Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 29
AÐSENDAR GREINAR
Réttur nemenda
kjör kennara
STJORNVOLD
kennarar og foreldrar
sjá fyrir sér bætta
menntun barna í fram-
tíðinni, lengri viðveru
í skólunum og mögu-
leika nemenda á að
neyta málsverðar í
minnst 30 mínútna
matarhléi. Vissulega
er þetta falleg framtíð-
arsýn og gefur mörg-
um von um lausn á því
ófremdarástandi sem
hefur verið eignað
grunnskólanum.
En ekki er allt sem
sýnist. Áður hafa verið
sett í lög háleit mark-
mið um þjónustu grunnskólans.
1974 voru sett í lög ákvæði um
vikulegan kennslutíma á hvern
nemanda. 10 ára barn átti þá að
fá 32 kennslustundir á viku. I dag,
21 ári síðar hefur þessu markmiði
ekki verið náð. Menntamálaráðu-
neytið gefur út öðru hveiju auglýs-
ingu um fjölda kennslustunda
(viðmiðunarstundaskrá) og hvernig
þær skiptast milli námsgreina. Síð-
asta auglýsing var gefin út 13.
apríl 1992 og þar kemur m.a. fram
að 10 ára barn skal fá að lágmarki
28 kennslustundir á viku.
Úr 28 í 35 kennslustundir um
næstu aldamót
Samkvæmt því frumvarpi til
grunnskólalaga sem nú liggur fyrir
á Alþingi er gert ráð fyrir að 10
ára barn fái að lágmarki 29
kennslustundir á viku haustið 1995
og flölgi síðan um 1-2 kennslu-
stundir á ári þar til markmiðinu 35
kennslustundir á viku er náð haust-
ið 1999.
Að fá þennan draum tii að ræt-
ast er öllu erfiðara. í dag fær nem-
andinn ekki nema um 25-28
kennslustundir á viku í grunnskól-
um landsins. Hvers vegna?
1. Ríkissjóður reiknar út hversu
margar kennslustundir hver skóli
skal fá miðað við nemendafjölda.
2. Skóli hefur til ráðstöfunar 3
Sigurður R.
Sigurbjörnsson
kennslustundir á viku
af þessum 28 sem hann
nýtir til að skipta bekk
milli verklegra greina
t.d. smíðar/saumar,
heimilisfræði/mynd-
mennt eða tölvu-
fræðsla/bókasafn.
3. Alls kyns aðrir
þættir skólastarfsins
skerða kennslustunda-
fjöldann enn frekar t.d.
safnaferðir, vettvangs-
ferðir, þemavikur,
læknisskoðun, tann-
lækningar, leikæfing-
ar, söngur á sal, dans-
kennsla, vímuefna-
fræðsla, umferðar-
fræðsla, brunaæfingar, göngutúrar,
jólaföndur, páskaföndur, kannanir,
próf, skíðaferðir, skautaferðir
skólaferðalög, heimsóknir utanað-
komandi aðila, móttaka og lestur
auglýsinga sem berast frá fjölmörg-
um aðilum um námskeið eða tóm-
stundastörf og svona mætti lengi
telja. Samtals giska ég á að skerð-
ingin geti verið 1-2 kennslustundir
til viðbótar með framansögðu, svo
að 10 ára barn fær ekki nema
23-24 hreinar kennslustundir á
viku. Og foreldrar og menntamál-
ráðherra undrast yfir illa nýttu
skólaári.
Sem sagt; í stað 32 kennslu-
stunda eins og leidd voru í lög fyr-
ir 21 ári, fær nemandinn aðeins
23-26 kennslustundir. Þessi
kennslustundafjöldi er nálægt því
sem danskt barn fær á viku í dag
eða um 24 kennslustundir á viku,
að vísu 10 mánuði ársins á móti 9
hjá okkur.
Þol íslenskra skólabarna
Haustið 1999 er gert ráð fyrir
að 10 ára barn fái að lágmarki 35
kennslustundir á viku. Þær verða
þá 6-7 kennslustundir á dag. At-
hyglisvert er að ekkert hámark er
tilgreint í frumvarpinu en í dönsku
grunnskólalögunum sem tóku gildi
1. ágúst 1994 er kveðið á um há-
mark 6 kennslustundir á dag fyrir
10 ára barn. Meiri hluti mennta-
málanefndar virðist engar áhyggjur
hafa af því hvort verið sé að of-
bjóða íslenskum börnum með 7
kennslustunda setu á dag um næstu
aldamót. Með hliðsjón af ákvörðun
Dana um hámark kennslustunda- .
fjölda og hins vegar ákvörðun ís-
lenskra ráðamanna má álykta sem
svo að íslensk börn þoli miklu lengri
skóladag en dönsk börn. En hvers
vegna setja íslensk yfirvöld sér
svona háleit markmið?
Danmörk - ísland
Fróðlegtr er að bera saman rétt
nemenda hvað varðar lengd skóla-
árs, fjölda kennslustunda á dag,
viku og ári í Danmörku annars veg-
ar og hér á íslandi hins vegar. At-
hugið að þrátt fyrir færri kennslu-
daga og kennslustundir á ári stefnir
í yfirgnæfandi fleiri kennslustundir
íslenskra skólabarna eða í um 244
kennslustundum fleiri en danskra
barna.
Þrátt fyrir lægri laun
grunnskólakennara á
íslandi er þeim ætlað
að kenna 10 ára nem-
endum 118 kennslu-
stundum fleiri en dönsk-
um grunnskólakennur-
um, segir Sigurður R.
Sigurbj örnsson.
Einnig er fróðlegt að sjá hvernig
kjör kennara eru í dag miðað við
nágrannaþjóð og hvernig þau koma
til með að breytast í haust og um
aldamót. Byijunarlaun kennara
hækka úr 45.000 kr. í 74.000 kr.
ef stjómvöld standa við aukningu
kennslustunda. En stjórnvöld hafa
áður sýnt að þau geta ekki uppfyllt
eigin væntingar um lágmark
kennslustundafjölda handa nemend-
um svo reikna má með að þær verði
aðeins 32 eins og stefnt var að 1974
og umsjónarkennarinn fái þá 21
kennslustund með 5. bekk og hafí
þá aðeins um 65.000 kr. í mánaðar-
Íaun.
Þrátt fyrir miklu lægri laun
gmnnskólakennara á íslandi er þeim
ætlað strax á næsta ári að kenna
í Danmörku Á íslandi Mismunur
Réttur neniandans:
Lágmarks kennslust.fj. á viku í dag: 24 28 +4
Lágmarks kennslust.fj. á viku í haust: 24 29 +5
Lágmarks kennslust.fj. á viku haustið '99: 24 35 +11
Hámarks kennslustundafjöldi í dag: 6
Kennsludagar á ári i dag: 200 159 -41
Kennsludagar á ári í haust og haustið ’99: 200 172 -32
Kennslustundirááriídag: 960 890 -70
Kennslustundir á ári í haust; 960 998 +38
Kennslustundir á ári haustið ’99 960 1204 +244
Skylda kennarans:
(Kennsluskylda) Fjöldi kst. á viku í dag: 22 29 +7
(Fullt starf) Fj. kst. á ári í dag: 880 922 +42
(Fullt starf) Fj. kst. á ári í haust og haustið 99: 880 998 +118
Kjör kennarans:
Laun eins og þau eru í dag að frádregnum stéttarfélagsgjöldum og án samninga við
kennara. Sú vinna sem býðst kennara í einsetnum skóla í dag.
í Danmörku Á Islandi Mismunur
Fyrir kennslu á 5. bekk, 20 kst.
Byijunarlaun umsjónarkennara á mánuði 162.000 45.000 -117.000
Laun eftir 15 ára starfsreynslu á mánuði: 184.000 58.000 -126.000
Laun eins og þau verða um aldamótin að meðtöldu 740 millj. kr. framlagi ríkisins (fjölg-
un kennsludaga um 12 og aukningu kennslustunda í 35 á viku) og að meðtaldri krónutölu-
hækkun ASÍ frá 21. feb. ’95
Fyrir kennslu á 5. bekk, 24 kst.
Byijunarlaun umsjónarkennara á mánuði: 192.000 74.000 -118.000
Laun eftir 15 ára starfsreynslu á mánuði: 218.000 91.000 -127.000
10 ára nemendum 118 kennslu-
stundum fleiri en dönskum grunn-
skólakennurum.
Eftir gaumgæfilegan lestur þess-
arar greinar ætti enginn vel læs
íslendingur að velkjast í vafa um
að kennarar geta hreinlega ekki
lengur látið traðka á sér með því
að bæta á sig vinnu í stað þess að
minnka kennsluskylduna úr 29 kst.
í það sem nemur fjölda klst. í bókleg-
um greinum eins bekkjar í grunn-
skóla, eða niður í 18-23 kst. á viku.
Það telja kennarar sem reynsluna
hafa, vera fulla vinnu og vel það.
Þess eru dæmi að kennslukonur
hafa hætt kennslu og snúið sér að
leikskólakennslu, róluvallargæslu,
störfum dagmæðra og öðmm störf-
um sem bjóðast til að losna við yfír-
ferð verkefna, prófa og undirbúning
sem oftast verður kvöld- og helgar-
vinna vegna skorts á vinnuaðstöðu
í skólunum eða nauðsyn á gæslu
eigin barna hálfan daginn.
Oft er spurt. Hvers vegna hættið
þið þá ekki að kenna úr því starfið
er svona illa launað? Loksins höfum
við svarið. Við höfum lagt niður
vinnu og byijum ekki aftur fyrr en
samið hefur verið við okkur um
sanngjörn laun fyrir þá vinnu sem
við innum af hendi, með tilliti til
þess að við getum ekki bætt okkur
upp tekjumissi vetrarins með sum-
arvinnu eins og áður var hægt.
Það má ekki gleymast að við
kennarar erum ekki aðeins að beij-
ast fyrir eigin kjörum. Kennarar
hafa síðustu áratugina gert meira
en þeim bar skylda til að bæta úr
námsbóka- og verkefnaskorti. Á
áttunda áratugnum varð kennari
menntamálaráðherra sem beitti sér
fyrir endurnotkun kennslubóka sem
grunnskólunum var árlega úthlut-
að. Þetta var gert í sparnaðarskyni
og þótti alveg sjálfsagt. Það fylgdi
með að þessi sparnaður myndi nýt-
ast á annan hátt í skólastarfi. Síð-
ustu fimm árin hefur framkvæmda-
fé Námsgagnastofnunar dregist
saman um 144 milljónir eins og
kemur fram i grein forstjóra Náms-
gagnastofnunar í Mbl. 25. feb sl.
Hvernig yrði ástandið í skólum
landsins ef kennarar legðu niður
námsgagnagerð? Hvað þyrfti ríkið
að greiða kennurum árlega ef þeir
krefðust greiðslu fyrir þessa vinnu?
Þrátt fyrir alla þessa sjálfboðavinnu
eru kennarar með djúpa sektar-
kennd þessa dagana vegna þeirra
barna sem verkfallið bitnar mest á.
Höfundur er kennari.
Athugasemd við aðfinnslu
Svar til Jóhanns
Gunnars Arnarsonar
ÉG varð undrandi þegar ég las
grein eftir þig, Jóhann Gunnar Arn-
arson, í Morgunblaðinu 7. febrúar
sl. Ég var hissa á því að þú telur
danskeppni sem þú fjallar um skrípa-
leik, en hefur ekki leitað til mín eft-
ir upplýsingum um keppnina.
Ummæli og athugasemdir sem ég
hef fengið eftir þessa danskeppni
minna mig á söguna um litlu gulu
hænuna.
Þar sem ég hef undanfarin ár ýtt
á aukið samstarf við áhugamenn og
fullyrt að þar hefðum við góðan hóp
aðila sem hjálpað gæti við ýmiskon-
ar vinnu tengda danskeppnum lang-
ar mig að vitna í orð Brynjars M.
Valdimarssonar, formanns SIÁ,
Sambands íslenskra áhugadansara,
en hann sagði að þörf væri á _að
virkja áhugamenn í ýmis verk. Ég
er viss um að við hefðum fengið fleiri
aðila tíl að hjálpa við þá vinnu sem
framkvæmd var hefðu þeir vitað
hvað var verið að gera fyrir dansara
framtíðarinnar. Það hefði mátt koma
fram í fréttatilkynningu um keppn-
ina að búast mætti við töfum vegna
þess að verið væri að þjálfa áhuga-
menn í tölvuvinnslu og láta þátttak-
endur og aðra vita um væntanlega
nýtt fyrirkomulag á fjáröflun fyrir
dansara en sú tillaga sem verið er
að þróa er að hluta eftirfarandi:
Með smávægilegum
breytingum gætum við
í samvinnu við áhuga-
menn aukið tekjur,
dregið úr kostnaði og
búið til keppnis- og af-
reksmannasjóð og safn-
að með því fé sem nota
mætti í sjóði og til
greiðslu á ýmsum gjöld-
um, s.s. félagsgjöldum
hjá erlendum sambönd-
um áhugamanna og at-
vinnumanna. Keppnis-
sjóður yrði fyrir at-
vinnudansara og áhugadansara sem
fara utan.
Tveir sjóðir yrðu stofnaðir, til að
mynda félagsgjalda- og Blackpool-
sjóður.
a) Tölvuvinnsla í höndum áhuga-
manna, sparnaður frá kr. 160-
350.000 yfir veturinn. Verðlaun,
keppnisdagskrá, tímatafla og sala á
auglýsingum í skrána. Þeir aðilar
sem sjá um þessa vinnu eru aðstand-
endur áhugamanna í samvinnu við
danskennara.
b) Afreksmannasjóður. Veittur
verði styrkur úr A-sjóði til Blackpo-
ol-fara, miðað við getu sjóðsins.
Veittur verði styrkur úr B-sjóði
til þeirra sem unnið hefðu sér rétt
til að taka þátt í heimsmeistara-,
Evrópu- og Norður-
landamótum áhuga-
manna og atvinnu-
manna.
Á danskeppninni sem
var 5. feb. si. var mitt
verk fyrst og fremst að
þjálfa lið áhugamanna
í tölvuvinnslu og var
reiknað nieð því að tafir
yrðu á dagskrá. Sett
voru ýmis hlé í keppn-
inni til að geta lagfært
tafir vegna þessa. Jó-
hann Gunnar, nú vísa
ég í það sem þú ritaðir
í Mbl. 30. nóv. sl.:
„Seinkanir á tíma-
töflu eru ávallt slæmar og valda því
að nánast ómögulegt er að segja
keppendum til um það hvenær þeir
dansi næsta „round“. Ég myndi
einnig mæla með að í næstu tíma-
töflu yrðu sett fleiri smáhlé inn á
milli, ef tlmataflan fer þá eitthvað
úr skorðum er hægt að sleppa hléum
eða lengja, eftir því sem við á.“
Undanfarin ár hefur tímatafla
staðist tvisvar og var það í nóvem-
ber 1993 og október 1994.
Ég var við tölvuna frá kl. 11.00
til kl. 19.30 I sjálfboðavinnu og fékk
15 mín. hlé á öllum þeim tíma, ég
tel að ég hafi lokið þeirri leiðsögn
sem ætlast var til af mér kl. 13.00
en það vantaði fólk í vinnu svo ég
var áfram.
Hér svarar Níels Ein-
arsson gagnrýni á
framkvæmd danskeppni
5. febrúar sl.
Vegna þeirra aðila sem voru ósátt-
ir við gang á þessari danskeppni og
vissu ekki um þær breytingar og
nýtt fyrirkomulag á íjáröflun og
sparnaðaraðgerðum skal ég bera
alla ábyrgð og biðjast afsökunar á
þeim þáttum sem sneru að mér.
Aftur á móti langar mig að upplýsa
um aðrar ástæður en þjálfun á
starfsfólki fyrir töfum á þessari dan-
skeppni. Breytingar á riðlum voru
þannig, að skráðir þátttakendur í
riðla voru ekki samkvæmt mætingu
í keppnina. Breytingar voru einnig
að gerast eftir að danskeppni hófst.
33% töf á innslætti má rekja til þess
að númer keppenda voru frá 800 sem
segir að í stað þess að slá inn tvær
tölur þá þurfti að slá inn þijár og
það í hærri kantinum. Tilfelli þegar
dómarar skráðu sama parið í tvígang
töfðu vinnslu. Eftir að danskeppni
hefst er ekki hægt að skrá nýjan
þátttakenda, þegar þátttakendur
glata númerum sínum og fá annað
númer þá tefst keppnin, því það
þarf að handskrá viðkomandi undir
röngu keppnisnúmeri. Tölvuprentari
var of hægur. Fleira fólk vantaði í
vinnu.
Níels Einarsson.
Eitt til viðbótar er að nú var í
fyrsta skipti sjö manna dómaralið,
en undanfarin ár hafa dómarar að-
eins verið þrír til fimm. Tvö gengi
voru af dómaraliði og var skipt um
dómara á milli keppnisriðla. Þessir
dómarar voru flestir að dæma í
fyrsta skipti og má rekja hluta af
töfum til nokkurra þeirra. Nú tel ég
að danskennarar og þeir áhugamenn
sem starfa að skipulagi og vinnu við
danskeppnir, ættu að skoða alla iiði
úr þessari danskeppni og reyna að
fyrirbyggja tafir og mistök.
Ég vil þakka þeim danskennurum
sem unnu að velgengni keppninnar,
áhugamönnum sem lögðu fram
vinnu og því fólki sem bauð fram
óeigingjarna aðstoð við að gera
þessa danskeppni sem besta.
Svanhildur Sigurðardóttir dans-
kennari og Brynjar M. Vaidimars-
son, formaður SIÁ, eiga skildar sér-
stakar þakkir fyrir sitt framlag.
Sérstakar þakkir ættu þeir að fá
sem tengjast íþróttafélaginu á Sel-
tjarnarnesi, því þeir voru komnir í
fulla vinnu við störf sem ekki var
ætlast til af þeim. Þeim fannst fróð-
Iegt og gaman að sjá hve mikil
umsvif það eru þegar haldin er dan-
skeppni.
Varðandi fréttatilkynningu um
danskeppnina langar mig að segja,
að ekki kom neitt fram á fundum
hjá keppnisráði um Hermannsbik-
arinn, allir dansskólar gáfu bikar.
Henný Hermannsdóttir sá um hvaða
bikar færi í hvaða hóp.
Keppninni lauk á réttum tíma,
þrátt fyrir tafir í upphafi dagsins.
Höfundur er dnnskcnnnri.