Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 31 . ia ieild mara t.d. í nokkrum atriðum frá reglum LSR. Ekki liggur fyrir hvort Reykja- víkurborg eða önnur sveitarfélög vilja samræma iífeyrisrétt kennara og ann- arra starfsmanna sinna við færslu grunnskólans. Lífeyrissjóður Reykja- víkurborgar hefur þar að auki í reglum sínum að allir starfsmenn borgarinnar skuli vera í lífeyrissjóði hennar að frá- töldum starfshópum sem eiga aðild að sérsjóðum. Sveitarfélögin í landinu eru tæplega 200 og gætt hefur ótta hjá kennurum um að sum þeirra hafi ekki fjárhags- legt bolmagn til að standa undir skuld- bindingum sínum við stéttina. Algengt er að kennarar kenni í mörgum skólum á starfsævinni. Við tilfærslu grunn- skólans myndu lífeyrisskuldbindingar við einn kennara safnast upp hjá mörgum sveitarfélögum. Til að leysa þessi tvö vandamál hefur verið rætt um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga taki að sér eins konar ábyrgðarhlut- verk. Hann myndi bæði halda utan um tilfærslur kennara milli sveitarfé- laga og tryggja að kennarar fái í öllum tilfellum lífeyrisréttindi sín greidd. Óbreytt réttindi Samkvæmt tryggingafræðilegri út- tekt námu áfallnar skuldbindingar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins 94 milljörðum króna í árslok 1993 ef miðað er við 2% vexti. Ef miðað er við 3% vexti námu skuldbindingarnar 84,5 milljörðum króna. Með hugtakinu áfallnar skuldbindingar er átt við að engin iðgjöld séu greidd til sjóðsins framvegis en sjóðsfélagar taki lífeyri á sínum tíma í samræmi við þau rétt- indi sem þeir hafa aflað sér. Ekki liggur fyrir hver hluti kennara er í þessari upphæð, en ætla má að hún skipti einhveijum milljörðum. Nefndin sem vinnur að þessum niálum hefur rætt um að allar lífeyrisskuld- bindingar kennara, sem stofnað er til fyrir 1. ágúst 1996, sitji eftir hjá rík- inu þannig að það greiði kennurum lífeyri í samræmi við réttindi þeirra þangað til allir núverandi kennarar eru komnir á eftirlaun eða látnir. Þetta þýðir m.ö.o. að allir sem eru kennarar í dag halda óbreyttum lífeyrisréttind- um. Iðgjöld duga ekki fyrir réttindum Eitt af því sem veldur erfiðleikum við tilfærslu lífeyrisréttindanna er að núverandi iðgjaldagreiðslur opinberra starfsmanna standa ekki undir þeim réttindum sem LSR hefur heitið þeim. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveitar- félaga, þyrftu iðgjöldin að nema 15-17% af launum til að standa undir lífeyrisréttindum kennara, en þau eru 10% í dag. Viihjálmur sagði að sveitar- félögin krefðust þess að tekið yrði til- lit til þessa kostnaðar við yfirfærslu grunnskólans. Sveitarfélögin og ríkið eiga eftir að koma sér saman um hvaða tekjustofnar eiga að færast frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir ---------- rekstri grunnskólans. Þetta eru flóknir út- reikningar. Til að gefa hugmynd um hversu erfitt getur verið að reikna út skiptingu kostnaðar má nefna að kennari á rétt á að fá eftirlaun í samræmi við þann launaflokk sem hann fær greitt eftir þegar hann lætur af starfí og skiptir þá ekki máli á hvaða launum hann var fyrr á starfsævinni. Kennari sem byijar sem starfsmaður ríkisins í launaflokki 1 árið 1980, en lætur af störfum sem starfsmaður Reykjavík- urborgar í launaflokki 10 árið 2020 fær greidd eftirlaun samkvæmt launa- flokki 10. Hvað á ríkið að greiða stór- an hlut af eftirlaunum hans? Þetta vandamál er óleyst. rum var ibreytt- feyris- ndum Framtíðarsýn í umferðarmálum VAXANDI slysatíðni í um- ferðinni með tilheyrandi tjóni á lífi, limum og eign- um borgaranna veldur víða heilabrotum og áhyggjum. Þetta á við á íslandi sem annars staðar. Bod- innar á að baki þijátíu ára feril í ýmsum deildum lögreglunnar í Vikt- oríu, en síðustu árin hefur hann veitt forstöðu þeirri deild sem að framan er getið og hefur verið að vaxa ás- megin. Um árangur síðustu ára segir Bodinnar: „Árið 1989 létust 777 veg- farendur í Viktoríufylki og meira en 10.000 vegfarendur slösuðust í um- ferðarslysum. Undanfarin tíu ár hafði látnum í umferðarslysum fjölgað um fimm í hveijum mánuði. Eitthvað varð að gera til að stöðva hörmung- arnar sem kostuðu þjóðfélagið meira en 1,5 milljarða ástralskra dala ár hvert! Sérfræðingar lögðu á ráðin og þróuðu öfluga áætlun og henni var hrint í framkvæmd. Þessi áætlun hefur bjargað 1.200 mannslífum og komið í veg fyrir að 8.000 vegfarend- ur slösuðust alvarlega. Þessi þróun hefur sparað þjóðfélaginu yfir einn milljarð ástralskra dala.“ „Þá hefur dauðaslysum og öðrum alvarlegum slysum fækkað um 46 prósent á síðastliðnum fímm árum í fylkinu og hefur sannað árangur Viktoríulíkansins sem við köllum svo, en í því er stuðst við besta mögulega samspil tengsla milli eftirlits með myndavélum, auglýsingum og áætl- unum um menntun og meðvitund íbúa þjóðfélagsins,“ segir Bodinnar. Myndavélar Tölur þær sem Bodinnar tefldi fram vöktu mikla athygli er hann lýsti þeim á málþingi Umferðarráðs. Myndavélamar sem bar á góma eru engar venjulegar myndavélar. Um þær sagði Bodinnar að þær væru tæknilega háþróuð tæki, myndavél væri tengd við hraðamæli og þannig stillt, að mældi hraðamæl- irinn bifreið á ólöglegum hraða, þá ræsti hann myndavélina sem smellti af hinum brotlega. Til að gera kerfið skilvirkt, fá starfsmenn við móður- stöð myndina skjótt upp á skjá hjá sér og þar er unnt að fletta upp í tölvuskrám hver eigandi bifreiðarinn- ar er. Eigandi bílsins er ábyrgur nema hann vísi á annan bílstjóra sem gengst við ódæðinu. „Þetta gengur svo hratt og vel að bíleigendur eru með póstsenda sekt í höndunum fjór- um dögum eftir að þeir bijóta af sér. Og það er það fyrsta sem þeir vita af broti sínu,“ segir Bodinnar. Á sama hátt eru myndavélar stiílt- ar til að smella af bílum sem aka yfir götuljós á rauðu. „Þetta verður að vera skilvirkt til þess að fólk taki mark á þessu. Það er ekki nóg að auglýsa að nú eigi að hefja strangar aðhaldsaðgerðir ef það gerist svo ekkert. Við byijuðum á því að aug- lýsa grimmt og sýndum þá mjög óhugnanlegar sjónvarpsauglýsingar sem lýstu aðkomu þar sem slys höfðu átt sér stað. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að hraði drep- ur og því hraðar sem ekið er, því harðara verður höggið." „Og ekki er öll sagan sögð, því áfengi og akstur fer ekki saman í Viktoríu fremur en annars staðar og samhliða þessum áróðri var áróður gegn ölvunarakstri, enda sýna tölur frá Umferðaröryggisráðinu að of mikill ökuhraði og akstur undir áhrif- um áfengis eru orsakirnar fyrir hlut- fallslega mörgum umferðarslysum FRÁ málþingi Umferðarráðs á dögunum. HATÆKNI FÆKKAR SLYSUM Margt hefur verið reynt í aukinni fræðslu og löggæslu til að stemma stigu við vaxandi tíðni umferðarslysa, en tækni sem lögreglan í Vikt- —— - ------ oríufylki í Astralíu hefur tileinkað sér hefur farið sigurför. John G. Bodinnar framkvæmda- sfyóri umferðaraiyndavéladeildar lögreglunnar í Viktoríu kom fram á málþingi Umferðarráðs og fyallað um framtíðarsýn í umferðarmálum. Guðmundur Guðjónsson var meðal gesta. sem hafa í för með sér meiðsl og dauða í Ástral- íu allri. Samtals er talið að þessi tvö atriði vegi þyngst í 50% allra um- férðarslysa. Auk þess að auglýsa grimmt og koma upp myndavélabúnaði á álagsstöðum, komum við okkur einnig upp flota „vínvagna" (Booze bu- ses) sem stöðvuðu öku- menn og létu þá blása í blöðrur." „Eins og ljóst má vera,“ segir Bodinnar, „er ekki nóg að auglýsa, John G. Bodinnar heldur verður að fylgja því eftir með skilvirkum og öflugum aðgerðum. Þetta hreif hjá okkur, með því að sýna fólkinu fram á að okkur var al- vara og við værum að vinna í þeirra þágu, hef- ur tekist að gerbreyta dæminu. Núna má segja að iitið sé niður á öku- menn sem aka of hratt eða stinga sér yfir á rauðu, að ég tali nú ekki um stúta við stýrið,“ seg- ir Bodinnar. SLASAÐIR í VIKTORÍU Á 12 MÁNAÐA TÍMABILUM FRÁ JANÚAR 1989 - JÚNÍ 1994 36000 4- 34000 32000 30000 28000 26000 24000 ■ 22000 ■ 20000 llllllllluiijiiiui) MEIÐSLI árin 1989 til 1994. Gögn byggð á ársskráningu. Það sem þarf til Reykjavíkurborg hefur fest kaup á einni myndavél af þeirri tegund sem um ræðir, en ljóst er að átak af þvi tagi sem um ræðir kostar peninga, mikla peninga. Bodinnár er fyrstur manna að viðurkenna það, en bætir skjótt við að þeim peningum sé vel varið og þeir skili sér margfalt til baka í færri dauðsföllum, færri lík- amsmeiðingum, minna eignatjóni og minna álagi á sjúkrastofnanir og fjöl- skyldur. Og Bodinnar segir: „Framkvæmdin á þessari áætlun krefst nokkurs fjár-' magns auk ýmiss annars framlags en það mikilvægasta er að hún krefst stuðnings frá stjórnmálamönnum, skuldbindingu og samþykkis ríkis- stjómar, heiðarlegrar og sanngjam- ar, en ákveðinnar stefnu í löggæslu og þriðja aðila sem er tilbúinn til að fjárfesta mikið í framleiðslu á sviði umferðaröryggis, sem leiðir til lækk- unar kostnaðar af völdum umferðar- slysa.“ „Til þess að undirstrika betur hvað um er að ræða, þá hefur meff samhæf- ingu aðgerða sérfræðinga að leiðar- ljósr og notkun hátækni tekist að spara í Viktoríu meira en einn millj- arð ástralskra dala í sjúkrahúskostn- að og endurhæfingarkostnað síðustu fímm árin, koma í veg fyrir ómælda sorg og þjáningar einstaklinga og fjölskyldna, auk þess sem löggæslan hefur náð inn með sektum yfir einni milljón ástralskra dala á viku sem hefur gefið yfirvöldum tækifæri til þess að íhuga fjárfestingu á sviði umferðaröryggismála." Viðhorf Á tali Bodinnars kemur fram að tekist hefur að snúa hugarfari Viktor- íubúa til betri vegar, enda segir hann að reynslan frá Viktoríu sýni að vel hannað háþróað eftirlits- og auglýs- ingakerfi geti fengið vegfarendur til þess að „strengja ný heit um eigið líf“, eins og hann kemst að prði. Hann hefur sjálfur verið gómaður af einni af myndavélum sínum og skip- aði sér þar með í ört stækkandi hóp Viktoríubúa sem kannanir sýna að fá aðeins eina sekt, svo ekkert meir. Aka eftír það á löglegum hraða, að- eins yfir ljós á grænu og án fullting- is Bakkusar. Um möguleika íslendinga Eitt af því sem Bodinnar tjáði sig um þegar hann var staddur hér á landi var um möguleika íslendinga á þessu hátæknisviði. „Ég hef víða komið á ferðum mínum og kynnt þetta kerfí. Til Danmerkur og Hollands svo ég nefni dæmi. Hvergi utan heima í Vikt- oríu hef ég fundið fyrir jafnmikilli ákveðni varðandi umferðaröryggismál og í Reykjavík. Mér skilst að menn hér séu opnir fyrir þessum hugmynd- um og árangur okkar ætti ekki að letja menn til að láta á þetta reyna,“ sagði John G. Bodinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.