Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 47 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Opið lengur í Kringluniii Gáfu að gang- eyri á „Konungi ljónanna“ SAMBÍÓIN og Walt Disney fyrirtækið í Bandaríkjunum gáfu aðgangseyri að forsýn- ingu á kvikmynd Walt Disnesy „Konungur ljónanna" eða „Li- on King“ til líknarmála, en forsýning fór fram á fimmtu- dagskvöld. Lionsklúbburinn Týr sér um dreifingu fjármun- anna og á myndinni sést hvar Lionsmennirnir, William Gunn- arsson, formaður Týs, í miðið, og Kristján Ki'istjánsson (til hægri), færa Arna Samúelssyni eiganda Sambíóanna blóm. ASKASLEIKIR Askasleikir kemur í dag ASKASLEIKIR kom til byggða í ' dag og verður móttökuathöfn á ( Ingólfstorgi á vegum Þjóðminja- j safnsins kl. 14. ■ VEITINGASTAÐURINN Sól- on íslandus í húsi Málarns við Bankastræti býður nú hádegisgest- um sínum upp á jólapönnukökur. Þessar sérstöku pönnukökur eru í ætt við þær frönsku þ.e.a.s. þær eru fylltar með annaðhvort sætum eða j ósætum fyllingum. Kókó, pönnu- kökumeistari frá Perú, mun sjá um ' framleiðslu og framreiðslu þessa ( góðgætis frá hádegi til kl. 18, dag- lega fram að jólum. Á sama tíma munu þeir Magnús Blöndal Jó- hannsson, tónskáld og Hjörtur Howser, slaghörpuleikari leika há- tíðartónlist og falleg jólalög fyrir hádegisverðargesti Sólons. TIL JÓLA verður opið lengur í Kringlunni. Á laugardag verða verslanir opnar frá kl. 10 til 22 og á sunnudag frá kl. 13 til 17. Nú á aðventunni er boðið upp á þá nýbreytni til hagræðis við við- skiptavini Kringlunnar að þar hef- ur verið komið upp barnagæslu, fatahengi og pakkageymslu. Margt er um að vera í húsinu þessa helgi. Jólasveinar koma í heimsókn og skemmta börnum á sunnudag- inn. Jólasveinn Um helgina verður að venju margt um að vera í Kringlunni. Jólasveinn verður í húsinu laugar- daginn frá kl. 11 til 18 og sunnu- daginn frá kl. 13 til 17 og foreldr- ar geta fengið keyptar myndir af börnum sínum í faðmi jólasveins- ins. Furðufjölskyldan kemur einnig í heimsókn á laugardag. Jólasvein- ar koma í heimsókn í Kringluna og skemmta börnum á sunnudag- inn kl. 15.30 og 16.30. Ýmsar árit- anir verða í Kringlunni um helg- ina. Laugardaginn kl. 14 til 16 áritar Ómar Ragnarsson bók sína Fólk og firnindi og Pálmi Gunnars- son áritar disk sinn Jólamyndir, kl. 15 til 16 áritar Þorgrímur Þrá- insson bækur sínar Amó amas og Kvöldsögur, kl. 16 til 18 áritar Jónína Leós bók sína Þríleikur og Hildur Einarsdóttir áritar bók sína Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum. Þessar áritanir verða fyrir framan Eymundsson á fyrstu hæð Kringl- unnar. Um helgina áritar tónlistar- fólk diska sína fyrir framan Skíf- una. Á laugardaginn kl. 14 kemur Bubbi Morthens, kl. 15 Björgvin Halldórsson, kl. 16 SSSól, kl. 17 Diddú, kl. 18 Hörður Torfa, kl. 20 Björn Jörundur og kl. 21 Bjartm- ar. Á sunnudaginn kl. 14 áritar Bubbi Morthens, kl. 15 Óli Steph. og Bjartmar kl. 16. í Kringlunni hefur verið opnuð ókeypis barnagæsla þar sem börn- um gefst kostur á að vera í róleg- heitum á meðan foreldrarnir gera jólainnkaupin. Barnahornið er í húsnæði á 1. hæð við hliða á versl- uninni Mikka og Mínu. í barna- gæslunni eru barnfóstrur sem gæta barnanna. Barnahornið er ætlað viðskiptavinum Kringlunnar og er þjónustan ókeypis. ^ 2.000 bílastæði Á sama stað og barnagæslan er einnig fatahengi og pakka- og pokageymsla. Þar er hægt að geyma töskur, poka og yfirhafnir sem ekki er þörf á í hlýrri og bjartri Kringlunni. Þessi þjónusta verður veitt fram að jólum. Við Kringluna eru um 2.000 ókeypis bílastæði og viðskiptavin- um stendur einnig til boða að nýta stæði á lóðum fyrirtækja í hverfinu eftir lokun þeirra. Viðbótarstæði þessi eru um 600 og eru við Morgunblaðshúsið, bak við Sjóvá- Almennar og Hús verslunarinnar og við Verslunarskólann. Þá verður heimilt að leggja bílum á gras- svæði norðan við Hús verslunar- innar ef aðstæður leyfa. Verslanir Kringlunnar verða opnar lengur nú um helgina. Á laugardag frá ki. 10-22‘og á sunnudag frá kl. 13 til 17. I ( I I ( I i ( Heimdallur, Baldur, FUS Bessastaðahreppi, Huginn, Stefnir, Týr, Vilji og Æsir. Jólaknall ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og nágrenni Félög ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgar- svæðinu halda sameiglnlega jólaskemmtun í kvöld, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Skemmtunin hefst kl. 21.00 og stendur langt fram eftir kveldi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 18 ára aldurstakmark. Ódýr jólaföt á drengi: Buxur, skyrta, slaufa og satínvesti. Verð aðeins kr. 2.900. Verslunin Smáfólk, Ármúla 42, sími 881780. Gæða húsgögn á eóðu verði Stórglæsilegir hornsófar 2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt. Yerð aðeins kr. 123.900 stgr. Líttu á verðið! Euro raðgr. til allt að 36 manaða. Visa raðgr. til allt að 18 mánaða. Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. Borðlampar Loftljós Fatahengi - með trúðum, brúðum og honum Verð frá kr. 3.950 GOSA. KRISTALL KRINGLUNNI og FAXAFENI - bláu húsin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.