Morgunblaðið - 19.02.1995, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-4-
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 25
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BREYTT VIÐHORF
ÞÓTT ekkert liggi fyrir um
það, hvort samningar tak-
ist um þessa helgi, þegar for-
ystugrein Morgunblaðsins er
skrifuð á laugardagsmorgni, fer
þó ekki á milli mála, að grund-
vallarbreyting hefur orðið á við-
horfi og sjónarmiðum þeirra að-
ila, sem koma að kjarasamning-
um miðað við það, sem áður var.
Sú stefnubreyting, sem varð með
kjarasamningunum í febrúar
1990 er augljóslega að festast í
sessi. Samningar sem byggðir
eru á raunhæfum forsendum
munu leiða til þess að uppsveifl-
an í íslenzku efnahagsllfi kemst
á fulla ferð.
Þeir, sem hafa fylgzt með
sviptingum á vinnumarkaðnum á
undanförnum áratugum, verk-
föllum, óraunhæfum kauphækk-
unum, óðaverðbólgu og öllu sem
því fylgir, hafa átt erfitt með að
sannfæra sjálfa sig um það, að
breytt viðhorf hafi náð að festa
rætur. En þegar tekið er mið af
opinberum yfirlýsingum aðila
vinnumarkaðar, hvort sem þeir
eru í hópi vinnuveitenda eða
verkalýðsfélaga, fer tæpast á
milli mála, að nú eru allt önnur
sjónarmið uppi en áður var.
Uppbygging hagdeilda á veg-
um verkalýðsfélaganna á áreið-
anlega ríkan þátt í þessum
breyttu viðhorfum. Forystumenn
launþega hafa nú undir höndum
upplýsingar um stöðu þjóðarbús-
ins og fyrirtækja, sem unnar eru
af þeirra eigin starfsmönnum.
Þeir hafa jafn hæfa sérfræðinga
í sinni þjónustu og bæðj ríki og
vinnuveitendur. Þeir hafa að-
gang að sömu upplýsingum og
geta lagt sjálfstætt mat á þær.
Þessi sjálfstæða upplýsingasöfn-
un verkalýðsfélaganna um þjóð-
arbúskapinn á örugglega mikinn
þátt í breyttri afstöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Reynslan af tveggja áratuga
óðaverðbólgu á einnig þátt í
breyttri afstöðu. Stjórnendur
fyrirtækja hafa kynnzt því að
auðveldara er að reka fyrirtæki,
þegar stöðugleiki ríkir. Starfs-
menn fyrirtækjanna háfa með
ýmsum hætti notið góðs af þeim
stöðugleika. Hinn almenni borg-
ari finnur það í eigin heimilis-
rekstri að stöðugleiki og lítil
verðbólga er honum til hagsbóta.
Þessi breyttu viðhorf vekja
bjartsýni um framtíðina. Þau
vekja vonir um að okkur muni
takast að halda þjóðarskútunni
á réttum kili næstu árin og sigla
upp úr öldudalnum. Takist skyn-
samlegir samningar nú er þess
tæplega langt að bíða að ríkis-
valdið geti farið að létta skatt-
byrði almennings smátt og
smátt, sem hefur þyngst mjög á
undanförnum kreppuárum.
Stundum er sagt, að skattar, sem
einu sinni hafa verið lagðir á,
verði aldrei lagðir niður. Þessi
ríkisstjórn, eða.sú, sem við tek-
ur, á að afsanna þær staðhæf-
ingar. Tekjur ríkissjóðs hafa
aukist mjög með batnandi tíð og
fyrr eða síðar á það að skila sér
til skattgreiðendanna sjálfra.
Það yrði martröð fyrir þjóðina
alla, ef við horfðum fram á lang-
an og erfiðan verkfallavetur. En
með sama hætti yrði það gífur-
legur léttir, ef tækist nú um
þessa helgi eða næstu daga að
ljúka vinnudeilum með friðsam-
legum hætti og með skynsamleg-
um og raunhæfum samningum.
Fyrri hluti þessa áratugar hef-
ur verið erfiður. Seinni hlutinn
getur orðið tími mikilla framfara
og þjóðfélagsumbóta, ef rétt er
á haldið.
STUÐNING-
URVIÐ
LANDBÚNAÐ
ÞÓRÐUR Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar,
skýrði frá því á fundi með ráðu-
nautum Búnaðarfélags íslands
og Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins fyrir nokkrum dög-
um, að stuðningur stjórnvalda
við landbúnað væri hér enn með
því hæsta, sem þekktist meðal
aðildarríkja OECD. Fram á árið
1992 var ísland í fyrsta sæti að
þessu leyti, en á árinu 1994 er
Island talið vera í fjórða sæti.
Þetta er þeim mun athyglis-
verðara, þar sem verulegur nið-
urskurður hefur orðið á þessu
kjörtímabili á fjárframlögum til
landbúnaðarins. Er talið, að
hann nemi á fjórum árum 6-7
milljörðum króna. Á árinu 1992
kom til framkvæmda nýr bú-
vörusamningur og samkvæmt
honum voru útflutningsbætur
lagðar niður, en þær námu 2,4
milljörðum á árinu 1991.
Bændur hafa lagt hart að sér
á undanförnum árum til þess að
laga framleiðslu sína og starfs-
hætti að breyttum tímum og
nýjum markaðsaðstæðum.
Draga má í efa, að nokkur þjóð-
félagshópur hafi orðið fyrir jafn
mikilli röskun á stöðu og högum
og þeir á svo skömmum tíma.
Þær upplýsingar sem fram
komu í erindi Þórðar Friðjóns-
sonar benda hins vegar til þess,
að hér sé ekki hægt að Iáta stað,-
ar numið. Og þótt bændum kunni
að þykja það hart komast þeir
ekki hjá því að horfast í augu
við þennan veruleika. Sala á
kindakjöti hefur t.d. dregizt
saman um 16% frá árinu 1990
og sala kjötafurða í heild hefur
minnkað á undanförnum árum.
Breyttar neyzluvenjur fólks
koma hér við sögu og þeim verð-
ur ekki breytt með opinberum
tilskipunum eða fjárframlögum
hins opinbera.
HELGI
spjall
NASTASJA FILIPPOVNA
VIÐ PARFJON ROGOZHÍN
(EÐA MYSHKIN FURSTI)
En ást þín var hnífur og helvíti mitt
var hjarta sem blæddi og drap yndi sitt
og dauðinn var lausn eins og dagur sem fer
með draumkenndan hroll inní myrkrið með sér.
Ég hugsa um furstann en horfi á þig
ég er hóran Nastasja og þú keyptir mig,
hann sagði ég væri göfug og góð
þú grézt þar sem dauðinn við rúmið mitt stóð.
Það var indælt að finna hann elskaði mig
hann elskaði báðar og fuglana og þig
og hönd hans var mjúk eins og kulið við kinn
en ég kaus þó að deyja sem fávitinn þinn.
En fuglarnir kviðra við kvöldlúna grein
og kvíðagult lauf þar sem dagsljósið skein
unz skógurinn þagnar og þögnin ber
minn þráláta harm inní dauðann með sér.
Nastasja Filippovna í Þjóðleikhúsinu.
M
(meira næsta sunnudag)
IÓLAFS SÖGU THORS ER M.A.
sagt frá bréfaskiptum þeirra
bræðra, Ólafs og Thors Thors,
sem þá var sendiherra íslands
í Washington. í bréfi, sem Ólaf-
ur skrifaði Thor bróður sínum
rúmri viku eftir þingkosningar,
sem fram fóru haustið 1949,
sagði hann m.a. um úrslit kosninganna:
„Jónas Rafnar glimrandi. Það var gott
fyrir mig, því víða heyri ég utan að mér,
einmitt nú, að ég hafi teflt eins og asni,
þegar ég setti J.R. á Akureyri en M.J.
(Magnús Jónsson) í sýsluna. Raunar réði
ég því engan veginn. En ef illa hefði til
tekizt, er vafalítið hver skömmina hlaut.
- Framsóknarmenn töldu Kristin kosinn
[Kristinn Guðmundsson síðar utanríkisráð-
herra].“
í sögu Ólafs Thors segir einnig um þess-
ar kosningar: „Það vekur einkum athygli,
hve Jónas Rafnar bætti miklu fýlgi við
Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri í þessum
kosningum. Hann hlaut 1292 atkvæði en
í kosningunum á undan fékk flokkurinn
961 atkvæði."
Jónas G. Rafnar, fyrrum alþingismaður
og bankastjóri, sem jarðsettur verður nk.
þriðjudag, var einn í hópi glæsilegra ungra
manna, sem komu til liðs við Sjálfstæðis-
flokkinn á fyrstu árunum eftir heimsstyij-
öldina síðari og settu mjög svip á flokkinn
og forystusveit hans næstu áratugi. Það
var reisn yfir sjálfstæðismönnum á Norð-
urlandi, þar sem þeir fóru í fararbroddi
sameiginlega, þannig að ekki bar skugga
á, þeir Jónas G. Rafnar og Magnús heitinn
Jónsson frá Mel.
Jónas G. Rafnar var hlédrægur maður
og hógvær og hafði sig ekki mikið í
framrni. En hann var einn þeirra manna,
sem á löngum þingferli mynduðu kjölfest-
una í Sjálfstæðisflokknum. Það tók langan
tíma að kynnast Jónasi G. Rafnar en þá
kom í ljós, að þar fór maður, sem hafði
til að bera traustari dómgreind, en margir
þeirra, sem létu meira að sér kveða. Það
var afar lærdómsríkt fyrir unga menn að
tala við Jónas G. Rafnar um stjómmál.
Slík var yfirsýn hans og þekking á mönn-
um og málefnum. Þeir, sem á annað borð
kynntust þekkingu hans, dómgreind og
víðsýni, leituðu til hans aftur og aftur.
Samskipti Jónasar G. Rafnar og rit-
stjóra Morgunblaðsins voru ekki mikil
framan af árum en þegar harðna tók á
dalnum innan Sjálfstæðisflokksins eftir
kosningarnar 1978 og hálfgert styijaldar-
ástand ríkti á vettvangi flokksins næstu
árin á eftir, fjölgaði þeim fundum enda
gott og gagnlegt að hlýða á mann, sem
stóð utan við átökin en hafði einlægan
áhuga á velferð Sjálfstæðisflokksins. Leið-
sögn Jónasar G. Rafnar á þeim árum kom
viðmælendum hans vel.Og þrátt fyrir sam-
eiginlegan pólitískan áhuga á þessum
árum undir lok kalda stríðsins skildi hann
vel þá þróun til sjálfstæðis Morgunblaðs-
ins, sem þá þegar hafði verið mörkuð og
fylgt fram hægt og bítandi.Grundvallar-
stefna Sjálfstæðisflokksins var sameigin-
legt markmið enda hefur hún nú einnig
sett svip sinn á aðra stjómmálaflokka.
Þótt Jónas G. Rafnar hefði ekki mikil
bein afskipti af innri málefnum Sjálfstæð-
isflokksins, eftir að hann var sjálfur hætt-
ur þátttöku í stjómmálum, lét hann þó
óvænt en rækilega að sér kveða fyrir borg-
arstjómarkosningarnar 1982. Þá hafði
vinstri meirihluti setið að völdum í Reykja-
vík í fjögur ár og sjálfstæðismönnum
kappsmál að endurheimta meirihluta sinn.
Hins vegar hafði Sjálfstæðisflokkurinn
klofnað við myndun ríkisstjómar tveimur
árum áður, þegar Gunnar Thoroddsen,
varaformaður flokksins, myndaði ríkis-
stjórn í andstöðu við mikinn meirihluta
sjálfstæðismanna. Albert Guðmundsson
hafði heitið þeirri ríkisstjórn hlutleysi, þeg-
ar hún var mynduð, en hann sat einnig í
borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. I
prófkjöri vegna borgarstjórnarkosning-
anna hafði Albert lent í þriðja sæti á eftir
Davíð Oddssyni og Markúsi Emi Antons-
syni.
í janúarmánuði 1982 höfðu forystumenn
vinstri flokkanna leitað mjög eftir sam-
starfi við Albert Guðmundsson og jafnvel
gefið til kynna, að færi hann fram með
sérstakan framboðslista í borgarstjórnar-
kosningunum ætti hann kost á borgar-
stjóraembætti í samstarfi við þá að kosn-
ingum loknum. Þeir Jónas og Albert vora
samstarfsmenn í Útvegsbanka íslands, þar
sem Albert var formaður bankaráðs, þegar
hér var komið sögu.
í desembermánuði 1981 hafði Jónas G.
Rafnar samband við forsvarsmenn Morg-
unblaðsins og óskaði eftir trúnaðarsamtali
við þá. í minnispunktum ritstjóra blaðsins
um þetta samtal segir m.a.: „Erindi hans
var, að hann og tveir aðrir menn hefðu
rætt sín í milli um borgarstjómarkosning-
amar 1982. Þeir væru sannfærðir um, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði möguleika á
meirihluta í þeim kosningum, ef flokkurinn
stæði sameinaður, en til þess, að svo yrði
væri nauðsynlegt að hafa Albert Guð-
mundsson á listanum. Jónas sagði, að
hann og samstarfsmenn hans tveir hefðu
engra hagsmuna að gæta, en væra í þeirri
aðstöðu, að þeir gætu lagt að Albert Guð-
mundssyni að taka skynsamlegar ákvarð-
anir. Jónas Rafnar reifaði síðan stöðuna í
sambandi við borgarstjómarlistann og
sagði að það væri auðvitað ljóst, að Davíð
Oddsson yrði borgarstjóraefni og líklega
væri ekki kostur á því að hafa tvo borgar-
stjóra og svöraðum við því til, að það
væri rétt mat hjá honum. Hins vegar sagði
hann, að Albert legði mikið upp úr því að
halda sæti sínu í borgarráði og teldi það
í nokkurri hættu eftir að Markús Öm varð
fyrir ofan hann í prófkjörinu og jafnframt
ræddi Jónas um þann möguleika, að Al-
bert yrði ásamt því að vera áfram í borgar-
ráði forseti borgarstjórnar. Tilmæli Jónas-
ar voru þau, að við ræddum þetta við
áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum til þess
að kanna, hvort þeir hefðu áhuga á aðstoð
hans og hans manna í þessum efnum.“
í kjölfarið fylgdu í janúarmánuði fundar-
höld og samráð á milli forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins. í þeim samtölum kom
skýrt fram, hvert traust Geir Hallgríms-
son, þáverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, bar til Jónasar G. Rafnar. Um
skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins
urðu miklar sviptingar og um skeið leit
út fyrir, að Albert Guðmundsson yrði ekki
á listanum en svo fór þó í janúarlok, að
samkomulag náðist um, að Albert yrði I
framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Um
vorið endurheimti Sjálfstæðisflokkurinn
meirihluta sinn í borgarstjóm með glæsi-
legum hætti undir forystu Davíðs Oddsson-
ar.
Ritstjórar Morgunblaðsins minnast sam-
skipta við Jónas G. Rafnar með þakklæti.
Hann var einn þeirra manna, sem gerðu
Sjálfstæðisflokkinn verðan þess að hljóta
almannastuðning.
Jöfnun sam-
keppnisskil-
yrða
Á SIÐUSTU ÁRUM
hefur krafan um
jöfnun samkeppnis-
skilyrða í atvinnu-
og viðskiptalífi orð-
ið mjög hávær. Hún
birtist með ýmsum hætti. Þeir, sem reka
atvinnufyrirtæki, sætta sig ekki lengur við
margvísleg afskipti opinberra aðila af
rekstri einstakra fyrirtækja. Einkafyrir-
tæki í skipasmíðum sættir sig ekki við fjár-
framlög opinberra aðila í einu eða öðru
formi til annarra skipasmíðastöðva. Það
skekkir samkeppnisskilyrðin.
Fyrirtæki, sem starfa að hugbúnaðar-
gerð, sætta sig ekki við, að opinber fyrir-
tæki séu umsvifamikil í hugbúnaðargerð
og búi við allt aðra skattlagningu en einka-
fyrirtækin. Það má spyija, hvort eðlilegt
sé, að mjólkurbú sé úrelt með almannafé
en síðan notað til þess að hefja nýja drykkj-
arvöraframleiðslu í samkeppni við einka-
fyrirtæki, sem þurfa að standa undir mik-
illi fjárfestingu. Fyrirtæki, sem keppa við
Póst og síma, hafa ítrekað bent á ójöfn
samkeppnisskilyrði á þeim vettvangi. Um
þetta má nefna fjölmörg dæmi. Tíðarand-
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 18. febrúar
Mbl/Rax
inn er sá, að þetta sé óþolandi og óviðun-
andj.
Sl. fímmtudag efndi Félag viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga til fundar um
íslenzkan fjármagnsmarkað um aldamót.
Á þessum fundi flutti Ragnarpnundarson,
einn af framkvæmdastjórum íslandsbanka
hf., ræðu, þar sem hann fjallaði um að-
stöðumun einkafyrirtækja, sem starfa á
fjármálamarkaðnum, og opinberra fyrir-
tækja. í ræðu þessari hélt Ragnar Önund-
arson því fram, að bankar og aðrar lána-
stofnanir í eigu ríkisins fengju um 3.600
milljónir króna í ólögmætan styrk á ári í
formi arðgreiðsluleysis og undanþágu frá
ríkisábyrgðargjaldi.
Rökstuðningur framkvæmdastjórans
fyrir þessum staðhæfíngum er sá, að 0,25%
ríkisábyrgðargjald hefði verið lagt á sumar
lánastofnanir í eigu ríkisins, stofninn til
gjaldtöku væri 64 milljarðar en ætti að
réttu að vera 385 milljarðar króna. Tekjur
ríkissjóðs af gjaldinu ættu að vera 960
milljónir en væra einungis 160 milljónir
en mismunurinn, 800 milljónir, væri í raun
ríkisstyrkur, sem ekki væri skýlaus laga-
heimild fyrir.
Þá hélt Ragnar Önundarson því fram,
að þessar stofnanir ættu 51 milljarð króna
í eigin fé og ef greiddur væri af því há-
marksarður, 8,5%, væri um að ræða 4,6
milljarða á ári, sem ríkissjóður yrði af í
tekjum. Raunhæfara væri að reikna með
5-6% arði, sem væri þá um 2,8 milljarð-
ar. Þessi eftirgefni arður er að mati fram-
kvæmdastjórans óréttlátur gagnvart ís-
landsbanka og sparisjóðunum. Hann taldi
ennfremur ólíklegt, að hann samrýmdist
samningunum um EES, þar sem hann
kynni að gera erlendum lánastofnunum á
íslandi erfitt fyrir í samkeppni.
Vafalaust verða einhveijir til þess að
gera athugasemdir við þessa röksemda-
færslu Ragnars Önundarsonar. Hitt er al-
veg ljóst, að einkafyrirtæki, sem starfa á
fjármálamarkaðnum, hljóta með sama
hætti og einkafyrirtæki í öðrum starfs-
greinum að gera kröfu til þess að sam-
keppnisskilyrði I þessari atvinnugrein séu
jöfn. Þar sitji allir við sama borð.
I upphafi þessa kjörtímabils var töluvert
rætt um einkavæðingu ríkisbanka. Morg-
unblaðið taldi á þeim tíma ráðlegast að
fara hægt í sakimar í þeim efnum. Banka-
kerfíð var að fara inn í mjög erfitt tíma-
bil mikilla afskrifta vegna tapaðra skulda.
Þetta tímabil er senn að baki. Nú er tíma-
bært að hefja umræður á nýjan leik um
eðlilegar breytingar á aðild ríkisins að fjár-
málastofnunum.
í því sambandi er ástæða til að vekja
athygli á þeim umræðum, sem að undan-
förnu hafa farið fram á vegum ríkisstjóm-
arinnar um framtíð þriggja fjárfestingar-
lánasjóða, sem að hluta til a.m.k. eru tald-
ir í eigu hins opinbera. Niðurstaða ríkis-
stjómarinnar varð sú, að breyta annars
vegar Fiskveiðasjóði og hins vegar Iðn-
lánasjóði og Iðnþróunarsjóði í tvö hlutafé-
lög. Væntanlega er markmiðið með því
að breyta sjóðunum í hlutafélög að selja
smátt og smátt hlutabréfín í þeim á fijáls-
um markaði.
Morgunblaðið hefur vakið athygli á því,
að það sé í raun og veru fortíðarfyrirbæri
að starfrækja sérstaka fjárfestingarsjóði
af þessu tagi. Nú geta vel rekin og öflug
fyrirtæki, sem hugsa til fjárfestinga, boðið
út fjármögnun slíkra fjárfestinga og gefið
bönkum og sparisjóðum, verðbréfafyrir-
tækjum og erlendum lánastofnunum kost
á að taka þátt í útboðinu. Það má m.ö.o.
færa rök fyrir því, að það sé ekki lengur
þörf á sérstökum fjárfestingarlánasjóðum,
eins og hér hafa tíðkazt. Þótt æskilegra
hefði verið, að ríkisstjórnin hefði stigið
skrefíð til fulls, er það þó spor í rétta átt
að breyta sjóðunum í hlutafélög. í kjölfar-
ið hlýtur röðin að koma að ríkisbönkunum.
Hluti af
heimsmark-
aði
I ÞESSU SAM-
bandi er ekki úr
vegi að vekja at-
hygli á hugleiðing-
um Guðmundar
Haukssonar, fram-
kvæmdastjóra Kaupþings hf., á fyrrnefnd-
um fundi viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga. Hann sagði m.a.: „Verðbréfamarkað-
urinn er t.a.m. aðeins nokkurra ára gam-
all og stutt er síðan Seðlabanki íslands
ákvað alla vexti í landinu. Bankar höfðu
takmarkaðar heimildir, þær vora að mestu
bundnar við innlend viðskipti og sam-
keppni þeirra á milli var mjögtakmörkuð.
Þessi staða endurspeglar margt í þjóðfé-
lagi okkar. Forsjárhyggjan var lengi í for-
sæti þannig að lítið rými var til skapandi
hugsunar. Þjóðfélagið nýtti sér seint feng-
ið sjálfstæði og því varð bið á framföram
á mörgum sviðum. Á meðan miklar fram-
farir urðu á vettvangi fjármálaþjónustu
erlendis gerðist lítið serh ekkert hér á
landi. Eins og áður var getið skorti menn
skilning á þessari atvinnugrein. Hugurinn
var um of bundinn við hefðbundna atvinnu-
vegi og enn í dag vantar mikið á, að eðli-
leg viðurkenning fáist á þessari starfsemi.
Reyndar tel ég að þetta hugarfar hafí
komið í veg fyrir nýsköpun á fleiri sviðum.“
Og síðar í ræðu sinni sagði fram-
kvæmdastjóri Kaupþings: „Árið 2000 er
skammt undan. Þó er líklegt að við eigum
eftir að sjá miklar breytingar eiga sér stað
á þessum skamma tíma. Annars vegar er
nýlega búið að fella niður ýmis boð og
bönn í viðskiptalífínu hér á landi sem lík-
legt er að fyrirtæki færi sér í nyt, hins
vegar mun þróun mála erlendis hafa áhrif
á okkur, þar sem við tengjumst nú í rík-
ara mæli alþjóðlegu viðskiptaumhverfí.
Heimurinn verður í stóram dráttum eitt
fjármálasvæði og ísland hluti þess. Er
mikilvægt að við nýtum okkur vel þá sókn-
armöguleika, sem í þessu felast. Það fer
aldrei hjá því, að ýmsir ókostir fylgi opnu
kerfi eins og hér er spáð og samkeppnin
á verðbréfamarkaði verður fyrir bragðið
mun harðari en við höfum áður þekkt.“
Framfarir í fjármálaþjónustu á íslandi
á einum áratug hafa fyrst og fremst orðið
fyrir frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra, sem
starfa á þessum markaði, bæði nýrra og
gamalla. Stjórnmálamennirnir hafa ekki
haft þar forystu heldur fylgt á eftir kröfum
fyrirtækjanna og markaðarins með laga-
breytingum og annarri aðlögun að nýjum
starfsháttum. Nú er tímabært að stíga
skrefíð til fulls.
„Það tók langan
tíma að kynnast
Jónasi G. Rafnar
en þá kom í ljós,
að þar fór maður,
sem hafði til að
beratraustari
dómgreind, en
margir þeirra,
sem létu meira að
sér kveða. Það
var afar lærdóms-
ríkt fyrir unga
menn að tala við
Jónas G. Rafnar
um stjórnmál.
Slík var yfirsýn
hans og þekking á
mönnum og mál-
efnum. Þeir, sem
á annað borð
kynntust þekk-
ingu hans, dóm-
greind og víðsýni,
leituðu til hans
aftur og aftur.“