Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 35

Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 35 _______AÐSEMPAR GREINAR_ Er sameining vinstri flokka þjóðþrifamál? EINAR Kárason, rit- höfundur, skrifar at- hyglisverða grein í DV 12. desember síðastlið- inn. Þar fjallar hann um þá sundrungu sem ríkir meðal vinstri manna en eftir því sem kröfurnar um sameiningu þeirra verða hærri dreifast þeir víðar. Einar segir að sameinaðir gætu vinstri flokkarnir myndað sig- ursæla yfirburðahreyf- ingu en sundraðir geri þeir ekkert gagn nema fýlla hugsanlega stuðn- ingsmenn vonleysi og kaldhæðni. Kjartan Magnússon. of oft tekist að taka stjórnarþingmenn og ráðherra á taugum. Hvatinn til eyðslu skattfjár er einfaldlega miklu ríkari en hvatinn til sparnaðar þegar þingsæti og ráðherra- stólar eru í húfi. Einn flokk til ábyrgðar Þetta gainalkunna slagorð Sjálfstæðis- flokksins gæti öðlast nýja merkingu ef vinstri menn sameinuðust í einum stórum flokki. Slík sameining gæti, ef Einar hefur óneitanlega margt til síns máls. Við fyrstu sýn kynni hugs- anleg sameining íslenskra vinstri manna að vekja ótta hjá hægri mönnum. Hins vegar má færa marg- vísleg rök fyrir því að slík sameining væri góður kostur fyrir hægri menn ekki síður en vinstri sinna og reynd- ar þjóðina alla. Eyðsluhyggja og skattagleði Vinstri menn hafa ekki borið gæfu til að standa sameinaðir í ein- um stórum flokki eins og sjálfstæð- ismenn. Sundrungin hefur oftar en ekki verið vörumerki vinstri manna og fyrir kosningar í vor mun enn eitt vinstra framboðið líta dagsins ljós og vafalaust hljóta umtalsvert fyigi. Foringjar Þjóðvakans hafa engar þær hugsjónir fram að færa sem ekki hafa margoft áður heyrst hjá öðrum vinstri sinnuðum frambjóð- endum. Þess vegna grípa þeir til þess ráðs að lofa meiri fjáraustri úr ríkissjóði en aðrir stjórnarandstöðu- flokkar hafa komist yfir. Aðrir vinstri sinnaðir stjórnmálamenn reyna nú að svara þessari sam- keppni þannig að yfirbjóða enn bet- ur. Þetta er því miður sá leikur sem hefur verið iðkaður af miklu kappi um hríð í íslenskum stjórnmálum. Sparnaður jafnharðan skotinn niður Hvernig er staðan í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir? Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks er að ljúka kjörtímabili sínu. Hún hefur staðið sig betur en margar aðrar ríkisstjórnir á undan en samt hefur ekki enn tekist að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Eng- um dylst að ríkisstjórnin hafði mik- inn og einlægan vilja til þess í upp- hafi kjörtímabilsins að ná hallanum niður. Þó hefur það farið svo að í hvert sinn sem sparnaðarhugmyndir hafa verið kynntar hefur stjórnar- andstaðan samviskulega lagst gegn þeim ásamt ýmsum þrýstihópum og jafnvel ríkisreknum fjölmiðlum. Sameiginlega hefur þessum aðilum Sameining vinstri manna kynni að vekja ótta hjá hægri mönnum, segir Kjartan Magnús- son, en hins vegar má færa margvísleg rök fyrir því að slík samein- ing væri þjóðþrifamál. vel tækist til, skerpt andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum og aukið stöðugleika. Kjósendur gætu þá í fyrsta sinn valið á milli tveggja flokka eða einn flokk til ábyrgðar. Það gæti vel verið að sameinaður listi vinstri manna ynni í fyrstu sig- ur á Sjálfstæðisflokknum. Slík úrslit hefðu þó vonandi í för með sér nýtt flokkakerfi þar sem stjórnmálamenn bæru meiri ábyrgð á verkum sínum en þeir gera nú. Einn flokkur fengi þá tækifæri til að standa við stóru orðin og að loknu einu kjörtímabili sameinaðra vinstri manna ættu sjálf- stæðismenn síst minni möguleika á að ná hreinum meirihluta. Slíkt kerfi myndi úrelda algengustu afsökun íslenskra stjórnmálamanna hvar f flokki sem þeir standa: „Ekki reynd- ist unnt að standa við öll kosningalo- forðin að þessu sinni þar sem við lentum í samsteypustjórn." íslend- ingar þurfa nú að búa við meingall- að margflokkakerfi og flestir hljóta að gera sér ljóst að festa og ábyrgð eykst ekki í stjórnmálunum eftir því sem flokkunum og hrossakaupunum fjölgar. „Verstu öflin verða allsráðandi“ Sameining vinstri flokkanna er ekki einungis æskileg vegna aukins stöðugleika í stjórnmálunum. Hún gæti einnig orðið til þess að laða fleira hæfileikafólk til starfa á vinstri vængnum en Einar lýsir núverandi ástandi þannig: „Klofningurinn verður líka til þess að verstu öflin í hvorum flokknum fyrir sig [Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu] verða allsráð- andi; hreintrúar- og meydómsklík- ur af því tagi sem í hæsta lagi gætu þrifist sem raddir kverúlanta í stórum almennilégum flokki." Stór, almennilegur vinstri flokkur gæti laðað fleira hæfileikafólk út í stjórnmál og það myndi ef til vill staldra lengur við en nú tíðkast. Þá yrði meiri von til þess að vinstri menn huguðu betur að langtíma- stefnumörkun í stjórnmálum en hættu að hugsa um það eitt að yfir- bjóða hver annan í eyðslu skattfjár til að ná völdum eða halda þeim. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Þú getur bakað, steikt og grillað að vild í nýja BLÁSTURS - BORÐOFNINUM Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en ytri mál aðeins 33x44x23 cm. '4 valmöguleikar: Affrysting, yfir- og undirhiti, blástur og grill. Hitaval 60-230aC, 120 mín. tímarofi með hljóðmerki, sjálf- hreinsihúðun og Ijós. JÓLATILBOÐSVERÐ kr. 12.990,- stgr. Þú geturvaliðum 6 aðrar gerðir 4'lMllMI'j) borðofna. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Höfum opnaö nýja deild með lömpum og gjafavöru húsgagnaverslun, Síðumúla 20, sími 688799. Hvaðan komu þeir? Hverjir voru þeir? Hvað gerðu þeir? Hvað varð um þá? Fræðandi, forvitnileg og spennandi frásögn af harðsvíruðustu glæpamönnumVesturheims Bók sem þti gefur sjálfum þér, vinum þínum, eða óvinum! Fæst í bókabúðum. Thomson vélbyssa, algengt atvinnutæki. ,Scarface“ A1 Capone.Lögreglumynd frá 1931 Bonny og Clyde.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.