Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 47
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Opið lengur
í Kringluniii
Gáfu að gang-
eyri á „Konungi
ljónanna“
SAMBÍÓIN og Walt Disney
fyrirtækið í Bandaríkjunum
gáfu aðgangseyri að forsýn-
ingu á kvikmynd Walt Disnesy
„Konungur ljónanna" eða „Li-
on King“ til líknarmála, en
forsýning fór fram á fimmtu-
dagskvöld. Lionsklúbburinn
Týr sér um dreifingu fjármun-
anna og á myndinni sést hvar
Lionsmennirnir, William Gunn-
arsson, formaður Týs, í miðið,
og Kristján Ki'istjánsson (til
hægri), færa Arna Samúelssyni
eiganda Sambíóanna blóm.
ASKASLEIKIR
Askasleikir
kemur í dag
ASKASLEIKIR kom til byggða í
' dag og verður móttökuathöfn á
( Ingólfstorgi á vegum Þjóðminja-
j safnsins kl. 14.
■ VEITINGASTAÐURINN Sól-
on íslandus í húsi Málarns við
Bankastræti býður nú hádegisgest-
um sínum upp á jólapönnukökur.
Þessar sérstöku pönnukökur eru í
ætt við þær frönsku þ.e.a.s. þær eru
fylltar með annaðhvort sætum eða
j ósætum fyllingum. Kókó, pönnu-
kökumeistari frá Perú, mun sjá um
' framleiðslu og framreiðslu þessa
( góðgætis frá hádegi til kl. 18, dag-
lega fram að jólum. Á sama tíma
munu þeir Magnús Blöndal Jó-
hannsson, tónskáld og Hjörtur
Howser, slaghörpuleikari leika há-
tíðartónlist og falleg jólalög fyrir
hádegisverðargesti Sólons.
TIL JÓLA verður opið lengur í
Kringlunni. Á laugardag verða
verslanir opnar frá kl. 10 til 22 og
á sunnudag frá kl. 13 til 17. Nú
á aðventunni er boðið upp á þá
nýbreytni til hagræðis við við-
skiptavini Kringlunnar að þar hef-
ur verið komið upp barnagæslu,
fatahengi og pakkageymslu.
Margt er um að vera í húsinu þessa
helgi. Jólasveinar koma í heimsókn
og skemmta börnum á sunnudag-
inn.
Jólasveinn
Um helgina verður að venju
margt um að vera í Kringlunni.
Jólasveinn verður í húsinu laugar-
daginn frá kl. 11 til 18 og sunnu-
daginn frá kl. 13 til 17 og foreldr-
ar geta fengið keyptar myndir af
börnum sínum í faðmi jólasveins-
ins. Furðufjölskyldan kemur einnig
í heimsókn á laugardag. Jólasvein-
ar koma í heimsókn í Kringluna
og skemmta börnum á sunnudag-
inn kl. 15.30 og 16.30. Ýmsar árit-
anir verða í Kringlunni um helg-
ina. Laugardaginn kl. 14 til 16
áritar Ómar Ragnarsson bók sína
Fólk og firnindi og Pálmi Gunnars-
son áritar disk sinn Jólamyndir,
kl. 15 til 16 áritar Þorgrímur Þrá-
insson bækur sínar Amó amas og
Kvöldsögur, kl. 16 til 18 áritar
Jónína Leós bók sína Þríleikur og
Hildur Einarsdóttir áritar bók sína
Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum.
Þessar áritanir verða fyrir framan
Eymundsson á fyrstu hæð Kringl-
unnar. Um helgina áritar tónlistar-
fólk diska sína fyrir framan Skíf-
una. Á laugardaginn kl. 14 kemur
Bubbi Morthens, kl. 15 Björgvin
Halldórsson, kl. 16 SSSól, kl. 17
Diddú, kl. 18 Hörður Torfa, kl. 20
Björn Jörundur og kl. 21 Bjartm-
ar. Á sunnudaginn kl. 14 áritar
Bubbi Morthens, kl. 15 Óli Steph.
og Bjartmar kl. 16.
í Kringlunni hefur verið opnuð
ókeypis barnagæsla þar sem börn-
um gefst kostur á að vera í róleg-
heitum á meðan foreldrarnir gera
jólainnkaupin. Barnahornið er í
húsnæði á 1. hæð við hliða á versl-
uninni Mikka og Mínu. í barna-
gæslunni eru barnfóstrur sem
gæta barnanna. Barnahornið er
ætlað viðskiptavinum Kringlunnar
og er þjónustan ókeypis.
^ 2.000 bílastæði
Á sama stað og barnagæslan
er einnig fatahengi og pakka- og
pokageymsla. Þar er hægt að
geyma töskur, poka og yfirhafnir
sem ekki er þörf á í hlýrri og bjartri
Kringlunni. Þessi þjónusta verður
veitt fram að jólum.
Við Kringluna eru um 2.000
ókeypis bílastæði og viðskiptavin-
um stendur einnig til boða að nýta
stæði á lóðum fyrirtækja í hverfinu
eftir lokun þeirra. Viðbótarstæði
þessi eru um 600 og eru við
Morgunblaðshúsið, bak við Sjóvá-
Almennar og Hús verslunarinnar
og við Verslunarskólann. Þá verður
heimilt að leggja bílum á gras-
svæði norðan við Hús verslunar-
innar ef aðstæður leyfa. Verslanir
Kringlunnar verða opnar lengur
nú um helgina. Á laugardag frá
ki. 10-22‘og á sunnudag frá kl.
13 til 17.
I
(
I
I
(
I
i
(
Heimdallur, Baldur, FUS Bessastaðahreppi, Huginn, Stefnir, Týr, Vilji og Æsir.
Jólaknall ungra
sjálfstæðismanna
í Reykjavík og
nágrenni
Félög ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgar-
svæðinu halda sameiglnlega jólaskemmtun í
kvöld, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík.
Skemmtunin hefst kl. 21.00 og stendur langt fram
eftir kveldi.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
18 ára aldurstakmark.
Ódýr jólaföt á drengi:
Buxur, skyrta, slaufa og satínvesti.
Verð aðeins kr. 2.900.
Verslunin Smáfólk,
Ármúla 42, sími 881780.
Gæða húsgögn
á eóðu verði
Stórglæsilegir hornsófar
2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti
Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt.
Yerð aðeins kr. 123.900 stgr.
Líttu á verðið!
Euro raðgr. til allt að 36 manaða. Visa raðgr. til allt að 18 mánaða.
Valhúsgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375.
Borðlampar
Loftljós
Fatahengi
- með trúðum,
brúðum og honum
Verð frá kr. 3.950
GOSA.
KRISTALL
KRINGLUNNI og
FAXAFENI - bláu húsin