Morgunblaðið - 19.02.1995, Page 16

Morgunblaðið - 19.02.1995, Page 16
16 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn SUMIR álíta aó gleraugu ag snertilinsur muni ad nokkru leyti víkja meó tílkomu leysiaógeróa. Aórir telja ávist aó ungbörn i dag losni vió gleraugun sem feóur þeirra og forfeóur þurfa aó nota. þann pól í hæðina, eins og kannski flestir augnlæknar hérlendis og raunar um heim allan, að vera frek- ar íhaldssamur í garð þessarar tækni,“ segir Einar. Á Landakoti eru gerðar skurðað- gerðir við sjónlagsgöllum á borð við nærsýni og sjónskekkju, en í litlum mæli að sögn Einars af fyrrgreind- um ástæðum. „Leysiaðgerðimar eiga sér tiltölulega stutta sögu og þrátt fyrir að þróunin hafi verið ör veit enginn ennþá hver útkoman verður til langs tíma. Ungt fólk sem er að losa sig við nærsýnisgleraugun sín lendir síðan í því kannski 10-15 árum eftir aðgerð, að þurfa að nota lesgleraugu sem það hefði ekki þurft hefði nærsýnin verið áfram til staðar." Einar segist þó ekki vera andsnú- inn leysiaðgerðum til að lækna nærsýni, að því tilskildu að þær skili í fyllingu tímans nákvæmari upplýsingum um árangur til lengri og skemmri tíma. Uppfýlli þær björtustu vonir verði þær væntan- lega valkostur við hlið gleraugna og snertilinsa. „Spumingin er hins vegar; erum við ennþá á rannsókn- arstigi með þessa tækni eða er þró- unin, reynslan og þekkingin komin nægilega langt að rétt sé að beita tækninni almennt á fólk? Okkar skoðun er að bíða og sjá til. Besta ieiðin, að þessu leyti eins og mörgu öðm, er að spyija sig hvernig mað- ur myndi ráðleggja bömum sínum og öðrum sér nákomnum í þessu tilliti. Ég myndi tvímælalaust segja þeim að tæknin sé spennandi, hún gefi ákveðnar vonir um að verða nytsöm í "framtíðinni, en ég myndi vilja fá frekari reynslu á tæknina áður en henni væri beitt á mín augu,“ segir Einar. Hoyra gleraugu sögunni til? Muir-Taylor fullyrðir að innan nokkurra ára geti allir þeir sem eiga við nærsýni að glíma farið í leysiað- gerð ef þeim sýnist og haft bata. Þeir miði þó við að sjúklingarnir séu tvítugir eða eldri, þar sem að nær- sýni breytist á unglingsaldri. Ekki eigi að setja efri aldursmörk og kveðst hann telja að fólk á fimm- tugs- og sextugsaldri geti haft umtalsvert gagn af aðgerðinni. Eina vandamálið í dag sé að tækin sem notuð em kosti mikið fé og fáar sjúkrastofnanir séu tilbúnar til að leggja í kostnað samfara kaupum á þeim, því aðgerðin flokkast undir fegrunaraðgerð. „Ég er mjög bjartsýnn á þróun og útbreiðslu þessarar aðgerðar á meðal almennings og held að innan skamms muni hún einnig standa fjarsýnum til boða. Um leið og fjöldi þeirra sem fer í aðgerð eykst mun verð aðgerðarinnar einnig lækka. Gleraugu og snertilinsur munu að nokkru leyti heyra sögunni til þegar þar að kemur. Ég tel þó að lestrar- gleraugu verði alltaf nauðsynleg að ákveðnu marki, því að leysitæknin lagfærir sjónina og þegar sjúkling- urinn eldist verður hann fjarsýnni og þarfnast gleraugna við nær- vinnu,“ segir hann. Ólafur Grétar tekur í sama streng. „Þegar menn nálgast fer- tugt er svo kölluð aldursfjarsýni yfirvofandi. Fórni fólk nærsýninni, fórnar það á sama tíma þeim mögu- leika að geta lesið gleraugnalaust sem getur verið þægilegur kostur. Þá togast þeir möguleikar á að geta séð vel frá sér og þurfa að nota gleraugu við vinnu, eða geta unnið gleraugnalaust og þurfa eingöngu að setja á sig gleraugu við akstur og slíkt. í nútímaþjóðfélagi þar sem heimurinn nær varla nema að tölvu- skjánum eða sjónvarpsskerminum, getur hófleg nærsýni verið kostur.“ Dýr teekni Leysitæki fyrir augnaðgerð kost- ar á bilinu 30-80 milljónir króna ef marka má þær kostnaðartölur sem sérfræðingar í faginu hafa gefið upp. Skýrist þessi mikli verð- munur þannig að leysiaðgerðimar eru nokkrar og ýmsar tegundir til af tækjum. Þau em einnig misdýr eftir löndum. Menn hafa reynt sig áfram með ýmsar aðferðir og engin ein orðið ofan á enn sem komið er, en þau tæki sem bjóðast bera mik- inn þróunarkostnað sökum þess hversu ný þau eru. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við, vom sammála um aðrtækjabúnaður til notkunar í læknavísindum lækki að jafnaði í verði á fáeinum ámm eftir að hann kemur fram á sjónarsviðið, jafnframt því sem tæknin verður fullkomnari. Frá þjóðhagslegu sjón- armiði sé því gagnsemi nokkurra ára biðar mikil áður en ráðist er í tækjakaup. Verðlagning á tækjun- um í dag, miðað við smæð íslenska markaðarins, útilokar einnig að efnahagslegur hagnaður geti orðið af leysiaðgerðum eins og sakir standa. Einar segir að á Landakoti sé fýlgst grannt með þróun á þessu sviði og hafi verið rætt reglulega seinustu þijú ár, hvort að leggja eigi út í kaup á leysitæki. „Komi ekkert babb í bátinn með þessar aðgerðir munu þær þykja gagnlegar og verða hluti af íslenskri heilbrigð- isþjónustu. Annað mál er hins vegar hvenær við úrskurðum að svo sé. Ein helsta ástæða þess að hert hef- ur á þróuninni út um heim, ekki síst í Evrópu, er sú að notkun leysi- geisla á nærsýna er gróðavænlegur atvinnuvegur sem þjónar ekki lækn- um minna en sjúklingum. Þegar yfírlýsingar þeirra sem reka fyrir- tæki er annast aðgerðir af þessu tagi eru skoðaðar, verður að hafa í huga að þeir hafa verulegra hags- muna að gæta. Matið verður að fara fram á hlutlægan hátt,“ segir Einar. Ólafur Grétar kveðst frekar eiga von á að leysiaðgerðir verði framtíð- arlausn um leið og búnaðurinn þró- ist og menn læri betur á hann. Mjög algengt verði að fólk notfæri sér þennan kost. „Ég segi ekki að nærsýni verði útrýmt, en ef aðgerð- imar verða ódýrari verða þær góður kostur. Gleraugu munu þó væntan- leg skipa sinn sess áfram.“ IÐRAST EINSKIS EFTIR AÐGERÐ HARLEY Street Eye Laser Associates buðu Richard Askwith, blaðamanni á The Ob- server, að gangast undir leysiað- gerð á augum fyrir fáeinum misserum í þeim tilgangi að kynna aðferðina og sannreyna gagnsemi hennar. Askwith þáði boðið, í því skyni að losna sig við óþægindi af nærsýni að eigin sögn, notfæra dýra tækni sér að kostnaðar- lausu og fá efni í bitastæða grein. Hann fylgist með aðgerð á öðrum sjúklingi og kveðst hafa fundið til svima, en forvitni hafi verið ráðandi þegar hann settist sjálfur í stólinn sem hann segir hafa minnt sig á tann- læknastól. Lykl af brenndri hornhlmnu Hann segir að undirbúningur og aðgerðin hafi verið sársauka- laus, þar sem hann hafi fengið kvalastillandi dropa í augun hálftíma áður. „f fáeinar mínút- ur meðan allt var undirbúið starði ég í daufgrænan og rauð- an geislabaug, með lepp fyrir vinstra auganu en hægra aug- anu haldið opnu með málm- klemmu. Síðan heyrðust smellir eins og í rafmagnsritvél, í um það bil 10 sekúndur, silfraðar smástjörnur splundruðust fyrir framan augað mér til yndisauka og ég fann lykt af brenndri hornhimnu sem kom mér úr jafnvægi. Tíu mínútum síðar, með um- búðir um augað og klyfjaður rausnarlegum skammti af verkjastillandi og svefntöflum, gekk ég út á götu að nýju.“ Askwith ber aðgerðinni vel söguna, þótt hann segist enn hafa nokkrar áhyggjur af að reyna svo nýja tækni. Hann iðr- ist þó einskis því árangurinn sé augljós. HAFÐI EKKI NEINU AÐ TAPA SJÚKLINGAR sem gangast undir leysiaógeró þurfa ekki aó klaeóast sérstökum fötum fyrir aógeró og sitja i stól sem sagóur er minna helst á stól á tannlœknastof u. IRIS Hrönn, tuttugu og fjögurra ára Reykvíkingur, fór í leysi- aðgerð á augum í ágúst síðast- liðnum á háskólasjúkrahúsinu í Árósum í Danmörku. Nærsýni í augum hennar mældist þá á milli mínus 6,5 og 7. Hún las grein í timariti þegar hún var 18 ára gömul þar sem Kristján Þórðarson augnlæknir greindi frá aðgerðum til að lag- færa nærsýni, auk þess sem rætt var við tvo einstaklinga sem reynt höfðu rússnesku demants- hnífs-aðgerðina. Irisi gekk illa að nota linsur og spurði því Kristján um að- gerðina. Hann ráðlagði henni að bíða í nokkur ár, þangað til sjón- in hætti að versna. „Eg var búin að kynna mér kosti og galla að- gerðarinnar og var aldrei hrædd við að gangast undir hana. Mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa, en hefði sjálfsagt ekki hugsað um aðgerðina nema vegna þess að ég fékk höfuðverk með linsur og rauðþrútin augu,“ segir hún. A mánudegi, daginn áður en aðgerðin var gerð, fór hún í rannsókn, þar sem stærð og bogi hornhimnunnar og ástand aug- ans voru mæld. „Ég beið í um kiukkutima á biðstofu áður en aðgerðin hófst. Þar voru settir augndropar í augun á fimmtán minútna fresti til að deyfa þau, og þegar að- gerðin hófst voru þau orðin mjög dofin. Ég lagðist síðan upp á bekkinn og höfuðið á mér var skorðað fast. Þetta var fremur óformlegt og ég var í eigin föt- um. Horft í gelslann Lænirinn skóf síðan efsta lagið af hornhimnunni með hníi eða sköfu. Ég var orðin svo vel dofin að ég fann ekki fyrir neinu, auk þess sem ég hafði fengið kæru- leysistöflu og var ekki kvíðin þegar ég lagðist upp á bekkinn. Ég var síðan látin horfa upp í leysitækið og þar birtist rauð- bleikt ljós. Þá var búið að spenna upp augað til að halda því opnu. Mér fannst geislinn renna fram og til baka yfir augað í hálfa aðra til tvær minútur, og síðan yfir hitt augað. Þega ég settist upp var mikil þoka fyrir sjónum, en ég sá samt strax aðeins skýr- ar en áður. Þá var borið mýkj- andi krem með sýklalyfjum á augun og loks settir augnleppar yfir.“ Augu full af sandi íris Hrönn bar umbúðir í fjóra daga eftir aðgerð, en fór á hverj- um morgni í skoðun og þá voru leppirnir fjarlægðir. Læknarnir sögðu henni að á hverjum degi væri auðsær munur á bata aug- ans. Hún segist hafa verið við- kvæm í augunum og fyrstu dag- ana hafi hún fundið fyrir óþæg- indum í þeim, einkum þegar at- hygli hennar beindist sérstak- lega að augunum. „Mér fannst eins og augun væru fyllt af sandi og síðan hefði verið saumað fyr- ir. Þetta var sérstaklega sárt fyrsta daginn, en ég fékk verkja- lyf semunnu ágætlega á sársauk- anum. Ég fór heim á föstudegi og þá var ysta lagið nær alveg gróið og ég gat tekið umbúðirnar af mér.“ Ekki lengur bundin Hún kveðst hafa séð betur með öðru auganu til að byija með og hafi fljótlega verið komin með ágæta sjón á því auga, en meiri móða hafi verið yfir hinu. Sjónin batnaði síðan á nokkrum dögum og varð eðlileg. í dag hefur sjón- in versnað ögn og mælist nær- sýni hennar um mínus 1,5 að sögn írisar. Hún er þó ekki háð gleraugum nema við akstur. Hún hefur ekki fundið fyrir neinum sveiflum í sjóninni eða aukaverk- unum eftir aðgerðina, að frátal- inni viðkvæmni fyrir ofbirtu fyrstu vikurnar. Hún kveðst ekki sjá eftir því að hafa farið í aðgerðina og myndi mæla með henni við aðra sem svipað er ástatt um. „Ég er nyög fegin að hafa farið í að- gerðina og tel að hún hafi breytt lífu mínu til batnaðar, ég er ekki lengur bundin gleraugum sem hömluðu mér að mörgu leyti, og er mun fijálsari fyrir vikið. Mér var sagt úti að það megi fara tvisvar í aðgerðina, og ef sjónin heldur áfram að versna, er ég ákveðin í að fara aftur um leið og hún hættir að breytast.“ Kostnaður við aðgerðina i Árósum nam 170 þúsund krón- um, fyrir utan ferðakostnað og uppihald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.