Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 22

Morgunblaðið - 19.02.1995, Side 22
22 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið til sýninga spennumyndina Disclosure með Michael Douglas og Demi Moore í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á metsölubók rithöfundarins Michaels Crichton, s sem m.a. skrifaði Júragarðinn. Dæminu snúið við AÐALPERSÓNAN í Disclos- ure, Tom Sanders (Michael Douglas), er háttsettur hjá tölvu- fyrirtækinu DigiCom. Samruni er framundan hjá fyrirtækinu og á Sanders von á stöðuhækkun í kjöl- farið. Þegar af samrunanum verð- ur er það hins vegar hin unga Meredith Jones (Demi Moore) sem hlýtur stöðuna. Hún kemur frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og þau Sanders þekkjast frá fyrri tíð, en þau höfðu verið elskendur tíu árum áður. Meredith boðar Tom til kvöldfundar á skrifstofu sinni og þegar þangað er komið leitar hún á hann. Tom neitar henni í fyrstu en lætur svo undan að lokum. Hann hættir þó í miðju kafí og rýkur í burtu. Þegar hann mætir til vinnu næsta dag kemst hann svo að því að Meredith hef- ur kvartað undan honum vegna kynferðislegrar áreitni, en Tom er aldeilis ekki sáttur við það og ákveður sjálfur að kæra. I svipt- ingunum sem koma í kjölfar kær- unnar kemur svo ýmislegt upp á yfirborðið, bæði varðandi fortíð Toms og framtíð fyrirtækisins sem hann starfar hjá. Leikur í gerviveröld Leikstjóri og framleiðandi Dis- closure er Barry Levinson, en hann hlaut óskarsverðlaunin sem besti leikstjóri ársins 1988 fyrir Rain Man með Dustin Hoffman og Tom Cruise í aðalhlutverkum. Árið áður leikstýrði hann Robin Williams í Good Moming, Viet- nam, sem varð ein vinsælasta mynd ársins, og árið 1990 leik- stýrði hann Bugsy með Warren Beatty í aðalhlutverki, en sú mynd var tilnefnd til 10 óskarsverð- launa. Auk þess að leikstýra og framleiða kvikmyndir hefur Le- vinson getið sér gott orð sem handritshöfundur, en meðal kvik- myndahandrita hans em ...And Justice for All, Diner og Avalon, og hlaut hann tilnefningu til ósk- arverðlauna fyrir þær allar. Disclosure er gerð eftir met- sölubók Michaels Crichtons, en hann hefur stundum verið kallað- ur „faðir tæknitryllisins". Meðal annarra þekktra bóka hans sem hafa verið kvikmyndaðar em The Andromeda Strain, The Great Train Robbery, Congo (sem nú er verið að kvikmynda) og Júra- garðurinn. Sjálfur hefur Crichton, sem er læknismenntaður, leikstýrt sex kvikmyndum, en meðal þeirra em Westworld, Coma og The Great Train Robbery. Hann hefur alla tíð verið hugfanginn af tölv- um og öðmm hátæknibúnaði, og um skeið átti hann eigið hugbún- aðarfyrirtæki auk þess sem hann bjó til tölvuleikinn Amazon. Skáldsögur Crichtons hafa ein- att verið einu skrefí á undan í því að segja fyrir um málefni sem verða efst á baugi í framtíðinni. Hvað Disclosure varðar er einn aðalþátturinn í „plottinu" notkun tölvufyrirtækisins á sýndarvem- leika, en það er tækni sem flytur notandann inn í tilbúið, þrívítt umhverfí sem hannað er með tölvuhugbúnaði. í fyrstu var þessi tækni notuð til að þjálfa flugmenn í flughermum, og upp á síðkastið hefur bandaríska geimferðastofn- unin notað tæknina til að líkja FORSTJÓRI fyrírtækisins, sem leikinn er af Donald Sutherland, heldur verndarhendi yfir Mered- ith í baráttunni við Tom. eftir aðstæðum í himingeimnum við þjálfun geimfara. Enn sem komið er hefur eini sýndarveru- leikinn sem almenningi hefur gef- ist kostur á að nota tengst háþró- uðum leiktækjasölum og skemmtigörðum, en ástæða þess er sú að vélbúnaðurinn sem þarf er bæði flókinn og fyrirferðarmik- ill. Notandinn setur þá á sig höf- uðbúnað sem tengdur er tölvu, en í höfuðbúnaðinum eru augu sem eru tveir örsfnáir sjónvarpsskjáir, en með aðstoð þeirra samlagast skynjun notandans ímyndum sem framkallaðar eru með aðstoð hug- búnaðar. Með þennan höfuðbúnað upplifír notandinn þannig sýndar- veruleika sem hann getur ferðast um og átt samskipti við. Það voru-galdramennirnir hjá Industrial Light & Magic sem gerðu þann þátt kvikmyndarinnar Disclosure sem fjallar um sýndar- veruleika. Þar er þó ekki um að ræða tækni sem þegar er á boð- stólum heldur þá útgáfu sem búist er við að framtíðin beri í skauti sér. í sögunni er hin nýstárlega sýndarveruleikafrumgerð TOM er háttsettur hjá fyrirtækinu DigiCom og á stöðuhækkun í vændum, en óvæntir atburðir verða til þess að allt fer á annan veg. DigiCom samsett úr umhverfí sem notandinn getur ferðast um eins og í bókasafni og skoðað þar margvísleg skjöl fyrirtækisins. Til þess að koma þessum atriðum myndarinnar á fílmu voru leikar- arnir Michael Douglas og Joel Urla myndaðir fyrir framan bláskjá og þvínæst færðir með stafrænni tækni inn i þrívítt um- hverfí sem að öllu leyti var hann- að í tölvu. Útkoman verður svo vægast sagt dularfull blanda raunverulegs leiks i gerviveröld. mann Karls Maldens, en sjón- varpsþættir þessir urðu ein- hverjir hinir vinsælustu í sjón- varpi vestra á fyrri hluta átt- unda áratugaríns. Jafnhliða þessu fór Douglas að reyna fyrir sér sem kvik- myndaframleiðandi og hlaut ein fyrsta mynd hans, One Flew over the Cuckoo’s Nest, fimm óskarsverðlaun og millj- arða gróða, og þvi næst kom China Syndrome, þar sem hann lék jafnframt eitt af aðal- hlutverkunum. Á síðari hluta áttunda áratugaríns einbeitti Douglas sér hins vegar að leik- listinni, og lék hann þá m.a. í Coma (sem Michael Crichton, höfund- ur Disclosure, leikstýrði), It’s My Turn, Star Chamber og Running. Árin 1984 Tvö á toppnum ÆR persónur sem ég lað- ast að í kvikmyndunum sem ég geri eru raunverulegt fólk. Eg kann vel að meta per- sónur sem eru veiklundaðar og breyskar, og óttast alls ekki að sýna einhvern sem hefur á sér veika hlið því það höfum við öll. Ég kann vel að meta persónur sem þurfa að kljást við siðferðilegar spurn- ingar og ná svo vonandi réttri niðurstöðu. í mínum augum er Tom Sanders mjög raun- verulegur," segir Michael Douglas, en hann og Demi Moore, mótleikari hans í Dis- closure, eru meðal vinsælustu leikaranna í Hollywood í dag. Douglas hefur verið svo heppinn að eigin mati að hafa tengst fjölmörgum kvikmynd- um sem hreyft hafa við tilfinn- ingum fólks og vakið það til umhugsunar og umræðu. Þar á meðal eru One Flew over the Cuckoo’s Nest, Fatal Attrac- tion, China Syndrome, Wall Street, Basic Instinct, Falling Down og nú slðast Disclosure. „Allt eru þetta myndir sem fá fólk til að hugleiða spurningar sem það hefur ekki leitt hug- ann að áður og sjá því fyrir umræðuefni eftir að út úr kvikmyndahúsunum kemur,“ segir Douglas. Michael Douglas er fæddur í Hollywood, sonur leikarans Kirks Douglas og Díönu konu hans. Ætternið hefur líklega ekki spillt fyrir þegar Michael fór að reyna fyrir sér nýút- skrifaður leikarí liðlega tví- tugur á sviði í New York, því tækifærin létu ekki á sér standa og fljótlega buðust honum einnig hlutverk í sjón- varpsmyndum og aukahlut- verk í kvikmyndum. Hann varð frægur í Bandaríkjunum þegar hann fékk annað aðal- hlutverkið í lögregluþátt- unum The Streets of San Francisco, þar sem hann lék að- stoðar- og 1985 framleiddi Douglas og lék í myndunum Romanc- ing the Stone og Jewel of the Nile, ásamt þeim Kathleen Turner og Danny DeVito. Meðal annarra mynda sem fyrirtæki Douglas hafa framleitt eru Starman, Flatliners, Radio Flyer og Made in America. Eitt af stóru nöfnunum Demi Moore er fyrir allnokkru orðin eitt af stóru nöfnunum í Hollywood, og er skemmst að minnast leiks hennar í kvik- myndunum A Few Good Men, þar sem hún lék á móti Tom Cruise og Jack Nicholson, og Indecent Proposal, þar sem hún lék á móti Robert Redford og Woody Harrelson. En það var kvikmyndin Ghost sem skaut henni fyrir alvöru upp á sljörnuhimininn, og ekki hefur það spillt fyrir frama hennar að hún hefur verið ákaflega Iagin við að vekja á sér athygli með alls kyns uppá- tækjum. Nafn hennar varð til dæmis á hvers manns vörum fyrir fáum árum þegar hún lét birta af sér nektarmynd á forsíðu tímarits, en þá gekk hún með annað barn sitt og eiginmannsins, kvikmynda- leikarans Bruce Willis. Demi Moore er fædd í Nýju Mexíkó, dóttir kornungra for- eldra. Eftir nokkuð erfiða æsku fékk hún hlutverk í sápuóperunni General Hospit- al, en fyrsta kvikmyndahlut- verkið áskotnaðist henni árið 1984 þegar hún lék dóttur Michaels Caines í myndinni Blame it on Rio. í kjölfarið fylgdu svo hlut- verk í myndunum No Small Affair og St. Elmo’s Fire, og hlaut hún nokkurt lof fyrir leik sinn í þeim. Því næst komu nokkrar myndir sem juku ekkert sérstaklega hróð- ur hennar, en þar á meðal eru spennumyndin The Seventh Sign og gamanmyndin We’re No Angels, en í henni lék hún með Sean Penn og Robert De Niro. Þá lék hún í Mortal Thoughts með Glenne Hadley og Bruce Willis, og The Butc- her’s Wife með Jeff Daniels, en sú mynd kolféll reyndar. Það var svo sem fyrr segir Ghost sem gerði útslag- ið, en vinsældir hennar urðu gífurlegar og hefur myndin skilað rúmlega 500 milljónum dollara í kassann samanlagt. Þar með var Demi komin í þá aðstöðu að fá hlutverk í myndum sem eitthvað bragð þykir að eins og sýnt hefur sig með myndunum A Few Good Men, Indecent Proposal og nú s íðast Disclosure. Skömmu eftir að hún lék i Disclosure lék svo Demi Moore í mynd Rolands Joffe, The Scarlet Letter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.