Morgunblaðið - 22.01.1995, Page 2

Morgunblaðið - 22.01.1995, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ hlustaði og nýtti sér ýmsar athuga- semdir sem fram komu frá leikur- unum. Þetta skapaði fijótt sam- starf, svona hafði ekki verið unnið áður í íslensku leikhúsi. Þetta var um 1960 þegar ég var fyrir skömmu kominn til starfa hjá Leik- félaginu. Þá var Helga að leika í Grænu lyftunni og við saman lékum í Tíminn og við eftir Priestley. Verkefnin voru mörg og margvís- leg. Stundum erum við að fletta í verkefnabók LR og þá skilur maður ekki hvernig þetta var hægt, það er kannski einn og hálfur mánuður á milli frumsýninga. í dag finnst mér þetta með ólíkindum, þetta var yndislegur og upptendraður tími, ekki síst er ástæða til að geta um þann lærdóm sem maður dró af kynnum sínum við eldri leikara. Þeir vildu hafa skikk á samstarfinu og ekki leyfa ungum leikurum bein- línis að vaða yfír sig. Þetta fólk hafði langa reynslu og var gríðar- lega góðir leikarar. Fröken Arndís Bjömsdóttir var t.d. Grand old lady í leikhúsinu. Hún þéraði alla nem- endur þangað til þeir debuteruðu. Þegar leikhúsið bauð þeim fyrsta stóra hlutverkið bauð hún þeim dús. Þetta kæmi ungu fólki spánskt fyrir sjónir í dag. Mér finnst að ungt fólk mætti vera svolítið alvar- legra í leikhúsinu i dag, koma ekki þar inn eins og það hafi fundið upp púðrið," segir Helgi. Hollt fyrir hausinn - Var ekki erfitt að þurfa stöð- ugt að vera að læra nýjan og nýjan texta utan að? spyr ég. „Það er einn helsti kostur við starf leikarans að hann er alltaf að nema eitthvað nýtt, nýjan texta til að flytja, þetta er hollt fyrir haus- inn,“ segir Helga. „Þess vegna emm við svona gáfuð í dag,“ bætir Helgi við. Aftur berst talið að gullaldarár- unum, áranum í Iðnó. „Það mynd- ast samheldni í hóp sem býr þröngt, við voram átta fastráðnir leikarar og svo lausráðnir leikarar eins og gengur - öll full af eldmóði," segir Helga. „Almenningurinn" niðri var eins og faðmur þar sem allir mætt- ust,“ segir hún hugsandi. - Standa hjón betur að vígi í slíkum hópi? „Það hefur líka sína ókosti, margir hafa haldið að við tvö hefð- um alltaf sömu skoðun á öllu, það er. tóm vitleysa. Við erum tveir ein- staklingar - tvær hugsandi verur. Þetta finnst mér ástæða til að ít- reka, svona viðhorf eru bæði leiðin- leg og hættuleg." Samstarf þeirra Helgu og Helga hefur löngum verið náið, ekki síst var það svo á Iðnóárunum þegar börnin voru lítil og þau tilheyrðu hinum samheldna leikarahóp LR. „Þetta var eins og að tilheyra tveimur nánum fjölskyldum og svo vár sú þriðja sem var leikritið sem verið var að æfa hverju sinni eða sýna, það var aldrei dauður tími á þessum árum,“ segir Helga. Svo rann upp sá tími að þau hjón fluttu sig um set og gerðust fastráðnir leikarar við Þjóðleikhús- ið. Hvers vegna skyldu þau hafa gert það? „Fyrst kviknaði þörfin til að fara, ekki til að fara eitthvað annað - heldur til þess að fara. Við vorum komin að vegamótum," segir Helga. „Þetta var erfið ákvörðun og við höfðum ekkert fast í hendi þegar við sögðum upp hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Samingurinn við Þjóðleikhúsið kom ekki til fyrr en seinna,“ segir Helgi. „Maður sakn- aði félaganna, en við þurftum að gera þetta, við vorum ekki lengur samstiga hópnum, okkur vantaði meiri ögrun. Við ræddum þetta mikið, þetta var ekki gert í neinu flaustri,11 segir Helga. „Eldmóður- inn sem áður hafði einkennt hópinn hafði að okkar mati breyst í vissa sjálfsvorkunn, aumingja við ineð þessar slæmu aðstæður. Okkur lík- aði ekki þessi undansláttur. Auk þess tel ég ekki hollt fyrir leikara að fara inn í einhvern ákveðinn hóp og vera þar alla sína ævi,“ segir Helgi. MEÐ BAKIÐ í gamla kirkju- garðinn við Suðurgötu boða ég komu mína með nokkr- um snörpum höggum á brúna harðviðarhurð. „Er dyra- bjallan biluð,“ segir Helgi þegar hann opnar. - Ætli ég sé ekki frek- ar biluð, ég gat ekki fengið hana til að hringja, svara ég þegar hljóm- ur bjöllunnar kveður við strax við fyrstu athugun Helga. Svo er ekki meira talað um það heldur hryllum við Helgi okkur bæði dálítið yfir kuldanum og skammdeginu meðan ég fer úr kápunni og hann hengir hana upp. Inni í stofu hefjast vangaveltur um það hvemig eigi að taka á svo umfangsmiklu verk- efni sem heilum fjörutíu ára leik- ferli tveggja starfssamra leikara, sem þar að auki hafa lifað saman súrt og sætt sem hjón og foreldrar í jafnlangan tíma. - Eg legg til að við höldum okkur sem mest við leikferilinn og látum einkalífíð mæta afgangi, segi ég og með það er lagt upp í viðtalið. Helgi Skúlason útskrifaðist sem leikari árið 1954 frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og fór beint eftir það á námssamning og var við Ijóðleikhúsið til ársins 1959. Helga Bachmann fór hins vegar í skóla sem Gunnar R. Hansen og Einar Pálsson stofnuðu haustið 1952. „Við Helgi hittumst fyrst þegar við þreyttum bæði inntökupróf í Leik- listarskóla Þjóðleikhússins, þá var ég búin að vera tvö ár hjá Lárusi Pálssyni. Hjá þeim Gunnari og Ein- ari var ég einn vetur,“ segir Helga. Meðan hún var í þeim skóla var hún með í fyrstu sýningunni sem hún tók þátt í, Vesalingunum, sem Gunnar R. Hansen leikstýrði. „Viku eða hálfum mánuði eftir að skólinn byijaði voram við tekin með í Júnó og páfuglinn,“ segir Helgi þegar hann er inntur eftir sinni fyrstu leiklistarþáttöku á sviði.„Allur bekkurinn birtist í dyragætt há- grátandi við jarðarför." Debuthlutverk er hins vegar fyrsta stóra hlutverkið sem leikari tekur að sér eftir að námi lýkur. „Mitt fyrsta stóra hlutverk eftir nám var í leikriti Agnars Þórðar- sonar, Þeir koma í haust,“ segir Helgi. „Ég var með í Pípakí, en mér fínnst fyrsta stóra hlutverkið vera Gimbill eftir ókunnan höfund, sem í ljós kom að var Bjami Guð- mundsson sem lengi var blaðafull- trúi ríkisins," segir Helga. Að þess- um upplýsingum fengnum segja þau mér að þau séu afskaplega léleg í „statistik" og að halda til haga myndum. Þau eru þó fljót að segja mér til um fyrstu sýninguna sem þau tóku bæði þátt í. „You Npver Can Tell, eftir Bemhard Shaw,“ segja þau bæði. „Leikritið hét á íslensku: Það er aldrei að vita. Þar lékum við unga elskend- ur,“ segir Helgi og fer að þeim orðum töluðum og sækir bók um allskyns leiksýningar Leikfélags Reykjavíkur sem hann hefur svo við höndina og flettir í jafnharðan og frásögninni vindur fram. Þú kemur ekki þeim kassa á mig Þegar þau Helga og Helgi voru að stíga sín fyrstu skref á leiklistar- brautinni var fastheldni leikhús- anna tveggja, Iðnó og Þjóðleikhúss- ins, á leikara sína mjög mikil. Það þóttu því tíðindi þegar Lárus Páls- son hjá Þjóðleikhúsinu falaðist árið 1957 eftir Helgu Bachmann til að leika í Gauksklukkunni eftir Agnar Þórðarson. „Þar lék ég svokallaðan gestaleik í Þjóðleikhúsinu," segir Helga. „Seinna var ég lánuð í Myndir úr Fjallkirkjunni sem sýnt var á sjötugs afmæli Gunnars Gunnarssonar," bætir hún við. Árið 1959 flutti Helgi sig um set til Leikfélags Reykjavíkur. - Gerðir þú það til þess að vera nær Helgu? spyr ég. „Þú kemur ekki þeim kassa á mig, eins og Egill sagði forðum,“ segir Helga kankvís og lítur á mann sinn. - Kom það sér kannski betur vegna heimilis- haldsins? spyr ég enn. Þau hrista bæði höfuðið. „A þeim tíma var í J* Cf ekki um að ræða neina dagvist fyrir böm hjónafólks," segja þau. „Nánast í öll skiptin sem okkur hjónum fæddist barn var Helga komin á sviðið innan við tíu dögum eftir fæðingu,“ segir Helgi. „Einu sinni sex dögum eftir fæðingu,“ bætir Helga við. „Svo var bara að hlaupa með börnin á milli og bjarga sér um barnfóstra frá degi til dags,“ segir Helgi. Skyldi heimilisvafstrið hafa komið niður á starfi þeirra Helgu og Helga í leikhúsinu? „Það er eitthvað sem gengur ekki, maður ber ekki búksorgir sín- ar inn á sviðið - þá yrði fólk bara að fá afslátt í salnum. Maður verð- ur að leika leikritið,“ segir Helga. - Svo öryggisventillinn hefur verið á heimavígstöðvunum? segi ég- „Þama hittir þú naglann á höfuðið, starfið í leikhúsinu fylgir manni gjarnan heim,“ segir Helga. Þessa dagana hefur hún mikið að gera við heimalestur. Hún situr í Verkefnavalsnefnd Þjóðleikhúss- ins. „Það er sjaldan sem verk er valið með tiltekinn leikara í huga, en auðvitað veltum við fyrir okkur hvort hægt sé að manna þau verk sem við höfum áhuga á,“ segir hún þegar talið berst í framhjáhlaupi að störfum hennar í Verkefnavals- nefndinni. Upplendraóur timi En skyldu þau hjónin hafa oft lent saman í leiksýningum? „Já, æði oft,“ svarar Helgi. Og hver skyldi vera þeim kærast slíkra sýninga? „Fjalla-Eyvindur var á einhvern hátt næst okkur,“ segir Helgi. Og Helga samsinnir. „Það er einstakt að vinna Jóhann Sigur- jónsson," segir hún. Saman fóru þau á slóðir þeirra Eyvindar og Höllu á Hveravelli, slíkt er eftir- minnilegt. Ekki síður er þeim eftir- minnileg sýningin á Föngunum í Altona. „Það var merkilegt að glíma við Sartre," segir Helga. Á fyrri starfsárum sínum fór Helgi Skúlason nokkrum sinnum út á land til þess að setja upp leik- rit. „Ég fór ekkert út í leikstjórn fyrr en seinna, setti fyrst upp Grá- mann í Garðshorni eftir Stefán Jónsson fyrir LR, það var fyrsta uppsetningin mín, síðan kom Orf- eus og Evrídís" sagði Helga. Helgi byijaði á að setja upp þriller eftir Emlyn Williams og svo kom fyrsta Jökulsleikritið, Pókók. „Það var gaman að vinna með.Jökli, hann kom kannski með einn þátt sem síðan var byijað að æfa og svo bættist smám saman við. Jökull HELGA Bachmann og Helgi Skúlason í hlutverkum sínum í Seiði skugganna. HELGI Skúlason og Helga Bachmann á slóðum Höllu og Fjalla-Eyvindar á Hveravöllum. HELGA Bachmann sem Halla í Fjalla-Eyvindi. HELGA Bachmann sem Hedda Gabler. Helga fékk silfurlampann fyrir leik sinn þar árið 1968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.