Morgunblaðið - 19.02.1995, Page 12
12 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
*
A meðan Lech Walesa
leikur borðtennis við
skriftaföður sinn í for-
setahöllinni í Varsjá
væna andstæðingamir
hann um valdníðslu og
-------»--------------
hroka.Asgeir Sverrís-
son hefur fylgst með
framgöngu forseta
Póllands og fjallar um
valdabaráttuna eystra
og hlutskipti
frelsishetjunnar
ALEXANDER Kwasniewski (neðst t.v.) ásamt félögnm sínum í
Lýðislega vinstribandalaginu er flokkurinn vann sigur í þingkosning-
unum í september 1993. Kwasniewski þykir líklegt forsetaefni vinstri
manna í kosningunum í haust og hugsanlegt er að hann hafi verið
skotmark forsetans í valdastríðinu í Varsjá síðustu vikurnar.
EG mun treysta lýðræðið í
sessi - með lýðræðislegum,
hálf-lýðræðislegum eða ólýð-
ræðislegum aðferðum.“ Þessi
speki hraut af vörum Lech Wa-
lesa, forseta Póllands, árið 1989
og vakti þá einkum kátínu. Walesa
kemst að sönnu oft sérkennilega
að orði en nú telja margir landa
hans að þessi orð forsetans hafi
reynst ávísun á það sem koma
skyldi. Óvissa ríkir á stjórnmála-
sviðinu, forsetinn er vændur um
valdníðslu og hroka og fyrrum
aðdáendur hans flykkjast yfir í lið
hatursmannanna. Baksvið þessara
atburða er forsetakosningar sem
verða í Póllandi í haust. Dagar
frelsishetjunnar á valdastóli kunna
senn að vera taldir en ljóst er að
Lech Walesa getur enn komið and-
stæðingum sínum á óvart.
Harðvítug valdabarátta Walesa
við þingheim og forsætisráðherra
hefur orðið til þess að vekja at-
hygli á þeirri pólitísku einangrun
sem einkennir stöðu forseta Pól-
lands nú um stundir. Á meðan
stuðningur við forsetann hefur
farið hraðminnkandi hefur hann
lokað sig af í forsetahöllinni þar
sem hann mun einkum iðka þá
göfugu íþrótt borðtennis ásamt
skriftaföður sínum, séra Francisz-
ek Cybula. Valdamesti maður
„hirðarinnar“, eins og Pólveijar
nefna gjaman hópinn í kringum
Walesa, er Wieczyslaw Wac-
howski, fyrrum bílstjóri forsetans
og maður með vafasama fortíð.
Lögfræðilegur ráðunautur forset-
ans, Lech Falandysz, þykir „sóf-
isti“ hinn mesti og er iðulega
vændur um að bera takmarkaða
virðingu fyrir réttarkerfmu.
Þjófhræðsla smábóndans
Ásakanirnar eru kunnuglegar.
Andstæðingar forsetans væna
hann um að hafa spillst af valdinu
og nokkrir fyrrum samstarfsmenn
hans eru sammála. Adam Michnik,
sem í eina tíð var einn af þekkt-
ustu leiðtogum lýðræðishreyfíng-
arinnar Samstöðu en er nú rit-
stjóri dagblaðsins Gazeta Wy-
borcza, sagði nýlega í blaði sínu:
„Walesa er smábóndi og smábónd-
inn á kofann sinn, hlöðuna sína
og kúna sína. Hver sá sem reynir
að svipta hann þessu er þjófur.
Þjófinn verður að hrekja á brott.
Walesa á forsetahöllina sína. Hann
telur hana eign sína og álítur
hvern þann sem reynir að taka
hana frá honum þjóf. Og þjófínn
verður því að hrekja á braut.“
Annar gamall samstarfsmaður
forsetans, Bogdan Borusewicz,
sem barðist um árabil við hlið
Walesa gegn alræði kommúnis-
mans, sagði á dögunum: „Forset-
inn er tilbúinn til að gera hvað sem
er til að halda vöidum.“
Hlutskipti merkustu frelsishetju
Austur-Evrópu er að sönnu dapur-
legt. Pólveijar voru í fararbroddi
þjóðanna í Mið- og Austur-Evrópu
er þær hrundu af sér oki kommún-
ismans. Walesa varð holdgerving-
ur frelsisástar pólsku þjóðarinnar
Valdatafl
LECH Walesa hefur staðið í ströngu að undanförnu.
I
og hefur notið gífurlegrar virðing-
ar erlendis. Sú virðingarstaða hef-
ur ekki nýst honum á heimavelli
sem ætla mætti. Þvert á móti hafa
yfírburðir hans í pólskum stjórn-
málum nánast orðið að engu á
undraskömmum tíma.
Ljónstyggur forseti
Hvernig má það Vera að póli-
tískt lukkhjól hetjunnar hafí snúist
með þessum hætti? Ástæðan er
einkum tvíþætt. Þrátt fyrir um-
talsverðar efnahagsframfarir hef-
ur pólitískt minnisleysi lagst yfir
pólsku þjóðina eins og raunar fleiri
þjóðir í austanverðri Evrópu. Um-
skiptin. erfíðu frá miðstýringu til
markaðsbúskapar hafa getið af sér
pólitískan doða. í annan stað hefur
Walesa gert flest annað en að eld-
ast með virðuleika í embætti.
Hann er óþolinmóður, tundurþráð-
ur hans er stuttur og hann fær
ekki dulið andúð sína á tilteknum
hópum, ekki síst menntamönnum.
Þrátt fyrir að hafa sýnt umtals-
verða slægð og pólitíska hæfíleika
á árum áður á hann erfitt með
að fallast á málamiðlanir og virð-
ist á stundum ófær um að laga
sig að breyttum aðstæðum á
stjórnmálasviðinu.
Deila Walesa og ríkisstjórnar-
innar þótti enn eitt merki þessa.
Walesa hótaði að senda þingið
heim færi það ekki að vilja hans
en þingheimur hugðist svara fyrir
sig með því að leggja fram kæru
á hendur forsetanum. Walesa
tókst að lokum að þvinga Waldem-
ar Pawlak til að segja af sér emb-
ætti forsætisráðherra en það gerði
hann með því að skapa hættu á
pólitískri upplausn og óvissu um
stjórnarskrá landsins. í Póllandi
fullyrða margir að Walesa hafi
með þessu viljað koma fram eina
ferðina enn sem „sterki maðurinn"
í pólskum stjómmálum til að auka
sigurlíkur sínar í forsetakosning-
unum í nóvember.
Ein kenningin er sú að Walesa
hafi ákveðið að láta til skarar
skríða gegn Pawlak nú af ótta við
að hann yrði í framboði í forseta-
kosningunum. Þessi kenning er
hæpin ekki síst þar sem nokkuð
almenn samstaða er um að lítil
eftirsjá sé í Pawlak, þar fari mað-
ur lítilla sanda og sæva. En aðferð-
ir forsetans þykja vafasamar.
Þannig varð valdabarátta þessi til
þess að óskipað var í embætti ut-
anríkisráðherra og varnarmála-
ráðherra Pólands svo vikum skipti.
Ný samsteypusljórn?
Nú er svo komið að óvíst er
hvort Jozef Oleksy, þingforseta og
fyrrum kommúnista, sem tilnefnd-
ur hefur verið í embætti forsætis-
ráðherra, takist að mynda nýja
samsteypustjórn vinstri flokk-
anna, Lýðræðislega vinstribanda-
lagsins (fyrrum kommúnista) og
Bændaflokksins (fyrrum undirsáta
Kommúnistaflokksins). Walesa
hyggst sýnilega taka sér eins kon-
ar neitunarvald hvað ráðherra-
embætti varðar og vera kann að
forsetinn knýi með þessu fram
nýjar þingkosningar í Póllandi.
Bandalagsmenn eru þegar teknir
að búa sig undir kosningar mistak-
ist stjómarmyndun Oleksys.
Innan bandalagsins hafa þær
raddir gerst háværari að undan-
förnu að Bændaflokkurinn sé
dragbítur á allar umbætur og
framfarir á efnahagssviðinu. Þá
er flokkurinn vændur um einangr-
unarhyggju en pólskir vinstri
menn hafa engar efasemdir um
ágæti aðildar að Evrópusamband-
inu og Atlantshafsbandalaginu.
Spillingarorð hefur einnig farið af
flokknum, sem dregið hefur úr
skriðþunga ríkisstjórnarinnar.
Walesa hefur tekið undir þennan
málflutning stærsta stjórnmála-
flokksins, sem ályktaði að nóg
væri komið af samstarfinu við
Bændaflokkinn og ákvað að snú-
ast gegn Pawlak. Þessi sundrung
kann að styrkja stöðu forsetans
°g þingkosningar í ár myndu trú-
Iega verða til þess að auka líkur
á því að hann næði endurkjöri í
haust.
Otti við Kwasniewski?
Walesa hefur
treysta stöðu sína
áður tekist að
með þessum
JOZEF Oleksy, fyrrum þingforseta og félaga í pólska Kommúni-
staflokknum, hefur verið falin sljórnarmyndun. Hann á í vænd-
um erfiða glímu við Lech Walesa.
hætti og er þess skemmst að minn-
ast er hann þurrkaði út alla and-
stöðu innan Samstöðu með því að
stuðla að klofningi hreyfíngarinn-
ar. Sá klofningur leiddi aftur til
þess að mið- og hægri flokkarnir
töpuðu síðustu þingkosningum.
Vera kann að skotmark forsetans
nú hafi ekki verið forsætisráðherr-
ann, hinn lánlausi Waldemar
Pawlak, heldur Alexander nokkur
Kwasniewski, ungur og ágætlega
skjávænn leiðtogi Lýðræðislega
vinstribandalagsins. Líklegt þykir
að Kwasniewski verði frambjóð-
andi vinstri manna í forsetakosn-
ingunum í nóvember og kannanir
gefa að hann muni vinna auðveld-
an sigur á Walesa. Þannig kann
tilgangurinn með aðförinni að
Pawlak að hafa verið sá að þvæla
Kwasniewski inn í stjórnmálabar-
áttuna í því augnamiði að koma á
hann pólitískum höggum fyrir
haustkosningarnar.
Með því að knýja fram afsögn
forsætisráðherrans, sem ætla má
að leiði til minnkandi ítaka hins
afturhaldssama Bændaflokks,
hefur Walesa enn á ný tekist að
hrista upp í pólskum stjórnmálum.
Skoðanakannanir gefa til kynna
að almenningur sé heldur sáttur
við þessar aðgerðir forsetans.
Walesa lítur á sig sem miðpunkt
pólsks stjórnmálalífs og hefur
raunar oftlega vikið að þessari
stöðu sinni á undanförnum árum.
Þannig lýsti hann hlutverki sínu
eitt sinn með sérlega áhrifamiklum
hætti: „Hér þarf að ríkja pólitískur
stöðugleiki; ríkisstjórnin er vinstri
fóturinn, þingið sá hægri og ég
er þar á milli.“
Valdabarátta varð til þess að
kalla fram nýja stöðu í pólskum
stjórnmálum er vinstri flokkarnir
unnu sigur í síðustu þingkosning-
um. Nú er hættan sú að valdabar-
átta stjórnmálamanna verði til
þess að draga enn frekar úr þátt-
töku almennings í pólsku stjórn-
málalífi auk þess sem efnahags-
umbótum kann að vera stefnt í
voða. Lítil kosningaþátttaka hefur
einkennt lýðræðisþróunina í Pól-
landi, svo mjög raunar að telja
má það sérstakt áhyggjuefni.
Valdabarátta þings og forseta er
að vísu kunn t.a.m. frá Bandaríkj-
unum en þessi togstreita sýnir að
umbreytingaskeiðinu er hvergi
nærri lokið í Póllandi. Slíkar deilur
um algjör grundvallaratriði í sjálfri
stjórnskipun landsins leiða í ljós
að Pólveijar eiga, líkt og fleiri
þjóðir Austur-Evrópu, mikið starf
óunnið áður en þeir geta samlag-
ast lýðræðisríkjunum í vestri.