Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sj ávarútvegsráðherra vill skoða nýjar leiðir í verðlagningu á fiski Sníða þarf agnúa og galla af gildandi löggjöf ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að margt bendi til þess að verðlagning á físki sé ófullkomin, fyrst og fremst fyrir þá sök að stór hluti af verðmynduninni fari fram í viðskiptum tengdra aðila. Hann segir eðlilegt að menn skoði aðrar leiðir og kanni hvort hægt sé að sníða_ af þá agnúa og ágalla sem fylgi núgildandi löggjöf. „Á það er að líta að lögin sem um þetta gilda eru ekki nema þriggja ára gömul. Þá knúðu menn mjög á um að hverfa frá miðstýrð- um ákvörðunum um verðlagningu á físki. Á þeim tíma var fískvinnslan mjög treg í taumi en fyrir mínar fortölur að talsverðu leyti þá féllust fulltrúar hennar á hugmyndir að þess- ari löggjöf sem núna er búin að vera í gildi í þijú ár og sjómenn börðust mjög hart fyrir á sínum tíma. En það var ljóst frá upphafí að þama gætu fylgt þessir gallar sem afleiðing af því að stór hluti físksins gengur raunveru- lega kaupum og sölum milli sama aðila,“ segir Þorsteinn. Tvær leiðir til að breyta kerfinu Hann segir að tvær leiðir séu færar til að breyta kerfínu. Annars vegar sé að taka aftur upp miðstýrða verðlagningu. „Ýmsir hafa ótt- ast að þá færu menn inn í þann gamla farveg efnahagsráðstafana ef það skref yrði stigið til baka,“ segir Þorsteinn. Hins vegar sé að selja allan físk á einum markaði. Sú leið myndi leysa ágætlega verð- myndunarvandann sem fyrir hendi sé en menn hafí bent á fjölmargar afleiðingar sem af henni hlytust. Samræmist hún EES? „Margir óttast að fískvinnslan stæði þá í erfíðari sporum en hún stendur í dag. Sérstak- lega að fiskvinnslufyrirtæki í minni sjáv- arplássum - þar sem eitt fyrirtæki ber uppi fískvinnsluna - muni lenda í mjög erfíðri stöðu. Menn hafa bent á að þessi leið kynni að raska framleiðsluferli þar sem fyrirtæki hafa verið að tengja saman veiðar, vinnslu og mark- að, sérstaklega með vöruþróun beint á neyt- endamarkað. Ýmsir hafa óttast að þetta kynni að veikja forsendumar fyrir fastlaunasamningum físk- verkafólks. Og loks hafa menn velt því fyrir sér hvort það standist skuldbindingar okkar samkvæmt EES-samningnum að banna mönn- um að selja fisk nema í gegnum einn tiltekinn aðila. í sjálfu sér eru engar algildar lausnir fyrir hendi og það fylgir böggull skammrifí hverri leið sem valin verður. Ég tel þó fullkom- lega eðlilegt að menn ræði þessa kosti en einn- ig mjög mikilvægt að menn kanni mjög gaum- gæfílega bæði kostina og ágallana við hveija leið fyrir sig,“ sagði Þorsteinn að lokum. Haftið rofnaði aftur HAFT sem myndaðist við ós Jökulsár á Breiðamerkursandi fyrir nokkrum vikum og lokaði rennsli úr jökulsárlóninu rofn- aði aftur fyrir síðustu helgi. Að sögn Reynis Gunnarssonár, rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins á Höfn, hefur þetta gerst undanfarin ár þegar lítið rennsli er í ánni á vetrum. Þá hlaðist upp framburður og loki ósnum en svo rífi áin sig út úr aftur þegar hækki í fyrir innan. Hann segir að nokkurt landbrot hafi verið við sjóinn, þar hafi gengið á ströndina undanfarin ár. Menn fylgist með þessu því brúin sé stutt frá ströndinni en engin hætta sé fyrir hendi. Á myndinni, sem tekin var sl. föstudag, sést vel hvar áin er búin að rífa sig út í gegnum haftið og hve brúin er nálægt ströndinni. Loðnugangan komin vestur að Snæfellsnesi LOÐNUGANGAN er komin vestur undir Snæfellsnes og fengu skip þar góðan afla snemma í gær- morgun. Það gerði hins vegar brælu í gær og áttu loðnuskip í erfíðleikum -með að athafna sig af þeim sökum. Hrognataka er að omast í fullan gang og útlitið okkalega gott. Löndunarbið á höfnum nálægt miðunum Víkingur kom fyrstur á loðnu- miðin við Snæfellsnes í fyrrinótt og náði að fylla sig áður en það fór að hvessa. Að sögn Viðars Karlssonar skipstjóra verður farm- inum líklega landað á Seyðisfírði, en þangað er um 30 tíma sigling af miðunum. Löndunarbið er á höfnum sem liggja nær miðunum. Viðar sagði að líklega yrði flot- inn búinn að veiða þá loðnugöngu, sem nú er við Snæfellsnes, um eða eftir miðjan þennan mánuð. Marg- ir væru að vonast eftir vestan- göngu, sem oft hefði lengt vertíð- ina um nokkrar vikur. Síðustu þijár vertíðar hefði hins vegar ekki komið nein .vestanganga. Nokkur skip hafa verið við veið- ar við Reykjanes og fyrir sunnan land. Flest eru þau á leið á veiði- svæðið við Snæfellsnes. Hrognataka hófst um síðustu helgi í Grindavík og Vestmanna- eyjum. Jón Bryngeirsson, verk- smiðjustjóri hjá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík, sagði að hrogna- taka væri að komast í fullan gang. Loðnan batnaði dag frá degi. Nokkuð misjafnt er hvað hægt er að stunda hrognatöku lengi, en í fyrra stóð hún í 14 daga. Morgunblaðið/Mats Wibe Lund Höfuðstöðvar íslenskra sjávarafurða hf. Borgin gefur fyrirheit um lóð við Sigtún BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Islenskum sjávarafurðum hf. vilyrði um byggingarlóð á Sigtúns- reit fyrir höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík. Um er að ræða lóð milli Ásmundarsafns og Blómavals við Sigtún, sem Oddfellowreglan hefur haft yfirráð yfír en afsalaði sér á fundi borgarráðs í gær. Stjóm íslenskra sjávarafurða hf. ákvað á fundi sínum í gær að staðsetja höf- uðstöðvamar í Reykjavík. Auk Reykjavíkur var á fundinum rætt um hugsanlega staðsetningu í Garðabæ og Hafnarfírði. Lóðin ekki afmörkuð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, sagði að ekki væri búið að afmarka lóðina né taka ákvörðun um stærð byggingar, sem þar verður reist. Búið hafí verið að úthluta lóð- inni til Oddfellowreglunnar en á borgarráðsfundi í gær afsalaði hún sér lóðinni. „Á sama fundi sam- þykkti borgarráð að gefa íslenskum sjávarafurðum vilyrði um lóðina til eins mánaðar," sagði borgarstjóri. Það hafí verið gert, þar sem ekki var vitað um hver niðurstaðan yrði á stjómarfundi ÍS og því ekki hægt að ganga frá endanlegri lóðarúthlut- un. Sagði borgarstjóri að borgaryfir- völdum hafí verið kynntar hugmynd- ir að byggingu á lóðinni en að þær skissur væru á ábyrgð ÍS. Stuttur tími til stefnu í erindi Benedikts Sveinssonar, forstjóra íslenskra sjávarafurða hf., til borgarstjóra, kemur fram að fyr- irtækið mun afhenda núverandi hús- næði við Kirkjusand til nýrra eig- enda 1. ágúst næstkomandi og því sé stuttur tími til stefnu að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemina. Einn möguleiki sé að byggja skrif- stofuhúsnæði sem sniðið væri að þörfum fyrirtækisins. Vilja 3 þúsund fermetra lóð Bent er á að starfsemi fyrirtækis- ins tengist stjórnsýálu landsins, bankastarfsemi í miðborginni og afgreiðslu skipafélaga í Sundahöfn og á Holtabakka. ÍS eigi auk þess og reki tæplega 4 þús. fermetra vöruhús við Holtagarða og Þróunar- setur ÍS yrði áfram starfrækt í um 800 fermetra húsnæði á Kirkjusandi. Fyrirtækið hafí hug á um 3 þús. fermetra lóð til að byggja skrifstofu- hús á þremur til fjórum hæðum eða hús með um 600 til 700 fermetra grunnfleti. Æskileg staðsetning lóð- ar væri á svæði neðan Laugavegs eða Suðurlandsbrautar milli Snorra- brautar og Elliðavogs. Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar íslenskur andlitsleir á markað erlendis Styrkur borgarinnar 500 þús BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að veita Ásgeiri Leifssyni 500 þús. króna styrk til markaðssetn- ingar erlendis á íslenskum andlitsleir. Fram kemur í erindi til atvinnumálanefndar að um ís- lenskan hveraleir sé að ræða og með því að nota hann rétt sé hann heilsu- og útlitsbætandi. Tilraunaverkefni I erindi Ásgeirs segir að um tilraunaverkefni sé að ræða sem staðið hafí undanfama mánuði. Leirinn hafi eingöngu verið seldur í Laugardalslaug og hafa um 400 krukkur selst síðustu tvo mán- uði. Leirinn hafi einnig verið kynntur á Norðurlandaþingi snyrtifræðinga í maí síðastliðn- um, á sýningu í Vancouver í Kanada í september, Alheims- þingi snyrtifræðinga í Basel fyrir tveimur vikum og í Laugardals- laug frá miðjum júlí. Hafa þegar verið fluttar út um 400 krukkur til Svíþjóðar og Kanada. Betri umbúðir Fram kemur að til þessa hafí verið notaðar umbúðir sem ekki hafí hentað leimum vel. Þær séu of veikburða og óþéttar og leirinn hafí viljað þoma í þeim en búið sé að finna hentugar umbúðir og verði þær kynntar á fundi atvinnu- málanefndar. Þá segir að fyrir liggi samþykki Hollustuvemdar ríkisins fyrir sölu á leimum. Tekið er fram að í skýrslu Vilhjálms G. Skúlason- ar prófessors um virkni leirsins að notkun hans sé viðtækari en talið hafí verið og að hafín sé markaðs- setning á fótaleir sem mýki sigg og líkþom á fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.