Morgunblaðið - 22.01.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 22.01.1995, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAIMINiLÍFSSTRAUMAR Danimir koma HANN Páll Heiðar Jónsson bað jafnan viðmæl- endur sína í út- varpsþáttunum á laugardögum um að rifja upp eitthvað skondið úr blöðunum. Auðvitað eru menn misglöggir á það spaugi- lega í lífinu og skopskynið marg- víslegt. Brandara skilur maður víst síðast í eriendu máli. Því er ekki á vísan að róa með hvort það hlægir alla jafnmikið sem mér þótti skondnast í blaði í síð- ustu viku. Þeir ættu þó að skilja sem líka voru á skólaárum aldir upp á íslandssögu Jónasar frá Hriflu og á þeim tíma sem allt aldagamalt böl íslands var hin- um vondu Dönum að kenna. Is- lendingar voru að stappa í sig stálinu í sjálfstæðisbaráttunni. Síðar hafa menn áttað sig á því að Danir voru ekki svo hábölvað- ir af nýlendu- þjóð að vera og gerðu bet- ur við okkur en nokkur nýlenduþjóð þegar þeir skiluðu okk- ur handrit- unum. Sagn- fræðingar nútímans hafa áttað sig á því að Danir gerðu aldrei tilraun til að gera okkur að Dönum, eins og títt var um stórveldi þeirra tíma. Stjórnunarstöður skipuðu þeir íslendingum að mestu — sem svo tíðum kúguðu landa sína — og reyndu aldrei að inn- leiða hér dönsku, fræðsla var öll á móðurmálinu. Dönsku- skotna íslenskan í Reykjavík var sjálfsprottið illgresi. „Yfir 100 íslensk börn til með sæði úr dönskum sæðisbanka", var því fyrirsögnin, sem hlæði mig svo yfir morgunkaffinu. Eru þá ekki Danimir, sem íslending- ar vildu ekki sjá á íslenskri grundu um aldir, komnir inn í genin og sækja á með tæknisæð- ingum úr dönskum sæðisbanka. Þótt þessi framvinda sé bráð- fyndin í ljósi sögunnar og land- lægrar þjóðrembu er hér síður en svo verið að setja út á danskt blóð í íslenska stofninn. Satt að segja held ég að okkur veiti eft- ir þúsund ára einræktun ekkert af að fá svolitla innspýtingu af nýjum þáttum. í hæfilegum skömmtum auðvitað. Ef til vill víðar að. í ákafri umræðu undanfarið fer varla á milli mála að við erum dulítið slöpp á siðferðinu. í yfirstandandi siðvæðingu mundi kannski ekki saka þótt við fengjum svolitla siðbót í æð. Þjóðarlíkaminn er dálítið lasinn og þá ekkert síður toppstykkið, enda fær það sína næringu frá almennum kjósendum. Erum við þá eitthvað bættari með dönsk gen? Danir gera að minnsta kosti á sumum sviðum meiri sið- ferðiskröfur og fylgja þeim betur eftir. Líða ekki alveg sama sukk. Til dæmis finnst þeim ekki í fínu lagi að þingmenn þeirra hækki mánaðarlaunin sín um 100 þús- und krónur skattfrjálsar með því að skrá sig hjá ættingjum, í skrifstofum eða kjöllurum úti á landi en sveiji af sér einbýlishús- ið sitt. I Danmörku fær enginn slíkan reikning útborgaðan ef hann hefur stærri viðverustað á þingstað i en tveggja herbergja íbúð. Og ekki er liðið ef menn reyna að svindla þannig á sjóð- um landsins, eins og fyrrverandi ráð- herra Ritt Bjer- regaard mátti finna fyrir. Þótt allir hér, bæði opinberir sjóð- gæslumenn og kjósendur, horfí upp á að menn búi í sínum stóru einbýlishúsum og gefí upp á skattskýrslum og þykist búa þar sem þeir gista af og til hjá ætt- ingjum, halda þeir aðfínnslu- laust áfram að velja þá til að gæta fjárhagshagsmuna allra landsmanna. Þykir alveg sjálf- sagt. Á sama hátt líða Danir ekki að ráðherra sýni opinber- lega siðleysi í málum sem hann ber ábyrgð á, jafnvel þótt hann hafí ekki sjálfur framið það, sbr. Poul Schliiter sem varð að segja af sér vegna Tamílamáls- ins. Þarna eru vísbendingar um að kannski fáum við obbolitla siðbót með danska sæðinu inn í íslenska erfðaþætti. Þó er þar ekki á vísan að róa. Hvaða þætt- ir ganga í erfðir? Sagt að geti tekið áratugi að ná upp góðum eiginleikum í hrossarækt og langan tíma að venja illa kæki úr göldnum fola. Kannski er það iíkt með mannskepnuna. Hvað um það, að minnsta kosti er Danskurinn að nema hér land, bakdyramegin. Svosem lítið við því að gera, eða hvað? Hér er nú mikið skrifað um að forvarnarstarf borgi sig. Settar í gang herferðir til alls kyns forvarna, ekki síst í heil- brigðismálum. í Svíþjóð kom upp í könnun fyrir fáum árum að ótrúlega stór hópur háskóla- kvenna gæti ekki getið böm. Skýringin sú að eftir að hömlu- leysið og fijálsar ástir komu með ’68 kynslóðinni jukust kynsjúk- dómar hratt. Stúlkur fengu klamidíu, sem ekki var mikið mál, því iyf gátu auðveldlega slegið á bólgumar í móðurlífí. Síðar kom í ljós að margar þess- ara stúlkna höfðu án þess að vita það setið eftir með ör sem valda því að þær geta ekki eign- ast böm. íslenskur læknir og sérfræðingur sagði í grein að hann teldi að svipað hlutfall væri hér. Kannski væri ástæða til að fræða um hvaða áhætta er tekin, alveg eins og með því að reykja, drekka áfengi eða borða feitt kjöt. Ekki endilega til að fækka Dönum í íslenskum genum, enda talað um að auk gjafasæðis förum við kannski að fá þaðan gjafaegg og þá líka danskt móðemi, sem er öllu flóknara þar sem í Danmörku og íslandi er ekki hægt að fá að vita hveijir foreldramir eru, eins og í Svíþjóð. Þegar móðern- ið er eþki einu sinni visst, hvað verður þá um brennandi ætt- fræðiáhugann á íslandi og allar erfðafræðirannsóknirnar, sem íslenskir læknar guma af að séu einstakar hér fyrir vísindin vegna fámennis? Semsagt, málið er hið flókn- asta! Gárur eftir Elínu Pálmadóttur VERALDARVAFSTUR/i^ggTtf lœkning eybni á grasaseybi? Ný kenning um eyðni MITT í ÖLLU ráðleysinu og peninga- austrinum vegna tilkomu eyðninnar er nú komin fram ný kenning í Bandankjunum um feril og orsakir eyðninnar. Það er Hulda Regehr Clark lífeðlisfræðingur sem hefur komist að nýrri niðurstöðu eftir margra ára rannsóknir og lækningu á eyðnisjúkdómnum á rannsóknar- stofu sinni. Um bók hennar: „Lækn- ing á HIV og eyðni - með lýsingu á 70 lækningatilfellum" sem kom út 1993 hefur fremur verið þagað, en hún hafín til skýjanna, enda kostar lækning hennar sáralítið! Og sé henn- ar kenning rétt afhjúpar hún um leið eitt stærsta hneyksli læknavísind- anna fyrr og síðar. Niðurstöður Huldu er í stuttu máli þessar: HIV er vírus og eyðni er ástand. Stundum á þetta tvennt samleið, stundum ekki. HIV vírusinn heijar ekki á manneskjur heldur á flatorminn (ögðuna) Fascio- lopis buskii, sem er algengur i melt- ingarfærum manna. Venjulega er ormurinn fremur eftir Einar meinlaus, en komist Þorstein hann í líffæri eins og Iifur, leg, nýru eða hóstarkirtilinn sem er þýðingarmikill liður í ónæm- iskerfinu er voðinn vís. Hann getur aðeins náð fótfestu í síðastnefnda kirtlinum ef þrávirka efnið benzene hefur sest þar að. Og þá koma fram eyðnieinkennin. Lækningin felst í því að eyða flatorminum og afkomendum hans úr líkamanum. Það er unnt að gera með vissum grösum og tekur ekki nema fímm daga. Við það hverfa einkenni eyðninnar. Eyðni er sem sé ástand sem lýsir ásigkomulagi hóst- arkirtilsins! Ansi er nú erfitt að trúa þessari einföldu lýs- ingu Huldu, eftir allan þann heilaþvott sem við höfum orðið fyrir síðast- liðin 13 ár. Jafnframt því sem sjúkdómurinn hefur breytt viðhorfí heillar kynsíóðar til kyn- lífs. En hún skýrir rann- sóknir sínar og lækning- ar það nákvæmlega, að nú getur hver prófað þær sem á þarf að haida. Hér á eftir verður gerð mjög stutt grein fyrir læknisaðferðinni ásamt ýmsu sem ber að varast. Allt benzene sem kemur inn í líkamann endar í kirtlinum. Það er baneitrað fítuleysandi efni, sem við ættum ekki að eiga von á neinstaðar í umhverfi okkar því það er almennt bannað í notkun matvara. En því miður er það víða að fínna eins og í húðkremum, tannkremi, sápum, tyggjói, ýmsum braðefnum í mat, drykkjarvörum og mörgu fleira. Eftir upptöku sína á benzene verð- ur kirtillinn eins og ruslakista fyrir mörg önnur efni eins og tin, kvika- silfur, bismút og fleira. Allt eru það efni sem lifrin hefði ella hreinsað út úr líkamanum. Þar á ofan sest flat- ormurinn þar að og getur jafnvel farið að fjölga sér þar þó að það sé andstætt hringrásarferli hans. Það sem Hulda ráðleggur er þrennt: 1) Að drepa flatorminn. 2) Að losa sig við benzen-efnið úr lík- amanum og hætta að nota vörur sem hafa það í sér. 3) Að hreinsa hóstark- irtilinn. Hulda hefur lært af menningu indíána að hreinsa sig af flatormum og öðrum 100 tegundum afæta sem eru í líkama okkar. Þetta er unnt með þremur lyfjagrösum: Hómeópatísku lyfi úr hýði svartrar valhnetu, malurt og nýjum negul. Þar að auki mælir hún með omitíni og arginíni sem eru amminósýrur auk rascal sem er orma- lyf. Þijú fyrstu grösin þarf að nota saman. En of langt mál er að fara út í nákvæmari lýsingu hér. Mælt er með 3ja vikna kúr eftir fyrstu fimm dagana. Auk þess er gott að endurtaka meðferðina tvisvar árlega. - Aðal- hætta á endurtekningu kemur að mati hennar frá ó- eða líttsoðnu kjöti. Smitunarleiðir eru í gegnum blóð, munnvatn, sæði og bijóstamólk. Þá ráðleggur hún einnig að hreinsa eins út gæludýr á heimilum. Allt efni og vörur sem innihalda benzen skal hætta að nota. Ef upp- lýsingar um það er ekki á vörunni, er best að nota vörur sem upplýsa hvernig þær em framleiddar. Hún varar við grilluðu kjöti, ristuðu brauði og mat elduðum í opnum loga. En B2 eða ríboflavín vinnur á móti up- töku á benzeni. Sleppið því ljósalömp- unum, sem eyða B2 úr líkamanum. Vitaskuld er hér ekki fjallað um málið að fullnustu. Það verður gert á öðmm vettvangi. En hvað svo sem annars má um kenningar og reynslu Huldu segja þá vekja þær óneitan- lega til umhugsunar um hvernig ástatt er í heimi lyflækninga/lyfja- framleiðslufyrirtækja: Er þar allt með felldu? Flatormur í melt- ingarfærum mannsins — fascio■ lopsis busicii. TÆN&Nl/Verdur líffrœöiþekkingin burbarásinn í tcekni og vísindaheimi ncestu aldar? Megineinkenni tækniþróunar 21. aldarinnar ÞÆR tækninýjungar sem hafa reynst hvað mikilvægastar þar til nú eru e.t.v. gerðar fyrir löngu. Kornið, tamning hestsins, aktyg- in, plógurinn eru atriði til að gera manninum kleift að taka sér fasta búsetu. Hún er aftur skilyrði menningarlegra framfara. YFIRSKRIFTIRNAR hér að framan minna á nýyrðið líftækni. Það orð hefur þó þrengri merkingu en hér er átt við. í síðustu grein var ein- blínt á almenna tækniþróun næstu aldar í ljósi þeirra vísinda- og tæk- niuppgötvana sem hafa þegar verið gerðar eða vitað er að verði gerðar innan skamms. Vitað er að vísinda- rannsóknir hvers tíma hafa verulegt spágildi um tækniheim framtíðarinn- ar sem eftir fer. Það hefur saga vor sýnt fram á. í þeirri grein var vegna rýmis frestað að segja til um megi- neinkenni tækniþróunarinnar á tutt- ugustu og fyrstu öldinni, eins og hlut- imir líta út nú af sjónarhóli ársins 1995. Þetta einkenni er það að að- ferðir líffræðinnar, líffræðilegur hugsanagangur og blöndun þessa við hinn „dauða“ tækniheim setja e.t.v. (svo að ekki sé sagt líklega) megin- mark sitt á efnislega menningu næstu aldar, að minnsta kosti þegar verður komið fram á seinni hluta hennar. Segja má þó með réttu að þessi þróun sé eins konar skurð- punktur þróunarlínu eðlisfræði ann- ars vegar og líffræðinnar hins veg- ar. Hinn aukni skilningur eðlisfræði nútímans á efnis- heimi örsmæðar- innar opnar oss leið inn í örsmæðar- heim líffræðinnar. Leysirinn er smíða- tól sem gerir okkur kleift að nálgast að efr|r smíða úr atómum, ^9^sson ef honum er t.d. stýrt með tölvutækni. Smugsjáin nýja er grundvöilur þess að hægt verður að flytja til einstakar frum- eindir, og ekki síst tölvurnar í sjálfu sér, fyrir utan að þær veiti oss tök á hámákvæmri stjóm örsmárra tækja. Líf er uppbygging reglu úr óreiðukenndu efni. Dæmi: Við getum með teskeiðinni hrært mjólkinni sam- an við kaffíð í bollanum, en ekki „hrært sundur“ að nýju. Frumatriði Íífsins er að búa til reglulegar raðir sameinda og fmmeinda, stækka þær raðir og láta þær fjölga sér, gera nokkurs konar afrit af sjálfum sér. M.ö.o. að lífið getur hrært aftur mjólkina og kaffið í bollanum í sund- ur. Það er t.d. það sem gerist í kjamasýrum í erfðavísum fmmna við fjölgun þeirra. Von er um að hægt verði að búa til sameindir sem myndu safnast saman í ofursmáar rökrásir, minni en þær sem hægt er að búa til sem stendur. Líffræðin sjálf er sönnun þess að þetta sé gerlegt í grundvallaratriðum. Þegar era til í tölvum nútímans líkön af þannig flóknum sameindabyggingum sem myndu auka við byggingu sína líkt og grunneindir lífsins gera. Um er að ræða að eggjahvítusameindir myndu á fyrirfram ákveðinn veg raða sér saman í flókna uppbyggingu með eftirsóknarverðum eigindum, t.d. þeim sömu og „samlokur" tölvanna hafa nú sem stendur, en ekki yrði látið við það sitja, heldur er fram- haldið það að smám saman þurrkist út' hin skörpu mörk nútímans á „dauðri" vél og rafrásum með eigin- leika lifandi vera, hvað varðar getu til að endumýja sjálfar sig og bregð- ast á einhvern æskilegan veg gegn áreitum umhverfisins. Vitaskuld er verið að nálgast afar erfíð vandamál hvað varðar siðfræði og stjórnmál manna, ef þessar „vemr“ em látnar taka við einhæfum verkum, svo sem að safna orku úr sólarljósinu fyrir í efnasamböndum eða að einangra dýrmæt efni úr blöndu ódýrari efna, hér á jörðu eða e.t.v. úti í geimnum. Siðfræðilegu vandamálin kæmu einnig upp er fyrirsjáanlegt yrði að við gætum „framleitt" dýr með afar mikið „bættri“ greind, og fengið þau til verka fyrir okkur. Verka sem við vildum ekki vegna leiðigirni eða áhættu ekki vilja vinna sjálf. Þótt hluti svona vangaveltna hljóti að reynast óraunhæfur er nsesta öld rennur upp og sannreynir spádóminn eða afsannar, er þegar séð fram á að vinnubrögð og tækni líffræðinnar renni miklu meira saman við hina hefðbundnu „líflausu" tækni en við höfum séð hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.