Morgunblaðið - 22.01.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 22.01.1995, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR FÖNGUNUM í Altona. Helgi fékk silfurlampann fyrir leik sinn í því verki árið 1964. leikarans „praktískt“ séð,“ segir Helgi. „Hún hefur breyst við til- komu leikstjóra nútímans og um- gjörðarinnar. Áður fyrr komu leik- stjóramir fremur úr leikhúsinu, voru leikarar sem fundu hjá sér þörf til að Ieikstýra. Það hafði í för með sér meiri vinnu með leikarana, leikarinn var meira í brennidepli sýninganna. Nú kemur fólk úr há- skólum og leiklistarfræðum og ger- ist leikstjórar. Mér fínnst að starfið með leikurunum hafi horfið ansi mikið. Þetta bitnar ekki síst á yngra fólkinu sem kemur beint úr skólum og uppá svið og á að gera erfiða hluti en skortir samvinnu við leik- stjóra sem skilur hvemig því líður og hvað þarf. Fyrir bragðið finnst mér stundum sýningarnar verða of kaldar. Það vantar hina fínlegu vinnu, samspilið milli leikstjóra og leikara." „Leikari sem gerist leikstjóri getur frekar hjálpað leikara sém fer afvega að finna brautina aftur, líka tæknilega," segir Helga. „Mér finnst einnig hlutur um- gjörðarinnar hafa aukist úr hófi,“ heldur Helgi áfram. „Þá er ég að tala um leikmyndir og allt það umstang. Eftir því sem áherslan á það vex minnkar leikarinn inn í bákninu. Stundum vinnst varla tími til að æfa leikritið síðustu dagana fyrir frumsýningu af því að það þarf svo mjög að æfa skiptingar á leiktjöldum o.fl.“ Erum liu árum á eflir - Er þetta ekki í takt við okkar samfélag, eru umbúðirnar ekki allt- af að verða fyrirferðarmeiri á kostnað innihaldsins? segi ég. „Þetta er liðin tíð allt í kringum okkur, við emm tíu árum á eftir tímanum að þessu leyti hér á landi, miðað við meginlandið," segir Helga. „Þess vegna eru litlu sviðin svona vinsæl, fólk vill fá verkin ómenguð og leikarana nálægt sér,“ segir Helgi.„Ég las einu sinni í þýskri tímaritsgrein þá tilgátu að leikhúsin væru að slitna úr tengsl- um við áheyrendur af því að leik- stjórar og leikmyndasmiðir væru komnir í keppni um að ganga hvor fram af öðrum í frumlegheitum. Áheýrandinn hefði orðið eftir úti í kuldanum." Þeim Helga og Helgu kemur saman um að á Norðurlöndum hafi þetta breyst mikið. „Þar hafa um- búðirnar verið skornar mjög nið- ur,“ segir Helgi.„Þessarar stefnu sést t.d. glöggt dæmi í Fávitanum. Þar eru að verki finnskur leikstjóri og fmnskur leikmyndahönnuður. Sviðið er opið og leikmyndin er eins létt og leikandi og hugsast getur. Vonandi lærum við eitthvað af þessu.“ Að sögn Helga var haldinn í fyrravetur rabbfundur um þessi mál. „Boðaðir voru leikarar og ann- að starfsfólk hússins og leikmynda- hönnuðir til þess að spjalla um það vandamál hve leiktjöldin væru orð- in fyrirferðarmikil. Þau rúmuðust ekki í húsinu og stöðugt varð að fjölga gámum úti á lóðinni bak við húsið og geyma þar tjöld milli sýn- inga. Ég var beðinn að tala fyrir hönd leikara um hvernig þeim litist á ástandið,“ segir Helgi. „Ég sagði mína meiningu um það, mér finnst þetta komið út fyrir eðlileg mörk. Síðan úttöluðu sig fulltrúar leik- myndahönnuða. Daginn eftir var sýning á My Fair Lady. Ég sat inni á sviðinu og verið var að reyna að skipta um leiktjöld, sem ekki gekk nú 'of vel því þetta var svo fullt, allt úr öðrum leikritum og þessu. Þegar verið var að skipta um svið þá féll niður bjarg, fót- stykki úr tré sem Lilli klifurmús notar í Dýrunum í Hálsaskógi. Það féll niður við öxlina á mér, það er kannski um hundrað kíló að þyngd og ég hefði ekki verið til frásagnar hér ef það hefði hitt mig. Daginn eftir var mér sagt að einn leik- myndahönnuðanna hafi sagt: „Þetta var sjending frá Guði, það er engin spurning, hann er okkar megin.“ Ef Guð er á móti Helga Skúla- syni í umræðum um leiktjaldamál Þjóðleikhússins þá bætir hann hon- um það augljóslega upp með því að standa með honum í einkalífinu. Mér hefur liðið vel þessa stund í návist þeirra Helgu og Helga. Milli þeirra ríkir hið eftirsóknarverða jafnræði sem upphefur samband tveggja einstaklinga og margfaldar kosti þeirra. Þannig hefur það líka verið á leiksviðinu og þess höfum við nú notið í heil 40 ár. Ég stend upp til að fara og hús- ráðendur ganga með mér fram í forstofuna. Þar á vegg hangir ryðg- að verkfæri á leðurskildi. „Þetta mun fyrirmyndin að Birni í Brekku- koti hafa smíðað,“ segir Helga og sýnir mér stolt umrætt verkfæri. „Þetta fannst þegar forstofan var reist, við byggðum hana við hús- ið,“ segir Helgi. Melkot hefur sögu- lega þýðingu fyrir þau Helgu og Helga. í Melkoti kynntust afi og amma Helgu Bachmann. „Gísli Jónsson móðurbróðir minn lýsir í bók sinni, Frá foreldrum mínum, þeirra fyrsta fundi þannig: „Þótt kynning þeirra sé örstutt augna- blik, aðeins snertingtveggja handa, samfara skiptingu á augnatillitum, þá vara áhrifin allt sumarið. Þau sækja á hugann jafnt nótt sem dag.“ Og nú liggja þau saman í kirkjugarðinum hérna handan göt- unnar, en ég bý hér,“ segir Helga. Við þrjú kveðjumst og ég geng út í frosthörkuna. Það er tekið að rökkva og nakin trén í gamla kirkjugarðinum bera óljóst við him- inn. Allt í senn sækir á hugann, leikurinn, lífið og dauðinn. Slík eru þau áhrif sem ég ber burt með mér frá þeim Helgu og Helga. - Og það er von, þau hafa eytt iífi sínu í glímu við öll þessi svið hinna mannlegu tilfinninga og_ óneitan- lega orðið vel ágengt. Á 40 ára leikafmæli þeirra óska ég þess að sú glíma megi standa sem lengst, íslensku leikhúsi til heilla. T ARM0RC0AT breytir venjulegum rúðum í öryggisgler Valið er skýrt — sterkara og öruggara gler AmorCoat er athyglisverð, ný fílma úr gerfiefnum sem breytir venjulegri glerrúðu í ofursterkt öryggisgler. AmorCoat er sterk, glær plastfiima sem, auðvett er að leggja á glugga eða glerhufðir hvoru megin sem þörf er á . Öðru megin er hún húðuð með fjaðrandi efni sem ekki er auðvelt að rispa, en hinu megin með sérstöku lími — svo öflugu lími að það sameinast glerinu. Gerir glerið 300% sterkara Árangurinn er sá að ArmorCoat eykur í raun spennu- styrk glersins — það þarf meira til að brjóta það og það verður um það bil 300% sterkara. Þegar það loks brotnar heldur AmorCoat því betur í karminum en venjulegar glerfilmur. Leyndarmálið liggur í yfirburða límingu ArmorCoat, sem skiptir öllu máli þegar glerið verður fyrir áfalli. Þessi ósýnilegi styrkur veitir því yfirburði til að verja líf og eignir. Vernd gegn innbrotum u ArmorCoat kemur í veg fyrirað innbrotsþjótar brjóti glugga og hrifsi úr þeim sýningargripi, með því að standa af sér högg sem myndu möl- brjóta venjulegt gler. Jafnvel þó að glerið bresti haldast rúður með- höndlaðar með ArmorCoat venjulega heilar — verjast þannig flestum tilraunum til innbrots og gefa lögreglunni ráðrúm til að bregðast við boðum frá öryggiskerfi. Síðan ArmorCoat kom á markaðinn árið 1983 hefur það afstýrt inn- brotum í fjölmörg verslunarfyrirtæki — svo sem Computerland í Dallas, verslunarhús Macy's, Wilsons's House of Suede and Leather og Quest Computer verslanirnar — einnig hefur aragrúi heimila notið verndar ArmorCoat. Vernd gegn jarbskjálfta Vernd gegn fárvi&ri ArmorCoat getur líka bjargað húsinu þínu í fárviðri. Þó að laust dót eins og járnplötur komi fljúgandi i gluggann er líklegast að rúðan haldist í og haldi húsinu lokuðu, jafnvel þó að hún brotni. Einnig þolir rúðan langtum meira högg en venjuleg rúða (300% sterkari). Vernd gegn eldi Fljúgandi glerbrot eru eitt af því hættulegasta i sambandi við jarð- skjálfta. En samkvæmt vitnisburði Burðarþols- og öryggisdeildar húsa- meistar Kaliforníuríkis getur ArmorCoat dregið stórlega úr þessum háska. Tilraunir sem gerða voru hjá Tilraunastofu bandaríska sjó- hersins í byggingaverkfræði í Point Hueneme í Kaliforníu, staðfesta þetta. Þar var líkt eftir því sem gerist í jarðskjálfta. Niðurstöðurnar voru birtar I „Tectra Newsletter" (apríl, 1985) og þar segir meðal annars: „Hættan af brotnu gleri af völdum jarðskjálfta er nánast engin þegar pólíesterfilma, 2-4 mil á þykkt (1 mil=0,000254 mm), er límd á glerið. Limið á filmunni heldur glerbrotunum kyrrum þannig að þau þeytast ekki og valda hættu." Þannig helst húsið lokað þó að brestir komi I glerið. Vernd gegn slysum Viðarmiklar tilraunir hafa leitt I Ijós að í eldsvoða heldur gler með ArmorCoat eldinum lengur inni en venjulegt gler. Þó ArmorCoat sé ekki eldtraust er það ekki eldnærandi og viðheldur þannig ekki eldi. Þar að auki — og það skiptir hvað mestu máli — gefur það ekki frá sér eitraðan reyk. Ennfremur hafa tiiraunir slökkviliða sýnt að rúður með ArmorCoat auðvelda undankomuleiðir undan eldi, það sem þar er ekki erfitt að brjóta þær úr innanfrá. Filman hefur staðist eldvarnartilraun samkvæmt staðli ASTME84. Vernd gegn gripdeildum Gripdeildir verða auðveldar inn um brotnar rúður af völdum náttúru- hamfara, óspekta eða sprenginga. ArmorCoat dregur úr þessari hættu með því að halda mölbrotnu gleri á sínum stað. Jafnvel innbrotsþjófur með exi fer ekki í gegnum ArmorCoat nema á lögnum tfma. Einangrun Slysahætta af brotnum gluggum og rennihurðum úr gleri er í lágmarki þegar ArmorCoat hefur verið sett á glerið. Það kemur í veg fyrir að gler hrynji eða splundrist og valdi slysahættu á heimilum og vinnustöðum. Hægt er að draga stórlega úr líkum á slysum af völdum glugga og rennihurða úr gleri með því að nota ArmorCoat. ArmorCoat hefur hlotið viðurkenningu öryggisyfirvalda, svo sem f Los Angeles. ArmorCoat filman er jafnframt einangrun og hún minnkar hitatap tölu- vert að vetri til og kemur í veg fyrir óbærilegan sólarhita að sumri. Filman er fáanleg bæði glær og lituð. Glær filma minnkar sólargreislun um 26% en lituð (skyggð) allt að 73%. Hvort sem filman er glær eða lituð stöðvar hún að minnsta kosti 95% af útfjólubláum geislum sólarinnar og dregur þannig stórlega úr upp- litun húsgagna og teppa, ásamt skemmdum á vörum I sýningar- gluggum. k Nánari upplýsingar: ARMORCOAT ÖRYGGISFILMAN, Bíldshöfða 8-112 Reykjavík, símar 587 6777 - 5674727 Á VEITINGASTAÐUR í fullum rekstri á Selfossi er til sölu. Reksturinn er í leiguhúsnæði, samningur er til 5 ára með forleigurétti. Vínveitingaleyfi. Nánari upplýsingar veita Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi, sími 98-22849. ÓLAFUR BJÖRNSSON HDL. SIGURÐUR JÓNSSON HDL. SIGURÐUR SIGURJÓNSSON HDL. Austurvegi 3 - pósthólf 241 - 802 Selfossi Suðuror-O' Langarþig í öðruvísi skóla eitt kvöld í viku? □ Langar þig að fara í vandaðan og frjálslyndan einkaskóla sem ekki hefur sömu fordómana og allt ríkisskólakerfið hefur um meint samband okkar við framliðna og dulræn mál? □ Langar þig í öðruvísi skóla þar sem reynt er á víðsýnan hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar hugsanlegar orskir dulrænna mála og trúarlegrar reynslu fólks raunveru- lega eru í víðu samhengi og í ljósi sögunnar. □ Langar þig til að fara í skemmtilegan kvöldskóla einu sinni í viku þar sem helstu möguleikar hugarorkunnar eru raktir í ljósi reynslu mannkynsins á fordómalausan og skemmtilegan hátt? □ Og langar þig ef til vill að setjast á skólabekk með bráðhressu og skemmtilegu fólki þar sem reynt er að gefa sem bestu yfir- sýn yfir hvað miðilssamband raunverulega er, svo og hverjir séu helstu og þekktustu möguleikar þess, - en líka annmarkar? □ Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setjast í mjúkan skóla eitt kvöld í viku þar sem flest þessi fræði eru kennd á lifandi hátt og skólagjöldunum er svo sannarlega stillt í hóf? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með mörgum öðrum nemendutn Sálarrannsóknarskólans. TVeir byrjendabekkir helja brátt nám í Sálarrannsóknum 1 nú á vorönn '95. Hríngdu og fáðu allar nánari upplýsingar í símum skólans 5619015 og 5886050. Yfir skráningardagana er að jafnaöi svaraö í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar frá kl. 15-20. Skrifstofa skólans verður hins vegar opin alla virka daga frá kl. 17.15 til 19.00 og á laugardögum frá kl. 14.00-16.00. Á Sálarrannsóknarskólinn ~ skemmtilegur skóli / \ Vegmúla 2, símar 5619015 og 5886050.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.