Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur um sjávarútvegsmál í V estmannaeyj um á vegum Alþýðubandalags Islenskt velferðarþj óðfélag er byggt á sjávarútvegi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MARGIR Eyjamenn lögðu leið sína á fundinn. MARGRÉT Frímannsdóttir var fundarstjóri, en frummælendur, voru taldir frá vinstri, Einar Oddur Kristjánsson, Jóhann Sigur- jónsson, Kristján Þórarinsson, Orn Pálsson og Steingrímur Sigfússon. SUS með kosninga- útvarp Samband ungra sjálfstæðismanna mun reka útvarpsstöð, Útvarp X-D, og verður sent út á Fm 105,9 á 13 stöðum víðsvegar um landið. Útvarp- ið á að verða vettvangur fyrir þjóð- málaumræðu í bland við tóniist. Sent verður út frá eftirfarandi stöðum: Vestmannaeyjum föstudag- inn 3. mars, SqIíossí mánudaginn 6. mars, Höfn í Hornafírði miðviku- daginn 8. mars, Egilsstöðum föstu- daginn 10. mars, Húsavík mánudag- inn 13. mars, Sauðárkróki miðviku- daginn 15. mars, Akureyri föstudag- inn 17. mars, Siglufírði laugardaginn 18. mars, Ólafsfirði mánudaginn 20. mars, Patreksfirði miðvikudaginn 22. mars, Borgamesi föstudaginn 24. mars, Akranesi laugardaginn 25. mars og Stykkishólmi mánudaginn 27._ mars. Útvarpsstjóri verður Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna en um fram- kvæmd sér Hlynur Guðjónsson fram- kvæmdastjóri SUS. Tæknimaður er Tryggvi Valgeirsson. -----».♦.♦---- Þjóðvaka- listinn á Suð- urlandi ÁKVEÐIN hafa verið þrjú efstu sæti á lista Þjóðvaka í Suðurlands- kjördæmi vegna alþingiskosning- anna 8. apríl. í fyrsta sæti er Þorsteinn Hjart- arson, Brautarholti, Skeiðum, í öðru sæti Ragnheiður Jónasdóttir, Hvols- velli, og í þriðja sæti Hreiðar Her- mannsson, Selfossi. -----» » ♦ Kvennalistinn opnar kosn- ingaskrifstofu í Reykjavík REYKJ AVÍKURAN GI Kvennalist- ans opnar kosningaskrifstofu mið- vikudaginn 8. mars á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á Laugavegi 17, 2. hæð, kl. 18. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona, sem skipar fyrsta sæti Kvennalistans í Reykjavík, flytur ávarp og sönghóp- ur skemmtir. HALLDÓR Hermannsson, skiptj- óri á ísafirði, hefur lýst yfir ein- dregnum stuðningi sínum við Al- þýðuflokkinn í komandi kosning- um, en Halldór hefur verið yfirlýst- ur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins hingað til. Lýsti Halldó.r þessu yfir á fundi Alþýðuflokksins sem haldinn var á ísafirði á sunnu- daginn. I 'viðtali sem birtist við Halldór í Alþýðublaðinu í gær segir hann ástæðu þess að hann hafi lýst yfir eindregnum stuðningi við Álþýðu- flokkinn og Sighvat Bjðrgvinsson vera þá að Alþýðuflokkurinn sé Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FISKVEIÐISTEFNAN var rædd á almennum fundi Alþýðubandalags- ins í Vestmannaeyjum á sunnu- dagskvöld. Frummælendur komu úr ýmsum áttum, frá Alþýðubanda- laginu, Hafrannsóknastofnun, LÍÚ og smábátaeigendum en mesta at- hygli vakti að Einar Oddur Krist- jánsson, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, var meðal frummælenda. Á fundinum komu fram skiptar skoðanir um núverandi kvótakerfi, sumir deildu hart á það en verjend- ur þess kölluðu eftir raunhæfum tillögum um hvernig ætti að stjórna fiskveiðum á annan hátt. Út úr moldarkofum Einar Oddur Kristjánsson, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sagði að sjávarútveg- urinn á íslandi hefði afrekað það á þessari öld að koma íslendingum úr moldarkofum og í hús og staðið undir öðrum þeim framförum sem hér hafa orðið. Sjávarútvegurinn sem þessu hefði skilað hefði verið rekinn á þeim forsendum að séreignarréttur hefði verið á fískiskipum og vinnslu og einstaklingar hafi fengið að njóta þekkingar, dugnaðar og vilja til að bjarga sér og það hafi verið undir- staða þess árangurs sem náðst hafi í sjávarútvegi. Hann sagði að ísland væri eina þjóðin sem hefði tekist á þessari öld að byggja upp velferðar- þjóðfélag sem grundvallaðist nær eingöngu á sjávarútvegi og forsenda þess hefði verið séreignarrétturinn á fískiskipunum. Einar sagði að frá því að breyt- ingin sem færði séreignarréttinn af skipunum á veiðiheimildirnar var gerð 1984 hafí staðið deilur um það. Hann minnti á að þegar kvót- inn var settur á hafi einungis verið um neyðarráðstöfun til eins árs að ræða en síðan væri liðinn rúmur áratugur og enn væri kvótakerfíð við lýði. Hann sagði að í kennslubókum í fiskihagfræði segi að beinast sé að stjórna flota til að stýra veiðum en það sé ekki hægt því eftirlit með veiðum geti aldrei orðið nægjanlegt. Hann sagði að vera mætti að þetta hefði verið rétt í eina tíð en í dag byði tæknin upp á að fylgjast mætti með öllum skip- um með sírita og vita þannig ná- kvæmlega hvar þau væru stödd. Það væri því engum vandkvæðum bundið að stjórna flotanum og eini flokkurinn sem leggi áherslu á Evrópumálin og það sé eina og stærsta málið sem kosið verði um í kosningunum. Fylgjast ekki með tímanum Halldór segist viss um að helm- ingur Sjálfstæðisflokksins sé sömu skoðunar og Alþýðuflokkurinn, en hinn helmingurinn sé framsóknar- menn, eða þá þjóðernissinnar sem haldi að þeir séu að vinna ein- hverja sjálfstæðisbaráttu upp á nýtt og fylgist ekki með tímanum. „Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að kúga sína kjósendur í Evrópu- sókninni og það væri mun einfald- ari stjórnun en núverandi kvóta- kerfi. Einar Oddur sagði að þrátt fyr- ir aflamarkið væri við lýði mikil sóknarstýring. Það hefðu verið 130 skyndilokanir hjá Hafrann- sóknastofnun á síðasta ári plús allar hinar stærri lokanirnar sem hafa verið varanlegar til lengri og skemmri tíma. Menn hafi því ber- sambandsmálinu með því að neita því að málið sé á dagskrá. En ég læt ekki kúga mig og það er ekki hægt að bjóða upp á svona meðferð í lýðræðisríki. Meðan þeir haga sér svona kýs ég ekki Sjálfstæðisflokkinn. Það er alveg á tæru. Það ríður á að gera Al- þýðuflokkinn sterkan í kosning- unum til þess að viðræður um þetta mál verði teknar upp þegar í sumar. Síðan þegar þar að kem- ur eiga kjósendur að fá að segja sína skoðun endanlega,“ segir Halldór í samtalinu við Alþýðu- blaðið. sýnilega ekki treyst kvótakerfinu, hvorki í einu né öðru. Gallar kvótakerfis — gallar fiskveiðistjórnunar Kristján Þórarinsson,_ yistfræð- ingur og starfsmaður LÍÚ, fjallaði um kosti og galla fiskveiði- stjórnunar. Hann taldi að margt af því sem í dag væri kallað gallar kvótakerfisins væri í raun gallar fiskveiðistjórnunar í hvaða formi sem sú stjórnun væri. Kristján benti á að einn alvar- legasti fylgifiskur fiskveiðistjórn- unar væri úrkast fisks en jafn- framt benti hann á að einn af kostum aflamarksins væri sá að fiskmeðferð hefði batnað til muna. Hann fullyrti að vegna ofveiði á árunum 1986 til 1989 þegar fisk- veiðistjórnunin samanstóð af blönduðu kerfi afla- og sóknar- marks, væri ástand þorskstofnsins jafn dapurt og raun ber vitni. Hann sagðist telja að eftirgjöf í fiskveiðistjórnuninni nú myndi auka ofveiði og vandi vegna úrk- asts fisks myndi aukast með sókn- armarki. Jóhann Sigutjónsson, aðstoðar- forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði að Hafrannsóknastofnun hefði lengst af ekki tekið afstöðu til þess hvaða fiskveiðistjórnunar- kerfi eigi að búa við heldur lagt áherslu á að við lýði sé virkt stjórn- unarkerfi sem kemur í veg fyrir ofveiði á nytjastofnunum. Jóhann benti á að með stjórnun síldveiða hefði tekist að byggja upp síldarstofninn og taldi þar um skólabókardæmi að ræða hvemig standa á að stjórnun til að fá árang- ur. Hann sagði að Hafrannsókna- stofnun gæfi ráðgjöf á líffræðileg- um grunni um hámarksnýtingu fiskistofnanna og að þótt rétt væri að fiskistofnamir yrðu seint full- rannsakaðir þá varaði hann við þeirri umræðu að fiskifræðin væri svo ung og óáreiðanleg fræðigrein að niðurstöður um bágt ástand þorskstofnsins væm léttvægar og eingöngu til þess ætlaðar að draga athyglina frá höfuðviðfangsefninu sem er stjórnun þessarar takmörk- uðu auðlindar sem þorskstofninn er. Stefna „sægreifanna“ náði völdum Öm Pálsson, frá Landssambandi smábátaeigenda, fjallaði um smá- bátaútgerð og gerði samanburð á fjölda starfa sem sköpuðust hjá smábátum miðað við togara. Hann sagði að það þyrfti fimm sinnum minni afla til að skapa ársverk hjá trillukarli en hjá togarasjómanni. Hann sagði að því miður hefði stefna „sægreifanna" náð völdum þar sem flottræfilskeppni væri háð og gífurlegum íjármunum sóað í keppni um að eiga flottustu og stærstu skipin. Það væri ekki þjóðhagslega hag- kvæmt að láta frystitogara veiða þorsk, bátarnir ættu að sjá um þær veiðar. Hann sagði að sú stefna að láta verksmiðjuskip flæða til landsins hefði leitt af sér atvinnu- leysi sjómanna og fiskverkafólks. Hann gagnrýndi banndagakerfið mjög og taldi ákvörðun um fjölgun banndaga ekki á rökum reista. Eilífðarverkefni að móta sjávarútvegsstefnu Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður Alþýðubandalagsins, sagði það mat sitt að það yrði ei- lífðarverkefni að móta sjávarút- vegsstefnu því hún þyrfti sífelldra breytinga við. Hann sagðist telja að stóra ógæfan við núverandi kvótakerfi væri að í upphafi hafi þetta bara átt að vera ráðstöfun til eins árs. Það hafi því ekki verið nægjanlega vandað til undirbún- ings til dæmis varðandi viðmiðun og fleira og því sitji menn nú uppi með þennan vanda. Steingrímur sagði að það þyrfti að ná saman öllum hagsmunaaðil- um að einu borði til að reyna að móta fiskveiðistefnuna og milli þessara aðila þyrfti að nást lág- markssátt, því á íslandi yrði ekki rekin sjávarútvegsstefna sem ekki væri þolanleg sátt um hjá öllum hagsmunaaðilum. Að loknum framsöguerindunum urðu talsverðar umræður. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri, sagði að það væru margir tilbúnir að gagnrýna núverandi kvótakerfi því það væri alltaf auðvelt að ala á óánægju og klifa á því hvað væri að en því miður hefðu menn engar haldbærar lausnir á vanda- málunum. Hann sagðisttelja breið- ari sátt í hópi útvegsmanna nú en áður um kvótakerfið og sagðist ekki sjá rök fyrir að breyta frá núverandi kerfi. Óskar Þórarinsson, skipstjóri og útgerðarmaður, gagnrýndi kvóta- kerfið hart. Vitnaði Óskar í blaða- greinar sem hann skrifaði árið 1984 þegar kvótakerfið var sett á og taldi allt það sem hann varaði við þá hafa komið fram. Halldór Hermannsson skipstjóri á ísafirði Lýsi yfir eindregnum stuðn- ingi við Alþýðuflokkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.