Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tillaga frá ráðgjöfum Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna Senuþjófur á SÞ-ráðstefnimni „Námskynning 1995“ nk. sunnudag Hvað eru mörg n í því? Samskipti við Kúbu bætt Washington. Reuter. RÁÐGJAFAR Bills Clintons Bandaríkjaforseta á vettvangi ut- anríkismála hafa hvatt hann til að freista þess að bæta samskiptin við Kúbu. Að sögn bandaríska dag- blaðsins The Washington Post leggja ráðgjafamir til að fyrstu skrefín felist í því að slakað verði á efnahagsþvingunum sem stjóm- völd á Kúbu hafa verið beitt frá því í ágúst í fyrra. Blaðið hafði eftir ónefndum embættismönnum að lagt hefði verið til við forsetann að aflétt yrði banni við peningasendingum kúbverskra útlaga til heimalands- ins. Jafnframt yrði slakað á ströngum reglum sem gilda um ferðir bandarískra ríkisborgara til Kúbu. í frétt blaðsins var tekið fram að Bandaríkjaforseti hefði enn ekki lagt blessun sína yfir áætlun þessa. 30.000 flóttamenn í fyrrasumar ákvað Fídel Castro Kúbuleiðtogi að slaka skyldi á eftirliti meðfram ströndum Kúbu og leiddi það til þess að á að giska 30.000 manns kusu að flýja heimaiandið á flekum og bátkæn- um sem bára flóttafólkið að ströndum Florida. Fólksflóttinn skapaði mikinn vanda í Bandaríkj- unum og ákvað Clinton loks að heimila fólkinu að taka Iand í Bandaríkjunum. Bandaríkjastjóm ákvað hins vegar að grípa til efnahagslegra refsiaðgerða í þvi skyni að þvinga Castro til að stöðva flóttamanna- strauminn. í frétt Washington Post var haft eftir háttsettum bandarískum embættismanni að tímabært væri að láta reyna á hvort leiðtogi Kúbu væri nú tilbú- inn til að innleiða umbætur á vett- vangi efnahags- og stjórnmála. Híllary þakkar grasrótinni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR að hafa haft hægt um sig undanfarna mánuði ávarpaði Hill- ary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun. Meginboðskapur hennar var að ýms- ar breytingar til hins betra hefðu komið frá grasrótarsamtökum og því var ávarpi hennar vel tekið á Hólmanum í Kaupmannahöfn þar sem slík samtök hafa bækistöðvar sínar meðan á ráðstefnunni stendur. Hillary Clinton kom með for- setaþotunni í bítið í gærmorgun og ávarpaði síðan ráðstefnuna. Ræða hennar fjallaði mjög um konur og henni var einkum beint til grasrótarsamtakanna, sem fjöl- menna á sína eigin hliðarráð- stefnu. Hún minnti á mikilvægt hlutverk þeirra með því að vekja athygli á því sem betur mætti fara og sagði dýrmæta reynslu felast í starfsemi þeirra. Því ættu ríkis- stjórnir heimsins að hlusta á þessi samtök og byggja á starfi þeirra. Stuðningur við konur í þriðja heiminum Afnám þrælahaldsins í Banda- ríkjunum og aukið jafnrétti kvenna væri eingöngu slíkum samtökum að þakka. I hádeginu snæddi forsetafrúin hádegisverð með Poul Nyrap Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, og Lone Dyb- kjör, þingmanni og eiginkonu for- sætisráðherrans. Síðar um daginn heimsóttí hún danskt tómstunda- heimili. í dag mun forsetafrúin kynna fyrirætlaðan stuðning Bandaríkjastjórnar við konur í þriðja heiminum. Hólminn ekki öruggur Upphaflega var áætlað að Hill- ary Ölinton ávarpaði grasrótar- samtökin í Hólmanum en ekki ráð- stefnuna í Bella Center. Eftir að öryggissérfræðingar höfðu skoðað aðstæður í Hólmanum í síðustu viku var þó horfið frá því, þar sem ekki væri hægt að koma við nauð- synlegri öryggisgæslu. Forset- afrúin hefur ekki komið fram opin- berlega undanfama mánuði og er það rakið til mikillar gagnrýni sem hún hefur orðið að þola fyrir af- skiptasemi og hvassar skoðanir. Fulltrúi Bandaríkjsstjórnar á leið- togafundi ráðstefnunnar í vikulok- in verður A1 Gore varaforseti. Reuter Samiðí Þýskalandi WERNER Neugebauer, forseti stéttarfélagsins IG Metall, Karl Bayerr, fulltrúi stéttarfélagsins VBM, og Rainer Hildman, aðal- samningamaður málmframleið- enda, undirrita nýjan kjarasamn- ing í Mtinchen í gærmorgun. Með undirritun samkomulagsins var bundinn endi á fyrsta verkfall í þýskum málmiðnaði í ellefu ár. í samningunum felst fjögurra pró- senda kauphækkun og vöruðu efnahagssérfræðingar við að hætta væri á að þeir myndu kynda undir verðbólgu. Verð á þýskum hlutabréfum hækkaði nokkuð í kjölfar kjarasamning- anna. Aftöku sjón- varpað TÓLF lögreglumenn í Rio de Jan- eiro verða sóttir til saka fyrir morð og aðild að morði eftir að sjónvarps- stöð sýndi myndir þar sem einn þeirra sést skjóta ræningja í bakið þrisvar sinnum meðan aðrir héldu honum niðri. Ræninginn hafði þá verið afvopnaður. Tugmilljónir manna sáu útsend- inguna og hún vakti mikla umræðu um starfshætti lögreglunnar, að sögn fréttastofunnar AP. Þrír vopnaðir menn höfðu reynt að ræna brynvarða bifreið sem var að flytja peninga úr verslanamið- stöð i Rio de Janeiro á laugardag. Lögreglumennimir komu á vett- vang áður en mennimir komust undan. Einn þeirra, bílstjóri, var skotinn til bana. Sjónvarpsmennirn- ir voru staddir þama vegna annarr- ar fréttar og náðu myndum af því þegar lögreglumennirnir köstuðu öðrum ræningja á götuna og drógu hann síðan að bílnum. Svo virðist sem lögreglumaðurinn, sem skaut ræningjann, hafi vitað af sjón- varpsliðinu. ------------ Jackson í framboð? London. Reuter BLÖKKUMAÐURINN Jesse Jack- son segist vera hæfur til að verða næsti forseti Bandaríkjanna og kveðst hafa áhuga á embættinu. í samtali við útvarpsstöðina BBC, sem sent verður út næstkomandi sunnudag, sýnir hann visst fálæti í garð Bills Clintons forseta en segir þó ekki afdráttarlaust hvort hann muni keppa eftir útnefningu demó- krata fyrir kosningarnar á næsta ári. Clinton og Jackson, sem kunnur er fyrir baráttu sína fyrir réttindum blökkumanna, hefur margsinnis greint á um lausn mála. Hann' segir, að forsetaframboð af sinni hálfu myndi snúast um „efnahagslegt ör- yggi, atvinnumál, heilbrigðismál og að öllum verði tryggð fullnægjandi menntun." Reuter HILLARY Clinton flytur ræðu sína á ráðstefnunni um félags- lega þróun. í dag mun hún boða stuðning Bandaríkjastjórnar við menntun kvenna í þriðja heiminum. Kossa- laust svæði Edinborg. The Daily Telegraph. SKÓLASTJÓRI einkaskóla í Skotlandi hefur sett þá reglu að ástfangnir nemendur haldi sig í að minnsta kosti 15 sm fjarlægð hver frá öðrum í grennd við skólann vegna þess að „það er vor í lofti“. Skólastjórinn, sem tók við embættinu í fyrra, setti „sex tommu regluna“ eftir að sést hafði til nemenda kyssast á götunum við skólann. Einn nemendanna sagði að fyrir- mæli skólastjórans hefðu kom- ið mjög á óvart. Veltust um af hlátri „Við voram í samkomusaln- um þegár hann stóð upp og sagðist hafa sett þessa „sex tommu reglu“ vegna þess að það væri „vor í lofti“,“ sagði nemandinn. „Hann hélt síðan áfram og útskýrði hvað þetta þýddi. Nemendurnir bókstaf- lega veltust um af hlátri þegar þeir komu út.“ Skólinn er í bænum Dollar og nefnist Dollar Academy. Hann var stofnaður árið 1818 og lengi þekktur fyrir siða- vendni en aukins fijálslyndis fór að gæta þar fyrir nokkrum áram. Því ætlar nýi skólastjór- inn að breyta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.