Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Einleikarinn TONLIST Gcrðubcrgi NÍNA MARGRÉT GRÍMS- DÓTTIR PÍANÓLEIKUR Viðfangsefni: Mozart, Beethov- en, Schönberg, Mendelssohn. Sunnudagur 5. mars 1995. Á VEGUM EPTA, Evrópusambands píanókennara lék Nína Margrét fyrir áhugafólk um píanó- leik í Gerðubergi sl. sunnudag. Þessir tónleikar voru nokk- uð vel sóttir, enda flytjandinn að góðu kunnur. Ástæða er þó til að hvetja áhugafólk um hljóð- færaleik til að sækja vel slíka tónleika, hvort sem um er að ræða píanóeinleik eða annað einleiks- hljóðfæri. Á því byggjast, að miklu leyti, gæði hljóðfæraleiksins, að hljóðfæraieikarinn fái tækifæri til að koma sem oftast fram, spila sem ólíkastar efnisskrár, og að hann finni stuðning frá þeim sem telja þetta skipta máli í menningu og tilveru þjóðar. Nína hóf leik sinn á Tilbrigðun- um í C-dúr (ABCD) eftir Mozart. Tilbrigðin lék hún af öryggi, en ekki er hættulaust að byrja tón- leika á verki sem hvert manns- barn þekkir í hveija nótu og er svo gegnsætt að ekkert má út af bera. En Nína stóð þetta vel af sér og þótt kannske hafi mátt heyra tvær eða þijár nótur detta út í vinstri hendi þá gleymist það strax fyrir næmum smekk Nínu á tónlist Mozarts. Píanósónötu Beethovens í e- moll op. 90 má líta á sem eina af „auðveldari“ sónötum höfund- arins. Hver og ein af sónötum hans býr þó yfir gildrum, tækni- legum og innihaldslegum og afar ólíkar eru þær hver annarri og þá kannske sérstaklega þær í öðru bindinu. Það er einnig í öðru bindinu sem Beethoven tekur upp á því að gefa þáttunum yfírskrift á þýsku og er þá nauðsynlegt að skilja þessar yfírskriftir rétt. Fyrra þætti sónötunnar gefur hann yfirskriftina „Mitt Leb- haftigkeit und durchaus mit Empfindung und Ausdruck". Þetta er þýtt í efnisskrá svo: „Af krafti og tilfinningu". Þetta er algjörlega ófullnægjandi þýðing og beinlínis villandi. T.d. „af krafti“ segir hvergi í þýskunni, er enda villandi um innihald þátt- arins. En með fjörlegu og tilfinn- ingaríku yfirbragði skal þessi fyrri þáttur leikinn, segir höfundur, kannske eitthvað í ætt við Haydn, einfalt en íjörlega og án dramatískra átaka. Ekki of hratt • og mjög syngjandi, seg- ir Beethoven um annan þáttinn. Beet- hoven skrifar nokkr- ar sónötur í tveim þáttum, svo það út af fyrir sig er ekki óvenjulegt hjá hon- um. Aftur á-móti er óvenjulegra að síðari þátturinn sé hægur. Þessi þáttur, hvort sem hann er í rondó- formi eða tilbrigða-ljóðaformi, þarf fyrst og fremst að fá að syngja. Kannske fannst manni hraðavalið í það mesta vegna þess að þátturinn náði ekki að syngja, var einhvernveginn um of keyrður í gegn. Stuttu þættina hans Arnolds Schönbergs ópus 19 gerir maður annað tveggja að skilja þá og spila vel, eða að skilja þá ekki og spila illa. Nína Margrét skildi þættina. Of sjaldan heyrir maður píanóverk Mendelssohns á tón- leikum. Þessi tæri stíll og tækni- lega mjög krefjandi píanóverk virðast þó vera að byija að kíkja niður til okkar úr skýjunum, kannske sem mótvægi við kraðaki nútímatónlistar sem stundum reynir að villa manni sýn. Margt var og gert til að villa mönnum sýn á Mendelssohn og meira að segja löngu eftir að hann var dauður. En perlur eru og verða perlur þótt þær rykfalli um tíma, það fengu bæði Bach og Mend- elssohn að reyna. Variations Séri- euses óp. 54 krefst öruggrar og fjölbreyttrar tækni flytjandans, m.a. góðrar áttundatækni. Þetta hefur Nína og því varð flutningur hennar á verkinu hreinn og tær. Ragnar Björnsson. Nína Margrét Grímsdóttir Teningar MYNPLIST Listhúsiö Grcip VATNSLITAMYNDIR ÞÓRDÍS RÖGNVALDS- DÓTTIR Opið daglega frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 19. mars. Aðgangur ókeypis. SAGT er að Albert Einstein hafi viljað hafa vísindin falleg og er hann sá jöfnur er honum fannst ekki upp- fylla fagurfræðilegar kröfur missti hann áhuga á þeim! Vísindajöfurinn vildi meina að ekkert væri ljótt og tilviljanakennt í heimi hér og sagði eitt sinn „Guð kastar ekki teningum" („God doesnf play dice“). Ut frá þessum uppörvandi stað- reyndum um fagurfræði vísindanna virðist Þórdís Rögnvaldsdóttir helst ganga í vatnslitamyndum sínum um þessar mundir, og um leið hefur hún gefið doppumálverkinu frí um stund. Þórdís hefur verið iðin við sýning- ar frá því hún útskrifaðist úr málun- ardeild MHÍ auk þess sem hún er mikill áhugamaður um skoðun sýn- inga og hleypir jafnvel heimdragan- um í því skyni. Hingað til hefur hún mest haldið sig við olíulitina þótt vatnslitamyndir hafi einnig fengið að fljóta með, en þetta er í fyrsta skipti sem hún sýnir vatnslitamyndir einvörðungu og eru þær 16 í hinu litla en notalega rými. Ef hægt væri að segja, að nokk- urs hiks, óákveðni 'og óræðni hafi gætt í sumum doppumyndum Þórdís- ar, sem formrænt séð gengu ekki alitaf upp, virðist hún hafa kúvent í vatnslitamyndunum, þvi að það er einhver ferskleiki yfir þeim, sem helst vildi skorta á í olíumyndunum. Og svo er sem hún hafi ekki einung- is lagt út af orðum reiknimeistarans, heldur eru myndir hennar mun sam- felldari og markvissari í byggingu en áður og þá einmitt er hún vinnur í teningsforminu, en á sýningunni eru þijár slíkar (nr. 3, 4 og 8) og mættu vera mun fleiri. Svo eru það myndir þar sem hún vinnur 'flötinn markvisst, eins og að hún sé að Ieita að fagurri ,jöfnu“ _og má þar helst nefna myndimar „Ónæði“ (2) , sem hefur bæði ris og stígandi og svo „Vá ánamaðksins" (1). Þórdís er ein þeirra listamanna, sem litla ánægju hafa af að storka og ögra með undarlegum uppátækj- um og fráhrindandi myndefnum, finnur frekar samsemd sína í nálgun viðfangsefnanna og krufningu LISTIR HÓPURINN sem tekur þátt í sýningu sakamálaleikritsins Tíu litlir negrastrákar. Sérkennileg dægradvöl IÆ1KLIST Lcikfélag Tónabæjar TÍU LITLIR NEGRA- STRÁKAR Höfundur Agatha Christie. Leik- gerð: Kolbrún Halldórsdóttir og Ágúst Pétursson. Leikstjóri: Gunn- ar Gunnsteinsson. Ljósamaður: Reynir Sigurðsson. Hljóðmaður: Örnólfur Thorlacius. Reddari: Anna Lísa Bjömsdóttir. Ljósahönn- un: Steindór Erlingsson, Björa Björnsson og Magni Þorsteinsson. Sýningarstjóri: Margrét Sigfúsdótt- ir. Hönnun plakats/Ljósmyndun: Hilmar Þór Guðmundsson. Frumsýning 5. mars. UNGLINGARNhTí Tónabæ ráð- 'ast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Á þeim fimm árum sem leikfélag þeirra hefur starfað, hafa uppfærslurnar verið bæði metnað- arfullar 9g skemmtilegar og svo er enn. Á fjölunum er sakamála- leikrit, fullt af spennu og þarf mikla nákvæmni í vinnubrögðum til að halda athygli áhorfenda við efnið. Á sviðinu eru tíu unglingar sam- ankomnir í hús og vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga af sér að gera; allir orðnir leiðir á öllum leikj- um og verða bara fúlir þegar ein- hver kemur með uppástungu. Allt þar til ein stúlkan segist hafa ver- ið að lesa bók um fólk sem var í svipuðum aðstæðum; tíu manns sem boðið var að að dveljast á fal- Iegu og ríkmannlegu heimili á af- skekktri eyju yfir helgi. Þetta voru einstaklingar sem þekktust ekki, úr öllum lögum þjóðfélagsins og áttu það allir sameiginlegt að hafa mannslíf á samviskunni. Um leið og þeir voru komnir á áfangastað voru þeir ákærðir fyrir morð. Allir vildu þessir einstaklingar komast burtu, leist ekkert á blik- una, en þá hætti báturinn sem kom með póstinn og mjólkina og brauð- ið að ganga og allir þurftu að vera kyrrir á þessum stað í þijá daga. Á þessum þremur dögum var hópurinn tekinn af lífi - einn í einu. Krakkarnir ákveða að gera þessa sögu að leik, bregða sér í gervi og atburðarásin vindur sér af stað. Kannski dálítið sérkennileg dægradvöl. Fyrst í stað eiga krakkarnir erf- itt með að halda sér í karakter, vilja hætta að leika söguna og líst ekkert á það hvernig mál þróast. Allt verður of raunveruleg. Allt nema hinn ósýnilegi böðull, og fyrirboðinn, sem birtist í fjórum litlum negrum sem segja fyrir um atburðarásina með þulu um tíu negrastráka. Sýningin í Tónabæ er mjög skemmtileg. Hún er vel unnin í alla staði. Leikmynd og búningar falla sérlega vel að verkinu og hefur þurft töluverða útsjónarsemi til að koma sýningunni fyrir í þessu litla rými. Lýsing er vandvirknis- lega hönnuð og tónlistin með sýn- ingunni dálítið sérstæð og gefur henni sjarmerandi blæ. Fjórtán unglingar taka þátt í sýningunni: Rósa Birgitta ísfeld Valdimarsdóttir, Þóra Sigurbjörns- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Bene- dikt Bjarni Bogason, Erla Guðrún Arnmundardóttir, Valgerður Árna- dóttir, Inga Björk Valgarðsdóttir, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Ýrr Geirsdóttir, Sólveig Stefánsdóttir, Gyða Pétursdóttir, Matthildur Jó- hannsdóttir, Ásthildur Erlingsdótt- ir og Stefanía Ólafsdóttir. Leikur þeirra er mjög jafn og góður, fram- sögn og raddbeiting fín og þeim tekst dável að halda spennu í sýn- ingunni. Það er ljóst að leikstjórinn hefur unnið vel með þeim og í sam- einingu hefur þessum hópi tekist að setja upp athyglisverða sýningu. Súsanna Svavarsdóttir „Ónæði“, nr. 2 á skrá. þeirra. Mengaður heimur þarfnast síður óhreinna mynda og það eru víðar falin átök við viðfangsefnin en í ljótleikanum. Listamaðurinn spyr og ieitar svara við tilvistarvanda mannsins í guðlausum heimi nútím- ans, eins og stendur á myndskrárb- leðli, og nöfnin sjálf bera greinilega með sér. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur • FYRIR skömmu gaf Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla íslands út ritið Um siðfræði sem grundvöll umhverfismenntunar eftir Bryn- hildi Sigurðardóttur og Sigríði Ól- afsdóttur. Á bókarkápu segir: „Efni þessa rits er nýstárlegt og varðar þróun umhverfismenntunar. Höfundar reifa umhverfisvandann oggreina frá kenningum um viðhorf mannsins til náttúrunnar á ýmsum tímum. Að því búnu víkja þeir að stöðu umhverf- ismenntunar í íslenskum skólum og leiða rök að því að siðfræðileg umljöll- un eigi að bera upp umhverfis- fræðslu. Þeir gera grein fyrir þróun umhverfissiðfræði og vísa á nýjar leið- ir á þessu kennslusviði. Ritið er því framlagtil umræðu, sem nú er að vakna, um siðfræði og umhverfis- menntun og sjálfsagt lesefni fyrir alla sem stunda kennaranám, fást við kennslu eða tengjast umhverfismál- um.“ Rit þetta er að stofni til E.Ed.-rit- gerð höfunda við Kennaraháskóla Is- lands en höfundar hlutu viðurkenn- ingu Minningarsjóðs Ásgeirs. S. Bjömssonar fyrir lokaritgerð til E.ED-prófs frá Kennaraháskólanum vorið 1994. Bókin er 60 bls. ogfæst hjá Bók- sölu kennaranema, Bóksölu stúdenta, ístærri bókaverslunum oghjá Rann- sóknarstofnun Kennaraháskóia ís- iands. í 1 > l > > > i > í ) ) í ) ) ) ) I I I > I 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.