Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR „Vandamálin hrannast upp“ UPPSLATTARGREIN Morgun- blaðsins 7. des. sl. um gífurleg vandamál í félagslega íbúðakerfínu er að mati undirritaðs ekki til þess fallin að uþplýsa þá, sem ekki þekkja til, um raunverulega stöðu félagslega íbúðakerfísins. Með ólíkindum er, að svona skuli vera hægt að fjalia um 9.052 íbúðir og íbúa þeirra. Mikil ábyrgð fylgir því að skrifa greinar þar sem heilt lánakerfí sem þjónað hefur landsmönnum frá 1929, er dæmt nánast ónýtt. Halda mætti að húsin væru að hrynja, gott fólk var- ist slysin og kaupið ekki félagslega íbúð, er verið að segja. Engar heildar- útskýringar, ekkert um það að þetta hafi hjálpað þúsundum fjölskyldna til að eiga öruggt húsaskjól. Óskum til húsnæðisnefnda um innlausn fjölgar vegna stöðugra skrifa um húsnæðiskerfí sem er óhagstætt fólk- inu! Fólk flýr frá bestu kjörunum á húsnæðismarkaðinum, vegna mis- skilnings og jafnvel vegna rangra upplýsinga. „Vandamálin hrannast upp“, „sveitarfélögin að sligast undan kerf- inu“, slagorð eftir slagorð! Vissulega standa um 46 íbúðir af 9.052 félags- GÓÐAR GJAFAHUGMYNDIR - GOTT VERÐ Verð frá: Verð frá: Ávaxtapressur 1.790,- Jólatrésseríur 580,- Baðvogir 1.160,- Kaffikvarnir 2.720,- Borðofnar 9.990,- Kaffivélar 1.990,- Brauð- og álegsshn. 5.620,- Kartöfluskrælarar 3,590,- Brauðristar 1.780,- Matyinnsluvélar 2.860,- Dósahnífar 2,590,- Mínútugrill/vöfflujárn 11.370,- Dósahnífar m. brýnf 3.790,- Pelahitarar 2.450,- Djúpsteikingarpottar 8.530,- Rafmagns-kjöthnífar 2.990,- Eggjasjóðarar 3.280,- Rakvélar 3.990,- Espresso-kaffivélar 3.570,- Rykiugur 8.530,- Ferða-vekjaraklukkur 990,- Ryk- og vatnssugur 13.970,- , Gufustraujárn 2.970,- Safapressur 3.490,- Hand-hrærivélar 2.950,- Samlokugrill 2.970,- Hand-ryksugur 3.220,- Skeggsnyrtar 1.320,- Hárblásarar 1,810,- Strauborð 3.520,- Hitamælar-digital 1.090,- Staujárn 1.990,- Hitapúðar 2.980,- Vöfflujárn 3.980,- Hitateppi 3.870,- Örbylgjuofnar: Hnífa- og skærabrýni 2.660,- 27 Itr. 21.990,- Hraðsuðukönnur 3.290,- Með grilli 23.420,- Hrærivélar 4.740,- Meö grilli og blæstri 37.890,- . . . OG ÓTAL MARGT FLEIRA iponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI (91)24420 Besta jólagjöf allra námsmanna!! Hraðlesfrarnámskeið - námsfækninámskeið Gjöf sem gefur arð ævilangt! Á hraðlestrarnámskeiðum fjórfalda nemendur að jafnaði lestrarhraða sinn með sambærilegri eða betri eftirtekt. Á námstækninámskeiðunum er kennd skipulagning náms, glósugerð, ritgerðasmíð, próftaka o.fl. Afköst vaxa og öll námsvinna verður mun léttari. Ef þú vilt bætast í hóp ánægðra nemenda Hraðlestrarskólans, sem hafa margfaldað lestrarhraða sinn og afköst í námi, skaltu biðja um „námsmannapakkann“ (við bjóðum gjafabréf) í jólagjöf, en hann inniheldur bæði námskeiðin á sérlega hagstæðu verði, kr. 15.800. Námskeið hefst í janúar nk. Kennt er í HÍ. Skráning er í símum 642100 og 641091. HHAÐLESrRARSKOLINN Percy B. Stefánsson legum íbúðum auðar, en unnið er að lausn þessa vanda. Um 70 félagsleg- ar íbúðir eru sérstaklega leigðar út. Yfírleitt er þessum íbúðum breytt í félagslegar kaupleigu- íbúðir þar sem lánin eru til 50 ára með 1% vöxt- um. Upphaf byggingar félagslegra íbúða er umsókn til Húsnæðis- stofnunar frá viðkom: andi sveitarfélagi. í umsókninni koma fram upplýsingar um þörf á félagslegu húsnæði á viðkomandi stað og beiðni um ákveðnar íbúðarstærðir. Það er viðkomandi sveitarfélag, Sem óskar eftir því að byggja félagslegar íbúðir og hlýtur í dag að bera sína ábyrgð? Lítuin svo á umhverfið, sem íbúð- areigandinn býr við. Hvað hefur gerst, af hverju verður vandi hans til? Er ekki atvinnuleysi, minnkaði yfírvinna og þar af leiðandi lægra kaup? Er ekki sífellt verið að breyta skattakerfinu og enn verið að því, heyrum við í fjölmiðlum. Allt, sem nefnt hefur verið, hefur augljóslega afgerandi árhrif á áætlanagerð íbúð- areigandans. Sífelldar breytingar skapa öryggisleysi. Stöðugleiki er forsenda þess að hægt sé að gera raunhæfar áætlanir fram í tímann. „Aðgerðir miðast við að fólk passi inn í kerfíð, en ekki er búið til hús- næðiskerfi fyrir fólkið." Hvernig er það hægt? „Ófremdarástand ríkir í húsnæðismálum láglaunafólks", er haft eftir fulltrúum ASÍ og rétt er að vandi margra er stór. En af hveiju? Munur á upphitunarkostnaði er t.d. allt að 2,5-faldur milli landshluta. Hvar þú kýst að búa er í dag kjara- mál, ekki byggðamál! Undirritaður hefur m.a. fengið allmarga einstæða foreldra í viðtal með um 60.000. kr. á mánuði. Vandi þessa fólk er ekki húsnæðisl- ánið heldur lág laun. í meðfýlgjandi töflu má sjá greiðslubyrði af 7. m.kr. félagslegri íbúð. Sjá töflu Umræðan um fym- ingu félagslegra Mða er einfölduð og kölluð „eignaupptaka", en það er staðreynd að hús eld- ast og viðgerða er þörf. Ef fýrning er ekki.reikn- uð eðlilega erum við alitaf að selja of dýrar íbúðir og Byggingar- sjóður verkamanna allt- af að lána samsvarandi of há lán. Hver á að borga þennan mismun? Um leið og þess er krafíst að fyrning lækki, er verð félagslegra íbúða sagt of hátt, ekki lækkar verðið með þessu móti. Er það ekki raunkostnaður við að búa í íbúðinni, sem skiptir höfuð- máli, hvað þarf ég að borga? Fróð- legt væri að sjá raunverulegan samanburð við íbúð á almennum Er það ekki raunkostn- aðurinn við að búa í íbúðinni, sem skiptir máli, spyr Percy B. Stefánsson. Hvað þarf að borga? markaði þar sem allt væri með, ástand íbúðar, raunveruleg fyrning og annar kostnaður, sem til fellur við það að eiga íbúð. Þetta er gert þegar kostnaður vegna félagslegrar íbúðar er reiknaður. Mánaðarleg greiðslubyrði: Verð 3-4 herb. Mðar 7,0 m.kr. Lán 6,3_m.kr., útborgun 700.000 kr. Dæmi 1: Árstekjur kaupenda 1.000.000 kr. Afb.á ári Vaxtagjöld Vaxtabætur Samt.á ári Gr.byrði/mán. Gr.byrði/mán. áári m/vaxtab. m/vaxtab. án vaxtab. 1. ár 0 151.200 0 151.200 12.600 12.600 2. ár 88.500 151.200 91.200 148.500 12.400 19.900 3. ár 90.700 149.100 91.200 148.500 12.400 19.900 4. ár 92.800 146.900 89.100 150.700 12.600 19.900 Dæmi 2: Árstekjur kaupenda 1.800.000 kr. Afb.á ári Vaxtagjöld Vaxtabætur Samt.á ári Gr.byrði/mán. Gr.byrði/mán. áári m/vaxtab. m/vaxtab. án vaxtab. 1. ár 0 151.200 0 151.200 12.600 12.600 2. ár 88.500 151.200 43.200 196.500 16.400 19.900 3. ár 90.700 149.100 43.200 196.500 16.400 19.900 4. ár 92.800 146.900 41.100 198.700 16.600 19.900 Raunkostnaður við að búa í félags- legri íbúð er í dag 1,5% fyrning og 2,4% vextir. Kostnaður þessi verður vegna 4. herb. 8.0 m.kr. íbúðar 25.000 kr. á mánuði. Vaxtabætur lækka svo þennan kostnað í 20.000 kr., ef um er að ræða hjón með 150.000 kr. á mánuði. Þetta hefur viðkomandi greitt fyrir afnot af íbúð- inni fyrir utan almennan rekstrar- kostnað. Hvort þetta telst lágt eða hátt skal ekki metið hér. Undirritaður hefur í tveimur greinum í Morgun- blaðinu birt upplýsingar um áhrif vaxtahækkunar á greiðslubyrði eig- enda félagslegra íbúða. Hækkun vaxta úr 1% í 2,4% í mars 1993 og svo í 4,9% ef tekjur fara yfír leyfilegt hámark. Þar voru tekin dæmi, sem sýndu, að áhrif hækkunar vaxta á greiðslubyrði, að teknu tilliti til vaxta- bóta, eru varla merkjanleg. Greiðslu- byrðin lækkaði jafnvel, sem hlutfall af tekjum, við hækkun vaxta. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, sem eru ein- falt reikningsdæmi, heldur umræðan áfram um gífurleg áhrif þessarar hækkunar á greiðslubyrði íbúðareig- andans. Því er haldið fram í greininni að „stór hluti vandans" í dag stafí af því að ekki er heimilt að taka tillit til skulda umsækjanda um félagslega íbúð. Húsnæðisnefndir hafi ekki get- að sinnt þessum umsækjendum, ef þeir hafí verið yfír tekjumörkum. I 64 gr. laga nr. 97/1993 stendur að heimilt sé að víkja frá eigna- og tekju- mörkum ef meiri háttar röskun hafi orðið á högum umsækjanda, t.d. lækkun tekna. Venjulega hefur orðið mikil tekjulækkun hjá þessum aðilum þrátt fyrir að meðaltal tekna sé yfír mörkum síðustu þriggja ára. Allar umsóknir um undanþágu frá eigna- og/eða tekjumörkum vegna sérstakra aðstæðna eru skoðaðar hjá Hús- næðisstofnun. Nefna má vikulega fundi um þessi mál með húsnæðis- nefnd Reykjavíkur. Sagt er „að meirihluti borgar- stjómar Reykjavíkur hafi látið undan og keypt 40 almennar kaupleiguíbúð- ir“. Látið undan hveijum? Húsnæði- stofnun ríkisins gerir ekki kröfur um að keyptar séu íbúðir sem kosta rúm- lega 10 m.kr. með bílskýli. Alltaf er nauðsynlegt að skoða lög og reglur með jöfnu millibili, aðstæð- ur breytast fljótt hér á landi. Jafn nauðsynlegt er, að þeir sem fjalla um félagslegar íbúðir kynni sér málefnið vel áður en farið er af stað með umræðu það. Umræða eins og hún hefur verið að undanförnu, um stór- gailað húsnæðiskerfí, eignaupptöku og óseljanlegar íbúðir án þess að reynt sé að skilgreina ástæður vand- ans, er hættuleg og eyðileggjandi. Að lokum, kostir félagslega íbúða- kerfísins ættu að vera jafnáhugaverð- ir og gallar þess. Einhliða skrif um ónothæft húsnæðiskerfí, sem búa í 9.000 fjöskyldur eru ábyrgðarhluti. Félagsleg íbúð er góður valkostur fyrir þá sem vilja öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Höfundur er forstöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna. Óvönduð vinnubrögð ÞAÐ ER sjálfsagt ekki góð latína að fara að gagnrýna eftirlætis fyrirtæki fjölmiðlanna, þ.e. stórfyrirtækið Hagkaup og Bónus, en sami rass ku vera undir þeim báðum. Mörgum blöskrar þó dekur flestra fjölmiðla við þessi fyrirtæki. Þau mega hvorki hósta né stynja svo allar frétta- stofur sendi ekki lið manna á vettvang að greina frá afrekunum. Hvort heldur þeir bijóta lög með ólöglegum inn- flutningi matvæla eða gefa kartöflur þá er eins og um heimsviðburði sé að ræða. Þeir Jónannes og Óskar setjast að líkindum reglulega niður yfír kaffíbolla og leggjá á ráðin um hvernig næst megi fá ókeypis aug- Heimir L. Fjeldsted lýsingu í öllum frétta- tímum ljósvakamiðl- anna og á forsíðum dagblaðanna. Þeir spara fyrirtækjum sín- um milljónatugi í aug- lýsingakostnað sem sömu fjölmiðlar verða af. Út af fyrir sig er þetta allt gott og bless- að ef þeir sköðuðu ekki aðra en viðkomandi ijölmiðla. En skörin er farin að færast upp í bekkinn þegar þeir em farnir að vega að heilu starfsstéttunum eins og bóksölum núna fyrir jólin. Það er vitað mál að bókabúðir veita þjónustu allan ársins hring og flest- ir mánuðir em magrir, en þeir þreyja þorrann og góuna vegna þess að jólabókaflóðið heldur þeim á floti aðra mánuði ársins. Mér finnst að þeir Jóhannes og Bónus o g Hagkaup leika sér að atvinnufjör- eggi fjölda fólks, að mati Heimis L. Fjeldsteds, með óvönd- uðum vinnubrögðum. Óskar ættu að skammast sfn ræki- lega fyrir óvönduð vinnubrögð og ég veit að fjölmargir taka undir þá skoðun mína. Þeir spila auðvitað á fjölmiðlana eins og strákar í búða- leik, en um leið eru þeir að leika sér að fjöreggi tuga ef ekki hundraða manna sem hafa lífsviðurværi sitt á bóksölu allan ársins hring. Ekki sinna þeir þörfum þessara viðskipta- vina í annan tíma. Höfundur er verslunarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.