Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 41
við komum var búið að hringja í
kunningjahjón og fá lánað auka
rúm, því á heimilinu voru aðrir gest-
ir. Sem sagt fjölskyldan var strax
boðin velkomin, allt var gert klapp-
að og klárt á nokkrum andartökum.
Þannig var Karólína.
Ég kynntist Karólínu og fjöl-
skyldu sem barn, þegar þau fluttu
til Flateyrar um 1960 og keyptu
frystihúsið hér. Þau bjuggu í næsta
húsi við mína fjölskyldu, forstjóra-
húsinu. Kynni okkar áttu síðar eftir
að aukast mikið. Ekki bara af því
að sonur þeirra hjóna giftist systur
minni Guðrúnu, heldur vegna þess
að þau hjón voru „fósturforeldrar“
mínir í þijú ár á meðan ég gekk í
menntaskóla. Ég tel það með meiri
happaþáttum í uppvexti og þroska-
ferli lífs míns, að fá að njóta vináttu
og stuðnings þessara úrvals hjóna.
Það var ekki auðhlaupið fyrir
hvern sem er að hjartastað Karó-
línu, en fyrir þá sem þangað kom-
ust var ást og umhyggja ríkuleg.
Trygglyndi, dugnaður og myndar-
skapur eru þau atriði sem ég tel
meðal mestu mannkosta Karólínu.
Þessi stóra og myndarlega kona
stóð einatt keik og upprétt í öllu
mótlæti og erfiðleikum sem yfir
hana dundu, erfiðleikum sem ör-
ugglega má með sanni segja um,
að hið hálfa hefði verið nóg. Það
var öllum vinum hennar ljóst, að
áfall það sem hún varð fyrir ung
að árum, að sjá á eftir bróður sínum
í eldsvoðanum í Krossinum í Kefla-
vík, var henni ákaflega erfitt. Hún
ræddi þetta ekki oft við mig, en
nokkrum sinnum þó, og þá kom í
Potturinn er lokaður meðan á
steikingu stendur. Fitu- og
lyktareyðandi slur tryggja
fullkomið hreinlæti. Sumar
gerðir með glugga svo fylgjast
megi með steikingunni, sjálf-
hreinsandi húöun og tæm-
ingarslöngu tii að auðvelda
oliuskipti.
H'itaval 140-190°C. 20 mín.
tímarofi með hljóðmerki.
DeLonghi
FALLEGUR, FLJÓTUR OG
FYRIRFERÐARLÍTILL
Verð aðeins frá 11.690,-
til 13.990,- (sjá mynd)
HÁTÚNI 4A SÍMI (91)24420
Dé Longhi
diúpsteikingarpottarnir
með snúningsKÖrfunni
eru byltingarkennd
tækninýjung
TILVALIN JÓLAGJÖF
TIL SÆLKERA
/FOnix
Með hallandi körfu sem
snýst meöan á steikingunni
stendur:
• jafnari og fljótari steiking
• notar aðeins 1,2 Itr. af olíu
[ stað 3ja Itr. í öðrum.
• mun styttri steikingartími
• 50% olíu- og orkusparnaður
MINNIIMGAR
ljós að hún lagði alltaf mikla áherslu
á það að bróðir hennar hafi verið
kominn út úr húsinu, en farið inn
aftur vegna þess að hann hélt hana
vera ennþá inni. Eins og hún tæki
á sig hluta sakarinnar um að svo
fór sem fór.
Þegar erfiðleikar í atvinnulífi
landsmanna dundu yfir fyrirtæki
þeirra hjóna hér á Flateyri, stóð
hún með eiginmanni sínum gegnum
þykkt og þunnt. Afskipti hennar
af félags- og mannlífi hér voru líka
öll sömu gerðar, dugnaður og fórn-
fýsi einkenndi hennar störf. Lífs-
krafturinn og viljinn hreif alla sem
umgengust hana. Karólína var m.a.
mjög virk í starfi slysavarnadeildar-
innar Sæljóss á Flateyri. Hún eign-
aðist hér líka marga aðdáendur og
naut virðingar fyrir sín störf. Ég
minnist þess ekki að hafa oft séð
hana verklausa utan vinnunnar, ef
ekki voru heimilisstörfin sem köll-
uðu, þá voru það hannyrðirnar sem
heilluðu. Hvernig allt lék í höndum
hennar var aðdáunarvert, útsjónar-
semi og smekklegheit voru þar í
fyrirrúmi. Hjónaband þeirra hjóna
var í mínum huga ákaflega far-
sælt. Börnin öll myndarfólk og
bráðdugleg eins og foreldrarnir.
Karólína var að mínu áliti kletturinn
og um leið sameiningaraflið innan
þessarar dugmiklu fjölskyldu.
Þegar ég kvaddi Karólínu og
Rafn í október sl. var ég ákaflega
þakklátur forsjóninrii fyrir að hafa
átt þess kost og látið verða af því
að heimsækja þau í Flórída, enda
heimsóknir mínar til annarra því
miður ekki í forgangsröðinni. „Þið
verðið að hringja i okkur strax og
þið komið heim í kvöld. Það skiptir
engu hvenær það verður, við verðum
ekki í rónni fyrr en þið eruð komin
í örugga höfn.“ Þetta voru lokaorðin
hennar Karólínu við okkur þegar við
kvöddum þau hjón seint um kvöldið
góða í október. Við sáum okkur
ekki fært að þiggja boðið um nætur-
dvölina, því miður. Ég var reyndar
mjög vongóður um að við myndum
hittast aftur næsta vor í Hvera-
gerði, þar sem þau voru búin að
ákveða að dvelja þann tíma ársins
sem þau yrðu hér á landi. Það verð-
ur líka að viðurkennast að í því fólst
einnig ánægja yfir því að foreldrar
mínir hefðu í nálægð við sig fólk
sem myndi styrkja þau og gleðja
með nærveru sinni og vinskap.
Nú er skarð fyrir skildi. Karólína
hefur verið kvödd til forfeðra sinna
og við sem þekktum hana, biðjum
góðan guð að leiða hana og styrkja
á þeirri göngu sem hún hefur nú
hafið. Rafn, börnin og makar þeirra,
barnabörnin og 'barnabarnabörnin
hafa misst mikið. Ég vil fyrir hönd
foreldra minna, systkina og fjöl-
skyldna votta þeim öllum okkar
dýpstu samúð. Guð leiði ykkur og
styrki. Minningin um trygga, góða
móður og eiginkonu lifir.
Eiríkur Finnur Greipsson.
CL
O
*
ai
Nú fer jólaumferðin í hönd og þörfm á
bílastæðum eykst. Vegfarendur geta þó
^hyggjulausir lagt leið sína í miðborgina
því þar er nóg framboð af bílastæðum.
6 bílahús:
Þægilegasti kosturinn. Þú feilur aldrei á tíma,
getur verslað áhyggjulaus og gengur að bílnum vísum í skjóli.
Bílahús eru á eftirfarandi stöðum: Traðarkoti v/Hverfisgötu
• Kolaportinu • Vitatorgi • Vesturgötu • Ráðhúsinu
og Bergstöðum v/Bergstaðastræti.
Miðastæði:
Þú borgar fyrir þann tíma sem þú ætlar þér að nota, hvort sem
það er hálftími, klukkutími eða jafnvel tveir klukkutímar.
Veist þú að frá miðastæðum og bílahúsum er mest 3 mínútna
gangur hvert sem er í miðborginni?
Einfált og þægilegt
- ekkisatt!
Má bjóða
ykkur stæði?
Bílahúsin eru opin á
eftirfarandi álagstímum
* í desember:
laugardag I7. frá kl. 9:30 - 23:30
sunnudag I8. frá kl. 12:00 - 18:00
þriðjudag 20. frá kl. 7:30 - 23:30
miðvikudag 2I. frá kl. 7:30 - 23:30
fimmtudag 22. frá kl. 7:30 - 23:30
Þorláksmessu 23. frá kl. 7:30 - 24:00
Aðfangadag 24. frá kl. 7:30- 12:00
BÍLASTÆÐASJÓÐUR
Bílastœöi fyrir alla