Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 16

Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Útvarpsstjóri BBC um varðveizlu evrópsks menningararfs Ríkisfj ölmiðlun í stað Brussel. Reuter. JOHN Birt, útvarpsstjóri brezka ríkisútvarpsins BBC, hvetur Evr- ópusambandið til að leggja áherzlu á ríkisfjölmiðlun í því skyni að vemda evrópskan menningararf, fremur en að setja kvóta á sjðn- varpsefni frá löndum utan Evrópu. Birt sagði í Brussel á mánudag að bezta leiðin til að efla evrópskan menningararf í ljósvakamiðlum væri að hvetja til innlendrar dag- skrárgerðar í aðildarríkjunum og styðja við bakið á „hefð fyrir ríkis- ijölmiðlun." kvóta Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins stefnir að því að hafa til- búna fyrir 15. marz tillögu um end- urskoðun tilskipunar sambandsins um „sjónvarp án landamæra". Breyta þarf tilskipuninni, meðal annars til að gera ráð fyrir nýjum möguleikum í margmiðlun. Tillaga Frakka um kvóta á erlent sjón- varpsefni á undir högg að sækja og áfram er ágreiningur, bæði í ráðherraráði menningarmála, og í framkvæmdastjórninni, um breyt- ingar á tilskipuninni. Reuter Upplýsingaþjóðfélagið skiptir sköpum JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, og Martin Bangemann, sem fer með upplýsinga- og fjar- skiptamál í framkvæmdastjórn- inni, héldu í gær blaðamanna- fund um nauðsyn þess fyrir ESB að halda sig á upplýsingahrað- brautinni og dragast ekki aftur úr öðrum heimshlutum. „Þróun upplýsingaþjóðfélags skiptir sköpum fyrir framtíð okkar,“ sagði Santer. Sjö helztu iðnríki heims munu í næstu viku halda fund um upplýsingasamfélagið og reyna að koma sér saman um setningu alþjóðlegra regla um alls konar ný form fjarskipta og fjölmiðlunar, sem ryðja sér hratt til rúms. Fundað um skepnu- flutninga • RÁÐHERRAR landbúnaðar- mála í ESB hófu í gær viðræður um málamiðlunartillögu Frakka, sem vonazt er til að geti leyst hálfs annars árs langa deilu um flutning lifandi dýra milli aðildarríkja sambandsins. Norðlægari ríki, til dæmis Bret- land og Danmörk, sem flyija út búfénað á fæti til suðlægari ríkja, vilja strangari reglur um hvíldartima dýranna á milli ferðalaga, brynningn, fóður og annan aðbúnað dýranna. Suður- Evrópurílgunum, sem háð eru innflutningi lifandi dýra, sem slátrað er til manneldis, hefur þótt óþarfi að herða reglurnar, en mikill þrýstingur er nú á ráðherrana frá dýravinum að bæta aðbúnað dýranna. • ALAIN Juppe, utanríkisráð- herra Frakklands, sem fer með forystu í ráðherraráði ESB, greindi Evrópuþinginu frá því á mánudag að hann teldi mögu- legt að ná samkomulagi við Grikkland um tollabandalag ESB og Tyrklands. Gríski Evr- ópumálaráðherrann, George Alexander Mangakis, gaf sömu- leiðis í skyn að samningar um það, sem Grikkir vilja fá í stað- inn, væru á lokastigi. Stefnt er að fundi með Tyrkjum 6. marz næstkomandi, en verði ekki búið að ná samkomulagi við Grikk- land í tæka tíð verður fundinum frestað, að sögn Juppes. • SIR LEON Brittan, fram- kvæmdastjórnarmaður í ESB og fyrrverandi ráðherra í ríkis- stjórn brezka íhaldsflokksins, tekur undir hugmyndir kristi- legra demókrata í Þýzkalandi um að kjarna Evrópuríkja verði leyft að halda áfram hraðari samrunaþróun, til dæmis með sameiginlegum vörnum, þótt jaðarríki á borð við Bretland stæðu á móti því að taka á sig slíkar skuldbindingar. • JEAN-LUC Dehaene, forsæt- isráðherra Belgíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu 21. maí næstkomandi, sjö mánuðum á undan áætlun. Dehaene segist vera að sækja sér endurnýjað umboð til erfiðra aðgerða, með- al annars fjárlagagerðarinnar fyrir 1996. Búizt er við að mik- inn niðurskurð þurfi til að Belg- ía standist skilyrði Maastricht- sáttmálans fyrir aðild að sam- eiginlegri Evrópumynt, sem er á stefnuskrá forsætisráðherr- ans. ERLENT Bandaríkjamenn leita ákaft að sjálfri allrameinabótinni Skvapkenndir undra- sveppir afar eftirsóttir Boston. Morgunblaðið. LEIT Bandaríkjamanna að allrameinabótinni beinist nú að skvapkenndum sveppi, sem nefnist kombucha, og aðdá- endur hans virðast spretta upp eins og gorkúlur um þessar mundir. Vörubílstjórinn Kenneth Si- korsky er að minnsta kosti sannfærður, hann var frá vinnu í tíu ár vegna örorku, sem ekki var sprottin af nein- um smámunum. Hann var veill fyrir hjarta, átti við melting- artruflanir, bólgur í blöðru- hálskirtli og of háan blóð- þrýsting að stríða, auk þess sem hann þjáðist af sykursýki og þunglyndi. Fyrir nokkrum mánuðum fékk hann sér seyði gert af kombucha-sveppinum að ráði nágranna og kvillarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu, ef frá er talin hjartaveilan. „Nú er eins og ég sé aftur orðinn lítill krakki,“ sagði Si- korsky, sem er 44 ára, í sam- tali við fréttastofu AP. Fulltingismenn sveppsins segja að hann geti læknað vagl á auga og unnið bug á gráu hári, en ekki eru allir jafn trúaðir á ágæti sveppsins. Læknar og vísindamenn hafa sagt fólki að hafa varann á, þótt ekkert hafi komið fram, sem beri því vitni að hætta stafi af kombucha. Kombucha er ekki eiginleg- ur sveppur heldur ger- og bakteríugróður, sem myndar fúkkalyf. Úr honum er lagað Tveir Pakistanar áfrýja dauðadómi vegna guðlasts Ráðgjafar dómsins mæla með sýknun Bænaprestur dregur ásakanirnar til baka anir. Hann krafðist þess að stjórnin sæi honum fyrir vernd. Salamat, sem var 12 ára þegar hann á að hafa framið glæpinn, hefur þegar verið í fangelsi í ár þar sem dómararnir, sem óttast um líf sitt, hafa neitað að láta hann lausan gegn tryggingu. Blóðþyrstur múgur Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, kvaðst í síðustu viku vera miður sín vegna dauðadómsins og það hefur leitt til ásakana um að hún hafi vanvirt réttarkerfið og reynt að hafa áhrif á dómarana. Þúsundir herskárra múslima hafa safnast saman við dómshúsið til að krefjast þess að mennirnir tveir verði teknir af lífi og sumir hafa jafnvel hvatt til þess að Bhutto verði drepin. „Ef dauðadóminum verður hnekkt drepum við dómar- ana og fjölskyldur þeirra," sagði einn múslimanna og verjendum sak- borninganna hefur einnig verið hót- að lífláti. Aðalverjandi sakborninganna óttast um líf þeirra, hver sem úr- skurður dómaranna verður. Dómar- arnir ákváðu í gær að gera hlé á réttarhöldunum til þriðjudags. Lahore. Reuter, The Daily Telegraph. VIRTUR lögfræðingur í Pakistan ráðlagði í gær dómurunum í áfrýj- unarmáli tveggja kristinna manna, sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir guðlast, að sýkna þá af ákær- unni. Islamskur bænaprestur, sem sakaði mennina um guðlastið, hefur dregið ásakanirnar til baka. 14 ára drengur, Salamat Masih, og frændi hans Rehmat Masih, sem er fertugur, voru sakaðir um að hafa krotað guðlast á veggi mosku bænaprestsins og kastað miðum með vígorðum gegn Múhameð spá- manni inn í garð hennar. Dómaramir leituðu eftir umsögn- um þekktra lögfræðinga sem „vina réttarins", þeirra á meðal S.M. Za- fers, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, sem sagði að ekki væru nægilegar sannanir fyrir hendi til að taka mennina af lífi. Flestir hinna lögfræðinganna sem leitað var til eru á sama máli. Presturinn óttast um líf sitt Aðalverjandinn segir að sækjend- urnir hafi engar sannanir fram að færa í málinu. Vígorðin hafi strax verið máð af veggjum moskunnar og sjónarvottar hafi neitað að hafa þau eftir þar sem þau hafi misboð- ið þeim. KRISTNU mennirnir tveir sem sakaðir eru um að hafa svívirt Múhameð spámann. Mennirnir voru handteknir í maí. 1993 og þriðji sakborningurinn var skotinn til bana þegar þeir gengu út úr dómshúsi í apríl í fyrra. Bæna- presturinn, sem sakaði þá um guð- lastið, var ákærður fyrir að hafa myrt manninn, en var látinn laus gegn tryggingu. Bænapresturinn hefur dregið ásakanirnar til baka og borið því við að honum hafi borist morðhót- KANTAREL-sveppur, sem margir kannast við, er afbragðs fæða en hann er ekki það töfralyf sem kombucha er sagður vera. seyði eða te og af einum sveppi er hægt að rækta birgðir til neyslu um aldur og ævi. Ræktunin fer þannig fram að sveppurinn er settur í glerskál með þremur lítrum af sætu tei og viku til tíu dög- um síðar kemur fram nýr sveppur. Sveppate af þessu tagi er drukkið í Rússlandi, Japan, Póllandi, Búlgaríu, Mansjúríu, Indónesíu og Þýskalandi. Grein í dagblaðinu The New York Times og sjónvarpsþátt- ur um sveppinn virðist hafa hleypt skriðunni af stað fyrir alvöru í Bandaríkjunum. Eigendur fyrirtækisins Laurel Farms, sem stofnað var í Los Angeles til að rækta og selja sveppinn, segja að hann hafi verið „sendur jarðarbúum til að bæta heilsu og efla ákveðni á þessum erfiðu tím- um“. Þeir seldu á síðasta ári rúmlega fjögur þúsund sveppi. Heilbrigðir fá svepp- inn á 50 Bandríkjadollara (3.350 krónur), en sjúkir þurfi aðeins að greiða 15 dollara (um 1.000 krónur). Á umbúðunum segir að sveppurinn hafi tilfinningar og bætt við: „Búist við krafta- verki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.