Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 33

Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 33
Vis / OISQH VIJAH MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 33 Síbrotamaður eða fórnarlamb? í nýlegri blaðaauglýsingu tók eitt af tryggingafélögunum upp á því að flokka þá viðskiptavini sína sem eru svo óheppnir að lenda í tjónum sem síbrotamenn. Við hjá Skandia höfum aftur á móti viljað líta svo á að enginn lendi vísvitandi í því óláni sem umferðaróhapp er. Eitt meginatriði Bónustrygginga Skandia er einmitt að taka ekki hart á viðskiptavinum sem verða fyrir stöku óhöppum. Ef marka má þær fádæma góðu viðtökur sem Bónustryggingar Skandia hafa fengið má ætla að bíleigendur séu upp til hópa sammála þessari stefnu okkar. Onnur skýring á vinsældum Bónustrygginga Skandia kann að vera sú að bíleigendur séu orðnir þreyttir á tryggingafélögum sem vita ekki hvað snýr fram og hvað snýr aftur og vilji skipta við tryggingafélag þar sem tryggingar snúast ekki um að fordæma fólk. Skandia - lifandi samkeppni á tryggingamarkaöi. JattíA. jzfet n t. u'n!i°*nn7*ZZ ‘ Hluti af auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.