Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995 B 5
í fremstu röð
Eftir að hafa heyrt
Philip Catharin í tríói
Niels-Hennings í Há-
skólabíói í apríl 1978
var engin leið til baka
fyrir Bjöm Thoroddsen
gítarleikara. Þá flaug
honum ekki í hug, segir
hann í samtali við Vern-
harð Linnet, að rúmum
sextán ámm síðar
myndi hann sjálfur
standa á sviði með Ni-
els-Henning.
BJÖRN Thoroddsen er einn
af bestu gítarleikurum
sem ísland hefur alið og
síðasta hálfa annan ára-
tug hefur hann verið í hópi al-
fremstu djassleikara lándsins. Hann
hóf feril sinn í rokkinu, en djassinn
heillaði og eftir að hafa heyrt Philip
Catharin í tríói Niels-Hennings í
Háskólabíói í apríl 1978 var engin
leið til baka. Þá flaug Birni ekki í
hug, að rúmum sextán árum síðar
myndi hann sjálfur standa á sviði
með Niels-Henning. Það varð hinn
1. desember síðatliðinn, er djasstón-
leikar voru haldnir í Perlunni til
styrktar byggingu tónlistarhúss;
þar lék Björn dúett með Niels-
Henning. En hvernig ætli Birni
hafi liðið það kvöld?
„Þetta var dálítið ógnvekjandi en
rosalega gaman. Mér leið vel á svið-
inu eftir fyrsta lagið, því Niels hef-
ur spilað með svo mörgum og á
einstaklega auðvelt með að aðlag-
ast samleikara sínum á svipstundu.
Niels kom hingað til að leika á
þessum tónleikum og í kvikmynd
sem Hrafn Gunnlaugsson er að
gera um Bellman fyrir norrænu
sjónvarpsstöðvarnar. Egill Ólafsson
söng 23. pistil Fredmans eftir Bell-
man: „Anza mér móðir, hví æddir
þú forðum/ upp í til bónda þíns?“
Niels sló bassann og ég fékk að
vera með á gítar. Eftir upptökuna
í Stúdíó Sýrlandi sem lauk um miðj-
an dag kom til tals að ég léki með
Niles á tónleikunum í Perlunni um
kvöldið. Niels leist vel á það og ég
spurði hvort við ættum þá ekki að
æfa nokkur lög. „Nei,“ svaraði Ni-
els. „Við leikum bara einhver klass-
■ ■
ísk djasslög." Ég vildi þá fá að vita
hvaða lög það yrðu en Niels svar-
aði fáu: „Við spilum bara eitthvað,“
sagði hann, enda kann hann alla
djassbókina utanað. Þetta varð mér
mikið áhyggjuefni, olli miklum
heilabrotum og spennu, því ég kann
ekki öll lög í heiminum.
Við vorum síðastir á dagskrá á
Perlutónleikunum og spennan jókst
eftir því sem klukkan tifaði. Þegar
fór að nálgast uppákomuna fór ég
að reyna að pumpa hann og síðan
að stinga uppá einhveijum lögum.
Hann svaraði bara eins og ekta
Dani: „Ja, ja,“ og samþykkti allt.
Þá fór ég að róast og svo stigum
við á stokk og ég reiknaði með eins
og ég er vanur að annar hvor teldi
inní lagið. „Jeg begynder,“ sagði
Niels og byijaði að spila. Ég vissi
ekkert hvað hann var að leika, skildi
ekki neitt í neinu þangað til allt í
einu að ég heyri örla fyrir laglínu
- og hana kunni ég sem betur fer:
Au privave Charlie Parkers. Þá vissi
ég hvað ég ætti að gera og þá var
björninn unninn. Niels fór með mig
eins og gert var við litlu börnin í
gamla daga, henti mér út í sund-
laugina og annaðhvort varð ég að
í PERLUNNI með Niels Henning.
synda eða drukkna. Þetta var mikil
reynsla og erfiðasta verkefnið sem
sem ég hef lent í sem hljóðfæraleik-
ari.“
Hinn 18. janúar síðastliðinn lék
Björn með bandaríska gítarleikar-
anum Doug Raney á Kringlukránni
og daginn eftir í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Doug hefur oft leik-
ið með Niels-Henning og komið
hingað til lands í tvígang, en var
þetta í fyrsta sinn sem þeir Björn
iéku_ saman?
„Ég hlustaði ekki á Doug þegar
hann kom hingað með Horace Parl-
an í febrúar 1978. Fór fyrst á djass-
tónleika tveimur mánuðum síðar
þegar Niels-Henning tríóið kom.
En fyrir allmörgum árum hitti ég
Doug í Kaupmannahöfn og bað
hann um að kenna mér eilítið og
fór tvisvar sinnum til hans í tíma.
Nokkrum árum seinna, þegar hann
lék á RúRek djasshátíðinni, kom
hann á Kringlukrána þar sem ég
var að spila og var með gítarinn
með sér. Við spiluðum nokkur lög
saman og það fór vel á með okkur.
Það stendur til að gefa út djassgít-
ardisk þar sem ég býð til mín gest-
um og upp kom sú hugmynd að
Morgunblaðið/Olat'ur Þórðarson
Doug yrði gestur á þessum diski
og þess vegna kom hann hingað
og lék með mér, Tómasi Einarssyni
bassaleikara og Einari Vali Schev-
ing trommara."
Björn Thoroddsen hefur leikið inn
á .ijölda • diska, bæði undir eigin
nafni og með Gömmunum, Kuran
Swing og fleirum og heyra má hann
á minningardiskum Guðmundar
Ingólfsson, enda var Björn einn af
þeim ungu djassleikurum sem námu
í djassháskóla Guðmundar.
„Ég byijaði að spila með Guð-
mundi Ingólfssyni árið 1980 í Stúd-
entakjallaranum og ég lék með
honum meira og minna þar til á
síðasta konserti lians á Egilsstöðum
í júní 1991. Fráfall hans var mikill
missir fyrir íslenskt djasslíf og auk
þess að vera kennari minn í gegnum
árin - bæði í veraldlegum málum
sem tónlist - var hann góður vinur
minn.“
Björn hefur alla tíð verið fyrir-
ferðarmikill í íslensku tónlistarlífi
og jafnan haft mörg járn i eldinum.
Hvað ætli hann sé helst að fást við
núna?
„Ég er með djasshljómsveit sem
leikur hér og þar; leik með borgar-
listamanninum Símoni Kuran og
félögum í Kuran Swing. Ég er að
undirbúa söngskemmtun með Ríó
tríóinu; leik að staðaldri með Agli
Ólafssyni og hljómsveit og síðan rek
ég tónlistarskóla ásamt Stefáni S.
Stefánssyni og Gunnari Hrafnssyni
og kenni fulla kennslu við Tónlistar-
skóla FÍH.“
Tríó Bjössa Thor ásamt ýmsum
gestaleikurum má oftast heyra á
Kringlukránni, en þar hóf Guð-
mundur Ingólfsson að leika djass á
miðvikudagskvöldum fyrir mörgum
árum. Eftir að Guðmundur dó hefur
Björn séð um miðvikudagsdjassinn,
þó hann leiki þar ekki alltaf sjálf-
ur. Þetta er eini fasti djasspunktur-
inn í bæjarlífinu - aðrir staðir hafa
byijað á djasskvöldum en hætt. Sig-
þór á Kringlukránni er öðrum ólíkur
og hefur aldrei gefist upp. En er
ekki eitthvað framundan hjá tríói
Bjössa Thor annað en að spila upp-
úr djassbókinni?
„Við félagarnir, Giinnar Hrafns-
son bassaleikari og Ásgeir Óskars-
son trommari, erum að æfa með
Agli Ólafssyni ný verk eftir mig og
Egil, auk nýrra útsetninga á eldra
efni m.a. frá Þursaflokknum. Þetta
verður frumflutt á Háskólatónleik-
um í Norræna húsinu 15. febrúar."
Þá vaknar sú spurning hvernig
Björn Thoroddsen fari að því að
anna þessu öllu.
„Með löngum vinnudegi alla daga
vikunnar - en að sjálfsögðu gefst
ekki mikill tími til að semja. Þetta
kemur niður á tónsköpun minni.
Ég hef lengi gengið með hugmynd
að tónverki í kollinum og ég ætla
mér að stofna samnorræna djass-
hljómsveit til að flytja þetta verk á
tónleikum hér heima, hljóðrita það
síðan og halda svo í tónleikaferð
um Norðurlönd - en þessi hugmynd
verður ekki að veruleika nema ég
hljóti einhver starfslaun eða styrki
til að helga mig verkefninu algjör-
lega um hríð.“
- En fyrst þú vinnur svona mik-
ið hefurðu þá ekki komið þér upp
varasjóði til að taka þér ársfrí?
„Þó að vinnutíminn sé þetta lang-
ur og mikið unnið eru tekjur þeirra
sem vinna við tónlist það lágar að
þær nægja rétt til að framfleyta
fjölskyldunni.“
- En hefurðu ekki fengið styrki
eða listamannalaun? Búinn að vera
í fremstu röð íslenskra djassleikara
í 15 ár?
„Nei, ég hef aldrei fengið starfs-
laun né styrki vegna listgreinar
minnar," svarar Björn að bragði.
Ótrúlegt en satt. Það er kominn
tími til að Björn Thoroddsen hljóti
náð fyrir augum og eyrum þeirra
er úthluta starfslaunum til lista-
manna í þessu landi. Hann hefur
sannað og sýnt að hann er í hópi
fremstu tónlistarmanna okkar og
það mun launa sig margfalt fyrir
íslenskt listalíf að hann geti helgað
sig tónsköpun óskiptur um tíma.
Kennsla er göfugt starf en lýjandi
og ekki verður fjölskyldan send á
vergang - helst vildi ég, eins og
flestir íslenskir djassunnendur, að
Bjössi Thor gerði ekkert annað en
að spila og skrifa djassmúsík.
Sony gerir
tilboð
í Wembley
Haítí
Skammt í brottför
Bandaríkjahers
Washing^on. The Daily Telegraph.
BÚIST er við því að um 6.000
manna lið Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) muni taka yfir öryggisgæslu
á Haítí síðari hluta marsmánaðar.
Senn líður því að brottför Banda-
ríkjahers eftir fjögurra mánaða her-
setu.
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagðist
búast við því að SÞ tækju við gæslu
á Haítí síðari hluta mars. Banda-
ríkjamaður mun fara með stjórn
gæsluliðs SÞ.
Talið er að val á bandaríska her-
foringjanum muni valda deilum á
Bandaríkjaþingi, þar sem repúblik-
anar ráða nú ríkjum. Þeir hafa ver-
ið andvígir hernaðarafskiptum
Bandaríkjamanna á Haítí og vilja
helst að herinn verði kallaður heim
sem fyrst til að binda endi á herför
sem hefur kostað 765 milljónir dala
frá því í október 1993.
Þá er þess að vænta að ekki verði
allir sáttir við tímasetningu á brott-
för Bandaríkjamanna, þar sem
glæpaalda hefur riðið yfir Haítí að
undanförnu. Bandarískur hermaður
var skotinn fyrir skömmu og var
þar að verki fyrrum yfirmaður í
einkaher Jean-Claude Duvaliers,
„Baby Doc“, fyrrum einræðisherra
á Haítí.
SONY og Viacom, tvö af stærstu
útgáfufyrirtækjum heims á sviði
tónlistar og sjónvarpsefnis, hafa
gert tilboð í Wembley-leikvanginn
í norðurhluta London. Sony rekur
nú þegar Milton Keynes-leikvang-
inn í Bandaríkjunum í samvinnu við
Pace Entertainment, sem einnig
stendur að baki tilboðinu í Wembl-
ey. Tilboðið hljóðar upp á 6 milljón-
ir punda, um 6 milljarða ísl. kr. Það
er eitt af þremur sem borist hefur
í Wembley og var sett fram fyrir
átta mánuðum. Því hefur hingað til
verið hafnað þar sem stjórnarfor-
maður Wembley hefur reynt allt
sem í hans valdi hefur staðið til að
halda leikvanginum. Það hefur ekki
tekist og því verður að nýju að fjalla
um tilboð Sony og Viacom.
Sá kann ei gott að þiggja sem ei þakkar.
Jón E. GuÖmundsson, listamaður, þakkar öll-
um þeim, sem gerðu honum 80 ára afmœlisdag-
inn ógleymanlegan.
Hugheilar kveÖjur.
Jón E. Guðmundsson.
-FJÖLSKYLDUDAGAR í CARUSO^
Sunnudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld
Pizzu- og pastahiaðborð kr. 790,-
RESTAURANT
Bankastræti, sími 627335