Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR SVEINSSON kennari, Stekkjarhvammi 26, Hafnarfirði, lést f Borgarspítalanum 17. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Kristmundsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFONSO CORDOVA forstjóri, lést í Mexíkóborg miðvikudaginn 15. febrúar. Erna Geirdal de Cordova, Alfonso Ari Cordova, Erna Dís Cordova de Lopez, Alfonso Lopez, Raul Arturo Cordova, Carlos Atli Cordova, Alfonso Atli Lopez, Erna Daniela Lopez. t Maðurinn minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR STEFÁNSSON, sem lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 11. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Áskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Jódís Sigurðardóttir, Skúli Magnússon, Anna Einarsdóttir, Eyjólfur Skúlason, Eyrún Heiða Skúladóttir, Unnsteinn Guðjónsson, Jódís Skúladóttir og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS G. RAFNAR fyrrverandi alþingismaður og bankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Aðalheiður B. Rafnar Halldóra J. Rafnar, Baldvin Tryggvason, Ingibjörg Þ. Rafnar, Þorsteinn Pálsson, Ásdís J. Rafnar, Pétur Guðmundarson, barnabörn og barnabarnabarn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG INGVARSDÓTTIR, Bústaðavegi 99, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Guðmundur Þórðarson, Guðný Halfdanardóttir, Ingvar Þórðarson, Guðný Svavarsdóttir, Stefán Þórðarson, Símon Þórðarson, Ingibjörg Júlfusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUDSTEINN INGVAR ÞORBJÖRNSSON frá Vestmannaeyjum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést í St. Jósefsspítala þriðjudaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Margrét Guðmundsdóttir, Reynir Guðsteinsson, Sóley Guðsteinsdóttir Hólm, Birgir Guösteinsson, Lilja Guðsteinsdóttir, Smári Guðsteinsson, Eygló Björk Guðsteinsdóttir, Erna Rós Guðsteinsdóttir Johnson, Helga Arnþórsdóttir, María J. Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Árni Hólm, Jórunn Brádshaug, Steinþór Þórðarson, Eygló Einarsdóttir, Róbert Brimdal, EddyJohnson, Bjarni Sigurðsson, + Kristín Sveins- dóttir fæddist í Viðfirði 18. febrúar 1905. Hún lést 23. nóvember árið 1991._Móðir hennar var Ólöf Þórarins- dóttir, f. 29. sept. 1874, d. 19. apríl 1961, Sveinssonar bónda á Randvers- stöðum, Bjarnason- ar frá Viðfirði. Fað- ir hennar var Sveinn Bjarnason, f. 18. júní 1857, d. 24. des. 1927, Sveinssonar, Bjarnasonar frá Viðfirði. Ólöf var seinni kona Sveins og áttu þau átta börn, Systkini Kristínar voru: Sess- elja Sigríður, Þórarinn, Sófus, Frímann, Halldóra Guðrún, Ólöf og Anna. Anna er á lífi, ÞANN 18. febrúar sl. voru liðin 90 ár frá fæðingardegi Kristínar Sveinsdóttur frá Viðfirði. í Viðfirði ólst Kristín upp en þar hafði sama ættin búið mann fram af manni allt til þess dags er Viðfjörður fór í eyði um miðjan sjötta áratuginn. Frændgarðurinn er stór og var Kristín afskaplega nátengd sínu fólki. Hún ræktaði tengslin við skyldfólk sitt af alúð. Kristín mynd- aði eins konar brú eða tengsl á milli ættmenna sem byggðist á sam- kennd hennar og vilja til að við- halda góðu sambandi við allt sitt fólk. Það er ekki fyrr en nokkuð er liðið frá andláti hennar að ég fínn hvað ræktarsemi og umhyggja hennar skipti miklu máli. Því er það að sönnu verðmæti að hafa átt þess kost að kynnast hugsunarhætti og afstöðu hennar. Fjölskyldan í Viðfirði var annálað hagleiksfólk, listfengt og vinnusamt og hjálpfúst. Kristín sór sig í anda þess. Hún var listfeng kona og gift Guðbjarti Guð- mundssyni. Þau búa hér í Reykja- vík. Kristín giftist árið 1928 Haraldi Jóhannessyni frá Seyðisfirði, f. 22. október 1903, d. 24. júní 1982. Móðir Haralds var Elín Júlíana Sveinsdótt- ir, f. 10. júlí 1883, d. 25. apríl 1952, Arnoddssonar er bjó síðast að Efra- Langholti í Hrepp- um. Faðir Haralds var Jóhannes Sveinsson, f. 2. júní 1866, d. 21. nóvember 1955, Jónssonar frá Seyðis- firði. Kristín og Haraldur eign- uðust níu börn, en slitu samvist- um árið 1960. Afkomendur þeirra eru í dag 132. reyndar má segja að flest allt sem hún tók sér fyrir hendur hafi hún unnið af alúð og vandvirkni. Hún nam kvenfatasaum í Reykjavík sem ung stúlka og það var m.a. í sauma- skapnum sem handbragð hennar og listfengi naut sín einna best og hún saumaði mikið. Hún var einnig sístarfandi. Það var sjaldan sem henni féll verk úr hendi. Við bama- bömin og síðar bamabamabömin nutum eljusemi hennar á ýmsum sviðum, ótal sokka og vettlinga hefur hún pijónað á okkur og kom sífellt færandi hendi þótt fjöldinn væri mikill. Enn kemur upp í hug- ann handtaska hennar sem virtist rúma þær gersemar sem mestu máli síripti í þessum heimi fyrir smáfólkið, smágjafir eða sætindi eins og t.d. Bismark-bijóstsykur sem hún hafði tölverðar mætur á. Þegar ég lít til baka þá hygg ég að ein fyrsta minning mín af Krist- ínu ömmu minni tengist söng henn- ar. Hún söng oft eða raulaði vísur og barnagælur við vinnu sína - Hvort sem var við matargerð eða saumaskap. Þessi söngur hafði mjög sefandi og róandi áhrif á mig. Lögin og vísumar sem hún söng greyptust í minni okkar og rifjast nú reglulega upp þegar á þarf að- halda. Ég minnist þess tíma eitt sinn er hún saumaði á mig spari- buxur. Það var ekki hlaupið að því að fá óeirðapésa til að standa kyrr- an uppi á eldhúskolli stundarkorn til mátunar. Buxnaefnin fannst mér óþjál og gróf viðkomu sem bættu nú ekki þolgæði pjakks. En amma hafði lag á því að fá börn í lið með sér seð hlýju viðmóti sínu. Á meðan á mátuninni stóð stytti hún stundina með söng og þá linuðust þrautir drengs. Það var afskaplega gott að vera í nálægð hennar. Hún hafði góða nærveru og var iðulega hress í viðmóti og glettin. Sló á lær sér og hló mikið þegar henni var skemmt. Þótt ömmu minni væri lagið að sjá broslegu hliðar mannlífsins þá fór hún ekki varhluta af erfiðleikum þessa heims og sorgum. Hún missti þijá bræður í hörmulegu sjóslysi í Viðfírði haustið 1936 og Hreinn sonur hennar andaðist árið 1986. Enginn er samur eftir slík áföll, en amma hélt sálarró sinni vel og hygg ég að guðstrúin hafí verið það hald- reipi sem reyndist henni best. Hún trúði á Guð sinn en hún var einnig spíritisti. Hún trúði á líf eftir dauð- ann eða öllu nær væri að segja að hún trúði á eilíft líf, en þó á ögn annan hátt en Biblían boðar. Ein- hvern tíma spurði ég hana út í þessa vist sem biði okkar eftir dauðann. Það stóð ekki á ömmu minni að upplýsa mig og leiðbeina. En þegar ég hugsaði til samtala okkar hér fyrr á árum þá fínnst mér eins og hún hafí verið að lýsa fyrir mér umhverfí sem hafí verið henni hjart- fólgið. Mér datt stundum í hug að hún væri í raun að lýsa fyrir mér sólbjörtum og ylríkum stað sem minnti ögn á bernskudagana í Við- firði og víst er um það að slíkri heimkomu þyrfti enginn að kvíða. Blessuð sé minning Kristínar Sveinsdóttur. Ólafur Jónsson. KRISTIN SVEINSDÓTTIR SVEINBJÖRN JÓHANNSSON + Sveinbjöm Jó- hannsson fæddist á Brimis- völlum, Fróðár- hreppi, 22. desem- ber 1922. Hann lést í Landakots- spítala 11. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans vora Jóhann Lúther Guðmundsson og Oddrún Oddsdótt- ir, en hann var tek- inn í fóstur afhjón- unum Oddi Ólafs- syni og Sólveigu Onundardóttur. Sveinbjörn á tvo hálfbræður, Kristmund Ge- orgsson og Pétur Kristbergs- son, og þijár uppeldissystur, Sigríði, Guðrúnu og Unni Oddsdætur. Eftirlifandi eigin- ■j y FOSSVOGI kona Sveinbjöms er Þórdís Bjarnadóttir frá Hlemmiskeiði, Skeiðum, f. 13. desem- ber 1920. Dóttir þeirra er Hildur. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febr- úar og hefst athöfnin kl. 15. Þegar andját er að höndum Útfarargtofa Kirltjugartíanna Fossvogi Sfmi SSl 1266 SVEINBJORN Jó- hannsson er látinn. Hann var maðurinn hennar Dísu frænku minnar. Á kveðjustund leitar hugurinn aftur í tímann og er mér sérlega ljúft að nema staðar við þann tíma er ég sem unglingsstúlka bjó hjá Dísu og Sveinbimi í Álftamýrinni einn vetur. Sú hlýja, umönnun og umburðarlyndi, sem þessi ágætu hjón sýndu mér þennan vetur, hef- ; ur verið mér allar götur síðan eftir- | minnileg og þakkarverð. Tíminn hefur liðið, samskiptin j orðið með öðrum hætti, en alltaf : svo notalegt að koma í heimsókn j til Dísu og fjölskyldu. Síðla árs 1991 veiktist Svein- 1 þjöm alvarlega og hefur þurft að j gista sjúkrastofnanir síðan. Þá fór : í hönd erfiður tími hjá þessari litlu fjölskyldu. Og þú, elsku Dísa mín, hefur sýnt einstakt þolgæði og Vandaðir legsteinar í^l Varanleg minning BAUTASTEINN J Brautarholti 3, 105. R I Sími 91-621393 þrautseigju við þessar erfíðu kring- umstæður, að vísu vel studd af ykkar elskulegu dóttur Hildi. Ég vona að guð gefí ykkur styrk kæru frænkur. Að lokum er ég kveð Sveinbjörn hinstu kveðju langar mig að birta tvö erindi úr ljóði eftir föður minn, er lést á sl. ári, en hann var bróð- ir Dísu. Arin líða í aldanna straumi, andinn vakir í sálnanna draumi orkan í efninu undir slær ómur dulheima færist nær. Vér þráum öll að breyta til bóta birtunnar dulrænu mega njóta að hitta vini er fóru oss frá og fagnandi þráum aftur að sjá. (Jón Bjamason.) Megi Guð blessa minningu Sveinbjöms Jóhannssonar. Ingveldur Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og háífa örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru bcðnir að hafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. Slwil »1-35939 oq 35735

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.