Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 27.
MINNINGAR
GUNNAR
GUÐJÓNSSON
+ Gunnar Guð-
jónsson fæddist í
Saurbæ á Vatnsnesi
í V-Húnavatnssýslu
7. ágúst 1925. Hann
lést á Landakots-
spitala 12. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar Gunnars voru
Guðjón Guðmunds-
son bóndi (f. 1893)
og Ragnheiður
Björnsdóttir (f.
1890). Systkini
Gunnars eru: Jónas
(f. 1916), Björn (f.
1919, látinn), Þor-
grímur (f. 1920, látinn), Hólm-
fríður Þóra og Asdis Margrét
(f. 1922), Ólafur (f. 1928, Iátinn)
og Rósa (f. 1933).
Eftirlifandi eiginkona Gunn-
ars er Sólveig Sigurðardóttir
(f. 8. ágúst 1925) frá Ósi í
Breiðdal. Hennar foreldrar
voru Sigurður Jónsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir.
Börn Gunnars og Sólveigar
eru: 1) Ragnheiður Guðrún (f.
1948), gift Ásgeiri Kaaber,
þeirra börn eru Gunnar Þór,
Ingibjörg og Elín. 2) Jóhanna
(f. 1949), gift Hirti
Jónssyni, þeirra
börn eru Iljördís
Arna og Jón Iflört-
ur. Sonur Jóhönnu
og Ómars Skarp-
héðinssonar er
Gunnar Veigar,
sonur ' Gunnars
Veigars og Dagm-
arar Björnsdóttur
er Kristinn. Eigin-
kona Gunnars
Veigars er Fríða
Björk Másdóttir. 3)
Erla (f. 1953), gift
Ástþór Gíslasyni,
þeirra börn eru Eldar, Hrefna
og Sunna. 4) Sigurður Gunnar
(f. 1959), kvæntur Magneu
Björk ísleifsdóttur, þeirra börn
eru ísleifur Örn, Sólveig Rún
og Sólbjört.
Gunnar flutti ungur úr for-
eldrahúsum og vann ýmsa
vinnu þar til hann hóf störf hjá
Strætisvögnum Reykjavikur
sumarið 1946 og hefur starfað
þar síðan.
Gunnar verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju á morgun og
hefst athöfnin kl. 13.30.
ÞAÐ ER góður íslenskur siður að
fylgja gestum til dyra og kveðja
þá þar.
Þeð þessum fáu orðum vil ég
kveðja mág minn Gunnar Guðjóns-
son sem er látinn eftir löng og erf-
ið veikindi.
Gunnar var Húnvetningur, alinn
upp í Saurbæ á Vatnsnesi, næst
yngstur sjö systkina. Hann fór ung-
ur að heiman og eins og margir af
hans jafnöldrum varð hann að kom-
ast áfram af eigin rammleik. Hans
veganesti var fyrst og fremst góð
greind, dugnaður og samviskusemi.
Hann fór til Reykjavíkur og stund-
aði þar ýmiss konar verkamanna-
vinnu til að byija með, en lærði
snemma á bíl og eftir það varð bif-
reiðaakstur aðalstarf hans. Hann
var lengi ökumaður hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur, en mörg síð-
ustu árin skrifstofumaður þar.
Árið 1948 kvæntist hann Sól-
veigu Sigurðardóttur og er ég full-
viss um að það var heillaspor fyrir
þau bæði. Þau eignuðust fjögur
börn sem öll eru úrvalsfólk. Fjöl-
skylda þeirra er sérstaklega sam-
hent og kom það best fram í veik-
indum Gunnars.
Aldrei heyrði ég nokkum mann
hallmæla Gunnari og hafði hann
þó umgengni við marga meðan
hann var ökumaður strætisvagn-
anna. Rólegur í fasi og öruggur við
starf sitt hefur hann trúlega vakið
traust þeirra sem vora farþegar
hans. Þetta var á þeim áram sem
einkabílar voru ekki við hvers
manns dyr og almenningsvagnar
troðfullir suma tíma dagsins.
Eins og fram hefur komið er ég
mágkona Gunnars, gift Jónasi, elsta
og eina eftirlifandi bróður hans. Það
vildi svo til að strætisvagninn sem
Gunnar ók lengi, átti leið um hverf-
ið þar sem við búum. Engan áttum
við bílinn og drengjunum okkar,
sem þá voru á barnsaldri, þótti hið
mesta ævintýri að „ferðast með
strætó“ eins og þeir orðuðu það.
Ekki man ég hver voru tildrög
þess, að þeir hlupu á sunnudags-
morgnum, þegar farþegar voru
hvað fæstir, alllanga leið í veg fyr-
ir Kleppsvagninn og fengu að sitja
í, stundum fleiri en einn hring. Að
hæfilegum tíma liðnum var þeim
skilað á sama stað. Svona var Gunn-
ar, fundvís á að gleðja þá smáu,
hlýr og notalegur.
Þau hjónin Sólveig og Gunnar
bjuggu á ýmsum stöðum í bænum.
Um tíma vora þau í litlu húsi
skammt ofan Suðurlandsbrautar.
Þá var mátulega löng gönguleið
milli heimila okkar og oft farin.
Viðtökurnar voru ætíð á sömu lund,
hlýjar og glaðlegar og okkur leið
vel í návist þeirra. Árið 1961
byggðu þau raðhús í Ásgarði 40
og hafa búið þar síðan.
Árin liðu. Bömin uxu úr grasi,
fóru og eignuðust sín eigin heimili,
en tengslin við foreldrana voru allt-
af jafn náin. Það sást vel um helg-
ar, þegar flestir áttu frí, að hópur
barna og bamabama kom saman á
heimili þeirra hjóna. Gagnkvæm
umhyggja þessara þriggja ættliða
var öllum auðsæ.
í mannlegu samfélagi era
skuggahliðarnar sjaldan langt und-
an. Gunnar greindist með illkynjað-
an sjúkdóm og þrátt fyrir erfiða
lækningameðferð tókst ekki að
bjarga heilsu hans. Hann tók mót-
lætinu með ró og stillingu eins og
honum var lagið. Hann • dvaldi
heima, studdur af eiginkonu, böm-
um og tengdabörnum. Kæmi fólk í
heimsókn bar hann sig alltaf vel
og ræddi fremur um annað en sín
veikindi. Hann hafði fótavist þar til
fáum dögum fyrir andlát sitt, að
hann varð fyrir áfalli, sem dró hann
til dauða.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
vottum eiginkonu hans, bömum og
öðram ættmennum innilegustu
samúð. Blessuð sé minning hans.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Á mánudag fer fram útför Gunn-
ars afa okkar og viljum við, bama-
böm hans, kveðja hann með nokkr-
um orðum. Núna síðastliðna daga
hafa rifjast upp fyrir okkur margar
minningar sem tengjast afa eins
og gefur að skilja.
Við munum vel eftir öllum sunnu-
dagsheimsóknunum í Ásgarðinn til
afa og ömmu, sem hefð hefur verið
fyrir síðan við munum eftir okkur.
Gunnar afi og Solla amma sáu til
þess að enginn fór þaðan svangur
eða þurfandi. Oftar en ekki fóru
leikar svo að við fengum að gista
og okkur öllum fannst það mjög
spennandi. Punkturinn yfir i-ið var
svo ef við fengum að fara með afa
í vinnuna og sitja með honum í
strætó.
Erfidrykkjur J|
Höfum glœsilega c
sali og tökum
að okkur
erfidrykkjur
HÓmfy.LAND
sími 687111
Við minnumst allra þeirra hluta
sem var gaukað að okkur af miklum
hlýhug og væntumþykju. Við fund-
um alltaf vel að afi bar hag okkar
fyrir bijósti og fylgdist vel með því
sem við tókum okkur fyrir hendur,
sama hvar við vorum: Reykjavík,
Suðumesjum, Vestmannaeyjum,
Noregi, Spáni eða Bandaríkjunum.
Solla amma og Gunnar afi sáu líka
alltaf til þess að öll barnabömin,
líka þau sem nálgast þrítugsaldur-
inn ískyggilega, fengju sælgæti og
málshátt á páskunum.
Amma og afi stóðu fyrir dags-
ferðum íjölskyldunnar til Þingvalla
áður fyrr. Þau komu með nesti eins
og til þriggja ára og stoppað var
við hveija lækjarsprænu svo að
„bömin 'geti vaðið“.
Það sem er okkur minnisstæðast
era jólin sem era mikil fjölskylduhá-
tíð hjá okkur og það er ekki síst
ömmu og afa að þakka. Við sjáum
afa fyrir okkur lesa á jólapakkana.
Hann passaði alltaf vel upp á að
yngstu fjölskyldumeðlimirnir væra
með pakka í höndunum. Og það var
greinilegt að afi sinnti þessu hlut-
verki sínu af mikilli alvöra og hafði
ánægju af því. Aðeins einu sinni
baðst hann undan þessu starfí, en
þá vora veikindin farin að hrjá
hann. Eftir að hann veiktist gerði
hann sitt besta til að íþyngja ekki
fjölskyldunni með sínum vandamál-
um. Hann var rólegur og hógvær
maður alla tíð. Við fengum mislang-
an tíma með afa, þau yngstu okkar
vora rétt búin að kynnast honum.
Við éram þakklát fyrir þær stundir
sem við fengum með afa og söknum
hans mikið. Ömmu Sollu vottum
við okkkar dýpstu samúð, hennar
missir er mikill.
Barnabörn.
Góður maður er genginn. Friður-
inn fenginn. Hörðu stríði, sem hann
mætti með æðruleysi, er lokið.
Gunnar var mikill fjölskyldumað-
ur og traustur vinur vina sinna.
Gunnar og Solla, kona hans, sam-
stillt svo af bar. Missir hennar er
því mikill. Gunnar gekk til allra
starfa af miklum dugnaði og sam-
viskusemi og ber húsið þeirra í
Ásgarðinum þess glöggt vitni.
Heimili þeirra stóð ævinlega opið
gestum og gangandi, oft fullt út
úr dyrum af frændfólki og vinum.
Við undirrituð og bömin okkar
voram ein af þeim sem nutu góðra
stunda í Ásgarðinum og úti í náttúr-
unni.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Gunnari vináttuna og traustið, sem
hann sýndi okkur alla tíð.
Með þessum fátæklegu skrifum
kveðjum við kæran vin og vonum
að guð styrki Sollu og fjölskyldu
hennar í sorginni.
Alda og Einar.
Aðeins örfá orð til þess að þakka
Gunnari kynnin. Þau vora svo sém
aldrei náin eins og það heitir; það
var helst á góðri stund heima hjá
Erlu dóttur hans og tengdadóttur
okkar hjóna sem fundum okkar og
Sólveigar konunnar hans bar saman
brot úr degi.
En stopul umgengni við góðan
mann er stóram betri en engin.
Mikið hvort hún er ekki mannbæt-
andi. Gunnar bar hóglætið í fasi
sínu, hlýjuna í brosinu. Hér skal
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tækifærí
Persónuleg þjónusta.
Fákafeni 11, sími 689120.
engin tilraun gerð til úttektar á
mannkostum þessa vinar sem við
eignuðumst fyrir liðlega tuttugu
áram. Það lá í hlutarins eðli að við
kynntumst ijölskyldumanninum í
honum öllu best, eljumanninum
óeigingjama sem fannst það eins
sjálfsagt og dagur fylgir nótt að
hlúa að fólkinu sínu — og fólki
fólksins síns. Þar var hann óþreyt-
andi nánast til hinsta dags.
Sjúkdóminn sem leiddi hann til
dauða bar hann af æðraleysi. Hann
fékk hægt andlát umvafínn kær-
leika sinna nánustu. Þannig upp-
skar hann eins og hann sáði.
Við hjónin vottum Sólveigu,
börnum hennar og öðram vanda-
mönnum innilegustu samúð okkar.
Guðný Sigurgísladóttir,
Gísli J. Ástþórsson.
Lát Gunnars kom ekki á óvart.
Hann hafði átt við að stríða krabba-
mein í nokkur misseri. Þau veikindi
bar hann vel og háði sína baráttu
með reisn til lokadags. Þegar litið
er til baka við fráfall starfsfélaga
rifjast upp hve hérvistin er skömm
og óviss. Fyrr en varir er úr tíma-
glasinu rannið. í hugann koma góð-
ar minningar og svo það að sam-
fylgdin hefði mátt vera svolítið
lengri, en ekki skal við dómarann
deilt.
Hér er Gunnars minnst sem
kröftugs vinnufélaga sem skilur
eftir sterkar minningar á meðal
samferðamanna. Gunnar var starfs-
maður Strætisvagna Reykjavíkur
frá júlí 1946 til dánardægurs eða
í tæpa hálfa öld og var með lengst-
an starfsaldur starfsmanna SVR.
Hann var fyrstu starfsárin vagn-
stjóri, þá um langt árabil vaktfor-
maður fyrir C-vakt og síðar deildar-
stjóri umferðardeildar. Til þessa
vann hann með eigin verðleikum.
Gunnar kom til borgarinnar af
Vatnsnesi þar sem hann ólst upp.
Hann var af þeirri kynslóð sem fjö|-
mennti til bæjarins og haslaði sér
völl með vinnusemi og atorku. Hann
hafði stundum orð á því að hann
hefði getað þolað meiri menntun
og þótti sjálfum furða hvað hann
hafí slampast með sitt bamapróf.
Staðreyndin er sú að það bætti
hann vel upp með leiftrandi áhuga
og langri reynslu. Hann uppiifði það
á sjálfum sér að fyrir þá menn sem
hafa eðlisgreind, atorku og vilja til
verka gerast vegimir færir. Hann
var glöggur og fundvís á lausnir.
Hann gat verið harður í hom að
taka og fastur á sinni meiningil,
en kröfuharður var hann fyrst og
fremst við sjálfan sig. Gunnar hafði
sterka réttlætiskennd og gætti þess
ætíð að farið væri að starfsreglum
gagnvart farþegum, starfsmönnum
og fyrirtæki. Hann vann hjá SVR
langan dag og leysti þar mörg
vandasöm verkefni, gaf sig til sinna
verka af ósérhlífni og helgun og
var í áratugi mikilsverður burðarás
í starfssmi SVR sem stjórnandi.
Þó stundirnar hjá SVR væru oft
margar duldist engum að hlutverk
heimilisföðurins var honum næst
hjarta. Þau Sólveig bjuggu sér og
bömum sínum myndarlegt heimili
þar sem fjölskyldan gat búið við
það traust og festu sem frekast
má fínna í nútíma samfélagi. í
þessu sem öðra var Gunnar gæfu-
maður.
Við þessi tímamót er efst í huga
þakklæti fyrir að hafa kynnst Gunn-
ari og fengið að eiga með honum
nokkra samleið. Honum fylgja hlýj-
ar hugsanir. Megi hann í friði fara
og virðing rílqa um minningu hans.
Hörður Gíslason.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR JAFETSSONAR
vélstjóra,
Svöluhrauni 9,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkirfærum við Landhelgis-
gæslunni fyrir hlýhug og virðingu,
Knattspyrnufélaginu Haukum og öllum
góðum vinum og vandamönnum fyrir
ómetanlegan stuðning.
Guð blessi ykkur öll.
Erla Gunnarsdóttir,
Margrét Halla Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson,
Björg Guðmundsdóttir, Helgi Sverrisson,
Elva Guðmundsdóttir, Eiríkur Sigurðsson
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns og föður,
SVEINBJÖRNS JÓHANNSSONAR,
Álftamýri 34,
Reykjavík,
ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn
20. febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á líknarfélög.
Þórdís Bjarnadóttir,
Hildur Sveinbjörnsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
GRÉTARS INGIMUNDARSONAR,
Hrafnakletti 2,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til Sigurðar Árnasonar
læknis og starfsfólks A-deildar Sjúkra-
húss Akraness.
Ingigerður Jónsdóttir,
Margrét Grétarsdóttir, Bjarni Guðjónsson,
Ingimundur Grétarsson, Björk Ágústsdóttir,
Sigurbjörn Grétarsson, Elm Bára Karlsdóttir
og barnabörn.