Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGU NBLAÐIÐ
Leysiaðgerðir til að lagfæra nærsýni hafa
verið í boði á almennum markaði víða
um heim seinustu ár. Sumir telja að þær
muni leysa gleraugu af hólmi að miklu
leyti í náinni framtíð. Sindri Freysson
beinir hér sjónum að þessum aðgerðum
og kannar hug manna til þeirra.
LEYSIAÐGERÐ til að lagfæra
nærsýni hefur verið í boði á
almennum markaði seinustu
ár, einkaniega í Þýskalandi, Frakk-
landi, á ítaliu, Norðurlöndunum og
í Bretlandi. Bandaríkjamenn voru
ögn seinni til, enda vilja þeir þraut-
kanna alla tækni á sviði læknavís-
inda áður en hún er reynd á sjúkl-
ingum, en leyfðu þó slíkar aðgerðir
nýlega. Islenskir augnlæknar hafa
sent nokkra sjúklinga til Árósa í
Danmörku, og nokkrir hafa farið
til London, eða alls fáeinir tugir
manna til þessa samkvæmt upplýs-
ingum frá augnlæknum sem rætt
var við. Erfítt er að meta þörfína
á aðgerðum af þessu tagi, en til
viðmiðunar má kannski nefna að á
seinustu árum hafa verið gerðar á
milli 200 og 400 þúsund skurðað-
gerðir í Bandaríkjunum til að lækna
nærsýni einstakíinga. I þeim að-
gerðum var notuð tækni sem á
rætur að rekja til Rússlands en
hefur verið þróuð í Bandaríkjunum.
Hátœkni ■ staó hnifs
Skurðaðgerðir til að lagfæra
nærsýni eru af tvennum toga. Hom-
himnuskurðaðgerð (sem kallast
„radiale keratotomie“) má rekja til
tilrauna sem gerðar voru í Japan á
fjórða áratug aldarinnar, en aðgerð-
in sem kennd er við rússneska vís-
indamanninn Fjodorov, var síðan
þróuð áfram og kynnt almenningi
í Sovétríkjunum á áttunda og
níunda áratugi aldarinnar. Banda-
ríkjamenn tóku aðgerðina upp á
sína arma og gerðu á henni marg-
víslegar endurbætur.
í hornhimnuaðgerð er gert örfínt
skurðsár með hnífi umhverfis brún
hornhimnunnar, sem fletur hana
út þegar sárið grær. Aðgerðin getur
valdið meira skaða á auganu en
Ieysiaðgerðin, sem kalla má horn-
himnubrottnám (kallast á ensku
„photorefractive keratectomy"), og
veikt það í grundvallaratriðum,
ásamt því að bjóða heim hættu á
alvarlegri sýkingu. Leysiaðgerðin
var fyrst reynd á öðrum en blindum
sjúklingum árið 1989. Hún miðar
að sama marki og eldri aðgerðin,
en felur í sér meiri nákvæmni við
að hefla burt fremstu þynnu horn-
himnunnar, lag sameinda sem kall-
ast Bowman-himnan.
Leysirinn, sem sumir segja minna
á stóra ljósritunarvél, sendir frá sér
örstutt skot af gífurlega orkumiklu,
útfjólubláu ljósi. Geislinn rífur í
sundur sameindir á því svæði sem
hann beinist að, og á meir en hljóð-
hraða þeytir hann frumuleifunum
út úr vefnum. Að lokinni aðgerð
er búið að hefla allt að fimmtung
af þykkt hornhimnunnar á þeim
svæðum hennar sera hafa verið
meðhöndluð.
Rök meó og á móf i
Ólafur Grétar Guðmundsson
augnlæknir segir flesta augnlækna
þeirrar skoðunar að geti fólk notað
snertilinsur með sæmilega góðum
árangri sé ekki ástæða til að senda
það í aðgerð. Hafi fólk með veru-
lega nærsýni ofnæmi fyrir snerti-
linsum af einhverjum ástæðum sé
leysiaðgerðin hins vegar kostur sem
vert sé að athuga.
„Á heimsþingi augnlækna í
Singapore árið 1990 var þessi tækni
kynnt. Menn tóku svo stórt upp í
sig að kalla leysiaðgerðina mestu
framför sem fram hefði komið í
augnlækningum fyrr og síðar. Full-
yrðingin er vitaskuld orðum aukin
og heldur dró úr bjartsýni þegar
meiri reynsla fékkst á tæknina,“
segir Ólafur Grétar. „Til dæmis
kom í ljós að hún var ekki alveg
eins árangursrík og örugg og menn
álitu í fyrstu, einkum að því leyti
að ekki var hægt að leiðrétta jafn
mikla nærsýni og menn bjuggust
við. Hægt er að leiðrétta nærsýni
sem mælist mínus 6-7, en töluverð-
ur Ijöldi fólks er með nærsýni á
bilinu mínus 8 til mínus 10, sem
eru kannski þeir sem helst þyrftu
á aðgerðinni að halda. Þeir myndu
hins vegar sitja uppi með svo mikla
nærsýni að þeir þyrftu að nota gler:
augu eða linsur eftir sem áður. í
einstaka tilfellum hafa menn reynt
að nota bæði leysitæknina og gömlu
rússnesku aðferðina til að lagfæra
svo mikla nærsýni og náð talsverð-
um árangri. En um leið er búið að
raska hornhimnunni meira en góðu
hófi gegnir.“
Hann segir nýju tæknina hafa
það framyfir rússnesku aðferðina,
að eftir að augað jafnar sig, verði
sjónin miklu stöðugri á eftir. „Eldri
aðgerðin gat raskað stoðkerfi horn-
himnunnar með þeim afleiðingum
að himnan seig í orðsins fyllstu
merkingu. Fólk var kannski með
ágæta sjón að morgni en mun lak-
ari að kvöldi. Minni hætta er á
sveiflum í sjóninni eftir leysiaðgerð,
minni.hætta á glýju og ýmiss konar
sjóntruflunum, þar á meðal óþoli
gegn birtu. Að vísu verða bólguvið-
brögð á því svæði sem leysirinn
heflar og á augað kemur pínulítið
ör sem augnlæknar sjá í gegnum
smásjá. Sjúklingar virðast hins veg-
ar lítið verða varir við örsmátt ský
á þessu svæði, ef marka má þeirra
eigin vitnisburð."
Þýska tímaritið Focus segir í
nýlegu tölublaði frá opinberri rann-
sókn sem birt verði fljótlega í fagrit-
inu Survey of Ophtalmology, en
niðurstöður hennar skjóti mönnum
skelk í bringu. Þar komi m.a. fram
að allt að 10% þeirra sem gangast
undir aðgerð þjáist af ljósfælni á
eftir og sjóntruflunum. Dæmi séu
um mikið sjóntap.
250 þús. um heim allan
Focus segir að 250 þúsund leysi-
aðgerðir hafi verið gerðar á augum
seinustu sjö ár, eða allt frá því til-
raunir með þessa aðferð hófust.
Dr. Douglas James Muir-Taylor
rekur ásamt Mr. Ivor S. Levy að-
gerðastofuna Harley Street Eye
Laser Associates í Lundúnum, en
þeir eru einnig sérfræðingar á The
Royal London Hospital. Levy og
Muir-Taylor eru í hópi fyrstu sér-
fræðinga í heiminum sem fram-
kvæmdu aðgerð með leysitækni og
hafa öðlast mikla reynslu á þessu
sviði á þeim þremur árum sem þeir
hafa staðið að rekstri Harley Street
Eye Laser Associates.
Muir-Taylor starfaði að rann-
sóknum á aðgerðinni í fimm ár
áður en þeir hófu stofurekstur.
Hann segir að 700 manns hafi
gengist undir aðgerðina hjá þeim.
Þeir taki sjálfir á móti sjúklingum
sínum og séu báðir viðstaddir allar
aðgerðir sem þeir gera. í Lundúnum
eru sjö sambærilegar stofnanir
starfandi í einkarekstri. Muir-Tayl-
or segir að í Englandi séu 20 miltj-
ónir nærsýnna einstaklinga sem
hann líti á sem hugsanlega sjúkl-
inga, því að þeir gætu allir hagnast
á leysiaðgerð. Geti fólk notað gler-
augu eða snertilinsur vandræða-
laust sé hins vegar ekki lögð ofurá-
hersla á að fólk reyni aðgerð. Fólk
taki ákvörðun á afar persónulegum
forsendum, t.d. sökum þess að það
i
i
1
B
t
t;
t:
B
I
!;
B
I
;
B
i
I
B
I
i
B
B
1=