Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LIUA HANSDÓTTIR,
Naustabúð 6,
Hellíssandi,
lést á heimili sínu 17. febrúar.
Guðbjartur Þorvarðarson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðursystir mín,
GUÐRÚN MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
vistheimilinu Seljahlið,
áðurtil heimilis
á Lindargötu 21,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. febrúar
kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja,
Erla Gústafsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
við andlát og útför
SIGRÍÐAR ZOÉGA.
»
Hanna S. Zoega, Guðmundur Ágúst Jónsson,
Jón Gunnar Zoéga, Guðrún Björnsdóttir,
Anna Sigríður Zoéga,
Nanna Guðrún Zoéga, Lárus Atlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elínborg
Brynjólfsdóttir
var fædd á Gelti í
Grímsnesi 2. ágúst
1919. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu í Kumbaravogi
16. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
ríður Guðmunds-
dóttir ljósmóðir og
Brynjólfur Þórðar-
son bóndi á Gelti.
Elín var yngst af
fjórum börnum
þeirra hjóna. Elst-
ur var Guðmundur, lögreglu-
þjónn í Reykjavík (látinn),
Kristinn, Borghildur og Elín-
borg, bændur á Gelti.
Elínborg eignaðist fjögur
börn. Þau eru: Stefán Gunnar
Kragh, búsettur í Noregi,
Brynjólfur Sævar Kragh, bú-
settur í Reykjavík, Guðmund-
ur Pálmi Kragh, verktaki á
Borg í Grímsnesi, og Sigríður
Kragh, dagmóðir og húsmóðir
í Reykjavík.
Utför Elínborgar fór fram
frá Stóruborgarkirkju í
Grímsnesi 26. janúar.
VINKONa mín frá æskudögum,
Elínborg Brynjólfsdóttir, hafði átt
við langvarandi veikindi að stríða,
en fékk heilablóðfall fyrir tveimur
árum og lést af völdum þess. Ég
var erlendis þegar hún lést og gat
því ekki fylgt henni til grafar og
vil því senda hér nokkur kveðju-
orð. Ég kynntist Ebbu, en svo var
hún kölluð, á sauma-
námskeiði sem kven-
félag Grímsneshrepps
hélt fyrir okkur ung-
píur sveitarinnar í
Skrúðvengi haustið
1941. Ebba var elst
af okkur og búin að
vera tvo vetur í Hér-
aðsskólanum á
Laugarvatni og því
töluvert forfrömuð
fram yfir okkur, sem
allar vorum rétt ný-
fermdar. Hún var
mjög skáldmælt og
ritfær í besta lagi og
áður en varði var hún komin með
magnaðar vísur um okkur allar
og kennslukonuna, sem við sung-
um svo á kvöldvöku og var mikið
grín og gaman út úr þessu. Hún
var oft fengin til þess að yrkja
tækifærisvísur fyrir kvenfélagið
og fleiri.
í þá daga var Göltur mjög af-
skekktur, hvorki sími né vegasam-
band og hesturinn því þarfasti
þjónninn. í þessari einangrun hafði
hún mjög mikla þörf fyrir bré-
fasambönd og kom sér upp penna-
vinum bæði hér á landi og erlend-
is. Við skrifuðumst á allar götur
síðan við vorum á þessu nám-
skeiði. Ég hafði gaman af bréfa-
skriftum framan af ævi, en nú í
seinni tíð var það stundum símtal
á móti tíu síðna bréfí frá henni.
Ég ætti mikla innansveitarkrón-
ikku um Grímsnesinga sl. 50 ár
ef ég hefði haldið öllum bréfunum
til haga.
Ebba var alla ævi á Gelti fyrir
utan þessa tvo vetur á Laugar-
vatni og vann búi foreldra sinna.
En eftir að þau létust var hún
ráðskona hjá bróður sínum Kristni.
Borghildur eldri systir hennar
vann lengi við saumaskap í
Reykjavík, en fluttist svo austur
og bjuggu þau saman systkinin.
Ebba giftist ekki en eignaðist fjög-
ur böm eins og áður segir og eru
barnabörnin 11. Börnin hennar
ólust öll upp á Gelti og eftir að
Kristinn veiktist og lést, hvíldi
búskapurinn mest á Pálma syni
hennar með hjálp Brynjólfs og
Sigríðar. Haustið 1992 fluttu þær
systur til Sigríðar dóttur hennar í
Reykjavík og er Göltur ekki í ábúð
nú.
Ebba þjáðist mjög af liðagigt
um margra ára skeið. Hún var svo
illa farin að hún þurfti mörg síð-
ustu árin að ganga við hækjur.
En Ebba átti áhugamál sem fleytti
henni yfir marga erfiðleika, það
var brennandi áhugi á blóma- og
trjárækt. Hafði hún sannarlega
það sem kallað er grænir fingur.
Hún skrifaðist á við blómakonur
og klúbba á Norðurlöndum, sem
sendu henni fræ, og ein þeirra kom
fyrir nokkrum árum í heimsókn
til hennar. Það var merkilegt, hvað
þær Borghildur systir hennar gátu
áorkað í blómarækt eins heilsu-
lausar og þær voru. Marga sjald-
gæfa plöntuna sendi Ebba mín
mér, en þrátt fyrir áhuga á garð-
rækt skorti mig græna fíngur og
tíndu þær því tölunni. Ebba hefði
sannarlega verið á réttum stað
sem blómauppalandi í gróðrarstöð.
Kannski er hún þegar orðin það
nú. Alla vega vona ég það.
Ég sendi Borghildi systur henn-
ar, bömum og bamabörnum inni-
legar samúðarkveðjur. Ég þakka
Ebbu órofatryggð og bið henni
guðs blessunar.
Ingunn Erla Stefánsdóttir.
ELÍNBORG
BR YNJÓLFSDÓTTIR
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SKARPHÉÐINS NJÁLSSONAR,
Hlif, Isafirði.
Soffía M. Skarphéðinsdóttir,
Þórleif Skarphéðinsdóttir,
Grétar N. Skarphéðinsson,
Gísli S. Skarphéðinsson,
Rósmundur Skarphéðinsson,
Valdís Skarphéðinsdóttir,
Kristmundur M. Skarphéðinsson,
Gissur Skarphéðinsson,
Gfsli Jónsson,
Konráð Jakobsson,
Ruth Árnadóttir,
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Kamiila Thorarensen,
Valgarð Valgarðsson,
Jóhanna I. Sigmarsdóttir,
Erna Eliasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, dóttur og systur,
MARÍU VESTMANN,
Brekkustíg 33B,
Njarðvfk.
Einar Möller,
börn og barnabörn,
Ásta Vestmann, Bjarni Jónsson
og systkini hinnar látnu.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR,
Birkihæð 6,
Garöabæ.
Sigurður J. Helgason,
Maria Sigurðardóttir,
Helga Sigurðardóttir, Maríus Ólafsson,
Jóhann Þór Sigurðsson, Júlíana Gunnarsdóttir
og barnabörn.
HENRÝ KRISTINN
MATTHÍASSON
+ Henrý Kristinn Matthías-
* son fæddist í Reykjavík
21.6. 1961. Hann lést á heimili
sínu 6. febrúar síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Foss-
vogskirkju 13. febrúar síðast-
liðinn.
HUGURINN leitar aftur til þess
tíma er við vomm að alast upp,
stór systkinahópur. Margt var
brallað saman og lífíð var áhyggju-
laust í þá daga, og minningarnar
eru gleði og skemmtun. Ég minn-
ist Henrýs þegar hann keypti sína
fyrstu íbúð, sem var örstutt frá
mér. Hann bað mig um að velja
með sér íbúð, allt var svo snyrti-
legt og fínt heima hjá honum.
Hann leigði íbúðina út í tvö ár og
bjó áfram hjá mömmu því að hún
var orðin ein. Svo seinna meir
þegar hann flutti og tók sér sum-
arfrí, bað hann mig að líta eftir
íbúðinni fyrir sig og vökva blómin.
Mér er minnisstætt spauglegt at-
vik, er hann átti að vera farinn í
ferðalagið, þá fór ég yfír og sá
að einhver hafði verið þar. ímynd-
unaraflið fór af stað og ég hugs-
aði að þetta væri nú eitthvað dul-
arfullt, en svo kom skýringin
seinna er hann hringdi í mig er-
lendis frá og tjáði mér að ferðinni
hefði seinkað um einn dag. Ég
minnist er ég opnaði skápana
heima hjá honum. Mér brá, ég
varð orðlaus, flottara hafði ég
ekki séð, þetta var eins og í fínni
verslun, algjör snyrtimennska réð
ríkjum.
Henrý hafði glæsilega rithönd
og sérstæða, svo að eftir var tek-
ið. Hann var reglulegur blóðgjafi
og haft var á orði, að það hlyti
að vera gott, því að afslappaðri
mann hefðu þeir ekki haft.
Ég þakka þér, Henrý minn,
hvað þú reyndist mér og bömum
mínum vel, fyrir tæpum tveimur
árum þegar Oli Okkar fór. Matthí-
as minnist ferðalagsins er þú
bauðst honum með þér til Fær-
eyja, þið fóruð hringveginn og út
með Norrænu. Hann segir þá ferð
þá skemmtilegustu sem hann hafí
farið. Auður minnist þín sem góðs
frænda þegar hún var að passa
Andra litla son þinn. Helgi minnist
þess hve þú tókst mikinn þátt í
hans áhugamáli, fótboltanum.
Þín er sárt saknað, kæri bróðir,
ég sendi eiginkonu þinni, Sam, og
syninum unga, Andra litla, inni-
legustu samúðarkveðjur, svo og
allri fjölskyldunni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig biessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín systir,
Marin Henný Matthíasdóttir.
KARL ÞÓRÓLFUR
BERNDSEN
+ KarI Þórólfur Berndsen
var fæddur í Karlsskála á
Skagaströnd 12. október 1933.
Hann lést á Akureyri 12. febr-
úar síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Hólaneskirkju
á Skagaströnd 18. febúar.
VINUR er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Eftir stendur minning
um góðan dreng, dreng sem ávallt
stóð uppréttur hvað sem á bját-
aði. Okkur munu seint líða úr
minni fyrstu árin okkar á Skaga-
strönd. Þangað fluttum við haustið
1974, ókunnug öllum á staðnum.
Þá hófust kynni okkar af Kalla
og Fríðu. Það er frá mörgu að
segja og margs að minnast af öll-
um þeim góðu samverustundum
sem við áttum saman og öllum
þeim ferðalögum sem við fórum
um landið okkar. En það verður
ekki rakið hér, þær minningar
geymum við fyrir okkur.
Kalli, eins og hann var alltaf
kallaður, var einstaklega bamgóð-
ur og hændust böm fljótlega að
honum enda gat hann leikið sér
tímunum saman með þeim. Hann
var einstaklega greiðvikinn og var
alveg sama hvort það þurfti að
laga bílinn okkar eða passa krakk-
ana, alltaf var Kalli reiðubúinn að
hjálpa. Við vorum á Skagaströnd
í 16 ár og reyndist hann okkur
ákaflega vel. Eftir að við fluttum
suður hafa samvemstundirnar því
miður orðið færri. Félögum sínum
var hann traustur vinur og bömum
og barnabömum góður faðir og afí.
Elsku Fríða, Laufey, Ensi, Kalli
og fjölskyldur, við vottum ykkur
dýpstu samúð og biðjum Guð að
styrkja ykkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríö.
(V. Briem.)
Vertu sæll, kæri vinur.
Charlotta, Magnús, Arnar,
Svava, Sigríður Olga og Trausti.