Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 11 FRETTIR Fyrsta loðnuskipið til Siglufjarðar á árinu Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir KRISTJÁN L. Möller forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar og Viðar Karlsson skipstjóri á loðnuskipinu Víkingi AK með tertuna góðu á milli sín. Morgunblaðið. Siglufirði. „LOKSINS, loksins“ stóð meðal annars átertu þeirri, sem Krist- ján L. Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar, afhenti Viðari Karlssyni, skipstjóra á Víkingi AK, þegar skipið land- aði á Siglufirði sl. föstudag. Víkingur er fyrsta loðnuskip- ið, sem landar á Siglufirði á þessu ári og þótti heimamönn- um löngu orðið tímabært að loðnuskipin færu að leggja leið sína til Siglufjarðar, en vegna veðurs hefur það reynst erfið- leikum háð. Reyndar höfðu sanddæluskipin Sóley og Skúfa- nes, sem notuð hafa verið til loðnuflutninga, flutt nokkra loðnufarnta til Siglufjarðar svo að bræðslan hefur verið í gangi síðan 1. mars sl. Víkingur landaði 1.350 tonn- um af góðri Ioðnu, sem veiddist út af Grindavík. Að sögn Viðars „Loksins, loksins“ Karlssonar, skipstjóra, er vandamálið nú ekki það að veiða loðnuna heldur að losna við hana. Hann kvað slæmt að geta ekki nýtt betur verksmiðjuna á Siglufirði þar sem hún væri stærsta og afkastamesta loðnu- bræðsla landsins, en þangað hafi ekki verið fært vegna veð- urs. „I vitlausum veðrum er varla hægt að taka sjensinn á því að sigla með fullfermi lang- ar leiðir. Venjulega tekur þessi sigling sólarhring, en að þessu sinni tók ferðin alls 34 tíma. í þeirri norðanátt, sem ríkjandi hefur verið, er versti kafli leið- arinnar frá Horni að Húnaflóa." Annars sagði Viðar að erfitt væri að gera loðnusjómönnum til geðs því þeir vildu hafa norðanátt við veiðarnar, en sunnanátt á siglingu til hafnar. Að lokum sagðist Viðar víða á landinu hafa fengið loðnutert- ur, en þær frá bakaríinu á Siglu- firði væru þær albestu enda væri þetta í fjórða skiptið sem hann hreppti loðnutertuna úr höndum forseta bæjarstjórnar. Aftur á móti þurfti að þessu sinni að bíða dálítið eftir tert- unni meðan verið var að ryðja veginn til Siglufjarðar því mjólkur- og ijómalaust var í bænum, en sem betur fór komst mjólkurbíllinn í bæinn og Baldi bakari gat skellt vel af rjóma á tertuna góðu handa áhöfn Vík- ings. Lögreglufélög á höfuðborgarsvæðinu Niðurskurður endurspeglast í fjölgun glæpa FELAGSFUNDUR Lögreglufé- lags Reykjavíkur, sem haldinn var 3. mars sl., samþykkti ályktun þar sem niðurskurði á fjárveitingum til löggæslu er mótmælt. Hann er sagður endurspeglast í þjóðfélag- inu; fíkniefnaneysla og glæpatíðni séu að aukast og með fjársvelti sé vegið að öryggishagsmunum lögreglumanna og þegna landsins. Á aðalfundi Lögreglufélags Hafnarfjarðar var niðurskurður fjárveitinga til löggæslu einnig til umræðu. í ályktun Lögreglufélags Reykjavíkur segir að ástandið sé orðið þannig að stór verkefni lami lögregluna í langan tíma á eftir vegna þess að þá sé ekkert fjár- magn eftir til að halda uppi venju- bundinni löggæslu. Lögreglan getur ekki sinnt hlutverki sínu Notkun hjálparsveitarmanna til löggæslustarfa er gagnrýnd og í því sambandi minnt á þegar þeir hafi í síðustu viku verið notaðir til að leita að ræningjum. Á sama tíma sé með niðurskurði verið að minnka getu sérsveitar lögregl- unnar til að fást við verkefni sín. „Það er mat fundarins að nú sé svo komið að almenningur get- ur ekki treyst því að lögreglan geti alltaf sinnt hlutverki sínu þeg- ar mikið liggur við,“ segir í ályktuninni. Aðalfundur Lögreglufélags Hafnarfjarðar, sem haldinn var Náttúrulagaflokkur íslands býður fram í Reykjavík við alþingiskosningarnar SJÁLFSTÆTT stjórnmálaafl und- ir heitinu Náttúrulagaflokkur ís- lands býður sig fram í Reykjavík til komandi Alþingiskosninga. Náttúrulagaflokkurinn leggur áherslu á að komið verði á fót svo- kölluðum samstillingarhóp og nýti hann áhrifamikla, sannprófaða vit- undaraðferð „TM-shidhi-kerfið“, til að eyða streitu úr andrúmsloft- inu, bæta tíðarandann og skapa grundvöll til framfara á íslandi að því er segir í fréttatilkynningu. Sköpunarhæfni skortir Uáttúrulagaflokkurinn hyggst bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins Streitu eytt úr andrúmsloftinu og spara tilkostnað með náttúru- legri heilsugæslu og náttúrulækn- ingum og með því að bæta tíðar- andann með samstillingarhópnum. í menntamálum verður lögð áhersla á vitund nemandans sem grundvöll til alls náms. Um atvinnumál segir meðal annars í fréttatilkynningu að vandi atvinnuveganna og lág laun á ís- landi stafi alfarið af skorti á sköp- unarhæfni íslenskra atvinnurek- enda og launafólks. Stöðva á glæpi með því að skapa andrúmsloft þar sem afbrot þrífast ekki. „Um 40 rannsóknir hafa sýnt að samstill- ingarhópar sem eyða streitu úr huga eða vitund þjóðarinnar minnka tíðni glæpa, slysa og sjúk- dóma en auka bjartsýni og sköp- unarhæfni samfélagsins," segir í fréttatilkynningunni. Á N-listanum eru Jón Halldór Hannesson, framkvæmdastjóri, Örn Sigurðsson, kerfisfræðingur, Ingimar Magnússon, garðyrkju- maður, Edda Kaaber, bókavörður, ■ Halldór Birgir Olgeirsson, vél- stjóri, Rúna Björg Garðarsdóttir, leiðsögumaður, Árni Sigurðsson, jarðeðlisfræðingur, og Guðjón Björn Kristjánsson, framkvæmda- stjóri. 15. febrúar sl., lýsti áhyggjum sín- um vegna þess öryggisleysis sem niðurskurður á fjármagni til lög- gæslu leiðir til. „í þeim tilgangi að skera niður kostnað við auka- vinnu og rekstur löggæslu í veik- inda og forfallatilfellum, hefur það viðgengist að þriðjungur þeirra lögreglumanna sem eftirlitsstörf- um sinna yfir háannatímann að deginum til, tveir lögreglumenn af sex, hafi verið látinn vanta á vaktir. Niðurskurður þessi leiðir til þess m.a. að eftirlit með umferð minnk- ar til muna. [... ] Jafnframt þessu dregst saman eftirlit við skóla og á skólaleiðum og lögregl- an verður illa eða vart í stakk búin að takast á við stór og viða- mikil verkefni sökum manneklu, á sama tíma og viðurkennd er sú staðreynd að í samfélaginu fjölgar jafnt og þétt afbrotum ýmiskonar, að því er virðist í réttu hlutfalli við niðurskurð til löggæslu," segir í ályktun fundarins. Ekki niðurskurður Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra segir þaá á misskilningi byggt að um niðurskurð á fjár- heimildum til lögreglunnar í Reykjavík sé að ræða á þessu ári, þær hafi aukist um 30 milljónir króna á milli áranna 1994 og 1995. Aðspurður um það hvort ekki þurfi að styrkja löggæslu í ljósi aukinna glæpa, svo sem fram komi í ályktunum félaganna, sagði Þor- steinn að að því væri unnið með margskonar skipulagsbreytingum og nefndi sem dæmi að á þessu ári væri verið að styrkja rann- sóknarlögregluna varðandi rann- sóknir á efnahagsbrotum. „Auðvitað geta menn alltaf ósk- að sér að hafa meiri fjármuni en í þessum efnum verða menn líka að horfa á það að ná fram þeim áherslum sem nauðsynlegar eru taldar með bættu og betra skipu- lagi og meiri hagræðingu. Og ég minni á að lögreglan í Reykjavík hefur haft það að forgangsverk- efni að styrkja grenndarlöggæslu úti í hverfunum og með forvarnar- starfi. Við erum ekki í nokkrum vafa um að það hefur skilað veru- legum árangri,“ sagði Þorsteinn. NYJA BILAHOLLIN FUNAHOFDA V S: 5 Toyota Double Cap diesel Turbo árg. 93, ek. 58 þús. km., rauöur, hús, 31" dekk. V. 1.990.000. Ath. skipti. AMC Cherokee Laredo 4,0 I árg.'90, ek. 89 þús. km., hvítur, sjálfsk., álfegur. .V. 1.890.000. Ath. skipti. AMC Cherokee Laredo 4,01 árg. ‘87, ek. 128 þús. km., vínrauður, sjálfsk., álfelgur, sumar- og vetrardekk, upph. V. 1.250.000. Ath. skipti Mazda 626 GLXi 2,0 árg. '92, grár, R/R cen., álfelgur, sjálfsk. V. 1.590.000. Ath. skipti. M. Benz 230E árg. '91, ek. aöeins 4.500 km., grár, R/R cen, sóllúga, ABS, CC, 4-H, H-sæti o.fl. V. 3.500.000. Ath. skipti. Nissan Sunny 1,6 SLX árg. ‘92, ek. 49 þús. km., hvítur, sjálfsk., R/R cen, spoiler. V. 890.000. Ath. skipti. FUNAHOFÐA I S: 5 MMC Pajero Super Wagon árg. '92, grænsans./gullsans., sjálfsk., álfelgur, sóllúga, ek. 54 þús. km. V. 3.150.0 00. Skipti á ódýrari Toyota Landcrusier. Nissan Sunny Wagon 4WD árg. '95, silfurgrár, álfelgur, upph., ek. 50 þús. km. V. 1.590.000. Toyota Corolla 1600 XLi árg. '93, rauður, sjálfsk., ek. aðeins 21 þús. km. V. 1.090.000. Skipti á ódýrari. Hyundai Pony GLSi árg. '94, sjálfsk., vökvastýri, ek. aðeins 11 þús. km. V. 1.090.0 00. Skipti. Nissan Terrano diesel árg. '94, grænsans., álfelgur, sóllúga, ek. 26 þús. km. V. 3.150.000. Skiptj. MMC Pajero árg. '88, hvítur, diesel, krómfelgur, 31" ný dekk, ek. 160 þús. km. V. 1.350.0 00. Toppbfll. NU ER BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.