Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 2

Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 2
2 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forstjóri Bifreiða- skoðunar íslands hf. Þörf á að lækka gjaldskrá KARL Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar Islands hf., segir að fyrir- tækið geri ráð fyrir því að þurfa að lækka gjaldskrá sína til móts við þær verðlækkanir sem hafa orðið á þess- um markaði. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í fyrradag verður ný skoðun- arstöð, Athugun hf., opnuð i Reykja- vík í næsta mánuði og hafa forsvars- menn hennar lýst því yfír að þeir muni bjóða lægri skoðunargjöld en samkeppnisaðilamir, Bifreiðaskoðun íslands og Aðalskoðun hf. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við þurf- um að kljást við þær verðlækkanir sem fram eru komnar og lifum ekki af öðru vísi,“ segir Karl. Hann fagnar tilkomu nýja fyrir- tækisins en segir að sá markaður sem þessi þijú fyrirtæki kepþi á sé í kring- um 110-120 milljónir króna á ári. „Mér fmnst býsna miklar fjárfesting- ar hafa verið gerðar á litlum mark- aði, ef þeir í Hafnarfírði hafa íjár- fest fyrir 40 milljónir og þeir í Kletta- görðum fyrir 70-80 milljónir króna miðað við árlegar telqur á þessum markaði sem eru upp á 110-120 milljónir króna.“ Aðalskoðun lækkar hugsanlega verðskrá Aðalskoðun hf. hefur boðið upp á þá nýjung að fyrirtækjum og stofn- unum er boðinn allt að 25% afsláttur af skoðunargjöldum beini þau við- skiptum sínum þangað. Gunnar Sva- varsson, framkvæmdastjóri, segist ekki útiloka að Aðalskoðun lækki verðskrána bjóði Athugun hf. upp á lægri gjöld. „Mér sýnist vera að myndast tvær stórar stöðvar með stórum og traustum hluthöfum og svo annars vegar stöð hér í Hafnarfirði sem er einstaklingsframtak 22 einstakl- inga. Við ætlum okkur að halda úti þessari þjónustu, stuttum biðtíma og lágu verði og reyna að lesa mark- aðinn." Sjálfstæðismenn hefja kosningaundirbúninginn manns Sjálfstæðisflokksins og forsætísráðherra. Að því búnu var rætt um kosningaundirbún- inginn. Var rætt um helstu verkefni ríkissljórnarinnar og málefnagrundvöll flokksins í komandi Alþingiskosningum. Morgunblaðið/Þorkell Tæplega 500 manns án atvinnu í Reykjavík í yfir 6 mánuði 40% langtímaatvinnu- lausra 61 til 70 ára TÆPLEGA 500 manns höfðu verið atvinnulausir samfleytt í sex mán- uði í Reykjavík um síðustu mánaða- mót, þar af 310 konur og 188 karl- ar. Stærstur hluti kvennanna er ungar konur í verslunarstétt, en meirihluti karlanna í hópnum er á aldrinum 51-70 ára með fjölbreytta menntun að baki. Um 40% lang- tímaatvinnulausra, þ.e. þeirra sem hafa verið atvinnulausir 52 vikur eða lengur, eru á aldrinum 61 til 70 ára. Þetta eru meðal niðurstaðna sem lesa má könnun á högum at- vinnulausra sem Vinnumiðlun Lesendaþjónusta Morgnnblaðsins Spurt og svarað um tilvísunarkerfið Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um tilvísunarkerfí í heiibrigðisþjónustunni. Til að auðvelda lesendum að átta sig á þessari breytingu mun Morgun- blaðið taka á móti spumingum þeirra í síma 691100 milli kl. 10 og 11 árdegis, mánudaga til föstudaga. Spumingunum verður komið á framfæri við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, svo og Sérfræðingafélag íslenzkra lækna, eftir því, sem efni þeirra gefur tilefni til og verða svörin birt svo fljótt sem unnt er. Les- endur geta beint spumingum sín- um til annars hvors aðilans eða beggja ef því er að skipta. Nauð- synlegt er að nöfn og heimilisföng fylgi spumingum lesenda. Reykjavíkurborgar hefur látið gera. Rúmlega helmingur kvenna, sem verið hafa á atvinnuleysisskrá samfellt í sex mánuði, er á aldrin- um 21-40 ára, en helmingur karl- anna er á aldrinum 51-70 ára. Sjö sinnum fleiri konur á aldrinum 21 til 30 ára eru búnar að vera at- vinnulausar þennan tíma en karlar á sama aldri. Karlarnir úr mun fleiri félögum en konurnar Tæplega helmingur kvennanna er félagsmenn í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur. Þetta eru mest ungar konur. Einnig hefur fjölmennur hópur fullorðinna kvenna úr Verkakvennafélaginu Sókn verið án vinnu í sex mán'- uði. Karlarnir í þessum hópi at- vinnulausra koma úr mun fleiri félögum en konurnar og hafa fjöl- breyttari menntun að baki. Stærsti einstaki hópurinn meðal karlanna er fullorðnir menn úr Dagsbrún og VR. Rúmlega helmingur karlanna í hópnum og tæplega helmingur kvennanna er barnlaus. í hópnum eru 30 einstæðar mæður eða um 10% af konunum. í hópnum eru tveir atvinnulausir karlar með fimm börn á framfæri og fjórtán konur með fjögur börn á fram- færi. Hagir langtímaatvinnulausra kannaðir Um 40% langtímaatvinnu- lausra, þ.e. þeirra sem hafa verið atvinnulausir 52 vikur eða lengur, eru á aldrinum 61 til 70 ára að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar Vinnumiðlunar Reykja- víkurborgar á högum langtímaat- vinnulausra. Oddrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vinnumiðlunarinn- ar, segir að verið sé að kanna hvort hægt sé að bjóða fólkinu verkefni við hæfi í tengslum við átaksverk- efni borgarinnar á yfirstandandi ári. Alls er um að ræða 85 einstakl- inga, 47 konur og 38 karla. „Okkur fannst í framhaldi af niðurstöðunni nauðsynlegt að tala við einstaklingana og kölluðum þá í viðtal," sagði Oddrún. Hún sagði að ýmislegt athyglisvert hefði þá komið fram. „Margir voru orðnir mjög beygðir og fannst dapurlegt að ljúka starfsævinni á þennan hátt. Flestir voru með fullan bóta- rétt, þ.e. höfðu verið í fullri vinnu, og höfðu leitað fast eftir vinnu fyrst eftir að þeir misstu vinnuna en síðan gefíst upp. Almennt fannst fólki það mjög afskipt og var yfirleitt þakklátt fyrir að fá tækifæri til að tala við einhvem og tjá sig.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir með nýjar upplýsingar um kostnað við tilvísanakerfið Tilvísanakerfið eykur kostnað LÁRA Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður segir að tilvísanakerfið muni auka kostnað við heilbrigðiskerfíð. Nýjar upplýsingar sýni að þær forsendur sem menn hafi byggt útreikn- inga á kostnaði við tilvísanakerfið hafi reynst rangar. Kerfið feli í sér lítt dulbúna tilraun til að koma í veg fyrir einkarekstur á lækninga- stofum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti 1993 að tilvísanakerfi yrði ekki komið á fót í heilbrigðiskerfínu, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það feli í sér spamað. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að forsenda fyrir því að fallist hefði verið á sjón- armið Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráð- herra um að taka upp tilvísanakerfi hefði verið að kerfið væri talið spara 100 milljónir króna. Landsfundur flokksins hefði hafnað tilvísana- kerfí sem ekkert sparaði. Kemur í veg fyrir rekstur lækningastofa „Heilbrigðisnefnd flokksins hefur rætt þetta mál ítarlega síðan þessi samþykkt landsfundar- ins var gerð og það hafa komið fram ýmsir nýir fletir á þessu máli. Menn hafa bent á að þama væri um að ræða Iítt tilbúna tilraun til að koma í veg fyrir einkarekstur á lækningastof- um. Tilvísanakerfíð felur í sér miðstýringu sem að mínu mati er ekki í samræmi við heildar- stefnu flokksins. Að undanförnu hef ég fengið upplýsingar um að þær forsendur sem voru lagðar til grund- vallar útreikningum um þennan sparnað sem kerfið átti að gefa hafi verið afar villandi og sumar þeirra beinlínis rangar. Samkvæmt þess- um leiðréttingum sem ég hef séð á forsendun- um mun kerfið ekkert spara. Það mun frekar leiða til meiri útgjalda. Auk þess mun kerfið hafa mikil óþægindi í för með sér fyrir almenn- ing því það felur í mörgum tilvikum í för með sér tvær heimsóknir í stað einnar,“ sagði Lára Margrét. Hún sagðist enn ekki hafa haft tækifæri til að ræða þessar nýju upplýsingar við Davíð Oddsson, en hún myndi gera það fljótlega. ► l-48 Unglingahegðun að byrja að reykja ►Þrátt fyrir stöðuga fræðslu og fleiri reyklaus heimili aukast reyk- ingar unglinga, einkum hjá piltum 15-16 ára./10 Valdatafl í Varsjá ►Á meðan Lech Walesa leikur borðtennis við skriftaföður sinn í forsetahöllinni í Varsjá væna and- stæðingamir hann um valdníðslu og hroka./12 Eru gleraugu feig ►Leysiaðgerðirtil að lagfæra nærsýni hafa verið í boði á almenn- um markaði víða um heim seinustu ár. Sumirtelja að hún muni leysa gleraugu af hólmiað miklu leyti í náinni framtíð./14 Eftirlaunamái í ólestri ►Tæpur helmingur þjóðarinnar illa á vegi staddur með skipulagn- ingu eftirlaunasparnaðar/18 Við erum bestar ►í Viðskiptum og atvinnulífí er rætt við Ólöfu de Bont, fram- kvæmdastjóra Fjölprents. /20 B ► 1-28 Kristur nægir mér ► Séra Sigurður Ægisson fékk að reyna djúpasorg eftir sviplegan vinarmissi. í kjölfarið fylgdi sjálfs- skoðun og uppgjör við almættið. Hann ákvað að skipta um vettvang og fara til þjónustu í norsku kirkj- unni á lítilli eyju við heimskauts- baug./l Nýjungar í norrænu sjónvarpssamstarfi ►Enn eru uppi hugmyndir um norrænt sjónvarpssamstarf á sviði gervihnattasendinga þótt fyrri áætlanir um frekara samstarf á þessu sviði hafí aldrei orðið að veruleika. /10 Vil vinna við tónlist ►Margrét Örnólfsdóttir, fyrrum Sykurmoli, hefur verið ráðin til að taka að sér bamatíma á Stöð 2/12 Vetur ►Vetur konungur ræður enn ríkj- um á íslandi, en þess sjást þó víða merki að tök hans linast óðum með hækkandi sól/14 Hús í sérflokki ►Á 25 ára afmælisfundi Húsfrið- unarnefndar afhenti Hörður Ág- ústsson handrit sitt að ritinu Hús- vemd./26 C BILAR ► 1-4 Jaguar ►Breski eðalbílaframleiðandinn hyggst smíða jeppa./l Scania til Heklu ► Heimsókn í aðalstöðvar Scania í Svíþjóð./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/8/bak Leiðari 24 Helgispjall 24 Reykjavíkurbréf 24 Minningar 26 Myndasögur 34 Bréf til blaðsins 34 ídag 36 Brids 36 Skák 36 Stjömuspá 37 Fólk i fréttum 38 Bíó/dans 40 íþróttir 44 Útvarp/sjðnvarp 45 Dagbók/veður 47 Mannlífsstr. 6b Dægurtónlist 8b Kvikmyndir 9b INNLENDARFRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.