Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 21 FRÉTTIR Breyta Brynju- dalsá FRIÐRIK Brekkan, Friðrik D. Stef- ánsson og fleiri hafa tekið Brynju- dalsá í Hvalfirði á leigu til næstu fimm ára. Brynjudalsá hefur löngum þótt bærileg laxveiðiá, en síðustu sumur hafa verið dauf. Meðalveiði síðustu sjö sumra er 202 laxar, en áin nýtur þar góðs af árunum upp úr 1988 þegar mikill hafbeitar- og kvíaeldislax var í flest- um eða öllum ám á Faxaflóasvæðinu. Þeir félagar segjast gera sér góða grein fyrir þeim vanda sem við er að etja, neðst í ánni er laxastigi sem laxinn virðist ekki ráða við og nær öll áin er því ólaxgeng. Þeir ætla að setja gildru fyrir ofan Efri-Foss, sem er rétt fyrir ofan Bárðarfoss, og sleppa villtum hafbeitarlaxi á 7,5 kílómetra löngu svæði þar fyrir ofan. Verður veitt mest á fjórar stangir í ánni, en til þessa hefur verið veitt á tvær stangir. MEÐALVEIÐI mun trúlega aukast í Brynjudalsá. „Við erum komnir með öll tilskilin leyfi frá fisksjúkdómanefnd og Veiði- málastofnun, en laxinn munum við kaupa frá Laxeldisstöðinni í Kolla- firði. Það er ekki tímabært fyrir okk- ur að gefa út yfirlýsingar um hversu miklu af laxi verði sleppt, um það vil ég aðeins segja að við munum gæta þess að alltaf sé nægur fiskur í ánni,“ segir Friðrik Brekkan. Paradís fluguveiðimanna Friðrik bætti við þetta, að fáir þekktu Brynjudalsá af öðru en foss- inum sem blasir við frá þjóðvegi númer eitt. „Þarna fýrir ofan er mik- il náttúrufegurð og ég vil segja hrein paradís fyrir fluguveiðimenn, þar sem áin líður víða fram um land þar sem gróskumikil skógrækt hefur far- ið fram. Það verður og betra eftirlit en áður, aðeins leyft að veiða á flugu og maðk, en spónn bannaður. Þingmenn Framsóknarflokks Lagafrumvarp um greiðsluaðlögun ÞINGF’LOKKUR Framsóknarflokks- ins hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um greiðsluaðlögun skulda, en samkvæmt því getur skuldari fengið lánskjörum breytt þannig að greiðslubyrði verði léttari. Finnur Ingólfsson, formaður þing- flokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en allir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. í greinargerð segir að tilgangur frum- varpsins sé að gefa þeim einstakling- um sem eru í alvarlegum og viðvar- andi greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjórn á íjármálum sínum. Neyðarástand geti skapast á þúsund- um heimila þar sem gjaldþrot blasi við mörgum þeirra og því þurfi að grípa til björgunaraðgerða til að að- stoða fólk við að greiða úr skulda- vandamálum. Margt þurfi að koma til, svo sem greiðsluaðlögun, lenging lána, félagsleg aðstoð og greiðslu- erfiðleikalán. Varanlegfir erfiðleikar Samkvæmt frumvarpinu á ein- staklingur rétt á greiðsluaðlögun eí hann er í varanlegum greiðsluerfið- leikum og ekki fýrirsjáanlegt að hann geti staðið við skuldbindingar, bú hans sé hvorki undir gjaldþrotaskipt- um né hann hafí fengið heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamn- inga og að greiðsluaðlögun teljist sanngjörn með tilliti til aðstæðna skuldara og lánardrottna. Gert er ráð fyrir að sýslumaður úrskurði hvort orðið sé við umsókn um greiðsluaðlögun. Siík aðlögun nái þó ekki til allra krafna, til dæmis veðkrafna ef eign stendur undir kröfu. Andlát RAGNA LORENTZEN RAGNA Lorentzen, kennari og fræðimaður, lést nýverið í Kaup- mannahöfn, 85 ára að aldri. Ragna lærði ís- lensku og norræn fræði við Hafnarháskóla snemma á öldinni og hlaut styrk til áfram- haldandi náms við Há- skóla íslands árið 1933. Ragna kenndi í 20 ár við menntaskóla í Kaupmannahöfn en fór að því loknu að kenna við Kennaraháskóla í Kaupmannahöfn; „Danmarks Lærehoj- skole“, þar sem hún vann síðan allan sinn starfsferil allt til ársins 1980. Þangað sóttu margir íslenskir kennarar til framhalds- náms. Auk þess að kenna dönsku við skólann var Ragna nokkurs kon- ar umsjónarmanneskja Islending- anna, tók þá upp á sína arma og aðstoðaði þá við að ná áttum í nýju landi, auk þess að fylgjast grannt með högum þeirra og fjölskyldna þeirra. Um margra ára skeið kom Ragna til landsins á hveiju sumri og hélt námskeið í dönsku fyrir íslendinga, auk þess að ferðast um landið. Ragna talaði á annan tug tungumála reip- rennandi. Hún var vin- sæll fyrirlesari og ferð- aðist um alla Evrópu og víðar þar sem hún hélt erindi í háskólum og á ráðstefnum um norræn fræði. Voru fyrirlestr- amir þá jafnan fluttir á tungumáli heima- manna. Þó Ragna hafi hætt kennslu við skólann árið 1980 starfaði hún þó að íslensku- kennslu í Kaupmannahöfn allt til dauðadags og tók nemendur í einka- tíma. Ragna þýddi tvær af bókum Hjálmars Bárðarsonar yfir á danska tungu. Auk þess að hljóta viðurkenn- ingar í heimalandi sínu fyrir störf sín hlaut Ragna Hina íslensku fálka- orðu árið 1980 fyrir störf sín að kennslumálum. Ragna Lorentzen (’/• / ; (/(/(/ r(/f/f't/t/( / - - W Móniaoejssfanif* ós/ta ftonum a S/sfa/u fi tif namingfa niCA amm Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla -SAMMENNT- auglýsir tvo fundi sem opnir eru áhugasömum aðilum um neðangreind málefni. 1) Kynningarfundur um EOUN - European Open University Network - verkefnið Fundurinn fer fram í Veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga 5, fímmtudaginn 23. febrúar n.k. kl. 10 - 12. Frummælandi á fundinum verður Nicholas Fox, starfs- maður EOUN verkefnisins. Markmið European Open University Network verkefnisins hefur verið að koma á laggirnar virku samstarfi þeirra evrópsku háskóla sem nýta kosti fjarkennslu til að auka þá möguleika sem nemendum skólanna standa til boða. Nicholas Fox mun í kynningu sinni rekja tilurð þessa samstarfs og áform um framtíð þess. Þá mun hann ræða sérstaklega um með hvaða hætti íslendingar gætu tengst þessu samstarfi með beinum hætti á næstu þremur árum. 2) Kynningarfundur um verkefni á vegum Evrópusambandsins á sviði tækninotkunar í námi og endurmenntun. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Háskólabókasafns - Landsbókasafns íslands, fimmtudaginn 23. febrúar n.k. kl. 13 - 17. Frummælandi á fundinum verður Morten Moller, starfsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hr. Moller mun í kynningu sinni segja frá helsta árangri sem orðið hefur af verk- efnum sem styrkt hafa verið af Evrópusambandinu á síðustu árum á þessu sviði. Þá mun Hr. Moller kynna þær áherslur sem ákveðnar hafa verið fyrir næstu Rammaáætlun Evrópusambandsins á sviði tækninotkunar í námi og rekja þá möguleika á samstarfi sem íslendingum standa nú til boða á þessu sviði. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá SAMMENNT í sxma 569 4900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.