Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Flétta
til fortíðar
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
VEFLIST
Kristin Jónsdóttir. Opið daglega
frá 10-18 til 12. mars.
Aðgangur 300 kr.
FORTÍÐIN er ekki lokuð bók í
augum núlistamanna, sem hafa
menntað sig í skóla lífsins, því að
til hennar sækja þeir ekki síður
lífsmögn en stíla og strauma
samtíðar. Þetta hefur viljað vefjast
fyrir mörgum og þá helst skóluðu
listafólki síðustu áratuga, og er
hér myndlistin ekki ein á báti, því
að stundum er eins og að ritlistin
hafi byijað eftir 1970! Að ýja að
þessu er í takt við umræðu dagsins
í listum á menningarsíðum dag-
blaða víða um heim, en er síður
sérskoðun skrifanda né aðdróttanir
úr lausu lofti!
Sumir af nafnkenndustu mynd-
listarmönnum nútímans eru með
annan fótinn í fortíðinni í söguleg-
um skilningi, og má hér nefna þjóð-
veijann Anselm Kiefer, enn aðrir
leita í tæknibrögð meistara fort-
íðarinnar svo sem Italinn Wainer
Vaccari, en myndverk hans hafa
vakið mikla athygli hin síðari ár.
Þetta er einfaldlega vegna þess,
að við getum ekki svarið fortíðina
af okkur og hún telst jafn stór
hluti lífsins og nútíðin, vegna þess
að án hennar væri nútíminn ekki
til og því síður nokkuð líf á jörðu.
Sá er skynjar ekki fortíðina skynj-
ar ei heldur samtímann, hrynjandi
og æðaslátt lífsins.
Kristín Jónsdóttir frá Munka-
þverá, telst í hópi þeirra lista-
manna, sem sækja til arfleifðar
fortíðar um leið og hún hrærir upp
í nútímanum. Jafnframt stendur
hún með báða fætuma í íslenzkum
jarðvegi, því að hún notar efni sem
er hvað nærtækast í umhverfinu
og er náttúrulegur hluti þess.
Margir íslenzkir listamenn hafa
sótt til ullarinnar bæði sem sýnis-
legs veruleika eða sem hluta efnis-
áferðar og á ég þá við, að þeir
hafi blandað liti sína eða litagrunn
með ull til að ná vissri upphleyptri
fyrirferð í myndverk sín. En Krist-
ín hverfur mun lengra aftur í fort-
íðina og til einnar elstu aðferðar
mannsins til að gera sér voðir og
klæði, sem er þæfður ullarflóki.
Jafnfram leitar hún aftur til fortíð-
ar með því að skírskota til ritmáls-
ins, sem hefur verið svo stór hluti
af lífi þjóðarinnar frá upphafi
byggðar og fram á daginn í dag.
En með því að tvinna þetta
tvennt saman og færa í nútíma-
búning býr hún til margræða
merkingu,-eins konar myndrænt
táknmál, sem hver og einn getur
lesið í svo sem lyndiseinkunn hans
og uppeldi býður honum. Trefja-
glerið sem er afurð nútímans er
svo alltaf nærri sköpunarferlinu
bæði sem umbúðir utan um lista-
verkin og hluti þeirra. Hér skynjum
við áhrif að utan, jafnfram því að
yfir sumum verkanna er austrænn
léttleiki, og þá reikar hugurinn
einkum til Japan.
Sýning Kristínar að Kjarvals-
stöðum er mikilvægur áfangi á
ferli hennar og staðfestir að hún
er kominn í hóp okkar athyglis-
verðustu myndlistarmanna. Henni
er vel komið fyrir í miðrýminu
þótt tómleikinn þar og hið þunga
gólf vinni gegn þessum léttu og
innilegu sköpunarverkum. Sýning-
arskráin, sem er í staðlaðri stærð
er mun betur úr garði gerð en oft-
ast áður og einkum á það við band-
ið. Þá er formáli Ólafs Gíslasonar
faglegur og upplýsandi.
Bragi Ásgeirsson
Leikfélag Akureyrar
Óvæntri heim-
sókn að Ijúka
SÍÐUSTU sýningar á Óvæntri heim-
sókn eftir J.B. Priestley, sem Leikfé-
lag Akureyrar frumsýndi á jólum,
verða á fimmtudags- og föstudags-
kvöld nk. Sýningin er í leikstjóm
Hallmars Sigurðssonar. Arnar Jóns-
son er gestur Leikfélagsins og fer
með aðalhlutverkið, Goole, sem kom-
inn er á heimili Birlingfjölskyldunnar
til að rannsaka átakanlegt dauðsfall
stúlku nokkurrar. Hann er þó ekki
venjulegur rannsóknarlögreglumaður.
„Þetta margslungna leikverk
Priesleys er ekki einungis þrunginn
og spennandi sakamálaleikur sem
heldur áhorfendum föngnum, heldur
beinir hann einnig spjótum sínum að
siðferði samfélagsins," segir í kynn-
ingu. Með önnur veigamikil hlutverk
í Óvæntri heimsókn fara Þráinn
Karlsson, Sunna Borg, Rósa Guðný
Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heimis-
son, Dofri Hermannsson og Bergljót
Arnalds.
------♦ ♦ ♦
Minningarkvöld um
Björn B. Björnsson
MINNIN G ARKV ÖLD um Björn
Braga Bjömsson, hljóðupptöku-
mann, verður hald-
ið í kvöld, miðviku-
daginn 22. febrúar,
á Sólon íslandus
kl. 21.
Á minningar-
kvöldinu verður
tónlist, upplestur,
leiklist o.fl. Þeir
sem fram koma era
m.a. Hörður Torfa-
son, Andrea Gylfa-
dóttir, Borgardætur, Valdimar Flyg-
enring.
Bjöm Bragi
Björnsson
RANNÍS
AUGLÝSING UM SKIPAN FAGRÁÐA OG ÚTFLUTNINGSNEFNDA
HJÁ RANNSÓKNARRÁÐI ÍSLANDS
Lög um Rannsóknarráö íslands nr. 61/1994 tóku gildi á sl. ári meö sameiningu á Vísindaráði og Rannsóknaráöi ríkisins. Nýlega gekk Rannsóknarráð
íslands frá skipun í fagráð og úthlutunarnefndir á vegum ráðsins í samræmi við lögin.
Rannsóknarráð íslands skipar tvær úthlutunarnefndir til eins árs í senn, eina fyrir Vísindasjóð og aðra fyrir Tæknisjóð og sitja 5 manns í hvorri nefnd.
Hlutverk úthlutunarnefnda er að gera tillögur um styrkveitingar úr sjóðunum innan ramma ráðstöfunarfjár þeirra með hliðsjón af stefnu ráðsins.
Rannsóknarráð skipar fagráð til að fjalla um einstök svið vísinda og tækni og gefa faglegar umsagnir um styrkumsóknir til sjóðanna. Jafnframt er
fagráðum ætlað að meta stöðuna á viðkomandi vísinda- og tæknisviði og vera Rannsóknarráði íslands til aðstoðar við stefnumörkun og eflingu
rannsóknastarfseminnar í landinu. Skipuð voru sex fagráð.
Eftirfarandi einstaklingar hafa verið skipaðir í útflutningsnefndir og fagráð
ÚTHLUTUNUNARNEFNDIR
Úthlutunarnefnd Vísindasjóðs
Dr. Þorsteinn Loftsson, lyfjafr, prófessor Háskóli (slands (formaður)
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, bókasafnsfr. próf., Háskóli Islands
Dr. Jakob Ingvason, eðlisfr., próf. Háskóli íslands
Dr. Loftur Guttormsson, sagnfr., próf. Kennaraháskóli (slands
Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfr., forstöðum. Jarðhitaskóla SÞ
Hug- og félagsvísindi
Dr. Halldór Armann Sigurðsson, málfr., próf. Háskóli (slands (formaður)
Dr. Rúnar Vilhjálmsson, félagsfr., dósent Háskóli íslands
Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, uppeldisfr., dósent Haskóli íslands
Sigurður Snævarr, hagfræðingur Seðlabanka (slands
Halldór J. Kristjánsson, lögfræðingur, iðnaðarráðuneyti
Dr. Anna Agnarsdóttir, sagnfr., dósent Ht
Dr. Gunnar Kristjánsson, guðfr., sóknarprestur Reynivöllum
Heilbrigðis- og lifvísindi
Dr. Einar Stefánsson, próf. Háskóli íslands yfirl. Landakotsspítala (formaður)
Dr. Jórunn Erla Eyfjörð, sameindalíffræðingur, Krabbameinsfélagið
Dr. Fjalar Kristjánsson, lyfjafræðingur, Delta hf.
Davíð Á. Gunnarsson.yélaverkfr., forstjóri Rikisspítala
Dr. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfr., deildarstjóri Landspítala
Dr. Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir Landspítala
Nátfúruvísindi og umhverfisrannsóknir
Dr. Axel Björnsson, eðlis- og jarðeðlisfræðingur (formaður)
Dr. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, Veðurstofunni
Dr. Eggert Briem, stærðfr. prófessor Háskóli (slands
Dr. Þorsteinn Hannesson, eðlisefnafr. (slenska járnblendifélagið
Dr. Borgþór Magnússon, plöntuvistfr. Rannsókanst.landbúnaðarins
Dr. Páll Hersteinsson, dýrafræðingur, fv. veiðistjóri
Jóhann Már Maríusson, byggingaverkfr. aðstoðar.forstj. Landsvirkjun
FAGRÁÐ
Úthlutunamefnd Tæknisjóðs
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafr., frkvstj. Eimskipafél.íslands (formaður)
Dr. Þorgeir Pálsson, flugvélaverkfr., flugmálastjóri
Dr. Bjarni Guömundsson, fóðurfr., búvísindadeild á Hvanneyri
Dr. Pétur Reimarsson, efnaverkfr.. framkvæmdastjóri Árness hf.
Dr. Ágústa Guðmundsdóttir, matvælafr., dósent Háskóli (slands
Iðnaðar og tæknirannsóknir
Dr. Þorsteinn I.Sigfússon, eðlisfr., prófessor Háskóli fslands (formaður)
Davíð Lúðvíksson, vélaverkfr., forstöðum. Samtökum iðnaðarins
Gunnar Svavarsson, viðskiptafr., frkvstj. Hampiðjan hf.
Ingvar Kristinsson, vélaverkfr. forstöðumaður Iðntæknistofnun
Dr. JúKus Sólnes, byggingaverkfr. prófessor Háskóli íslands
Jónas Frímannsson, byggingaverkfr., tæknil. framkvstj. Istak h.f.
Sigrún Pálsdóttir, vélaverkfr., íslenska járnblendifélagið hf.
Nýting lífrænnu auðlinda
Dr. Áslaug Helgadóttir, plöntuerfðafr. deildarstj. Rannsóknastofnun landbúnaðarins
(formaður)
Dr. Jón V. Jónmundsson, búfjárfræöingur Búnaðarfélag íslands
Dr. Ólafur Ástþórsson, líffræðingur Hafrannsóknastofnun
Jón Þórðarson, sjávarútvegsfræðingur, Háskólanum á Akureyri
Dr. Ragnar Árnason, hagfræðingur, prófessor Háskóli íslands
Dr. Vigfús Jóhannsson, líffr. frkvstj.Laxeldisst. rík., Stofnfiskur hf.
Dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur, LÍÚ
Matvælavinnsla og matvælarannsóknir
Dr. Einar Matthíasson, matvælaverkfr., Mjólkursamsalan hf. (formaður)
Emilía Martinsdóttir, efnaverkfr. deildarstjóri Rannsóknast. fiskiðnaðarins
Dr. Snorri Þórisson, matvælafr. frkvstj. Rannsóknaþjón./Sýni hf.
Guðjón Þorkelsson, matvælafr., deildarstjóri Rannsóknast.landbúnaðarins
Ragnheiður Hóðinsdóttir, matvælafr. deildarstj. Samtök iðnaðarins
Guðbrandur Sigurðsson, matvælafr., frkvstj. nýsköpunarsv. ísl.sjávarafurðir
Magnús Magnússon, vélaverkfr. frkvstj. útgsv. Útgerðarfél.Akureyringa