Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR JÓNSSON + Steingrímur Jónsson var fæddur í Reykjavík 6. janúar 1917. Hann lést í Reykja- vík 15. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau hjón- in Arnfríður Áma- dóttir, ættuð úr Dölunum, og Jón Jónsson, ættaður frá Hvoli í Ölfusi. Steingrímur átti einn bróður, Fertr- am að nafni, en hann lést á unga aldri. Þá átti hann eina systur sem Sól- veig hét. Steingrímur kvæntist árið 1938 Ragnheiði Ingi- bergsdóttur, ætt- aðri úr Vestur- Skaftafellssýslu. Þau hjónin eignuð- ust þijá syni. Þeir em: Ellert, f. árið 1943, kona hans var Guðlaug Stein- grímsdóttir; Ámi, MINNINGAR f. árið 1946, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur; og Jón, f. 1948, en kona hans er Krístin Sigurð- ardóttir. Þess má geta, að þær svilkonur, Steinunn og Krístín, era systur. Barnabörn Stein- gríms em tíu talsins og langafa- börnin níu. ÞEGAR við fréttum um andlát Steingríms Jónssonar rifjuðust upp ýmsar gamlar, góðar endurminn- ingar. Steingrímur starfaði hjá Ell- ingsen hf. í 45 ár en hafði áður verið á fraktskipum frá 16 ára aldri. Hann var ákaflega dagfarsprúður maður, traustur og mikið snyrti- menni. Steingrímur var bílstjóri hjá fyr- irtækinu í rúm 30 ár en varð þá afgreiðslumaður og hóf skömmu seinna einnig að stilla út í glugga og naut fyrirtækið þar snyrti- mennsku og smekkvísi hans. Þeir sem unnu með honum fundu að þar fór maður með mikla kímni- gáfu og á góðum stundum var hann glettinn og gamansamur. Stein- grímur átti mörg áhugamál svo sem við tafl, spil, Ijósmyndun, silungs- veiði og naut þess mjög að ferðast um landið. Steingrímur var vel hagmæltur enda hafði faðir hans, Jón frá Ölf- usi, gefíð út ljóðabók sem orðin er ófáanleg. Steingrímur hóf búskap með konu sinni Ragnheiði Ingibergsdóttur í Selásnum og byggði þar hús af mikl- um dugnaði. Þá var lítið um bygg- ingarefni eins og margir þurftu að reyna, á skömmtunarárunum. Þau hjónin eignuðust þrjá syni sem allir eru miklir atorkumenn. Þau slitu samvistir og seinna hóf hann búskap með Maríu Guð- mundsdóttur en þau slitu einnig samvistir. Við sem unnum með Steingrími minnumst góðs manns og vinar sem ávallt var reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd ef þörf krafði. Við þökkum honum fyrir samstarfið og biðum honum Guðs blessunar. Við vottum ættingjum hans og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Samstarfsmenn hjá Ellingsen hf. Vegna mistaka í vinnslu birtist röng mynd með minningargrein þessari um Steingrím Jónsson í blaðinu í gær. Greinin er því endurbirt hér og hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á mis- tökunum. RAÐAl/Gi YSINGAR Bílasala - sölumaður Heiðarlegur, röskurog reglusamursölumaður með bílasöluréttindi óskast strax. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar; „Bílasala-sölumaður- 16035“, fyrir 13. þ.m. Fasteignasala til sölu Af sérstökum ástæðum er virt og þekkt fast- eignasala í Reykjavík til sölu. Frábært tæki- færi fyrir fríska og dugmikla aðila að skapa sér arðbæra, sjálfstæða atvinnu. Besti sölu- tíminn framundan. Stór söluskrá. Mikil og góð viðskiptasambönd. Kaupandi þarf ekki að hafa réttindi til fasteignasölu, þar sem löggiltur fasteignasali getur verið til staðar. Lítil útborgun. Má greiðast með skuldabréfi að mestu. Farið verður með allar fyrirspurn- ir sem trúnaðarmál. Fyrirspurnir, með upplýsingum um fyrirspyrj- anda, berist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Besti sölutíminn - 3579", fyrir kl. 15.00, næstkomandi föstudag 10. mars. KIPULAG RÍKISINS Lagning Mývatnsvegar nr. 848 um brú á Laxá hjá Arnarvatni, Skútustaðahreppi Mat á umhverfisáhrifum Samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum, er hér með kynnt fyrirhug- uð lagning Mývatnsvegar nr. 848 um brú á Laxá hjá Arnarvatni í Skútustaðahreppi. Um er að ræða 200 m langan vegkafla, þar af 52 m langa brú yfir Laxá, um 130 m neð- an við núverandi brýr hjá Arnarvatni. Tillaga að þessari framkvæmd liggur frammi til kynningar frá 8. mars til 13. apríl 1995 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, kl. 8-16 og skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi 6, Mývatnssveit, kl. 9-15, mánudaga til föstudaga. Frestur til að skila athugasemdum, ef ein- hverjar eru, við þessa framkvæmd rennur út þann 13. apríl 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nán- ari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstjóri ríkisins. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2, sími 17800. Vefnaður - litun og hönnun Guðrún Kolbeins, vefnaðarkennari, verður með fjögurra vikna námskeið í ullarlitun og vefnaði. Kennt þrisvar í viku, mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Námskeið- ið hefst 13. mars og líkur 6. apríl. Upplýsingar á skrifstofu Heimilisiðnaðarskól- ans í síma 17800. Bessastaðasókn Aðalsafnaðarfundur Bessastaðasóknar verð- ur haldinn í samkomusal íþróttahússins sunnudaginn 12. mars 1995 og hefst með guðsþjónustu í Bessastaðakirkju kl. 14.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður gerð grein fyrir stöðunni í kirkjugarðsmálum Bessastaðasóknar. Flutt verður einnig tillaga um fjölgun nefndar- manna í sóknarnefnd. Boðið verður upp á kaffiveitingar á fundinum. Sóknarnefnd. Vinnuveitendasamband íslands Hvernig reiknast launahækkanirnar? Vinnuveitendasamband íslands boðar til kynningarfundar um framkvæmd nýgerðra kjarasamninga. Fundurinn ereinkum ætlaður þeim, sem sjá um launaútreikninga í aðildar- fyrirtækjum VSÍ. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. mars nk. og hefst kl. 8.30. Vinnuveitendasamband íslands. FÉLAGSSTARF Konur, Vestmannaeyjum Drífa Hjartardóttir talar um fjölskyldu og skólamál i Ásgarði í dag, miðvikudaginn 8. mars, kl. 20.30. Hafnfirðingar - Reyknesingar Fjármálaráðherrá á fundi í HafnarfirðL Opinn fundur með Friðriki Sophussyni í „Gafl-lnn" við Reykjanesbraut fimmtudag- inn 9. mars kl. 20.15. Umræðuefni: Ríkisfjármál - kosningastefna Sjálfstaeðis- flokksins. Kjósendur fjölmennið. Landsmálafélagið Fram. Hvöt - skemmtikvöld Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur skemmtikvöld I Valhöll fimmtu- daginn 9. mars nk. kl. 20.30. Fram koma: Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngvari, og Kjartan Ólafsson, tónlistarmaður, en þau munu syngja valin lög úr ýmsum áttum við undirleik Hólm- fríðar Sigurjónsdóttur. Einnig verður tiskusýning frá verslununum Evu og Joss. Glæsilegt ostahlaðborð - léttar veitingar. Happdrætti og óvæntur glaöningur við inngang. Aðgangseyrir kr. 500. Sjálfstæðiskonur og gestir þeirra velkomnar. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt. I.O.O.F. 9 = 176388'/2 = 9.I □GLITNIR 599503081911 FRL. ATKV. l.O.O.F. 7 = 388‘/2 = 9.0 I.O.O.F. 18 = 1763108 N.K. □ HELGAFELL 5995030819 Vl/V 1 SAMBAND ISŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 I Kristniboðssalnum. Ræöumaður Friðrik Hilmarsson. Allir velkomnir. Pýramídinn - ^ andleg miðstöð Anna Karia Ingva- dóttir, miðill, er komin til starfa í Pýramídanum. Hún býður upp á einkatíma, nám- skeið o.fl. Tímapantanir og upplýsingar í Pýramídanum, Dugguvogi 2, slmar 588 1415 og 588 2526. / Sjábu hlutina ívíbara sambengll Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Bibllulesturkl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. ÝMISLEGT Norðurljósin heilsustúdíó, Birna Smith, Laugarásv. 27, sími 91-36677. Öflugt sogæðanuddtæki og cellolite-olíunudd losar líkama þinn við uppsöfnuö eiturefni, bjúg, aukafitu og örvar ónæmis- kerfið og blóörásina. Trimm Form og mataræðisráðgjöf inni- falin. Acupuncture-meðferð við offitu, reykingum og tauga- spennu. Vöðvabólgumeðferð Með léttu rafmagnsnuddi, acu- puncture-meðferð og leisertæki opnum við stíflaðar rásir. Heilun- arnudd með ilmkjarnaolíum inni- falið. Góður árangur við höfuð- verk, mígreni og eftir slys. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.