Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 8

Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r Sænski sjóherinn í minkaléit AF SEX kafbátaleitum I wenska skerjagarðinum á árunum 1992-1993 er aðeins talið að ( eitt skipti hafi heyrat ( kafbáti. í hin skiptin voru það minkar á sundferð, aem ollu leitinni. Þetu kom fram I '--■ Þetta mannfólk, það kann ekki orðið að taka gríni, bróðir. Norðurlandaráð Geir H. Haarde næsti forseti GEIR H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, verður næsti formaður Norðurlandaráðs samkvæmt samkomulagi í sendi- nefnd íslands í ráðinu. Geir mun taka við embætti.í upphafi þings Norðurlandaráðs, sem hefst í Reykjavík í næstu viku. Islenzka sendinefndin mun gera tillögu um að ásamt Geir sitji Hall- dór Asgrímsson formaður Fram- sóknarflokksins áfram í forsætis- nefnd ráðsins. Auk þess mun flokkahópur vinstrisósíalista gera tillögu um Hjörleif Guttormsson þingmann Alþýðubandalagsins í nefndina, en gengið verður frá kjöri í hana á þinginu sjálfu. Guðmundur Árni tekur við af Rannveigu Á blaðamannafundi íslenzku sendinefndarinnar í gær var jafn- framt skýrt frá því að Guðmundur Ámi Stefánsson, þingmaður AI- DAGVISTARGJALD fyrir böm for- eldra í sambúð á fimm hamaheimil- um ríkisspítalanna hækkar úr 14.400 krónum í 19.600 1. mars. Um 250 böm eru á heimilunum og mun hækkunin skila um 8 millj. sér- tekjum til reksturs þeirra að sögn Péturs Jónssonar framkvæmda- stjóra stjómunarsviðs ríkisspítala. Fylgja Dagvist barna Að sögn Péturs er ástæða hækk- unarinnar sú að gjöld á heimilunum hafi alla tíð fylgt verðskrá Dagvistar barna, sem hafi hækkað í janúar. Starfsmenn hafa mótmælt hækk- þýðuflokksins, hefði tekið við for- mennsku í menningarmálanefnd Norðurlandaráðs. Því embætti gegndi áður Rannveig Guðmunds- dóttir, sem tók við embætti félags- málaráðherra er Guðmundur Árni sagði af sér. 55 ráðherrar koma Búizt er við um 1.000 manns á Norðurlandaráðsþingið, sem hefst á mánudag í næstu viku. Þar af koma um 730 frá hinum Norður- löndunum. Þegar hafa 55 ráðherr- ar tilkynnt komu sína, þeirra á meðal allir norrænu forsætisráð- herrarnir, og 91 norrænn þingmað- ur. Þingið í Reykjavík gæti orðið síð- asta vorþing Norðurlandaráðs. Meðal tillagna starfshóps um fram- tíðarskipan norræns samstarfs er að þingum ráðsins verði fækkað í eitt á ári, sem haldið verði að haust- lagi. uninni og fóru fram á að stjórnar- nefnd ríkisspítalanna tæki hana til endurskoðunar. Segir Pétur að ákveðið hafi verið að halda við fyrri ákvörðun. „Stéttarfélögin hafa haldið því fram að plássin væru hluti af ráðningarkjörum en svo er alls ekki. Sérstök nefnd sem ákveð- ur hverjir koma börnunum sínum á barnaheimilin. Sérmenntað starfs- fólk hefur forgang,“ segir hann. Pétur segir að alltaf hafi verið tap á heimilunum og stefni í það áfram í ár þrátt fyrir hækkunina. Haldinn verður starfsmannafund- ur um málið á föstudag. Morgunblaðið/Jón Svavarsson * Islenskir dansarar náðu góðum árangri FIMM íslensk pör tóku þátt í einni stærstu opnu danskeppni í Evrópu, Copenhagen Open, sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. íslensku pörin náðu öll góðum árangri. Eitt par, Brynjar Örn Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir, sem svífa hér um gólfið, komst alla leið í úrslit og hafnaði í þriðja sæti í suður-amerískum dönsum í flokki 14 til 15 ára. Tæplega 90 pör hófu keppni í þeim flokki. Árni Þór og Erla Sóley Ey- þórsbörn og Þorvaldur Gunnars- son og Jóhanna EHa Jónsdóttir komust í 24 para úrslit bæði í suður-amerískum og standard- dönsum í sínum aldursflokkum. Örn Ingi og Karen Björgvins- börn komust í 24 para úrslit í suður-amerískum dönsum og 48 para úrslit í standard-dönsum. Árni Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir, sem kepptu í flokki 10-11 ára, kom- ust í 24 para úrslit í standard- dönsum. Barnaheimili ríkisspítalanna Dagvistargj öld hækka um 5.200 kr. Rannsóknarráð Islands Vísindi o g tækni í þágu framfara LÖG UM Rannsóknar- ráð íslands tóku gildi á miðju síðastliðnu ári með sameiningu á Vís- indaráði og Rannsóknaráði ríkisins, og að undanförnu hefur verið unnið að skipu- lagningu á störfum ráðsins. Þannig var nýlega gengið frá skipun í fagráð og út- hlutunarnefndir á vegum ráðsins, en samkvæmt lög- um skipar Rannsóknarráð íslands tvær úthlutunar- nefndir, eina fyrir Vísinda- sjóð og aðra fyrir Tækni- sjóð, og sitja fimm manns í hvorri nefnd. Hlutverk úthlutunar- nefnda er að gera tillögur um styrkveitingar úr sjóð- unum innan ramma ráð- stöfunarfjár þeirra með hliðsjón af stefnu ráðsins. Sex fagráð ijalla um einstök svið vísinda og tækni og gefa faglegar umsagnir um styrkumsóknir til sjóðanna, en hvert fagráð er skip- að sjö sérfróðum einstaklingum. Að sögn Vilhjálms Lúðvíksson- ar, framkvæmdastjóra Rannsókn- arráðs Íslands, verður styrkjum úthlutað úr sjóðunum í byijun maí næstkomandi. Nýlega bárust alls 640 umsóknir um styrki, 402 úr Vísindasjóði og 238 úr Tækni- sjóði, en samtals er sótt um styrki að upphæð tæplega 1,2 milljarðar króna. - Hvaða helstu breytingar eru fólgnar í sameiningu Vísindaráðs og Rannsóknaráðs rikisins í Rannsóknarráð íslands? „í því felst sú grundvallarbreyt- ing að sameina umfjöllun um grunnrannsóknir við það sem tengist hagnýtum rannsóknum í þágu atvinnulífsins og nýsköpun. Þetta eru kannski býsna fjarlægir hugarheimar dags daglega, en á hinn bóginn eru þetta allt saman grundvallarmál fyrir framvindu og sjálfstraust þjóðar sem þarf að styrkja stöðu sína í harðnandi alþjóðasamkeppni. Það skiptir máli í vaxandi mæli að nota allan þekkingarmátt þjóðarinnar á vísindum og tækni í þágu þjóðfélagsframfara í víð- asta skilningi. Við þurfum að skilja sjálf okkur sem þjóð, vita hvaðan við komum og hvert við ætlum að fara. Við erum ein af fáum þjóðum sem hafa reynt þetta, og segja má að aðeins Norðmenn hafi auk okkar reynt að setja þetta saman í einn bás á þennan hátt.“ --------- - Hvernig er háttað íj'árframlagi til sjóð- anna? „Sú almenna stefna hefur verið mörkuð af ríkisstjórn Ðavíðs Oddssonar að það ætti að fara aukið fé í gegnum svona sjóði til einstakra verkefna sem þá fá fag- legt mat og vandaða umfjöllun áður en í þau er ráðist. í dag eru þetta um 140 milljónir króna í Vísindasjóði og 200 milljónir í Tæknisjóði sem til ráðstöfunar eru. Þetta er sama upphæð og var í fyrra til beggja sjóðanna, en okkur fannst satt að segja dálítið óþægilegt að tekin var málhvíld hvað varðar hækkanir á framlagi til sjóðanna. Árið áður varð aðeins hækkun til Rannsóknasjóðs, eða úr 160 milljónum króna í 200 milljónir, og menn voru að gera sér vonir um að framlag í Vísindasjóð sér- staklega yrði aukið í þetta skipti. Gott hefði verið að geta blásið meira í herlúðra um eflingu rann- sókna, þróunar og nýsköpunar, Vilhjálmur Lúðvíksson ►Vilhjálmur Lúðvíksson er fæddur í Reykjavík árið 1944. Hann lauk BS-prófi í efnaverk- fræði frá University of Kansas í Bandaríkjunum árið 1964, MS-prófi í efnaverkfræði frá University of Wisconsin árið 1965 og doktorsgráðu í efna- verkfræði árið 1968. Villyálm- ur starfaði sem verkfræðingur bjá Rannsóknaráði ríkisins frá 1968 til 1973. Hann var formað- ur og framkvæmdastjóri Iðn- þróunamefndar frá 1973 til 1975, og frá 1975 til 1978 starf- aði hann sem ráðgjafarverk- fræðingur með eigin rekstur. Árið 1978 tók Vilhjálmur við stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs rikisins, sem sameinað var i Rannsóknarráð íslands. Eiginkona Vilhjálms er Áslaug Sverrisdóttir, vefn- aðarkennari, og eiga þau tvær dætur. en ég vona að vindurinn sé ekki farinn úr seglunum, það var ágætur byr.“ - Hefur verið reynt að leggja mat á það hvaða þýðingu styrk- veitingarnar hafa haft hingað til? „Við höfum mjög sterkar vís- bendingar um það af starfí Rann- sóknasjóðs sem stofnaður var 1985, en þær úthlutanir hafa orð- ið mjög hvetjandi til samvinnu fyrirtækja og opinberra aðila um þróunarmál, bæði um fram- kvæmd verkefna og fjármögnun þeirra. Þannig hafa fyrirtæki lagt verulega aukið fé til rannsókna á síðustu árum og þetta er farið að --------- skila sér í töluvert auk- inni og bættri fram- leiðslu hjá framsækn— um fyrirtækjum. Kannski er þetta sér- staklega áberandi í — fískvinnslunni, en tækjabúnaðurinn sem íslensk fyr- irtæki á borð við Marel, Pólinn og DNG hafa verið að þróa er farinn að skila sér í framleiðni- aukningu og nýjum möguleikum í vinnslunni. Þannig er nánast hætt að senda út ísfisk og í stað þess unnið úr sjávarfanginu heima, en það er að hluta vegna tækniþróunar og að hluta vegna vöruþróunar í vinnslunni, en við höfum líka stutt töluvert við bak- ið á fyrirtækjum á því sviði. Við getum því kannski að hluta þakkað þessu að verðmætasköp- unin í sjávarútvegi hefur haldist í horfinu þrátt fyrir minnkandi sjávarafla. Þá er líka ýmislegt að koma fram í hugbúnaðargerð, sem við höfum stutt um langt skeið á alveg nýjum sviðum ís- lensks atvinnulifs, t.d. á sviði heil- brigðisþjónustu.11 Fyrirtæki hafa lagt veruiega aukiðfétil rannsókna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.