Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 13 ERLENT HVENÆR FÆRÐU SLÍKT TÆKIFÆRI AFTUR AÐ SJÁ LITRÍKASTA HEIMSHLUTANN - EINA MESTU NÁTTÚRUPERLU JARÐAR? Reuter Heillakarlinn Mi Lao Su ÞAÐ er klnverskur siður að snerta munn styttna og líkn- eskja sér til heilla og Mikki mús er örugglega ekki síðri að því leytinu en aðrir. í Kina heitir Mikki Mi Lao Su, gamla músin Mi, og Jóakim heitir Tang Lao Ya eða gamla öndin Tang. Kín- veijar hafa notað þá félaga eins og þeir væru kinverskir en nú eru Bandaríkjamenn famir að ókyrrast og hóta þeim refsiað- gerðum virði þeir höfundarrétt annarra. Dönum á framfæri ríkisins fjölgar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMKVÆMT tölum frá danska fjármálaráðuneytinu fá 1,9 milljónir Dana framfærslufé frá hinu opin- bera. Um er að ræða ellilífeyrisþega og fólk undir eftirlaunaaldri á líf- eyri eða einhvers konar atvinnu- leysisbótum. Á móti kemur að at- vinnulausum fækkar nú hægt og bítandi. Af þeim 1,9 milljónum Dana sem fá framfærslufé frá hinu opinbera er tæpur helmingur eftirlaunaþeg- ar, en aðrir eru á aldrinum 18-66 ára. Stærstur hluti þeirra er á at- vinnuleysisbótum. Samtals nema þessar greiðslur hins opinbera sem samsvarar um 1.800 milljörðum ís- lenskra króna. Uppsveifla í dönsku efnahagslífi hefur hins vegar leitt af sér að at- vinnulausum hefur fækkað hægt og sígandi síðan í haust. Um ára- mótin voru 305 þúsund Danir at- vinnulausir, en búist er við að á næstunni verði þessi tala komin niður fyrir 300 þúsund. Fjöldi at- vinnulausra hefur ekki verið undir 300 þúsundum síðan 1991. Hluti þeirra sem fá vinnu fá hana þó fyrir tilstilli atvinnuráðstafana hins opinbera, sem styrkir þá á einhvern hátt fyrirtæki, er ráða fólk. Fjallað um kvennamál Clintons for- seta í nýrri ævisögu SKEMMTILEGIR -SPENNANDIPÁSKAR SUMARIÐ EKKI KOMIÐ í EVRÓPU - EN HÉR BÍÐUR ÞÍN TRYGGT SÓLSKIN, HITI, FEGURÐ OG FRAMANDI MANNLÍF. Þorði ekki í framboð 1988 Washington. Reuter. SAGT er frá því í nýrri ævisögu Bills Clintons Bandaríkjaforseta að hann hafí hætt við forsetaframboð árið 1988 af ótta við að framhjá- hald hans ýrði honum að fótakefli í kosningabaráttunni. Fyrrverandi skrifstofustjóri Clintons á ríkis- stjóraárunum í Arkansas, Betsey Wright, er heimildarmaður höfund- arins. Talsmaður Hvíta hússins, Mike McCurry, sagði að fátt nýtt kæmi fram í bókinni. Ævisagan, „Efstur í bekknum", er eftir blaðamanninn David Mar- iss. Wright segist hafa gert lista yfir allt það kvenfólk sem talið var að Clinton hefði átt í ástarsam- bandi við og reynt að greina hveq- ar myndu leysa frá skjóðunni opin- berlega og hveijar ekki. Clinton hafí farið yfír listann með sér og Wright segist hafa fengið hann til að segja sér sannleikann um sam- skipti sín við umræddar konur. Wright hafi síðan ráðlagt honum að hella sér ekki í forsetaslaginn og hann ákveðið að hlífa eiginkonu sinni og dóttur við fjölmiðlafárinu sem óhjákvæmilega yrði vegna framhjáhaldsmálanna. Lögreglumenn á kvennaveiðum í kosningabaráttunni 1992 viður- kenndi Clinton að erfíðleikar hefðu komið upp í hjónabandinu en tekist hefði að vinna bug á þeim. Wright segist sannfærð um að forsetinn hafí á ríkisstjóraárunum fengið lög- reglumenn Árkansasríkis til að út- vega sér kvenfólk og hann hafi goldið þeim í sömu mynt. Paula Jones, sem fræg varð fyrir saka Clinton um kynferðislega áreitni, segir að lögreglumaður hafi leitt sig á fund ríkisstjórans þáverandi þar sem hann dvaldist á hóteli. í bókinni er ennfremur skýrt frá nýjum vísbendingum um að Clinton hafi reynt að fá eytt bréfí sem hann á sínum tíma sendi embættismanni við Arkansasháskóla. Þar þakkar Clinton manninum fyrir að hafa „bjargað" sér frá því að gegna her- þjónustu í Víetnam. MIÐ-AMERIKA - GUATEMALA OG BELIZE 7.-23. apríl - aðeins 6 vinnudagar. FYRSTA MIÐ-AMERÍKUFERÐIN, ALLT ÖÐRUVÍSI AMERÍKA. PÁSKATILBOÐ I KARÍBAHAFI Ijí) SHH)1(,AI{ isnnMonv 7.-17. apríl, aðeins 3 vinnudagar. PUERTO PLATA MEÐ ÖLLU INNIFÖLDU: FERÐIR, FULLT FÆÐI, ALLIR DRYKKIR. SKEMMTANIR, ÍSL. FARARSTJÓRI Sértilboö FYRSTU 10 SÆTIN /Ifl €>/%/% á aðeins kr. : ’ + flugvallarsk. - heildarverð, þú tekur ekki upp budduna. eða vikusigling í Karíbahafi frá kr. 87.000. GÓÐAR FERÐIR BORGA SIG - HEIMSKLÚBBSFERÐ - GULLSÍGILD Skipul. og fararstj. Ingólfur Guöbrandsson. 0 Hreint fjalla- og sjávarloft, þægilegur hiti. SÍÐUSTU SÆTIN í THAILANDSFERÐINA FRÁBÆRU 2.-17. mars, seld á morgun AUSTURSTRÆT117, 4. hæö 101 REYKJAVÍK-SÍMI 620400-FAX 626564 0 Guatemala City og heims- frægar páska - skrúögön- gur í Antiqua. 0 Stærsti indíánamarkaöur heimsins í Chichicastenango. Q Hrífandu náttúrufegurö í fjöllum og dölum Guatemala og viö Atitlanvatn. Q Frægustu mannvirki Maya - þjóðflokksins í Tikal. 0 Vikudvöl T lokin á einni fegurstu baöströnd Karíbahafs - AMBERGRIS CAYE í strandríkinu BELIZE. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.