Morgunblaðið - 22.02.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 22.02.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 19 LISTIR Unga Island Myrkir músíkdagar Tónleikar með Multi- media í BORGARLEIKHÚSINU á Litla sviðinu í kvöld, miðvikudaginn 22. febrúar, kl. 20, verða fjölmiðlunar- tónleikar og þar verða flutt fimm verk; Leifturrúnir, Summary. Three Worlds According to One, Gestures, Tactile and Tethered, Samstimi og Ferð. Verkið Leifturrúnir fyrir tvö myndbandstjöld eftir Steinuni Vasulka er frumflutt á íslandi. Steinunn tók í nærmynd upp á myndband járnsmíðar í Santa Fe- málmsteypusmiðjunni. Summary, Three Worlds Acc- ording to One er verk eftir Kjartan Ólafsson sem hann samdi árið 1994 í stúdíói Sibelius Akadem- íunnar. Grennefniviður verksins er fenginn úr tónsmíðum Kjartans frá árunum 1986-1994. Sérstakur gestur tónleikanna er Japaninn og Daninn Kojiro Umezaki sem flytur verk sitt Gest- ures, Tactile and Tethered fyrir sahkuhachi og víxlverkandi tölvu- vinnslu. Uirlezaki hefur flutt verk sín í Boston, Ffladelfíu og New York og nú nýlega með víxlverk- andi tölvutónlistarkerfí sem lærir sjálft í Tókíó og Moskvu. Hann er nú gestafræðimaður Darmouth- háskólans í Vermont. Verkið Samstimi eftir Magnús Bl. Jóhannsson var fmmflutt á íslandi á tónleikum Musica Nova á Hótel Borg 6. desember 1961. Er verkið hið þriðja í röð íslenskra verka þar sem elektrónískum tækjum er beitt við tórismíðar en það fyrsta var Elektronísk stúdía (1959) eftir Magnús Blöndal og annað verkið var Leikar nr. 3 (1960) eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Helstu hljóðlindar þessa verks eru sínustónar, symbalhljóð, suð- hljóð, tvær kvenraddir (Kristín Anna Þórarinsdóttir og Þuríður Pálsdóttir), pípuorgel og svokölluð klangplata sem fyrirfannst á út- varpsstöðum á þessum árum, ásamt nokkrum hljóðum. Hilmar Þórðarson flytur sjálfur verk sitt Ferð sem samið var í CRIM-tónverinu í Marseille sl. sumar. Þetta verk er hluti af stærra verki Goblins from the lands of Ice sem Hilmar hefur verið að vinna með japanska Butoh-danflokknum Hamphin- Ha. Appleumbóðið hf. hefur lánað mikið af búnaði til tónleikahalds- ins. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu fyrir alla! Jitqpbhbib - kjarni niálvinv! TONOST Digrancskirkja MYRKIR MÚSÍKDAGAR Barnakórar syngja íslenska söngva. Sunnudagurinn 19. febrúar 1995. SKÓLAKÓR Kársness, undir stjórn Þómnnar Björnsdóttur, Gradualekór Langholtskirkju, undir stjóm Jóns Stefánssonar, og Kór Öldutúnsskóla, undir stjórn Egils Friðleifssonar, lögðu Myrkum mús- íkdögum til efni, með tónleikum í Digraneskirkju og fluttu ný og gömul söngverk, sem flest em sér- staklega samin fyrir barnakóra. Máríuvers, eftir Pál ísólfsson, Þú álfu vorrar, eftir Sigfús Einarsson og þjóðsöngurinn, Ó, Guð vors lands, eftir Sveinbjöm Sveinbjöms- son, vom einu verkin sem umrituð hafa verið fyrir barnaraddir. Það vekur athygli hversu mörg tónskáld hafa sótt sér textaefni til nútíma ljóðskálda og má þar helst nefna Jakobínu Sigurðardóttur, með kvæðið Vökuró, sem Hróðmar Sigurbjörnsson hefur tónklætt mjög fallega, Þorstein Valdimarsson, en við Vorlauf eftir hann hefur Mist Þorkelsdóttir gert fallega tónsmíð og um Næturró Þorsteins hefur Fjölnir Stefánsson ofið fallegt tón- mál. Sigurbjöm Einarsson hefur endurkveðið hið latneska Te Deum, en við þann texta hefur Þorkell Sigurbjömsson samið viðamikla tónsmíð en hann átti einnig fallegt lag við kvæði eftir Pál J. Árdal. Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur voru tvö kvæði tónsett, Maríuóður með hugþekku lagi eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og hin skemmtilega Barnagæla, við bráðsmellið tónverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þjóðvísur og gömul helgistef njóta vinsælda hjá tónskáldum og má þar nefna tvö lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Gakktu hægt um gleðinnar dyr og Sofa urtu börn, bráðfallegt lag og eftir undirritað- an, lag sem nefnist Þjóðlífsmynd. Nokkrar raddsetningar á þjóð- lögum bar þarna fyrir eyru, t.d. hin bráðfallega Barnagæla Jórunnar Viðar, sem einnig var flutt af flokki ungra hljóðfæraleikara, Jesú, mín morgunstjarna eftir Jón Þórarins- son og Drottningin stár undir lofts- ins sala, gamall vikivaki úr Melodíu. Salutatio Mærie, eftir Jón Nor- dal, var viðamesta tónverkið á efnisskránni og eins og reyndar öll viðfangsefnin, mjög vel flutt. Hver kór söng tvö lög en síðan ýmist allir eða tveir saman og var flutn- ingur ungu söngvaranna glæsileg- ur. Má með sanni segja, að það „Unga ísland", sem Egill, Jón og Þórunn eru að ala upp, sé bæði fallegt, mennilegt og líklegt til að halda uppi merki menningar hér á landi um ókomin ár. Jón Ásgeirsson Skipulagöur sparnaður Þegar spara á skipulega er oftast erfitt að byrja, en með smá þolinmæði kemstu fljótt upp á lagið því æfingin skapar meistarann. Sparisjóðurinn býður þér Skipulagðan spamað sem aðstoðar þig við að setja markmið í spamaði. 1 samráði við okkur í sparisjóðnum geturðu fundið þér heppilega samsetningu spamaðarforma og við sjáum síðan um alla framkvæmdina fyrir þig. Skipulagður spamaður stuðlar að góðu skipulagi á tjármálum þínum og getur aukið sparifé þitt án teljandi fyrirhafnar. tt SPARISJOÐIRNIR -Jyrirþig ogþína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.