Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Grettir éKBrTlP, ES VEITA€>þu VILT , EKKI KARA UPP i SVEIT U/W 70L 1N. £N 0úe>u „ PIG 5AA1T UNÖ<? 7AVÍS /Z-lð Tommi og Jenni Ferdinand Auðvitað kann ég að telja, ég sé Og eitt nef og tvö augu og einn og eina stóra systur! átta fingur og tvo þumla ... munn og tvö eyru ... Kristilegt sið- gæði og kynvilla Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni: ÆTLAR þú að taka því þegjandi að nú er verið að undirbúa laga- setningu um að láta grunnskólann kenna barninu þínu að óeðli kynvill- unnar sé jafn eðlilegt og sjálfsagt og það eðli sem Guð hefur áskapað hveijum karlmanni og hverri konu? Nei, þú hlýtur að sporna við fæti, og ert tilbúinn að gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir að grunnskólinn, sem á að vera til að byggja upp ungmenni, geri tilraun til að bijóta barnið þitt niður á við- kvæmu kynþroskaskeiði þess, með því að kenna því að velja á milli þess sem yrði kallað tveir jafn eðli- legir hlutir, gagnkynhneigð eða samkynhneigð. En þessi tvö orð eru einmitt til þess valin og fallin að slá ryki í augu fólks um að um sé að ræða eitthvað tvennt sem eigi jafnan rétt á sér. Hvenær fór myrk- ur að hafa sama gildi og ljós og hvenær varð lygin jafnrétthá sann- leikanum? I októberbyijun kom út rit sem kallað er Skýrsla nefndar um mál- efni samkynhneigðra. Skýrsla þessi er til orðin vegna þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði nefnd til þess arna fyrir liðlega hálfu öðru ári í frámhaldi af álykt- un Alþingis frá árinu áður, um að ríkisstjórnin láti kanna stöðu kyn- villinga á íslandi, sem Alþingi kall- ar samkynhneigt fólk. í skipunar- bréfum forsætisráðherra til nefnd- armanna fullyrðir hann að kynvill- ingar séu beittir misrétti sem þurfí að hverfa. En ein af tillögum nefnd- ar þessarar er að fræðsla um kyn- villu verði felld inn í námskrá í grunnskóla. Árið 1000 samþykkti Alþingi íslendinga að fylgja kristinni trú. Og það höfum við Islendingar gert síðan og þó einkum pólitískt og siðferðilega. Eigum við ekki að halda það hátíðlegt árið 2000? En hvað er að gerast? Það er engu lík- ara en að Alþingi og ríkisstjórn sé að undirbúa yfirtöku einhverslags heiðindóms með nefndri skýrslu. Fleira bendir til þess. Vonandi er ekki í bígerð að bjóða heiðnum, í stað kristnum, erlendum trúarleið- togum til Alþingis árið 2000 til þess að vera þar með trúarathöfn til þess að leggja niður kristinn sið í þessu landi. Hvað heldur Alþingi að Gerald O. Barney sé raunverulega að leggja til? Það er engu líkara en að leiðtogar þjóðarinnar haldi sig sýna landsmönnum hve víðsýnir og upplýstir þeir eru með því að hafna 1000 ára gömlum grundvelli sem þó hefur staðið undir stjórnarskrá landsins og löggjöf frá fyrstu tíð og margfaldlega blessað bæði land og þjóð. Við verðum að leiða leið- toga okkar út úr þessari villu eða fá skjótt aðra leiðtoga I staðinn sem eru upplýstir um kristið siðgæði og siðferði. „Eigi skalt þú leggjast með karl- manni sem kona væri. Það er viður- styggð." Þannig talar Guð í þriðju Mósebók. Þetta endurtekur Biblían aftur og aftur. Guð eyddi Sódómu vegna þess að nær allir íbúar henn- ar syndguðu gegn honum með kyn- villu. Nei, Reykjavík skal ekki verða sem Sódóma og Akureyri ekki far- ast eins og Gómorra. Á íslandi hafa allir jafnan rétt til að kvænast og giftast. En hjóna- band er alls ekki til nema milli karls og konu. Allt annað er afsk- ræming á sköpunarverki Guðs og áætlun hans með manninn. Engin þjóð eða þjóðstjóm sem vill vera blessuð af Guði getur gefíð karli og karli löggildingu til sambúðar, sem um hjón væri að ræða. Við skulum afstýra því að Alþingi setji lög sem leiðir til ógæfu fyrir land og þjóð og við skulum koma í veg fyrir að kynvilla eða annað siðleysi verði upphafið á meðal okkar, þá getum við sungið þjóðsönginn okk- ar áfram kinnroðalaust. GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON prestur, Brávallagötu 10, Reykjavík. Heilræði Látið aldrei barnið sulla í heitu vatni. Hitaveituvatn get- ur skaðbrennt lítið bam. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.