Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 26

Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 26
26 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ * og straummælingar sýna að tengsl frá djúpsjónum, þar sem kafbátur- inn liggur, upp í efri lög sjávar eru vart nokkur. Hugsanleg útbreiðslu- leið er um rangsælis djúpstrauma Norðurhafs og Norður-Grænlands- hafs, og þaðan síðan með streymi djúpsjávar yfir neðansjávarhrygg- ina milli Grænlands, íslands, Fær- eyja og Skotlands og áfram suður í Atlantshaf. Þetta er langur og seinfarinn vegur mældur í hundruð- um ára, auk þess sem styrkur geislavirkni dofnar á leiðinni við blöndun. Fréttir sem bárust frá Noregi fyrir nokkru og nú aftur frá Rússlandi um að geislun frá kaf- bátnum við Bjarnarey gæti borist á Islandsmið eiga þannig ekki við rök að styðjast. Að lokum tók Johan Blindheim fram að best væri að láta kafbátinn vera þar sem hann væri, alls ekki ætti að reyna að lyfta hon- um frá botni, fremur að hylja hann á staðnum ef vildi. Tveir aðrir fyrirlesarar, Paul Budgett frá Nansen-rannsóknastöð- inni í Bergen, og Björn Ádlandsvik frá Hafrannsóknastofnuninni í Bergen, fjölluðu næst um straumlík- ön á umræddum slóðum Norður- hafs. Þeir ræddu streymi um árósa (ob og Yenisei), útbreiðslu mengun- ar með aurburði og ísburði og að lokum streymi með botnstraumum norður á bóginn og vestur til Græn- lands. Einnig ræddu þeir um sam- vinnuna við Rússa á umræddu sviði. Skýrsluhöfundiir spurði þegar hér var komið hvað stæði að baki áhuga hinna ýmsu aðila á rannsóknum og á að ná t.d. kafbátnum upp frá sjáv- arbotni. Svarið gaf Lars Föyn - peningar til rannsókna; tæknileg þekking varðandi kafbátinn og við björgunarstörf; og e.t.v. þrátt fyrir allt og ekki síst, fiskur og markaðs- mál. Næst fjallaði skýrsluhöfundur um niðurstöður geislamælinga (Cæs- ium-137) í sjónum við ísland (Elísa- bet Ólafsdóttir o.fl. Geislavörnum ríkisins). Þessar niðurstöður sýna mjög lág gildi (minna en ein eining (Bq/kg)) í fiski og um 3 einingar (Bq/m) í sjó. Gildin frá norðurmiðum reynast heldur hærri en frá suðurm- iðum. Breski fulltrúinn á fundinum lagði til í lokin að hinir ýmsu aðil- ar, sem láta sig málið skipta, þvrftu að skipuleggja vel og samræma aðgerðir sínar varðandi mælingar á geislavirkni í Norðurhöfum og þann- ig foi'ðast endurtekningar og annað misræmi. Lokaniðurstöður fundarins í apríl 1994 voru að fískveiðum á líðandi stundu væri engin hætta búin af kafbátnum við Bjarnarey né losun Rússa á úrgangi í Karahaf, hvað sem síðar yrði. Stöðugs eftirlits og einnig líkanasmíði á hugsanlegri dreifíngu geislunar væri þó þörf. Eina áþreifanlega geislavirka meng- unin af mannavöldum sem hefur mælst til þessa í Norðurhafi má eftir sem áður rekja til Sellafield á Bretlandseyjum. 512 síðna minni í textavarpi. 65 watta magnari. „Dolby Prologic Surround" magnari. Stafrænn leiðréttingar- búnaður (DCF). Tveir bakhátalarar fylgja. Þrír hátalarar í tækinu. Höfundur er haffræðingvr HUIuMCO Fakafeni 11, sími 688005 Ný blóma- og gjafavöruverslun Blóm og gjafavörur við öll tækifæri imiðjan Grímsbæ, sími 588-1230 % veitingahús - restaurant Nýbýiavegi 20, Kópavogi, sími 45022 5 rétta máltíð kr. 1.250 Gerum tilboð fýrir 10 manns eða fleiri ef maturinn er tekinn heim. Borðið á staðnum eða takið með heim. Litir: Einlitt beyki eða svart og svart með beyki, bláum, gráum eða mahoní hurðum. Ótal möguleikar á uppstillingu. HIRZLAN Lyngási 10- Garðabæ Sími 654535. Geislavirkir hafstraumar Á undanförnum árum hefur í fjölmiðl- um aftur og aftur skot- ið upp fréttum varð- andi hugsanlega mengun frá geislavirk- um úrgangsefnum í hafinu. Höfundur þessa greinarkorns hefur hvað eftir annað svarað fyrir þessar fréttir og reynt að út- skýra málið frá haf- fræðilegu sjónarmiði hvað snertir íslands- mið. Réttar upplýs- ingar um þessi mál skipta okkur miklu vegna ímyndar fisks af íslandsmiðum á fiskmörkuðum erlendis. Hér áður var einkum rætt um geislavirkni frá Sellafield í Bret- landi. Mælingar sýna að áhrifa það- an gætir norður í höf. Mælingarnar hafa jafnframt reynst notadrjúgar til ákvörðunar á hafstraumum sam- hliða venjulegum sjórannsóknum, hvaða skoðun sem annars er höfð á málinu. Tekið skal fram að styrk- ur geislunar frá Sellafield í Norður- hafi er 1/10 til 1/100 þess sem er í Norðursjó og 1/1000 þess sem er í írlandshafmu, styrkur sem að mati sérfræðinga telst vera langt undir hættumörkum. Full ástæða er þó til að vera á verði gagnvart slíkri meinsemd. Á síðari árum hefur athyglin svo beinst að geislavirkni frá fyrrum Sovétríkjunum (Tsjernóbíl, losun í Karahaf og Barentshaf, kafbátur við Bjarnarey). Af gefnu tilefni óskaði höfundur eftir umræðu um málið í vinnunefnd haffræðinga hjá Alþjóðahafrann- sóknaráðinu, nefnd sem fjallar um hafrannsóknir á Norður-Atlants- hafi. Síðast var fjallað um málið á fundi í Bergen á apríl 1994. Fjórir fyrirlestrar sérfræðinga voru fluttir og skal hér á eftir segja frá efni fundargerðar þar um, reyndar skrifuð af höfundi, og samþykkt af fundarmönnum. Næst verður fjallað um málið í vinnunefnd haf- fræðinga hjá Alþjóðahafrannsókna- ráðinu í Oban á Skotlandi í apríl 1995. Dr. Lars Föyn, hafefnafræðingur á Hafrannsóknastofnuninni í Berg- en, fjallaði um geislavirkni í Kara- hafi og frá sokkna kafbátnum „Komsomolets" við Bjarnarey. Föyn gat þess fyrst að aðeins lítill hluti Norðurhafs væri fiskislóð. Geisla- virkni í fiski í Barentshafi var mest Svend-Aage Malmberg á tímum kjarnorku- vopnatilrauna á sjötta og sjöunda áratugun- um (80 einingar (Bq/kg)). Síðan hefur hún farið stöðugt lækkandi (minna en 10 einingar sem eru nátt- úruleg viðmiðunar- mörk). Fiskur í ám og vötnum á norðurslóð er mun geislavirkari (20.000-30.000 eining- ar) og stafar það m.a. af slysinu í Tsjernóbíl 1987. Áhrifa slyssins gætti einnig í Eystra- salti og síðar við Nor- egsstrendur. Reyndar stafar geislun sem nú mælist í Norðurhafi frá endurvinnslustöðinni í Sellafield, en mengunar frá Karahafi gætir hvergi nema inni á fjörðunum á Novaya Semlya. Sömu sögu er að Lokaniðurstöður fund- arins í apríl 1994 voru þær, segir Svend-Aage Malmberg, að fiskveið- um á líðandi stundu væri engin hætta buin af kafbátnum við Bjarnarey hvað sem síðar yrði. EIMABIO MITSUBISHI OG FINLUX SJÓNVÖRP Visa og Eurocard raðgreiðslur. 28" BLACK INVAR SUPER MYNDLAMPI segja frá kafbát.num við Bjarnarey. Hann liggur á 1.650 m. dýpi. Frá honum stafar vart nokkur hætta fyrir fisk að mati Lars Föyn, Cæs- ium-137-innihaldi hans, um 600 grömm, og Strontium-innihaldi, um 300 grömm, má jafna við 500 kg Cæsium-137 og 8.000 tonn af Strontium í einum rúmkílómetra af sjó. Frá Sellafield-stöðinni bárust 300-400 kíló af Plútoni á 30 árum, en í kafbátnum eru 10 kíló af Plút- oni. Plúton frá Sellafield hefur fund- ist í seti næst afrennsiinu (90%) en lítt ofar í fæðukeðjunni. Vistfræðileg áhrif plútons frá nefndum kafbát eru þannig talin fremur óveruleg samkvæmt áliti Lars Föyn. í framhaldi af máli Lars Föyn ljallaði dr. Johan Blindheim, hafeðl- isfræðingur á Hafrannsóknarstofn- uninni í Bergen, um hugsanlega dreifingu á geislavirkni frá sokkna kafbátnum við Bjamarey á fiskislóð- um. Bæði mælingar á ástandi sjávar RdFKEKJOOERZLUh ISLflNDS If Skútuvogi 1 b, Reykjavík. Sími: 688660 - Fax: 680776 munXlAn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.