Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 60
í I G L0TT# alltaf á Miðvikudögnm Opið frá 8 til 5 ALMENNAR MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CKNTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðvörunarkerfi Máka brást Allurbarr- inn drapst vegna súr- efnisskorts Sauðárkróki. Morgunblaðið. ALLUR fiskur hefur drepist í físk- eldisstöðinni Máka hf. á Sauðár- króki vegna súrefnisskorts sem varð vegna bilunar í tækjabúnaði. Máki hefur verið með tilraunaeldi á hlýsjávarfiskinum barra og var tilraunaverkefni lokið þegar óhappið varð. Um helgina varð bilun í dælu- kerfi stöðvarinnar með þeim afleið- ingum að allir fiskarnir, 2.300 tals- ins, voru dauðir vegna súrefnis- skorts þegar starfsmaður kom til vinnu að morgni. Viðvörunarkerfi sem á að gera starfsmanni boð í gegnum boðtæki og á prentara virðist hafa brugðist. Guðmundur Orn Ingólfsson, líffræðingur og einn aðaleigandi Máka hf., segir að ef viðvörun hefði borist hefði það tekið starfsmann örskamma stund að lagfæra bilunina. Nægur varasjór hafi verið til staðar og óhappið hefði ekki átt að ógna lífi barrans ef viðvörun hefði borist. Hann segir að þjónustuaðili viðvö.r- unarkerfisins hafi verið beðinn um að finna út hvað brugðist hefði. Þá hafi allmargir fiskar verið send- ir til rannsókna á Keldum. Tilraunaverkefni lokið Máki hefur verið með tilrauna- verkefni í eldi á barra og hafði eldið gengið eftir áætlun fram til þessa. Að sögn Guðmundar Arnar lauk tilraunaeldinu raunverulega um síðustu áramót, þá hafi fiskur- inn verið búinn að skila þeim upp- iýsingum sem þörf var á. Hann segir að nú verði gengið í að flytja inn hrogn að nýju og tefjist mat- fiskeldið því um ár. Varla sé hægt að tala um annað tjón en þær taf- ir sem verða á því að fá að éta barra. Fyrirtækið hefur fengið 15 milljónir kr. í hlutafjárframlög og samþykkt bæjarráðs Sauðárkróks fyrir 5 milljóna kr. lánsábyrgð til viðbótar. Háseta- hlutur um 800.000 krónur EKKI ER íjarri lagi að há- setahlutur á rækjuskipinu Pétri Jónssyni RE verði á bil- inu 750 til 800 þúsund krónur eftir 29 daga úthald. Landað var 247 tonnum af rækju úr skipinu fyrri hluta vikunnar. Þar af fengust um 150 tonn á heimamiðum og tæp 100 tonn á Dorhnbanka. Að sögn Bjama Sveinsson- ar skipstjóra má gera ráð fyr- ir að verðmæti aflans sé um 75 til 80 milljónir króna. ■ Aflabrögð/C4 Metafli hjá Ósk frá Sandgerði „35 tonn af aulaþorski“ „ ALLIR bátar eru að moka aula- þorski, 8-10 kílóa fiski,“ sagði Ein- ar Magnússon, skipstjóri á Osk, 80 tonna báti frá Sandgerði, en hún kom í gærkvöldi til hafnar með 35 tonn af vænum þorski, sem veiddist sunnan við Stafnnes. „Við höfum aldrei fengið svona mikið áður. Við vorum með 20 tonn í gær [mánudag] en þetta eru yfirleitt svona 4 til 5 tonn á dag og oft minna. Og þó að fiskurinn sé stór í dag þá höfum við verið að fá mjög blandaðan þorsk í febr- úar og það sem af er mars. Það virðast vera allir árgangar í þessu og það er mjög jákvætt þvi þetta er fiskurinn sem á ekki að vera til. Við erum að vona að friðunin undanfarið sé nú að skila ár- angri. Það virðist vera nóg af fiski hérna á svæðinu," sagði hann. Annar sjómaður, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, kvað alla dragnótabáta á Suðurnesjum hafa aflað vel og sumir þeir smæstu hafi tvíhlaðið sig. A sama tíma væri Vestmannaeyin að toga i tog- araralli Hafrannsóknastofnunar við Reykjanes og hefði lítið fengið. Einar tók í sama streng. „Við erum allir að mokfiska en þeir á Vestmannaeynni þurfa ekki einu sinni að leysa frá pokunum af því að þeir fá ekki neitt. Það segir okkur að þetta togararall er ekki alveg marktækt en út frá því er gengið við úthlutun kvóta.“ Tap Landsbanka á Línd aldrei und- ir 500 milljóniim ÞÓTT heildaruppgjöri Landsbank- ans á eignarleigufélaginu Lind hf. sé ekki lokið, liggur fyrir, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að tap Landsbankans verði aldrei undir hálfum milljarði króna. Endurskoðendur Landsbankans hafa ekki lokið úttekt sinni á mál- efnum Lindar, en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er áætl- að að Landsbankinn geti þurft að afskrifa mun hærri fjárhæð en þær 500 milljónir króna sem þegar er ljóst að eru tapaðar. Það sem gerir heildarupþgjör Landsbankans á eignarleigufyrir- tækinu flóknara en önnur uppgjör bankans eru framvirkir samningar Lindar, sumir jafnvel nokkur ár fram í tímann. Ekki liggur fyrir í hve ríkum mæli Lind hefur skuld- bundið sig á þann veg, að Lands- bankinn þurfí að auka afskriftaþörf sína til muna, að því er varðar end- anlegt uppgjör á reikningum Iindar. Þegar hefur verið greint frá því hér í Morgunblaðinu að allt hlutafé Landsbankans í Lind hefur verið afskrifað, eða um 185 milljónir króna, en nú er komið á daginn að það tap er aðeins brot af heild- artapi bankans vegna Lindar. Morgunblaðið/RAX Ríkíð hittir 19 félög opin- berra starfsmanna í dag ENGINN samningafundur verður í kjaradeilu rík- isins og kennara í dag vegna þess að samninga- nefnd ríkisins ætlar að nota daginn í að ræða við 19 önnur félög opinberra starfsmanna. Ind- riði H. Þorláksson, varaformaður samninganefnd- ar ríkisins, segir að haldið verði áfram að ræða við þessi og önnur aðildarfélög BSRB og BHMR samhliða viðræðum við kennara. Indriði sagði að samninganefnd ríkisins hefði ekki áður hitt samninganefndir þessara 19 fé- laga. Hann sagðist gera ráð fyrir að á fundunum á morgun myndi ríkið kynna hugmyndir sínar um efni nýrra kjarasamninga og leita eftir við- horfum félaganna. Indriði sagði að ekki bæri að líta á þessa fundi á þann hátt að ríkið ætlaði að einbeita sér að því að ná samningum við BMHR og BSRB og láta kennara eiga sig á meðan. Hann sagðist ekki Enginn fundur í kenn- aradeilunni í dag hafa trú á að þessar viðræður tefji viðræður við kennara. „Mál kennara hefur ákveðinn forgang hjá okkur vegna þess hvað það er brýnt. Við í samninganefndinni munum eftir atvikum skipta liði til að geta dekkað þetta,“ sagði Indriði. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að BHMR-félögin væru með ýmsar sérkröfur sem þau vonuðust eftir að ná fram í þessum samning- um. Sérkröfur hefðu ekki fengist ræddar um langt skeið og umræður um þær tækju sinn tíma. Hann sagðist því ekki vera bjartsýnn á að samningar við BHMR-félögin tækjust á skömmum tíma. Þetta væru einfaldlega flókin samningsatriði. Breyting á afstöðu ríkisins gæti þó flýtt fyrir samningum. „Það sem félögunum hefur verið sýnt hingað til er bara lélegt afrit af þessum samningum á almenna markaðinum og það er ekkert til að vinna með,“ sagði Páll. Fundir með kennurum fáir og stuttir Samninganefndir ríkisins og kennara komu saman á stuttum fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Engin árangur varð á fundinum. Nýr fund- ur hefur verið boðaður á morgun. Samninganefndir kennara og ríkisins hafa hist hjá ríkissáttasemjara nær daglega frá því verk- fall kennara hófst 17. febrúar. Engir samninga- fundir voru um síðustu helgi og mjög stuttir fund- ir voru í gær og fyrradag m.a. vegna funda hjá kennurum. Það er mat samningamanna í Karp- húsinu að samningsaðilar séu ef eitthvað er fjær því að ná samningum nú en fyrir nokkrum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.