÐMANNSÞINUR: VENJULEGT VERÐ KR. 4.650,- McDonald’s VERÐ: KR. 3.999,- Reuter MITTERRAND heilsar almenningi við upphaf leiðtogafundar Frakka og ítala í Aix-en-Provence í gær. Mitterrand ræðir við heimspeking Hvað bíður fyrir handan? París. Reuter. FRANQOIS Mitterrand Frakk- landsforseti segir lækna sína álíta að hann eigi í mesta lagi sex mánuði eftir ólifaða, að sögn há- aldraðs heimspekings er forsetinn ræddi við fyrir skömmu. Mitterr- and þjáist af krabbameini í blöðru- hálskirtli og hefur dregið mjög úr embættisskyldum sínum að undanfömu. Hann var skorinn upp í annað sinn sl. sumar. Talsmenn forsetans, sem er 78 ára gamall, neituðu að tjá sig um ummæli heimspekingsins, hins 93 ára gamla Jeans Guittons. Mitter- rand hefur verið við völd í nær 14 áry lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi Frakka frá því í stjómarbyltingunni 1789. Mitterrand heimsótti Guitton í nóvember til að ræða um líf eftir dauðann en Guitton er virtur fræðimaður, félagi í frönsku aka- demíunni og sanntrúaður kaþó- likki. Hann sagðist hafa tjáð for- setanum að hægt væri að deyja með tvennum hætti - sem her- maður eða hershöfðingi. Þótt her- maður félli í orrustu væri hann umkringdur vinum. „Hershöfð- inginn er algerlega einn. Þú berð sömu ábyrgð og hershöfðingi þar sem þú ert þjóðhöfðingi Frakk- lands. Þú hefur verið öllum stór- kostlegt fordæmi", sagði Guitton. í viðtali við Liberation hafði heimspekingurinn eftir Mitterr- and: „Trúarbrögðin eru samsafn fáránleikans“. Guitton svaraði: „Nei samsafn hins dularfulla". Hann sagðist hafa útskýrt fyrir forsetanum að fáránleikinn væri „ekkert, á honum væri aðeins ein lausn: Að skjóta sig í höfuðið. Hið dularfulla merkir á hinn bóginn stiga sem við klifrum upp, á efsta þrepinu er dauðinn.“ Er Mitterr- and spurði hvað tæki þá við sagð- ist Guitton hafa svarað: „Ég veit það ekki, það er kallað „fyrir handan“.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.