Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 17
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Bellman 200 ára ártíð
SÆNSKI vísna-
söngvarinn Jan 0.
Berg mun koma
fram í Listaklúbbi
Leikhúskj allarans
mánudaginn 20.
febrúar, ásamt
gítarleikaranum
Erik Möllerström.
Flytja þeir ljóð eftir
hið ástsæla þjóð-
skáld Svía, Carl
Michael Bellman,
og segja frá skáld-
inu og verkum
þess.
í kynningur segir: „Jan 0. Berg
hefur helgað mesta hluta lífs síns
söng og tónlistarflutningi en hann
starfar einnig sem hagfræðingur.
Hann hefur sungið í fjölda kóra
meðal annars í Háskólakórum í
Stokkhólmi og Uppsölum og Kon-
unglega óperukómum. Hann hef-
ur einnig starfað sem höfundur,
söngvari og leikari í revíuleikhúsi.
Hin síðari ár hefur henna í æ rík-
ara mæli lagt áherslu á flutning
laga eftir Bellman en hann er eitt
af skólaskáldum
Svía og getið sér
gott orð á þeim
vettvangi.
Erik Möll-
erström starfar
sem einleikari á
gítar og tónskáld
og liggur eftir hann
íjöldi tónverka fyrir
klassískan gítar.
Möllerström kennir
við tónlistarskóla í
Stokkhólmi og
Maríuhöfn auk
þess sem hann rek-
ur eigin gítarskóla í Stokkhólmi.
Jan 0. Berg og Erik Möll-
erström koma hingað í tengslum
við Sólstafí, Norrænu menningar-
hátíðina, sem nú stendur yfír í
Reykjavík."
Dagskáin í Listaklúbbnum á
mánudagskvöldið hefst um kl.
20.30. Ekki eru tekin frá borð en
húsið verður opnað kl. 20. Miða-
verð er kr. 500, en kr. 300 fyrir
félaga í Listaklúbbi Leikkúskjall-
arans.
JAN O. Berg
INGRID Jónsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen
og Guðlaug María Bjarnadóttir.
Leiklist með kaffinu
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
áfram sýningum á einleikunum
Dóttir, Bóndinn og Slaghörpuleik-
arinn, eftir Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, sem frumfluttir voru í Lis-
taklúbbi Leikhússkjallarans 30.
janúar síðastliðinn.
í fréttatilkynningu segir: „Þetta
eru sannar sögur sem byggðar eru
á lífí þriggja íslenskra nútíma-
kvenna. Þijár ólíkar konur segja
sögu sína og velta fyrir sér lífí
sínu og tilfinningum. Það sem er
sameiginlegt með konunum er að
þær eru allar á svipuðum aldri,
hafa líka lífssýn og eru aldar upp
við svipuð skilyrði. Þetta eru lífs-
reynslusögur með brennipunktinn
á nýorðnum atburði, sárum missi,
sem þær allar standa frammi fyrir
og verða að horfast í augu við.
Leikkonurnar Guðlaug María
Bjarnadóttir, Guðbjörg Thorodd-
sen og Ingrid Jónsdóttir leika kon-
urnar þijár. Leikstjóri er Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir.
Næstu sýningar verða í dag,
sunnudaginn 19. febrúar og
sunnudaginn 26. febrúar og hefj-
ast klukkan 16.15. Húsið er opnað
klukkan 15.30. Miðaverð er kr.
800, hópafsláttur er mögulegur.
Þú færð fleira
en gott kaffi
frá Merrild
Þegar þú hellir uppá með Merrild kaffi færðu
fleira en gott kaffi því nú geturðu um leið eignast
fallega skandinavíska nytjalist. Það eina sem þú
þarft að gera er að taka þátt í söfnunarleik Merrild
og klippa toppa af rauðum Merrild eða Merrild
Light og senda ásamt seðlinum með nafni þínu og
heimilisfangi og ávísun ef þarf.
Fyrir 30 toppa og 990 kr. ívísun er hægt að fá dúk frá Södahl,
fyrir hverja 6 toppa færðu diskamottu frá Södahl, fyrir 40 toppa og
990 kr. ávísun færðu vasa frá Finlandia, fyrir 45 toppa og 1.290 kr.
ávísun færðu hitakönnu frá Emsa og fyrir 35 toppa ferðu skreytta
Merrild kafFidós og mæliskeið frá Eva Trio. Einnig er hægt að fá
greitt fyrir toppana. Hvert heimili má senda hámark 60 toppa og
gildir leikurinn til 15. janúar 1996.
Nánari upplýsingar eru í Merrild bæklingnum sem fest í öllum
matvöruverslunum.
Heimskór æsk-
unnar í Kanada
HEIMSKÓR æskunnar eða
„World Youth Choir“ var
stofnaður árið 1989. Kórinn
hefur starfað einn mánuð á
hveiju sumri og alltaf á ólíkum
stöðum í heiminum.
Kórfélagar eru tæplega 100
talsins á aldrinum 17 til 24 ára
og eru valdir úr hópi þúsunda
umsækjenda hvaðanæva úr
heiminum. Þeir þurfa að hafa
staðgóða kunnáttu í nótnalestri
og raddbeitingu ásamt reynslu
í kórsöng og kórstarfí. Nokkrir
íslenskir kórsöngvarar hafa
sungið með Heimskór æskunnar
og staðið sig með mikilli prýði.
Á þessu sumri mun Heimskór
æskunnar starfa í Quebec í
Kanada ojg fara tónleikaferð um
Kanada og Bandaríkin 4.-29.
júlí. Kórfélagar vérða sjálfír að
bera kostnað af ferðinni milli
heimalands og Kanada. Islensk-
um kórsöngvurum á aldrinum
17 til 24 ára gefst kostur á að
þreyta inntökupróf í kórinn.
Upplýsingar veitir Þorgerður
Ingólfsdóttir, kórstjóri, í síma
5626239.
Utanáskriftin er: Merrild Kaffi Pósthólf 4132 124 Reykjavík
□
□
□
□
□
□
Södahl diskamottur stk. Meðfylgjandi eru x 6 toppar.
Södahl dúkur (140x180 cm)_____stk. Meðfylgjandi eru
___x 30 toppar auk___x 990 kr. ávísunar.
Finlandia glervasi. Meðfylgjandi eru 40 toppar auk
990 kr. ávisunar.
MewU£d
-setur brag á sérhvern dag!
Merrild kaffidós ogEva Trio mœliskeið. Meðfylgjandi em 35 toppar.
Emsa hitakanna. Meðfylgjandi em 45 toppar auk 1.290 kr. ávísunar.
Endurgreiðsla (hámark 30 toppar í hvert sinn). Ég vilgjaman fá
meðfytgjandi___toppa greidda. Hver toppur er 20 kr. virði.
Nafh:................................................
Heimilisfang:........................................
Póstnúmer:...........................................
Skrifíð með prentstöfíim
YDDA F27.16/SIA